Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 13. NOVEMBER 1986. Merming Fræðandi og þrungin andríki Sigurður Nordal: MANNLÝSINGAR Mll AB 1986, 1312 bls. Þetta eru fyrstu bindi ritsafris Sig- urðar, gefin út á aldarafinæli hans, 14. september sl. Þó var svo mikið um hann fjallað í blöðunum, að varla er á það bætandi hér, en það er merki- legt að Sigurður skyldi verða einskon- ar persónugervingur íslenskrar menningar - fyrir umfjöllun sína um íslenskar bókmenntir! I þessum þrem- ur bindum eru ýmis helstu rit hans á því sviði, raðað eftir aldri viðfangsefn- isins. 1 fyrsta bindi yfirgnæfa bók Sigurðar um Snorra Sturluson frá 1924, rúmar 200 bls., og rit hans um Hallgrím Pétursson og passíusálmana 1970 (60 bls.), auk smærri greina, sem margar eru víðfrægar: Átrúnaður Eg- ils Skallagrímssonar, Gunnhildur konungamóðir, Völu-Steinn, Bjöm úr Mörk, Trúarlíf síra Jóns Magnússonar (galdrabrennumanns ó 17. öld), Um Píslarsögu hans, Tyrkja-Gudda. Fyrir mitt leyti er ég hrifnastur af öðru bindi, en þar ber mest á bókum Sigurðar um Stephan G., Þorstein Erlingsson og Einar Benediktsson, auk ýmissa skemmri ritgerða um skáld og menntamenn 19. aldar; Bjama Thorarensen, Sveinbjöm Egilsson, Vatnsenda-Rósu, Grím Thomsen. Hér er áður óbirt erindi um Sigurð Breið- fjörð og Bólu-Hjálmar, sem eru bomir saman við fjandmenn sína, náskylda í skáldskap: Bjama Thorarensen og Jónas Hallgrfinsson. III. bindið er mestmegnis minningar- greinar, afmælisgreinar og því um líkt, þar er fjallað um rúmlega sjötíu manns, fræga og ókunna. I því em m.a. „Örlagaþættir" um 19. aldar menn: Tómas Sæmundsson, Konráð Gíslason, Jón Sigurðsson og fleiri. Hér er öll bók Sigurðar, Svipir, frá 1944, mjög aukin áþekku efni, en sumar greinar hennar era þó í hinum bindun- um. Aðferð Sigurðar Þessar löngu ritgerðir um skáld eru oft formálar fyrir útgáfu verka þeirra, sem Sigurður var fenginn til að ann- ast. Seinna voru þær gefnar út sér- prentaðar sem sjálfstæðar bækur, svo hér. er iðulega um þriðju útgáfu að ræða. T.d. var rit Sigurðar um Einar Benediktsson á undan aldarafmælis- útgáfu ljóða hans. Áður hafði dr. Steingrímur J. Þorsteinsson ritað rækilega ævisögu Einars. En Sigurður velur þá úr aðalatriði að eigin mati, þetta er íhugun um ævi Einars, skap- gerð og störf á ýmsum sviðum. Hún er vel yflrveguð og sýnir þetta allt í samhengi. Höfuðáherslu leggur Sig- urður auðvitað á skáldskap Einars, en hann fjallar þó aðeins um hann Sigurður Nordal. með tilliti til viðfangsefna og skoðana skáldsins, nær ekkert um framsetn- ingu. Þetta var auðvitað alsiða, greining á innviðum kvæða eða ann- ars skáldskapar heyrði þá til undan- tekninga, en þar má einkum nefna „Um Utsæ Einars Benediktssonar" eftir Kristin E. Andrésson, 1935. Söm er aðferðin í hinum ritunum. Sigurður fjallar raunar ekki mikið um höfundinn eins og hann birtist i sendi- bréfum og blaðagreinum, vitnisburði kunningja og öðrum ytri heimildum, sem menn vildu nota til skilnings á skáldskap hans, samkvæmt ævisögu- aðferðinni, sem þróaðist í Frakklandi fyrir öld. Hann talar fyrst og fremst um höfundinn sem birtist í verkunum sjálfum, gerir skipulega og ítarlega grein fyrir áhugamálum og skoðunum Bókmenntir Örn Ólafsson í þeim. Sigurður leggur sig fram um að sjá þetta í stórum dráttum og í sam- hengi. Svo dæmi sé tekið af ritinu um Þor- stein Erlingsson, þá byrjar Sigurður á almennu yfirliti um helstu einkenni Þorsteins, með sérstakri áherslu á andstæður í fari hans og ógreiningi um hann. Þannig vekur hann umsvifa- laust áhuga lesenda. Síðan kemur kafli um ættir Þorsteins og uppvöxt með sérstakri áherslu á hvörfin í lífi hans, þegar þjóðskóldin tvö, Stein- grímur Thorsteinsson og Matthías Jochumsson, uppgötvuðu þennan efn- ispilt og tóku hann til mennta í Reykjavik, svo hann gæti orðið þjóð- skáld. í þriðja kafla er enn lögð áhersla á hvörf, þessi hagmælti stúdent stund- aði lögfræði ekki síður en skáldskap úti í Kaupmannahöfh, þangað til veislukvæði hans olli hneykslun vegna harkalegrar ádeilu á dönsku stjómina. Við það finnur Þorsteinn sér varanlegan farveg sem hið mikla upp- reisnarskáld gegn valdstjóm, kreddum og kirkju. Sigurður rekur einkar vel þá mótsögn sem var milli þessa og rómantísks upplags Þorsteins, nátt- úrudýrkunar og þjóðemisstefnu. Hann rekur hvemig Þorsteinn lærði af Byron að ádeilan væri miklu skæð- ari óbein, ef hún kæmi fram eins og í leiðinni við að segja einhverja sögu, heldur en þegar beint er ráðist að við- fangsefhinu. Loks sýnir Sigurður hvemig skortur á verðugum andstæð- ingum hérlendis dró máttinn úr Þorsteini, sem hafði eflst sem sósíal- isti gegn einræðisstjóm Estraps í Danmörku, sem var dyggilega varin af svartleitri klerkahjörð. En á íslandi vora prestamir oft gamlir skólabræð- ur, frjólslyndir, viðræðugóðir, bestu menn. Engu að síður dregur Sigurður skýrt fram, að Þorsteinn sló aldrei af skoðunum sínum, en því höfðu ýmsir síðasttaldir menn haldið fram eftir dauða hans. Sigurður skirrist ekki viðkvæm mál í þessum ritum, enda leggur hann sig fram um að gera alhliða, sanna mynd af skáldunum, en ekki fágaða glans- mynd. Eins og hann fjallar um drykkjuskap Einars Ben. og Jónasar Hallgrímssonar, þannig fer hann í saumana á dylgjum um fjöllyndi Þor- steins í ástarmálum og sýnir að hann var raunar tilhæfulaus með öllu. Andríki Það er áberandi einkenni rita Sig- urðar að honum var alltaf ofarlega í huga fyrir hveija hann skrifaði og til hvers. Hann vildi mennta fróðleiks- fusan almenning, og hann hélt sig við þau atriði, sem honum fannst skipta þessa lesendur máli. Og vegna þessar- ar stefnu lagði hann sig fram um að túlka tiltækan fróðleik svo hann myndaði heildarmynd með meiningu. Þar var hann alveg óhræddur við að beita ímyndunaraflinu, og þetta álít ég skýra þær miklu vinsældir sem Sig- urður naut maklega. Rit hans era þrangin andríki og hafa varanlegt gildi til skilnings á skáldunum sem hann fjallar um og menningu þess tíma, auk þess að lyfta lesendum til meiri skilnings á h'finu og menningu. Það væri þá slæm kynning á þessum ritum ef ég færi hér að tína upp úr þeim einhveija fróðleiksmola. Og hér er ekki vettvangur til að deila við Sig- urð um túlkun á hinum og þessum atriðum í skáldskap. Það hljóta menn að gera í rannsóknum á þessum við- fangsefnum sem hann tók fyrir eftir því sem tilefrii gefst til. En það held ég verði sjaldnast, því þessi rit eru fyrst og fremst alþýðlegt yfirlit um efnið, fremur en nákvæm rannsókn á einstökum atriðum. Af þeim ritum sem hér birtast væri það helst í ritinu um Snorra Sturluson. Lítum frekar á dæmi þess, hversu hátt Sigurður gat hafist í umfjöllun sinni. Hver annar en hann hefði dirfst að fjalla um trúarlíf Stephans G. í fullri alvöru, skáldsins sem öðrum fremur barðist alla ævi gegn guðstrú, kristni og kirkju? Um slík efhi fjallar hann á svo almennan hátt, að enn er í fullu gildi. í leiðinni sjóum við dæmi um stíl- leikni Sigurðar, þessi rit eru skrifuð á blæbrigðaríku máli, svolítið upphöfnu, en jafnan eðlilegu og fögra. Þessi þijú þykku bindi í smekklegu bandi og kassa kosta rúmar fimm þús- und krónur. Beri menn það saman við verð meðal-jólabókar, þá er auðséð, að hér bjóðast góð rit á mjög hóflegu verði. Og mikið tilhlökkunarefhi er að næstu bindum, þar sem verða m.a. heimspekileg rit Sigurðar og greinar um menningarmál, einnig þau era vönduð og mjög aðgengileg almenn- ingi. Hér kemur kafli úr II. bindi, bls. 171-2. Á þessum krossgötum mun alltaf mannkynið og hver einstakling- ur standa til enda veraldarinnar: á eg að leggja undir mig heiminn, sækjast eftir völdum, auði og metorðum, svala þorsta sálarinnar og fylla tóm hennar með öllum þeim gögnum og gæðum, sem umhverf- ið getur veitt, - eða á ég að hafa þungamiðju viðleitni minnar í eigin sálarþroska, rækta allar þær uppsprettur hamingju og gleði, rósemdar og þreks, sem til eru í sjálfum mér, varpa ljósinu innan frá ó lífskjörin, hvernig sem þau eru, eiga vígi og athvarf gegn and- steymi og sorgum undir hugarfarinu, fremur en að vátryggja mig gegn þeim með borgaralegum allsnægtum, yfirdrottnun og mann- virðingum? Um þessar tvær lífsstefnur og engar aðrar trúarsetningar greinast leiðirnar milli þeirra, sem eiga guðsríki hið innra í sér eða sækjast eftir ríkinu af þessum heimi. Svo glæsileg sem tilvera „höfðingja þessa heims“ getur virzt til- sýndar, er hún í rauninni óhjákvæmilega mörkuð af óánægju, þrældómi og áhyggjum. Að vísu kunna að vera til menn, einkum í hinni borgaralegu meðalstétt, sem fljóta hálfblindandi að feigðarósi án þess að komast nokkurn tíma í návigi við erfiðleika lífsins, - á vel tyrfðum bundnir bás baula eftir töðumeis, eins og Grímur kvað. En hversu aumkunarlega getur ekki ham- ingja slíkra manna, sem eiga alla lífsgæfu sina undir öðrum og öðru, hrunið til grunna við eignatap, álitshnekki, heilsutjón eða ástvina- missi? Og því hærra sem menn reisa um sig skjaldborg ytri gæða, því meir vandast málið. Auðmaðurinn verður þræll eigna sinna, hinn hégómagjarni almenningsálitsins, hinn valdafíkni háttvirtra kjósenda og annarra sterkari manna. Og einkanlega er það metnað- urinn, sem aldrei verður saddur. Sá, sem þroskans leitar, nær að vísu aldrei hugsjón sinni. En þessi hugsjón er hans eigin eign, sem verður ekki tekin frá honum. Hún gerir hann frjálsan. Og einstakl- ingsþroski er svo sérstakur, með svo óendanlega mörgum hætti, að mál og vog komast þar aldrei að með svipuðu móti og þegar um veraldleg gæði er að ræða. Ef um þau er keppt við aðra, er baráttan endalaus og vonlaus. Ormur öfundarinnar deyr ekki, og eldur metn- aðarins slokknar ekki. Við sjáum beiskju rígsins og óþreyju samkeppninnar eitra alla tilveruna í kringum okkur, frá því smæsta til þess stærsta, - frá smáborgaralegum hégómametingi um klæða- burð, híbýlatildur og veizluhöld, frá hreppakóngum, flokkspólitíkus- um og orðusöfnurum, - allt til einræðisherra og stórvelda, sem í blindri eftirsókn yfirráða hleypa veröldinni í eyðandi bál. Það er deginum ljósara, hvora af þessum stefnum Stephan tók. Hann galt keisaranum það, sem keisarans var, og ekki heldur meira, - stritaði eins og skyldan bauð, en undi því vel að vera fátækur maður og metorðalaus. Og hann galt, þótt hann kallaði sig guðlaus- an, guði það, sem guðs var, og galt það miklu ríflegar en við mátti búast eftir högum hans. Hann lagði fram alla þó krafta, sem hann hafði aflögum, til þess að heyja sér andlegan þroska, skapa menning- arleg verðmæti, lifa samkvæmt kröfum sínum til ósvikins manngild- is. Og hann vann þetta ekki fyrir hefð né hrósi, heldur í þjónustu háleitrar lifsskoðunar. Eru margir drottins þjónar, sem hlýða boði meistarans: vakið og biðjið - í raun og sannleika betur en andvöku- skóldið? Debut Kristínar Sædal Sigtryggsdóttur Tónleíkar Kristinar Sædal Sigtryggsdóttur og Catherine Williams i íslensku óperunni 8. nóvember. Efnisskrá: Giuseppe Sarti: Lungi dal caro bene quella fiamma; Benedetto Marcello: Che m’accende; Stefano Donaudy: 0 del mio amato ben; Páll ísólfsson: Svört er ég; Þórarinn Jónsson: Vögguljóó; Jórunn Viöar: Im Kahn; Johannes Brahms: Ma- edchen Spricht, Dein blaues Auge og Von ewiger Liebe; Enrico Granados: La Maja dolorosa I, II og III; Jean Sibelius: Den första kyssen og Ricken kom ifrán sin álsklings möte; Roger Quilter: Music, when soft Voices die; Frank Bridge: Love went a riding. Það er ekki á hverjum degi að söngkona heldur debuttónleika í Reykjavík, em Kristín Sædal Sig- tryggsdóttir lagði í þá raun á laugardag í íslensku óperunni. Vart gat staðarvalið verið betra, því gamla bíóhúsið við Ingólfsstræti, sem nú er óperuhús, er eitt besta sönghús á landinu. Því veldur, held ég að mestu, nálægðin við áheyrend- uma, auk þess sem lögun og efhi ráða allnokkru. En söngvurum þótti áður gott að syngja í Gamla bíói og þar hafa flestir söngvarar af fyrri kynslóð debuterað. Af óperuhæðara og lánsrússa Ekki vantaði að efnisskráin væri viðamikil og spannaði vítt. Markið var vissulega sett hátt. Söngurinn hófst með verkum ítala sem uppi voru við lok sautjándu aldar og á þeirri átjándu. Töluvert merkilegir karlar, þótt ekki sé þvi svo mjög haldið á lofti í nútímanum. Bened- etto Marcello samdi til dæmis fræga háðungaróperu um óperuna sem hann nefridi II teatro alla moda og var andstæðingur ofurdýrkunarinn- ar á ’oel canto. Sarti var einn af ítölunum sem einokuðu rússnesku (hirð)óperuna fram eftir átjándu öld- inni. Svo rækileg var sú einokun að til eru þess dæmi að Rússar hafi vilj- að eigna sér þessa karla, eins og Sarti, enda tónlistar þeirra vegna iðulega þess virði. Tónlist Eyjótfur Melsted Það var eins og Kristín notaði þessar gömlu ítölsku aríur til að taka úr sér hrollinn og á meðan náði hún að meðtaka mjög svo vinsamlega viðbrögð áheyrenda. En salur eins og á þessum tónleikum er ómetan- legur hverjum söngvara sem í stór- ræðum stendur. Stígandin óx með íslensku lögimum. Svört er ég, er eitt af þessum lögum sem sanna að doktor Páll hirti ekkert um hvemig hann væri að fara með söngvarann þegar hann valdi lögum sínum þær tóntegundir sem hann áleit að þau hljómuðu best í. Þama sýndi Kristín að hún ræður vel við dramatík - og síðan stillingu, í Vögguljóði Þórar- ins Jónssonar. Frá því að ég fyrst heyrði það lag, hef ég haft mikið dálæti á Im Kahn, eftir Jórurini Við- ar. Þar finnst mér tónmál Jórunnar hvað áhrifamest af þvi sem ég hef eftir hana heyrt. Og ekki var með- ferðin til að skemma fyrir í þetta skiptið. það var góður undirbúning- ur undir hinar makalausu ljóðaperl- ur Brahms, sem á eftir komu, og þær stöllumar fluttu með prýði. Stóðst raunina Ekki var slegið af því næstur kom Kristín Sædal Sigtryggsdóttir. Granados með sín magnþrungnu lög um konuna og sorgina, La Maja dolorosa. Þama var Kristín virki- lega farin að syngja sig upp og það entist fram yfir lög Sibeliusar og ensku söngvana skemmtilegu eftir Quilter og Bridge. Kristín Sædal Sigtryggsdóttir lagði í mikið þrekvirki með erfiðri söngskrá á þessum debuttónleikum .sínum. En hún stóðst raunina og það mætavel. Við það naut hún frábærs stuðnings Catherine Williams við píanóið. Hennar þætti skyldi síst gleyma, svo ríkan þátt sem hann átti í að gera þessa tónleika ánægju- lega. EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.