Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986. Dægradvöl__________________________________________________________________________pv Mátfunda- og rökræðukeppni framhaldsskóla á íslandi - MORFÍS Markmiðið að efla og vekja málfærslulistina Það er ýmíslegt gert til að búa menn sem best undir ræðukeppni. Ein aðferð er að láta ræðumenn standa hvorn á móti öðrum og flytja ræður sínar samtimis blaöalaust. Þetta eru þeir Sigurður Baldvinsson og Gest- ur Guðmundsson úr Flensborgarskóla. DV-mynd Brynjar Gauti Fyrsta umferð rökræðukeppni MORFÍS, sem er skammstöfun á Málfunda- og rökræðukeppni fram- haldsskóla á íslandi, er lokið. Sextán framhaldsskólar taka þátt í keppninni að þessu sinni og eru átta þegar dottnir úr keppninni sem er útsláttarkeppni. Þeir skólar, sem ljóst er að komast í aðra umferð þegar þetta er skrifað, eru Fjöl- brautaskólinn í Garðabæ, Mennta- skólinn við Hamrahlíð, Verslunar- skóli Islands, Menntaskólinn við Sund, Menntaskólinn í Reykjavík, Fjölbrautaskóli Suðumesja og Fjöl- brautaskólinn Sauðárkróki. Keppni Menntaskólans á ísafirði og Menntaskólans á Akureyri fór fram í gærkvöldi, en henni var frestað vegna veðurs. Önnur umferð keppninnar fer fram í janúar og þriðja umferð eða íjög- urra liða úrslit fara fram í febrúar. Lokaslagurinn verður síðan í byrjun mars á næsta ári. Menntaskólinn í Reykjavík vann MORFIS-keppnina í fyrra og árið þar áður, þannig að það er mikil spenna nú hvort þeim tekst að vinna bikarinn til eignar. Reynir á mótunarhæfni manna „Markmið MORFÍS er að efla og vekja málfærslulistina og það gemm við með því að halda árlega ræðu- keppni milli framháldsskólanna," sagði Ingi V. Jónasson, nemandi í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki, aðspurður hvert væri markmið MORFÍS. Ingi á sæti i framkvæmda- stjóm MORFÍS sem var kosin á síðasta aðalfundi síðastliðið vor. „Það er grasrótarskipulag hjá okkur í stjóminni og þar af leiðandi enginn formaður," sagði Ingi þegar blaðamaður spurði hann hvort hann væri formaður félagsins. Að hans sögn er þessi keppni einn stærsti viðburðurinn í samstarfi framhalds- skólanna í landinu og henni fylgdu oft á tíðum ferðalög og stór hópur stuðningsmanna fylgdi liðunum þeg- ar þau fæm að keppa. En er ekki erfitt fyrir fólk að lenda kannski í því að þurfa að færa rök fyrir einhveiju máli sem er algjör- lega andstætt skoðunum þess? „Jú, það getur kannski verið erfitt, en það venst. Ég held að það reyni mjög á mótunarhæfni manna og hvað þeir em fljótir að temja sér að finna rök og mótrök," sagði Ingi. En er ekki bara verið að þjálfa fólk í því að koma í ræðustól á þann veg að það geti talað um nánast hvað sem er án þess að meina nokk- uð með því? „Nei, ég held að það sé ekki rétt að segja það, svona ræðu- keppni þjálfar rökhugsun að mínu mati og fólk verður að skoða málin frá öðm sjónarhomi en sinni per- sónulegu skoðun. Það er hægt að finna óteljandi rök með og á móti öllum málum,“ sagði Ingi. Hvers vegna heldur þú að yfirleitt séu fleiri karlmenn en konur sem taka þátt í ræðukeppnum? „Ég vil alls ekki gera lítið úr kvenfólki sem ræðumönnum og ég veit að vitan- lega semja þær alveg jafngóðar ræður og karlmennimir. Vandamál þeirra er hins vegar röddin, þeim liggur oftast hátt rómur og það kem- ur sér oft illa í ræðustól." Vika til undirbúnings I keppnisliðunum, sem skólamir senda, em fjórir einstaklingar og hefur hver þeirra mismunandi stöðu innan liðanna, þ.e. liðsstjóri, frum- mælandi, meðmælandi og stuðnings- maður. Einni viku fyrir keppnisdag er dregið úr tillögum að efni sem leggja á fram í keppninni og þá er jafnframt dregið um hvaða lið keppa saman og hvort þeirra er á heimavelli. Það er því ekki nema vika sem keppend- ur fá til að undirbúa og vinna efnið sem þeir ætla að nota í keppnina. Hugmyndir að umræðuefhum koma frá hverjum skóla sem tekur þátt í keppninni og sendir fulltrúa á dóm- aranámskeið sem er haldið á hverju hausti. Þar leggur hver skóli til þrjú efhi, sem síðan er valið úr til að setja í pottinn sem dregið er úr. Dómarar í MORFÍS-keppnum eru þrír og það eru nemendur úr fram- haldsskólunum sem sjá sjálfir um að dæma. Einn oddadómari er á hverri keppni, en það er útskrifaður nem- andi, en oddadómarar sjá um dómaranámskeiðin á haustin. Hver skóli, sem sendir fulltrúa í keppnina, þarf að greiða þátttöku- gjald sem er 12.000 krónur, sama hversu langt hann kemst í keppn- inni. Það getur ýmis kostnaður fylgt keppninni eins og ferðalög út á land fyrir liðin og stuðningsmenn þeirra. Við fórum og fylgdumst með keppninni milli Fjölbrautaskóla Suðumesja og Flenborgarskóla sem fór fram í Félagsbíói í Keflavík síð- asta föstudag. -SJ „Sambandsmennirnir" af Suöurnesjum voru meö SlS-húfur og spjöld þar sem.þeir komu skoðunum sínum á framfæri. m *Á' IflBJp Émk „Sambandið er eins og gjörspilltur krakki" - sagðí Sigurður Baldvinsson, frummælandi Flensborgarskóla Flensborgarar voru mættir með öflugt lið stuðningsmanna og hvottu þeir sina menn óspart til dáða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.