Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986. 7 Fréttir Sea Shepherd samtökin: Slóð átaka og ofbeldis - Watson hefur hlotið 15 mánaða fangelsisdóm Sea Shepherd samtökin, sem lýst hafa ábyrgð á hendur sér íyrir skemmdarverkin á eignum Hvals hf., voru stofnuð af Paul Watson fyrir 9 árum, eða árið 1977 er Watson var rekinn úr Greenpeace-samtökunum vegna þess hve ofbeldishneigður hann þótti. Síðan hefur saga samtakanna verið slóð ofbeldis og átaka viða um heim en þess ber að geta að erfitt er að átta sig á hvaða aðgerðir á árunum frá 1977 til dagsins í dag má rekja til samtakanna því þau hafa verið dugleg við að eigna sér aðgerðir sem þau hafa svo ekki reynst hafa komið ná- lægt við nánari skoðun. Paul Watson verður fyrst kunnur á árinu 1977 er honum var vikið, ásamt átta öðrum, úr Greenpeace-samtökun- um í Vancouver í Kanda. Kom brott vikning Watson í framhaldi af aðgerðum Greenpeace gegn selveiði- mönnum á ísnum norður af Kanada. Til átaka kom milli náttúruvemdar- manna og selveiðimanna á þessum slóðum. Selveiðimenn réðust á nátt- úruvemdarmennina og börðu þá með selakylfum sínum en náttúmvemdar- mennimir neituðu að svara í sömu mynt utan Watson sem kom fram með háværar kröfur um að selveiðimönn- unum yrði kastað í sjóinn. Þessar kröfur vom svo dropinn sem fyllti mælinn í samskiptum Watsons og Greenpeace. Yfirgáfu Watson og átta vinir hans samtökin og stofnuðu sín eigin. Keyptu gamlan landhelgisbrjót Hið fyrsta sem Watson og menn hans gerðu var að festa kaup á göml- um togara í Hull á Bretlandi og var það skipið St. Giles sem er frægur landhelgisbijótur úr þorskastríðunum hér við land. Var skipið skírt Sea Shepherd en enn má sjá hið gamla nafii skipsins undir því nýja. Á næstu árum einbeittu samtökin sér svo að selveiðimönnum á ísnum við Kanda og léku þeir oft þann leik að kafsigla báta selveiðimánnanna á skipi sínu. Vegna þeirra aðgerða var Watson dreginn fyrir dómstóla í Kanda og dæmdur þar til 15 mánaða fangelsis fyrir vikið. Næstu aðgerðir Sea Shepherd, sem vitað er með vissu um, eru á árunum 1989-81. Þá tókst þeim að sökkva þremur hvalveiðiskipum. Tvö þeirra voru spönsk og hafði verið lagt, svipað og Hval 6 og Hval 7, en þriðja skipið Sierra, skráð á Kýpur með japanskri áhöfh var eitt af svokölluðum „sjóræn- ingja“hvalveiðiskipum og var því sökkt þar sem það var á veiðum utan við Kanaríeyjar. Sierra stundaði veið- ar utan við öll lög og rétt á tegundum sem voru alfriðaðar alls staðar í heim- inum og þótti engum eftirsjá að því skipi, ef undan eru skildir eigendur þess. Engin- slys á mönnum urðu í þessum aðgerðum. Færeyjar alvarlegustu átökin Ekki er vitað um neinar aðgerðir af hálfu Sea Shepherd samtakanna í Evrópu á árunum 1981 til 1985 en sumarið 1985 kom skip þeirra hingað Lögregluvörður við skip Sea Shepherd er það var hér i Reykjavikurhöfn. til lands á leið til Færeyja þar sem ætlunin var að hindra grindhvalaveið- ar þar. Hafði skipið viðstöðu hér í þrjá daga og segir Watson að þá hafi hafist undirbúningur að þeim skemmdarverkum er hér voru unnin með því að gert var kort af Reykja- víkurhöfh. Lítill árangur varð af för Sea Shepherd til Færeyja þetta ár og var skipinu stuggað frá eyjunum en Watson hafði í hótunum um að koma árið eftir og þá fengju Færeyingar að finna fyrir því, hvað og hann gerði. Er Sea Shepherd kom til Færeyja síðasta sumar var skipinu bannað að koma inn fyrir 3ja mílna lögsögu eyj- anna að viðurlagðri aðför að lögum. Skipið hélt sig við mörk lögsögunnar til að byrja með en síðan var yfirvöld- um í Færeyjum storkað með því að sigla skipinu inn og úr lögsögunni. Ákvað færeyska lögreglan þá að grípa inn í og handtaka áhöfn skipsins. Varðskipið Olaf Helgason hafði fylgst með Sea Shepherd og þar um borð voru færeyskir lögreglumenn undir stjóm Jon Mortensen varð- stjóra. Fóm þeir um borð í tvo gúmmíbáta og ætluðu yfir í Sea Shep- herd. Þá kom til mikilla átaka milli skipveija Sea Shepherd og lögreglu- mannanna. Skutu skipverjar á gúmmíbátana með rakettubyssum og línubyssum og reynt var að kveikja í gúmmíbátunum með bensíni. Lögregl- an svaraði þessu með táragassprengj- um sem skotið var um borð í Sea Shepherd. Gúmmíbátunum var síðan snúið við í átt að Olaf Helgason og reyndi varðskipið að sigla Sea Shep- herd uppi en án árangurs. Nýjustu aðgerðir Sea Shepherd eru skemmdarverkin hér á landi sem greint hefur verið frá. -FRI INGVAR HELGASON HF Vonarlandi v/Sogaveg, sími 37710. Heildverslun með eitthvert fjölbreyttasta úrval leikfanga á einum stað. Hafið samband í síma 91-37710 eða komið og skoðið úrvalið. Innkaupa- stjórar * Nýjar sendingar úrvals- leikfanga renna út eins og heitar lummur. Nú er að hrökkva eða stökkva. ALLT AÐ AFSLATTUR AF FUAVARNAREFNUM ALLT AÐ 20% AFSLATTUR AF MALNINGU OPIÐ KL. 8-18 VIRKA DAGA KL. 10 - 16 LAUGARDAGA 2 góðar byggingavöniverslanir. Austast og vestast í borginni Stórhöfða, sími 671100 Hringbraut, sími 28600.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.