Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986. Andlát Salmanía Jóhanna Jóhannes- dóttir lést 4. nóvember sl. Hún fæddist í Bolungarvík 9. mars 1917. Foreldrar hennar voru Sigríður Auð- unsdóttir og Jóhannes Jónsson. Salmanía giftist Gunnari Ámasyni, sem nú er látinn fyrir tæpum þremur árum. Þeim hjónum varð fimm barna auðið. Útför Salmaníu verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Ingibjörg Ó. Jóhannesdóttir, Vesturbergi 12, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum þann 10. nóvemb- er. Jón Guðmannsson, fyrrverandi yfirkennari, Skaftahlíð 10, lést á heimili sínu þriðjudaginn 11. nóv- ember. Ölver Kristjánsson lést á heimili sínu. Heimahvammi, Blesugróf, að- faranótt sunnudags. Friðfinnur Árni Kjærnested, fyrr- verandi skipstjóri, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. nóvember kl. 13.30. Útför Indriða Sigurðssonar, Mela- braut 16, Seltjarnarnesi, fer fram föstudaginn 14. nóvember kl. 15 frá Fossvogskirkju. Útför Árnýjar Sigurðardóttur frá Skuld, Vestmannaeyjum, til heimilis í Grundargerði 35, fer fram frá Bú- staðakirkju föstudaginn 14. nóvemb- er kl. 13.30. Freyja Jónsdóttir, Skúlaskeiði 14, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 13. nóv- ember, kl. 15. Útför Sigurðar Sigurgeirssonar, deildarstjóra í Útvegsbanka íslands. Skeiðarvogi 111, sem lést af slys- förum 8. nóvember, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 14. nóv- ember kl. 15. ,Útför Matthildar Matthíasdóttur, Kirkjuvegi 66, Vestmannaeyjum, fer fram frá Landakirkju í Vestmanna- evjum Iaugardaginn 15. nóvember kl. 14. Bækur Ekki á morgun, ekki hinn Ragnheiður Gestsdóttir myndlistarmaður sendir frá sér óvenjulega bók nú fyrir jóla- annir. Hún heitir Ekki á morgun, ekki hinn og það er Mál og menning sem gefur hana út. Ekki á morgun, ekki hinn... er tuttugu og fjórar opnur, ein fyrir hvern dag desembermánaðar fram að jólum. I textanum segir frá tveim systkinum, Ingu og Atla, sem bíða hátiðanna óþreyjufuli en nota tímann til að læra eitthvað nýtt á hverjum degi. Lesendur geta lært með þeim að búa til alls konar jólagjafir, skraut á tré og í glugga, jóladagatal, jólakort, kökur, glassúr, sælgæti og margt margt fleira. Á hverri opnu er mynd ti! skýringar og leiðbeiningar. Þetta er bók sem styttir biðina eftir jólunum og er ekki síður fyrir foreldra en böm, ef fjölskyldan vill föndra saman. Bæði texti og myndir eru eftir Ragnheiði, sem hefur myndskreytt margar bækur og einnig séð um barnatíma sjón- varpsins. Bókin er unnin í prentsmiðjunni Odda hf. Birkir + Anna Mál og menning gefur út norsku verð- launabókina Birkir + Anna. Sönn ást eftir Vigdis Hjorth. Sagan gerist í litlum bæ áður en sjónvarp og myndbönd tóku völd í lífi bama. Hún lýsir auðugu og skemmti- legu lífi krakkanna í bænum sem taka sér ótalmargt fyrir hendur, en fyrst og fremt er hjjn þó ástarsaga. Söguhetjan er Anna, 10 ára stelpa, sú sterkasta í bekknum sem vinnur alla strákana í sjómann, meira að segja Ríkharð í fimmta bekk. Svo flytur nýr strákur í Bófahúsið fræga, ljóshærður og freknóttur strákur sem heitir Birkir, og Iíf Önnu tekur ófyrirsjáanlegum breyt- ingum. Sagan varð mjög vinsæl í Noregi og gekk næst Ronju ræningjadóttur að vinsældum á bókasöfnum þar í landi í fyrra. Það voru Ingibjörg Hafstað og Þu- ríður Jóhannsdóttir sem þýddu söguna. Prentsmiðjan Oddi vann bókina, en kápu gerði Brian Pilkington. Bókin er gefm út með styrk úr Norræna þýðingarsjóðnum. Tvær bækur um Stínu Út eru komnar hjá Máli og menningu tvær bækur um Stínu eftir fínnska rithöfundinn og listamanninn Kristiina Louhi: Frá morgni til kvölds með Stínu og Stína og árstíðimar. Olga Guðrún Arnadóttir þýddi. Þetta eru sögur fyrir yngstu hlust- endurna með litmyndum, bæði af fólki og atvikum, og líka hlutum, því bækurnar eru að nokkru leyti hugsaðar sem bendibækur. Stína brallar margt með pabba, mömmu, Kalla stóra bróður og Óla vini sínum sem fólk á hennar aldri kann- ast við. Setningu og filmuvinnu annaðist Prentsmiðjan Oddi hf. en bækurnar voru prentaðar í Portúgal. Tímaiit Forsiðukeppni tímaritsins Hárs og fegurðar Sigurvegarinn í forsíðukeppni tímaritsins Hárs og fegurðar var Karl K. Berndsen og hlaut hann í verðlaun ferð til London á World Hairdress Congress sem talin er stærsta hárgreiðslusýning í heiminum. Þar gefst Karli tækifæri til að hitta að máli margt af þekktasta hárgreiðslufólki í heiminum. Á sýningunni verður forsíða tímaritsins Hárs og fegurðar birt ásamt 10 efstu sætunum í keppninni. Flugleiðir og ferðaskrifstofan Úrval veita verðlaun- unum stuðning en ferðaskrifstofan Úrval mun standa fyrir hópferð á sýninguna. Basarar Kvenfélag Hreyfils efnir til basars og flóamarkaðar í Hreyfils- húsinu sunnudaginn 16. nóvember. Konur sem ætla að gefa á basarinn eru beðnar að koma því í Hreyfilshúsið fimmtudags- kvöldið 13. nóvember. Spilakvöld Hrjóbjargarstaðaætt Munið spilakvöldið 13. nóvember kl. 20 í Hótel Hofi. Bingó fyrir bömin. Fjölmen- nið. I gærkvöldi Heimir Már Pétursson, námsmaður og skáld: Leiður á brandaranum um góðærið í landinu íslenska fjölmiðlafárið hefur farið fyrir ofan garð og neðan hjá mér og ég vonaði af tómri eigingimi að eng- in myndi nota nýju fjölmiðlalögin þegar þau tækju gildi, sú ósk rættist ekki. Eg er ákaflega veikur fyrir fjöl- miðlum og hættir til að gefa þeim of mikinn tíma. Sem betur fer sé ég Stöð 2 mjög illa og horfi þess vegna ekki á hana. Þó horfði ég á Spéspeg- il í fyrrakvöld og verð að segja að þar fengu Reagan og Tatcher um- fjöllun að mínu skapi. I Örlagastraumi, nýja íramhalds- myndaflokknum í ríkissjónvarpinu, sem ég er ansi hræddur um að frænd- ur vorir Norðmenn hlæi yfir, er ágætis afþreying, en betur líst mér á Ustinov í Rússlandi. Það er fagn- aðarefni að fá loksins sjónarhom af Rússlandi og Sovétríkjunum sem Heimir Már Pétursson. ekki er mengað af svart hvítu sögu- skoðuninni í heiminum. Fréttimar í sjónvarpinu og útvarpinu finnst mér orðnar leiðinlegar, leiður á brandar- anum um góðærið í landinu. Ég hlusta ekki mikið á útvarp, þó hlusta ég annað slagið á allar út- varpstöðvamar. Bylgjan finnst mér að mörgu leyti betri en rás 2, þar er fólk með tónlistasmekk þó innan um séu hrafhar sem betur hefðu verið kyrrir á rás 2 eða hætt störfum, Reykjavík síðdegis er langbesti þátt- ur sem ég hlusta á. Skemmtileg blanda af fróðleik og góðri tónlist. Það ætti að setja lög sem banna allar sjónvarpssendingar á fimmtu- dögum. Sjónvarpslausi dagurinn er skemmtileg hefð, ber vott um skemmtilega þjóðlega sérvisku. Hlutaveltur Kvenfélag Hallgrímskirkju heldur árlegan basar sinn í safnaðar- heimili kirkjunnar laugardaginn 15. nóvember kl. 15. Margt eigulegra muna. Tekið verður á móti basarmunum á fimmtudag og föstudag frá kl. 16-20 og frá kl. 10 á laugardagsmorgun. Kökur eru mjög vel þegnar. Fundir Kvenfélag Kópavogs heldur fund í dag, fimmtudag 13. nóv., kl. 20.30. Ostakynning. Kynningarfundur íslandsdeildar Norræna sumarháskólans íslandsdeild Norræna sumarháskólans er að hefja vetrarstarfið. Kynningarfundur verður haldinn í Norræna húsinu nk. fimmtudagskvöld, 13. nóvember, kl. 20. í vetur gefst kostur á að fjalla um eftirtalin efni: „Subjektivitet og intersubjektivitet", náttúruvemd - umhverfi - vistfræði, þró- unarleiðir í þriðja heiminum,- tómstundir ferðalög - frí, framtíð Evrópu, tíðarand- ann (modernitet), meðferð og meðferðar- stefnur (terapi og terapeutisk kultur), fagurfræði tónlistar, tækniþróun og fé- lagsleg áhrif hennar, kynbundin áhrif í fagurfræði og menningu og líf í borg borgarfræði. Starfshópar fjalla um ofan- greind efni i vetur, hver í sínu landi. Á fyrrnefndum kynningarfundi kemur í ljós hvaða hópar starfa hér en að jafnaði eru þeir sjö til átta. Því ætti áhugafólk um eitthvað þessara efna ekki að íáta þetta tækifæri ganga sér úr greipum. Hóparnir tengjast síðan á árlegum sumarmótum sem eru haldin til skiptis á Norðurlöndunum og næsta sumar er röðin komin að Islandi að halda þetta fjölsótta mót. Upplýsinga- pési um starf Norræna sumarháskólans (N.S.U. Information) kemur út fjórum sinnum á ári og liggur að jafnaði frammi í Norræna húsinu. Allt starfandi N.S.H. fólk gefur fúslega nánari upplýsingar en stjóm Islandsdeildar skipa nú Ragnheiður Ragnarsdóttir (s. 91-15719), Ástríður Karlsdóttir (s. 97-2385) og Guðrún Bjama- dóttir (s. 91-651294). Tilkynningar Húnvetningafélagið í Reykjavík efnir til kaffisölu (veisluborð) og meiri- háttar hlutaveltu í félagsheimilinu Skeif- unni 17 laugardaginn 15. nóv. kl. 15. Húsið opnað kl. 14.30. Tekið verður á móti gjöf- um (kökum og munum) fostudag kl. 18-22 og laugardag frá kl. 10. Jóga fyrir konur Námskeið í jóga, sem ber yfirskriftina styrkur-þroski-sjálfsþekking, verður haldið fimmtudaginn 20. nóvember nk. Meðal efnis á námskeiðinu verður: leið- sögn í hugleiðslu, jógalíkamsæfingar, slökun, matreiðsla jurtafæðis, jógaheim- speki og umræður. Námskeiðið verður á ensku og er ætlað konum. Það er eitt kvöld í viku, 4 vikur alls og hefst 20. nóvember. Leiðbeinandi á námskeiðinu, sem skipu- lagt er af kvennahreyfmgu Ananda Marga, er Annalina O. Skare. Námskeiðs- gjald er 500 krónur. Upplýsingar og innritun er í síma 27050. Félagsfundur Trésmiðafélags Reykjavíkur Eftirfarandi samþykkt var gerð á félags- fundi Trésmiðafélags Reykjavíkur, 3. nóvember sl. „Félagsfundur Trésmiðafé- lags Reykjavíkur, haldinn 3. nóvember 1986 að Suðurlandsbraut 30, samþykkir að félagið fari sjálft með samningamálin, eða í samstarfi við aðildarfélög SBM, í komandi samningum. Félagið leggur meg- ináherslu á að taxtar félagsins verði færðir sem næst greiddu kaupi og ákvæðisvinna fái hliðstæðar leiðréttingar." Golfskóli Þorvalds Golfskóli Þorvalds tekur aftur til starfa laugardaginn 15. nóvember nk. Kennslan, sem er bæði fyrir byrjendur og lengra komna í íþróttinni, verður í íþróttahúsinu Ásgarði, Garðabæ, á laugardögum. Allar nánari upplýsingar um golfskólann eru gefnar í síma 34390. Alþjóðleg friðarvika vísinda- manna I þessari viku gangast friðarsamtök vís- indamanna víða um heim fyrir ýmiss konar fundum og uppákomum til að vekja athygli á málstað friðar og afvopnunar. Meðal annars er ráðgert að halda sjón- varpsráðstefnu vísindamanna austan hafs og vestan þar sem rædd verða með aðstoð gervihnatta ýmis afvopnunarmál, meðal annars geimvarnaáætlun Bandaríkja- manna. Þessari dagskrá verður sjónvarp- að beint víða um lönd. 1 tilefni friðarvik- unnar efna Samtök íslenskra eðlisfræð- inga gegn kjarnorkuvá til almenns fundar fimmtudaginn 13. nóvember kl. 20.30 í stofu 158 í VRII (verkfræði og raunvís- indadeild háskólans) við Hjarðarhaga. Almenningur er hvattur til að mæta og taka þátt í umræðunum. Framsöguerindi flytja Tómas Jóhannesson: Stjornustríðsá- ætlun. Páll Einarsson: Er hægt að fylgjast með því hvort samkomulag um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn er haldið? Pallborðsumræður verða á eftir með þátt- Gunnar Gunnarsson, blaðamaður og rithöfundur, er löngu kunnur saka- málahöfundur. í dag birtist íyrsti kaíli spennusögu eftir Gunnar í Vikunni sem er að koma út. Sagan nefiiist Lif- andi lík og segir frá tveimur dögum í lifi blaðamanns sem sendur er á vett- vang þar sem stórviðburða er að vænta. Lifandi lík er í níu köflum og lýkur henni um miðjan janúar. Að sögn ritstjóra Vikunnar, Þórunnar Gestsdóttur, samdi hún um ritun sög- unnar við Gunnar síðastliðið sumar. Það er nýnæmi að framhaldssaga sé samin sérstaklega fyrir tímarit og þar sem vinsældir spennusagna eru ótví- ræðar verður Lifandi líki Gunnars Gunnarssonar eflaust vel tekið af les- endum. töku Árna Bergmanns, Guðmundar Magnússonar, Gunnars Gunnarssonar og Magnúsar Torfa Ólafssonar, auk fram- sögumanna. Umræðum stjórnar Hans Kr. Guðmundsson. Afrnæli 80 ára verður á morgun, föstudaginn 14. nóvember, Valdimar Þorbergs- son frá Efri-Miðvík í Aðaldal, Sundstræti 26, ísafirði. Kona hans er Ingibjörg Bjarnadóttir frá Flatey á Breiðafirði. 70 ára verður á morgun, föstudaginn 14. nóvember, Valgarður Lyngdal Jónsson, fyrrum bóndi á Eystra- Miðfelli á Hvalfjarðarströnd, Höfða- grund 14, Akranesi. Hann og kona hans, Guðný Þorvaldsdóttir, eru um þessar mundir á Heilsuhælinu, Hveragerði. Lifandi lík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.