Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986. Sviðsljós Ólyginn Viktoría Svíaprinsessa sást nýlega hlýða á tónleika hjá Fíladelfíusöfnuðinum í Stokk- hólmi. Vakti það mikla athygli en frá höllinni berast þær fregn- ir að Silvia drottning hafi lagt á það áherslu að börnin hennar fái strangkristið uppeldii Borð- bænir eru þuldar reglubundið í höllu konungs og kvöldbænirn- ar eru jafnsjálfsagðar og tann- burstunin. Sami háttur var á hafður í föðurgarði Silviu og sagt er að Karl Gústaf hafi mikla velþóknun á bænahaldinu. Zsa Zsa Gabor siglir hraðbyri inn í áttunda skilnaðarmálið. Hún er strax far- in að húðskamma eiginmann- inn áttunda - Fredrik von Anhalt ættleiðingarprins - og hann reyndi að svara fyrir sig ekki fyr- ir löngu. Það er víst alveg harðbannað. í þann mund er Friðrik áttundi fullyrti að Zsa Zsa hefði enga leikhæfileika og kæmi einungis fram í þriðja flokks myndum tók Zsa Zsa af skarið og sagði öllum sem heyra vildu að ekki aðeins væri prins- inn sá allélegasti elskhugi sem hún hefði nokkru sinni prófað heldur hefði hann enga hæfi- leika aðra svo vitað væri. Sá áttundi varð ekki kátur og því eru smávægilegir erfiðleikar í hjónabandinu þessa dagana. f'S SVE/WGÉ Karl Gústaf, konungur í Svíaríki, er líklega einn fárra sem hefur stöðuheitið konungur í ökuskírteininu sínu. Hann hefur þar að auki einung- is fornöfnin Karl og Gústaf í fyrrnefndu skírteini því ekki er talin þörf á frekari útskýringum. fyrir framan er svo skammstöf- unin H M T sem útleggst hans konunglega tign. Það sama gildir um Silviu drottningu og bæði hafa hjónin sænskt nafn- númer. Hins vegar vefst fyrir þegnunum þörfin á þessum ökuskírteinum því kóngaliðið hreyfist ekki spönn frá rassi nema lífvarðagengið fylgi í kjöl- farið og á ökuferðum eru það einkabílstjórarnir sem stjórna ferðirrni. DV-mynd JGH Kári Elíson fagnar nýju íslandsmeti í kuldatrekki í göngugötunni á Akureyri Kraftamenn úti í kutdanum Jón G. Haukssan, DV, Akureyri: Kraftlyftingamenn kepptu úti í sjö stiga frosti í göngugötunni á Akureyri fyrir skömmu. Vanir vindi og kuldat- rekki, kraftamennimir, frá því þeir kepptu á Vatnajökli seint í sumar. Kári sjálfur - það er Kári Elíson - setti Islandsmet í bekkpressu í sjötíu og fimm kílóa flokki með því að lyfta hundrað sjötíu og fimm kílóum. Mótið var fjáröflunarmót fyrir Kára en hann er á leið til Hollands þar sem hann keppir í heimsmeistaramótinu í kraft- lyftingum nú um helgina. Auk Kára kepptu þeir Flosi Jónsson og Aðal- steinn Kjartansson í mótinu í göngu- götunni. Kraftlyftingar eru vinsæl grein á Akureyri og er óhætt að segja að blási byrlega fyrir þeim köppurn^- þessa dagana. Án gríns er áletrun upp á grín - eða þannig. Félagsmenn tylltu sér á biltoppana um stundarsakir. Þess skal getið að ekki aðeins skulu bilarnir númeraðir á húddunum með tölunum frá einum og upp í ellefu heldur eru skráningarnúmer frá V- 2190 upp í V- 2197. Svo eru þrír í Þorlákshöfn. DV-myndir Ragnar S. í Eyjum Félagsmenn Klakabandsins í Eyj- um eiga eitt sameiginlegt - allir sem einn aka þeir um á glænýjum Tra- bantbifreiðum með bleika stuðara og bleikar felgur. Númer á húddum og letur á hiiðum er svo fagurrautt. Þetta eru veiðibílar - gerðir út á kvenfólk - og eru sagðir afla með eindæmum vel á vertíðum. Allir eiga þeir sitt stæði á hallærisplani Vest- mannaeyja og farið er í sameiginleg- ar lengri og styttri ökuferðir þar sem ekið er í réttri númeraröð - frá einum og upp í ellefu. Hörkustereógræjur eru í hverju ökutæki - að verðgildi það sama og Trabantinn sjálfur - og það er enginn maður með mönnum í Eyjum nema hann eigi hina einu réttu bíltegund þessa dagana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.