Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986. íþróttir Axel hefur engu gleymt - og Afturelding er óstöðvandi Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi; Axel Axelsson og lærisveinar hans hjá Aftureldingu skutu Skagamenn niður a góðum lokaspretti hér í 2. deildar keppninni í handknattleik í gærkvöldi, 28-21. Staðan var 20-19 þegar sex mín. voru til leiksloka. Þá settu Axel og félagar á fullt og gerðu út um leikinn. Axel hefur engu gleymt og á hann heima í 1. deildinni, yfirvegaður og sterkur leikmaður. Afturelding hefur leikið fimm leiki og unnið þá alla. Axel skoraði fimm mörk fyrir Aftur- eldingu og það gerðu þeir Erlendur Davíðsson og Úlfar Eggertsson einnig. Guðmundur Sveinsson var marka- hæstur hjá Skagamönnum með 9 mörk. • Axel Axelsson. -SOS Skotar skoruðu Þegar David Cooper skoraði fyrsta mark Skota gegn Lúxem- borgarmönnum á Hampden Park í Glasgow í gærkvöldi voru sex mánuðir liðnir síðan að skoskur sóknarleikmaður skoraði mark. Það tók Skota 24 mínútur að brjóta niður tíu manna vamarmúr Lúxemborgarmanna. Cooper skor- aði markið úr vítaspymu og síðan bætti hann öðru marki við. Mo Johnstoni skoraði þriðja mark Skota sem héldu uppi einstefnu að marki Lúxemborg. Paul Phillip, landsliðsþjálfari Lúxemborg, sagði að það væri stór munur á Belgíumönnum og Skot- um. „Skotar eiga langt í land með að eignast gott landslið. Belgíu- menn hafa fimm til sex leikmenn á heimsmælikvaróa. Besti leik- maður Skotlands er jafnframt sá elsti, Kenny DaJglLsh" sagði Philip. Belgía og Skotland eru með þrjú stig eftir tvo leiki í sjöunda riðli EM, írai- og Búlgarar hafa eitt stig eftir einn leik og Lúxemborgar- menn ekkert eftir tvo leiki. -sos Hugo Maradona í landsliðið Carlos Bilardo, landsliðsþjálfari Argentínu, sem er byrjaður að byggja upp nýtt landslið fyrir HM-keppnina á ftalíu 1990, valdi í gær Hugo Maradona, 17 ára bróðir Diego, í landsliðshóp Arg- entínu. Bilardo valdi 18 leikmenn til að taka þátt í undankeppni Pan-American leikanna, sem verða í Chile í ágúst 1987. Meðalaldur argentínska liðsins er aðeins 22 ára. -SOS Það gekk mikið á í leik FH og KR þegar liðin mættust í Hafharfirði í gærkvöldi. FH-ingar sigruðu með 22 mörkum gegn 20 eftir að staðan í hálf- leik hafði verið 11-8 fyrir heimamenn. FH-ingar söknuðu þó þjálfara síns, Viggós Sigurðssonar, í lok leiksins en hann var rekinn af velli í hita leiks- ins. „Þetta var mikilvægur leikur og við vorum undir mikilli pressu. Ég var mjög ánægður með markvörsluna hjá okkur en annars var leikurinn í heild ekkert sérstakur. Framhaldið verður erfitt þar sem við erum með mjög ungt lið en við verðum að einbeita okkur vel í hverjum leik,“ sagði Þorgils Ótt- ar Mathiesen, fyrirliði FH, eftir leik- inn. Leikurinn var annars ekki merkileg- • Ingemar Stenmark. KNATTSPYRNUÞJÁLFARI ÓSKAST Ungmennafélagið Hvöt, Blönduósi, vantar knatt- spyrnuþjálfara næsta keppnistímabil. Upplýsingar gefur Jón Sverrisson í síma 95-4123 og í síma 95-4595 á kvöldin til 16. nóvember. • Héðinn Gilsson náði ekkl að skora nema tvö mörk fyrir FH. DV-mynd Brynjar Gauti DV Spán- verjar mörðu sigur í Sevilla Spánverjar rétt mörðu sigur, 1-0, yíir Búlgönim í Sevilla í gærkvöldi. Það var Michel Gonzalez sem skoraði sigurmark þeirra á 57. minútu. 52 þús. áhorfendur sáu leikinn. Spánverjar fengu vítaspyrnu rétt fyrir leikslok. Lung, mark- vörður.Rúmena, gerði sér þá lítið fyrir og varði vítaspymu frá Butragueno. Rúmenar og Austurríkismenn eru með tvö stig eftir tvo leiki í fyrsta riðli EM, Spánveijar eru með tvö stig eftir einn leik og Albanir ekkert eftir einn leik. -sos rekinn af leikvelli þegar FH-ingar lögðu KR-inga að velli, 22-20 ur handboltalega séð en spennan var mikil í lokin þar sem sigurinn gat lent báðum megin. FH-ingar höfðu frum- kvæðið allan tímann en mestur varð munurinn fimm mörk, 9-4, í fyrri hálf- leik. KR-ingum tókst þó að minnka muninn í þijú mörk fyrir hlé og 11-8 var staðan í hálfleik. Síðari hálfleikur fór vægast sagt ró- lega af stað því liðin skoruðu aðeins tvö mörk fyrstu 9 mínútumar og var það mest vegna mistaka liðanna en þó er rétt að minnast á markvörslu þeirra Gísla Felix og Magnúsar Áma- sonar sem stóðu sig báðir vel. FH- ingar héldu áfram for- ystunni en hún var aðeins eitt mark þegar 7 mín. vom til leiksloka, 17-16. Þá dró til tíðenda þegar dómaramir ráku Viggó til bún- ingsherbergja fyrir kjaftbrúk en það létu FH-ingar ekki á sig fá heldur komust aftur tvö mörk yfir og nú var allt á suðupunkti. Rúmlega 3 min. eft- ir og staðan 20-18 þegar KR-ingar misstu boltann og Þorgils Óttar skor- aði fyrir FH. KR-ingar svömðu strax á eftir en Guðjón Ámason gerði end- anlega út um leikinn með 22. marki FH. í þann mund sem dómaramir flautuðu til leiksloka laumuðu „þeir röndóttu" inn einu marki og lokatölur urðu því 22-20. FH-ingar geta leikið mun betur heldur en í gærkvöldi en leikmenn virkuðu taugaóstyrkir lengst af. Gunnar Bein- teinsson átti góðan leik og var mjög sprækur í hominu og þá átti Magnús markvörður einnig góðan leik. Hjá KR var fátt um fína drætti. Sóknar- leikurinn var mjög vandræðalegur og leikmenn gera margar vitleysur. Guð- mundur Pálmason skaraði helst fram úr annars slöku liði. Dómarar vom þeir Bjöm Ámason og Sigurður Baldursson og dæmdu þeir nokkuð vafasamt í lokin en stóðu sig annars sæmilega. • Mörk FH: Þorgils Óttar 7, Gunnar 5, Guðjón 4, Pétur 2, Héðinn 2 og Óskar 1 viti. •Mörk KR: Guðmundur 6, Konráð 4, Jóhannes 3 (2v.), Guðmundur 3, Pétur og Páll 1 mark hvor en Páll var útilokaður frá leiknum eftir þrjár brottvísanir. -RR Stenmark áfram í slagnum - í alpagreinum heimsbikarsins á skíðum „Ég ætla að keppa á fullu í vetur og sjá svo til hvað ég geri,“ sagði sænski skíðagarpurinn Ingemar Sten- mark á blaðamannafundi í gær. Þar lýsti hann því yfir að hann væri ekki hættur keppni og myndi gera allt sem hann gæti til að vinna sigra í vetur í skíðabrautunum. Stenmark, sem verður 31 árs i mars á næsta ári, á að baki einstæðan feril sem skíðamaður. Hann hefur borið sigur úr býtum í 83 keppnum í heims- bikarkeppninni frá upphafi en ekki gengið sem best síðustu tvö árin. „Fyr- ir tveimur árum gerði ég mjög góða hluti á æfingum en stóð mig illa í keppnum," sagði Stenmark en þá vann hann ekki keppni í heimsbikamum. „ Á síðasta ári gekk þetta mun betur og það jók áhuga minn mikið. Þegar þér tekst að sigra aftur eftir nokkurt hlé er það notalegri tilfinning en að vinna hverja einustu keppni." Keppni heimsmbikarsins í alpa- greinum hefst í lok þessa mánaðar á Italíu og verður fróðlegt að fylgjast með gengi Ingemar Stenmark. -SK Sterkur vamarleikur Tékka - var nokkuð sem Danir réðu ekkert við í Bratislava Danska landsliðinu í knattspymu tókst að krækja sér í dýrmætt stig í sjötta riðli Evrópukeppni landsliða en liðin léku í Bratislava í gærkvöldi. Hvomgu liðinu tókst að skora en Tékkar vom þó mun nær sigri en Danimir. Þeir Preben Elkjær Larsen og Mic- hael Laudmp komust lítt áleiðis gegn sterkri vöm Tékkanna sem urðu fyrir miklu áfalli er þeirra besti vamarmað- ur, Stanislav Levy fékk gult spjald en hafði fengið spjald áður í keppninni og leikur því ekki með tékkneska lið- inu gegn Wales í næsta leik Tékkanna. Fimmtíu þúsund áhorfendur sáu leik- inn og urðu þeir fyrir miklum von- brigðum með markalausan leik heimamanna. Eftir leikinn í gær- kvöldi, sem var frekar tilþrifalítill, em Danmörk og Tékkóslóvakía efst og jöfn í riðlinum en staðan er annars svona eftir leikinn í gærkvöldi: Tékkóslóvakía... ....2 110 3-0 3 Danmörk ....2 110 1-0 3 Wales ....1 0 10 1-1 1 Finnland ....3 0 12 1-5 1 Næsti leikur í riðlinum er viðureign Wales og Finnlands 1. apríl. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.