Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986. 33 Hvemig ætli menn undirbúi sig undir ræðukeppni eins og þá sem MORFÍS stendur fyrir, kom blaða- manni í hug þegar fylgst var með þessum ungu ræðuskörungum á sviðinu í Félagsbíói í Keflavík í síð- ustu viku. Til að leita svara við þeirri spurningu var leitað til liðs Flensborgarskóla sem í voru þeir Gestur Gestsson, Jóbann Reynisson, Jósef Halldórsson og Sigurður Bald- vinsson. Hvers vegna takið þið þátt í ræðu- keppni eins og MORFÍS-keppninni, þarf maður að vera málglaður til að taka þátt í svona nokkm? Þeir félagar voru sammála um að svo væri alls ekki, sumir vildu reynd- ar halda þvi fram að menn þyrftu að vera egóistar til að standa í þessu. Jóhann liðsstjóri sagðist ekki beinlínis geta útskýrt þetta, hann hefði bara alltaf verið þannig að ef hann hefði eitthvað að segja þá færi hann bara í ræðustólinn og segði hvað sér fyndist. „Menn eru að leita sér að einhverju til að hafa skemmt- un af og til að yfirvinna feimni," sagði hann. Emð þið þá að þjálfa ykkur í því að setja fram skoðanir sem þið hafið alls ekki og hvaða afleiðingar haldið þið _að þetta hafi á ykkur sjálfa? „Ég held að það skipti ekki máli hvort maður er með eða móti. Þetta er leikur og það er ekki þar með sagt að maður skipti algjörlega um skoðun á einhverju máli þó maður kynni sér það og geti sett það fram á skilmerkilegan hátt,“ svaraði Gestur. En emð þið tilbúnir til að fara í ræðustól og verja eða tala gegn nán- ast hverju sem er? Þeir vom allir sammála um að þeir mundu ekki þekkjast boð ein- hvers eða einhverra úti í bæ til að tala með eða á móti málefhi sem þeir væm ósammála, þó svo að þeir þyrftu kannski að gera slíkt í MORFÍS-keppnini. Krytur En hvers vegna vomð þið fjórir ræðumenn skólans en ekki einhverj- ir aðrir innan hans? „Þannig er að hér er starfandi fé- lag sem heitir Krytur og erum við Gestur i því félagi. Það stendur fyrir ræðukeppnum innan skólans um málefni sem em ofarlega á baugi hjá nemendafélaginu og skólanum. Við Dægradvö3 Spegillinn er mikilvægt hjálpartæki keppenda i ræðukeppni og hér má sjá Jósef Halldórsson i besta spegiasalnum sem hann fann i Flensborgarskóla, en það var kvennaklósettið. DV-mynd Brynjar Gauti ||K I ijg ' I . 1 i ■ „Skiptir ekki máli hvort maður er með eða á móti“ - segir Gestur Gestsson, einn af ræðumönnum Flensborgarskóla höldum ræðunámskeið og starfsemi í kringum MORFÍS er stór þáttur í starfinu. Út frá þessum ræðukeppn- um veljum við síðan ræðumenn i keppnina," sagði Sigurður. „Eye of the Tiger“ til að ná rétta andanum En hvemig var undirbúningi fyrir keppnina núna háttað? „Við fengum að vita efnið með viku fyrirvara og höfðum þá strax samband við andstæðinga okkar og fengum nöfnin á ræðumönnum þeirra og ákváðum tíma og stað fyr- ir keppnina. Síðan var farið í upplýsingasöfhun og reyndum við vitanlega að finna slæmar fréttir af SÍS. Ræðumar skrifuðum við síðan um helgina og samræmdum hvað hver okkar mundi segja. Síðan var æft á hverju kvöldi, en það er mjög mikilvægt að menn læri ræðurnar utan að sem fyrst og þá er farið að æfa flutninginn," sagði Gestur. Strákarnir í Flensborgarliðinu sögðust alltaf spila lagið „Eye of the Tiger" í upphafi og endi æfinga til að ná rétta andanum í liðið. Öm Hrafnkelsson, sem er nokkurs konar þjálfari Flensborgarliðsins, sagði að sér fyndist ræðukeppnin nú vera komin meira út í það að menn reyndu að vera fyndnir en málefna- legir. „Það skiptir orðið minna máli hvað þú segir, þetta er eins og verið sé að flytja leikrit. Það er mikið um ýkjur í ræðustól og svolítið einhæf hegðun hjá þátttakendum," sagði hann. -SJ Johann Reynisson, liðsstjóri Hafnfiröinga, leggur hér áherslu á þau oró sin að ástæðan fyrir þvi að Suðurnesjamennirnir mæli gegn þvi að Sambandið sé lagt niður sé einfaldlega sú að þá skorti upplýsingar frá Stór-Hafnar- fjarðarsvæðinu. Böðvar Jónsson lauk ræðu sinni á tilþrifamik- inn hátt og óskaði þess að SÍS mundi dafna sem best á komandi árum. Jóhann Björnsson fórnaði höndum þegar hann varpaði fram'þeirri spurningu hvar menn héldu að „Meðaljónarnir og Dæmigerðirnar" væru ef Sambandið hefði ekki komið til. Bjami Thor Kristinsson ieggur hér áherslu á að verslun í landinu hafi verið að fara á haus- inn þegar Samband islenskra samvinnumanna kom til sögunnar og bjargaði málunum. Stemmningin i Félagsbíói í Kefla- vík væri æði sérstök nokkrum mínútum áður en viðureign Flens- borgarskóla og Fjölbrautaskóla Suðumesja hófst þar sl. fóstudags- kvöld. I einum hluta salarins, sem var troðfullur, svo ekki sé meira sagt, vom Flensborgarar, börðu þeir trommur og hrópuðu hvatningar til sinna manna, sem þó vom ekki komnir á sviðið. Flensborgarar lýstu að sjálfsögðu yfir stuðningi við til- löguna sem lá fyrir og þeirra menn mæltu með en það var að Samband íslenskra samvinnufélaga yrði lagt niður. Suðumesjamenn fengu það hlutverk að mótmæla þessari tillögu og vom nemendur skólans allflestir með húfur með SÍS merkinu og veif- uðu þeir spjöldum og hvöttu sína menn til dáða. Skömmu áður en ræðumenn komu í salinn, birtust fjórir Suðumesja- menn vafðir í grisjur sem þeir hafa væntanlega fengið hjá kaupfélaginu á staðnum. Þetta reyndust vera „klappstýmr“ Fjölbrautaskólans á Suðumesjum. Fundarstjóri lagði á það mikla áherslu við viðstadda að þeir yrðu að sýna góða framkomu á meðan keppnin stæði yfir ellegar gæti liði þeirra verið vísað úr keppni. Liðin birtust loks og ætlaði þá þakið af og vom lúðrar þeyttir og trommur barðar enn fastar en fyrr. Víkjum þá að keppninni og mál- flutningi ræðumarma. Með eða á móti SÍS? Frummælandi Flensborgarskóla var Sigurður Baldvinsson og líkti hann SÍS við ýmsa hluti eins og vandræðagemling, gjörspilltan krakka, ófreskju sem væri að éta okkur. Hann sagði að þar ættu sér stað stórfelld svik og nefndi sem dæmi kaffibaunamálið og olíumál. Hann sagði SÍS vera takmarkalaust gróðafélag einstaklinga sem einskist svífast. Hann sagði að við ættum um tvennt að velja, annaðhvort að vera Böðvar Jonsson, frummælandi Fjölbrautaskóla Suðurnesja, er hér í ræðu- stól i Félagsbíói i Keflavik og mælir gegn tillögunni sem lá fyrir fundinum um að leggja Samband islenskra samvinnufélaga niður. DV-myndir KAE étin af ófreskjunni SIS eða að slátra henni. Böðvar Jónsson var frummælandi Fjölbrautaskóla Suðumesja. Hann rakti upphaf þess að SÍS var stofnað og taldi hlægilegt að leggja það til að fyrirtækið yrði lagt niður. Hann sagði að Sambandið hefði aukið þjónustu í landinu, eflt sjálfstæða íslenska verslun og stórlækkað vöruverð. Hann sagði að SlS veitti þjónustu sem aðrir gætu ekki og vildu ekki veita. Góður rómur var gerður að máli þeirra beggja, Flensborgarar studdu sinn mann og FS-fólkið sinn. Engin fi'ammíköll voru né aðrar trufianir á meðan á ræðunum stóð. Síðan komu þeir hver af öðrum í pontu og mæltu ýmist með að leggja niður SÍS eða á móti eins og vera bar. Eftir að hver þeirra hafði talað einu sinni var gert hlé og dómarar gáfu stig fyrir fyrstu umferð. Endanleg útkoma þessarar keppni varð að FS sigraði, þó svo að Flens- borgarskóli hefði fengið fleiri stig, þá féllu stig dómara þannig að meiri- hluti þeirra réði og má segja að keppnin hafi farið 2-1 fyrir Fjöl- brautaskóla Suðumesja. -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.