Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986. 29 Frá undirritun samninga um aöild sláturieyfishafa aö búvörudeild SIS. F.v. Hreiðar Karlsson, kaupfélagsstjóri á Húsavik, Árni Jóhannsson, formaður Félags sláturleyfishafa, Guðjón B. Óiafsson, forstjóri SÍS, og Magnús G. Friðgeirsson, framkvæmdastjóri búvörudeildar Sláturleyfis- hafar mynda með sér félag - og gerast aðilar að rekstri búvömdeildar SÍS að hálfu Verulega breyting hefur átt sér stað á búvörudeild SÍS. Sláturleyfis- hafar innan samvinnuhreyfingar- innar hafa myndað með sér félag og það gerst aðili að rekstri deildarinn- ar að hálfti á móti SÍS. Um leið og þetta gerist hefúr verið ákveðið að búvörudeildin skuli hafa sjálfstæðan fjárhag og bein við- skiptasambönd við sláturleyfishaf- ana. Er þetta gert til að einfalda og hraða uppgjöri. Sunna Karlsdóttir, deildarstjóri fjár- reiða búvörudeildar. MT. Sunna Karlsdóttir hefur verið ráð- in deildarstjóri fjárreiða hjá búvöru- deildinni í kjölfar rekstrarbreyting- anna. Hún hefúr verið starfsmaður búvörudeildar síðan 1981. -S.dór. Stefán Helgi Garðarson, 10 ára og hvergi með veikan hlekk í vetrarhjólreiðunum. Það er allt klárt. ____________________Frétdr Höfh, Homafirði: Byggt vid leikskolann Júlia Imslaivl, DV, HöEn; Fyrirhugað er að byggja á næstunni við leikskólann á Höfn. Brýn þörf er á stækkun hans og að sögn Hailgríms Guðmundssonar sveitarstjóra verður verkinu hraðað eins og kostur er. Nú er pláss fyrir 80 böm á leikskól- anum og vinna tvær fóstmr við hann svo og átta starfsstúlkur. Forstöðu- kona er Margrét Magnúsdóttir. _ Erfitt hefur verið að fá fóstrur til starfa, en vonandi stendur það til bóta þar sem fóstrulaunin em hér eins og þau gerast best á landinu og íbúðar- húsnæði til staðar. Húsnæðið er hið vistlegasta og ekki annað að sjá en börnunum liki þar vel. DV-myndir Ragnar Imsland. Bíllinn skemmdist nokkuð þegar hann valt á hliðina. DV-mynd Emil DV á Húsavík: Hjólin snúast betur með keðjur á báðum Jón G. Hauksaan, DV, Akureyii Stefán Helgi Garðarsson er 10 ára Húsvíkingur og sannur DBS-eigandi. Hann mætir vetrinum með því að setja keðjur á dekkin. Þannig snúast hjólin betur. „Nei, nei, það er alls ekki vont að hjóla með svona keðjur," sagði Stefán og kvað málið einfalt; „Ég keypti tvær keðjur og vafði þeim utan um dekkin.“ Tíðin fer senn að harðna, fannfergi og frosthörkur, grýlukerti og sultar- dropar. Það er vissara að vera ekki eins og blikkbelja á svelli. Keðjumar undir. Flutningabíll fór á hliðina Emil Thorarensen, DV, EskjfirdL* Það óhapp varð sl. föstudagskvöld að flutningabíll valt í brekkunum fyrir ofan Éskifjörð. Engin slys urðu á mönnum en bíllinn er nokkuð skemmdur. Bíllinn, sem er í eigu Austmats hf. á Reyðarfirði, var á leiðinni til Norð- fjarðar þegar óhappið átti sér stað. Hann var nýbúinn að aka í gegnum Eskifjörð og þegar komið var í brekkumar fyrir ofan kaupstaðinn reyndust þær hálar vegna svellalaga. Því stansaði bílstjórinn til að setja keðjur undir bilinn. Skyndilega rann bíllinn til og fór út af veginum með þeim afleiðingum að hann valt. ,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.