Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986. 13 Neytendur Gott er að leita til læknisins ef eitthvað bjátar á. Átta til níu þúsund án heimilislækna -fjönitíu og átta starfandi heimilislæknar í Reykjavík „Það eru átta til níu þúsund Reyk- víkingar á sjúkrasamlagsaldri án heimilislækna," sagði viðmælandi okkar hjá sjúkrasamlaginu. Nú starfa alls 48 heimilislæknar á höíúðborgarsvæðinu, á eigin stofúm og heilsugæslustöðvunum. Hverjum lækni eru ætlaðir sautján hundruð og fimmtíu einstaklingar. Nú eru á lista níu læknar hjá sjúkrasamlaginu og getur fólk leitað þangað til að velja sér heimilis- lækni. Ef fólk vill skipta um lækni af ein- hverjum ástæðum er það hægt tvisvar á ári, þ.e. í janúar og desemb- er og er því fólki bent á að snúa sér til sjúkrasamlagsins. Allir hafa aðgang að læknum eftir lokunartíma. A kvöldin, mn holgar og á hátíðisdögum er bæjarvaktin að störfum. Þá getur fólk hringt og leitað upplýsinga eða beðið um lækni heim ef um neyðartilfelli er að ræða. Ef fólk hefur ekki heimilis- lækni eða ef bráð tilfelli koma upp getur fólk leitað læknis á Borgar- spítalanum en þar er læknavakt allan daginn. Að fara til heimilislæknis er ekki dýrt. Eitt skipti kostar eitt hundrað kr. Þá er sjúkrasamlagið búið að niðurgreiða verðið fyrirfram. Ef leit- að er til bæjarvaktarinnar kostar það sex hundruð kr. á kvöldin en sjö hundruð og sjötiu kr. á nóttunni. Sjúkrasamlagið greiðir til baka hluta upphæðarinnar og borgar því viðkomand eitt hundrað og áttatíu kr. þegar upp er staðið. Hjá Borg- arspítalanum eru greiddar sex hundruð kr. fyrir þjónustuna'og þar er sama fyrirkomulag með endur- greiðslu. Nú eru starfandi fimm heilsu- gæslustöðvar í höfuðborginni, þ.e. Árbæ, Hlíðunum,Breiðholti, Foss- vogi og Miðbæ. Einnig er heilsu- gæslustöð á Seltjamanesi sem sér um vestasta hluta vesturbæjarinns. Við þær starfa fjórtán fastráðnir læknar. Á þessu má sjá að enginn hörgull er á heimilislæknum í dag og því er athyglisvert hve margir þeir eru sem nýta sér ekki þjónustu þeirra. í dag væri mun ódýrara fyrir þjóðfélagið að menn nýttu sér þessa þjónustu frekar en að leita til sérfræðinga þegar í óofni er komið. -BB Skuggaþolnar plöntur Nú fer skammdegið í hönd og erfið- ur tími fyrir blómin. Ekki er til nein planta sem getur vaxið án birtu en til eru nokkrar plön- ur sem þola þó að á þeim sé dimmt, m.a. kentíupálmi, drekatré, stofugreni og fikjutré Benjamína. Plönturnar er pijög gott að setja af og til í herbergi með sterkri birtu. Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að lífga upp á heimilið með blómum. -BB Hér má sjá kentíupálma, drekatré, stofugreni og fikjutré Benjamina. 10% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR GREIÐSLUKJÖR ATH. AUKIN ÞJÓNUSTA vrsA >>0STs^dum SKÓVERSLUN pos^e ÞÓRÐAR PÉTURSSONAR, Laugavegi 95, sími 13570. Teg. 8910. Litir: Vínrauður og fjólublár m/rifluðum sóla. Nr. 36-41. Verð kr. 1.885,- Teg. K. Litir: Hvítt eða blátt leður með stömum sóla. Nr. 39-41. Verð kr 495,- Teg. 10. Loðfóðruð barnastígvél. Litir hvítt/grænt. Stærðir 22-23, verð 795,- Stærðir 24-27, verð 850,- Stærðir 28-31, verð 895,- Teg. 17. Loðfóðruð barnastígvél. Litir hvítt/blátt. Stærðir 22-23, verð 795, Stærðir 24-27, verð 850, Stærðir 28-31, verð 895, Teg. 8304 Ecco. Litir: Grátt eða svart leður, loðfóðr- uð. Nr. 36-46. Verð kr. 3.498,- Teg. 02. Litur: Svart, fóðruð Nr. 36-41. Verð kr. 1.170,- Teg. kuldastígvél m/góðu loðfóðri. Nr. 30-41. Litir: Grænn/gulur - grár/rauður eða grár/grænp. Verð kr. 795,- Teg. 105. Svart, grátt eða brúnt leður/ rúskinn m/riffl- uðum sóla. Stærðir 36-41 Verð 3.895,- SÉRTILBOÐ: Teg. 711. Litir: Ljósgrænt eða Ijósbrúnt nubuk skinn. Nr. 36-41 kr. 695,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.