Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986. Sljómmál Þingmenn heyrðu fyrst um Hafskipsskýrsluna í sjónvarpsfréttum: Hér er um greinilegt trúnaðarbrot að ræða „Hér er uni trúnaðarbrot að ræða, greinilegt trúnaðarbrot. Hver það er sem hefúr framið það veit ég ekki,'1 sagði Mattbías Bjarnason viðskiptaráðherra í umræðum á Al- þingi í gær. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksias, hafði kvatt sér hljóðs um jángsköp. Spurði hann viðskiptaráðherra hverju það sætti að skýrsla þingskipaðrar rannsókn- amefndar um Hafekipsmálið skyldi hafa verið afhent sumum fjölmiðlum á undan fulltrúum þingflokka og sþurði hvort hér væri um leka að ræða. „Það kom á mig í gærkvöldi þegar ég sá fréttamann veifa þessari skýrslu," sagði Matthías í svari sínu. Urðu allnokkrar umræður um trúnaðarmá! og trúnaðarbrest. Beindist gagnrýni þingmanna meðal annars að því að ekýrslan skyldi ekki hafa verið afhent fúlltrúvun þingflokka fyrr. Var ráðherrann spurður hversu mörg eintök af Haf- skipssýrslunni hefðu farið í umferð og hverjir hefðu fengið þau áður en skýrt var fyrst frá henni í fréttum. Matthías Bjamason taldi upp þá aðila sem fengið höfðu skýrsluna en þeir em: ríkisstjórnin, viðskipta- ráðuneytið, forsætisráðuneytið, Seðlabankinn, Útvegsbankinn, for- seti sameinaðs þings og varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins. Ennfremur hefðu nefndarmenn haft skýrsluna undir höndum og ein- hverjir hefðu prentað hana. Kvaðst Matthras harma það hversu oft mál hefðu lekið út. í nokkrum tilvikum hefði ekki getað verið um neinn annan að rarða en nrann sem ætti sæti í ríkisstjóminni. Kvaðst hann vilja standa að því að greiða at- kvæði með löggjöf um að skylda Ijölmiðla til að gefa upp hvaðan þeir hefðu trúnaðampplýsingar. -KMU Starfsmenn og tæki sjónvarpsstöðvanna i setustofu þingmanna, Kringlunni. DV-mynd GVA Þingmenn kvarta undan sjónvarpsmönnum: Hreiðra um sig í setustofunni Alþingismenn hafa kvartað undan því að hafa ekki lengur ró og næði í setustofu sinni í Alþingishúsinu, Kringlunni. Sjónvarpsstöðvar hafi hreiðrað um sig þar. Starfsmenn ríkissjónvarpsins og Stöðvar tvö hafa notað setustofu þingmanna til að taka upp viðtöl. Hafa viðtölin að undanfómu verið það tíð að nánast á hverjum þing- degi hefur verið stillt þar upp ljós- kösturum og kvikmyndavélum. Þingmenn hafa notað Kringluna mikið til taflmennsku. Einnig hefúr hún þótt henta til einkaviðræðna. Sjónvarpsmönnum þykir setustof- an skásti upptökustaðurinn í þing- húsinu. Leitað er lausnar á vandamál- inu. -KMU Tilnefningar Vest- firðinga duga ekki til að fá Svavar Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, kvaðst í gær enn standa við þá yfirlýsingu sína að hann gæfi kost á sér á lista flokksins í Reykjavík en ekki á Vestfjörðum. Eins og fram kom í blaðinu í gær varð Svavar í sjötta sæti með 111 tiln- efningar í fyrri umferð forvals Al- þýðubandalagsins um skipan lista flokksins í Vestíj arðakj ördæmi. I síð- ari umferðinni verður kosið um þá sex efstu sem gefa kost á sér. Fimm efstu í forvalinu urðu Kristinn H. Gunnarsson, Sveinbjörn Jónsson, Magnús Ingólfsson, Þóra Þórðardóttir og Torfi Steinsson. Þar sem Svavar býður sig ekki ffarn i kjördæminu þarf uppstillingamefnd að bæta við einu nafni í síðari umferðina. Nefndin má bæta við fleiri nöfnum. Röð næstu manna í forvalinu varð þessi: Þuríður Pétursdóttir, ísafirði, Pétur Pétursson, Bolungarvik, Finn- bogi Hermannsson, Isafirði, og Pálmi Sigurðsson, Bjamarfirði. -KMU Þingflokkar senda sveit til Sameinuðu þjóðanna Sex fulltrúar þingflokka á Alþingi sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna í New York í ár. Þrír þeirra eru alþingismenn, eirrn er varaþingmaður, einn þinglóðs og einn ffamkvæmda- stjóri þingflokks. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins em þeir Eyjólfur Konráð Jónsson, for- maður utanríkismálanefiidar, og Sigurbjöm Magnússon, ffamkvæmda- stjóri þingflokksins. Fyrir Alþýðuflokk situr þing Sam- einuðu þjóðanna Jón H. Guðmunds- son þinglóðs. „Hann hljóp í skarðið fyrir Eið Guðnason sem ekki komst vegna anna,“ sagði Kjartan Jóhanns- son, þingmaður flokksins. Framsóknarflokkur sendir Jón Sveinsson varaþingmann. Hann star- far sem lögfræðingur á Akranesi. Alþýðubandalagið og Kvennalistinn senda þingflokksformenn sína, Ragnar Amalds og Guðrúnu Agnarsdóttur. -KMU I dag mælir Dagfari Pylsugerðarmenn í svefnpokum Það er ekki ofsögum sagt af gestr- isni okkar íslendinga. Nú hefúr komið í ljós að við höfum hýst stór- hættulega hryðjuverkamenn vikum saman og allir, sem nálægt þeim komu meðan á dvölinni stóð, em sammála um að kurteisari mönnum hafi þeir ekki kynnst. Það er á hreinu að blessaðir strákamir sváfu saman í svefnpoka á Hjálpræðis- hemum og var annar með skegg en 'hinn skegglaus. Þetta vom með við- felldnari mönnum sem gist hafa herinn og er þá mikið sagt. Og það var ekki rustamennskunni fyrir að fara þegar þeir störfúðu hjá Sláturfé- laginu. Myndarlegir og skemmtileg- ir menn, segir fyrrverandi samstarfs- fólk, sögðu sögur ffá írlandi og bám saman hvemig væri að vinna hjá SS og á pöbb á Irlandi. Raunar fóm þeir að vinna í pyslugerð SS fyrir misskilning, enda mjög auðvelt áð viliast á Sláturfélaginu og írskum pöbb ef út í það er farið. Útlendinga- eftirlitið blandaði sér hins vegar í málið og kom ffiðarboðunum í skiln- ing um að þótt þeir hefðu leyfi til að starfa á írskum pöbb þá næði slíkt leyf. ekki yfir starfsemi pylsugerðar SS. Kom það ekki að haldi þótt í ljós kæmi að dyggasti stuðnings- maður Sea Shepherd á fslandi væri fyrrum vagnstjóri hjá Strætisvögn- um Reykjavíkur, heldur þvert á móti, og vegna kunningsskapar við útlendingana tvo var vagnstjórinn fyrrverandi sagður eiga við geðræn vandamál að stríða. En menn í Rannsóknarlögreglu ríkisins, út- lendingaeftirliti eða í hinni almennu lögreglu eiga hins vegar ekki við nein geðræn vandamál að stríða. Þess vegna létu þeir nægja að svipta hina sjálfmenntuðu pylsugerðar- menn SS vinnu sinni og létu þar við sitja. Að vísu höfðu borist þær upp- lýsingar frá lögreglunni í Færeyjum að hér væm á ferð lífshættulegir. ofbeldismenn en engum heilvita manni dettur í hug að taka hið minnsta mark á mgli i Færeyingiim. Þeir eiga við ákveðin vandamál að stríða sökum skorts á áfengi og vita nánast ekkert um írskar krár, hvað þá pylsugerð eða fyrrverandi vagn- stjóra í Reykjavík. Því var það samdóma álit hinna hæfustu manna að stinga skyldi upplýsingum Fær- eyinga undir stól en hlifa þeim þó við kærum fyrir að ónáða að nauð- synjalausu íslenska „Sherlokka“. Prúðu piltamir af Hemum bmgðu sér víst upp í Hvalfjörð og lögðu allt í rúst í Hvalstöðinni áður en þeir sökktu bátunum í Reykjavíkurhöfn. Það vom því þreyttir og úrvinda menn sem lögðu upp til Keflavíkur- flugvallar snemma á sunnudags- morgun í þeim tilgangi að ná flugvél til Lúxemborgar. Hin sívökulu augu Reykjavikurlögreglunnar létu þetta ferðalag ekki ffam hjá sér fara. Mennirnir vom stöðvaðir í Öskju- hlíð og þótti vörðum laganna einsýnt að þar ækju menn sem hefðu fengið sér í staupinu. Svo reyndist ekki vera, heldur höfðu þeir aðeins fengið sér pylsu áður en þeir lögðu upp á flugvöllinn. Þennan sannleik upp- götvuðu útsendarar lögreglustjóra og létu því mennina fara óáreitta ferða sinna því í miklu var að snú- ast vegna tveggja hvalbáta sem vom að sökkva í höfninni í Reykjavík. Vom hinir erlendu pylsugerðar- menn því beðnir að hraða för sinni úr landi frekar en ekki og urðu þeir fúslega við þeirri bón. En það er lít- ið að gerast í höfuðstöðvum lögregl- unnar á sunnudagsmorgnum og því sátu menn þar og lásu skeyti fær- eysku lögreglunnar upphátt hver fyrir annan um leið og þeir veltust um af hlátri. Allir vita síðan framhaldið. Og í DV í gær er haft eftir ráðuneytis- stjóra dómsmálaráðuneytisins að alþjóðalögreglan Interpol hafi verið beðin um að handtaka pylsugerðar- mennina tvo af Hjálpræðishemum. Að vísu segja fróðir menn að Interp- ol handtaki ekki einn eða neinn heldur miðli aðeins upplýsingum milli lögregluliða hinna ýmsu landa. En á þessu er auðvitað ekki takandi neitt rriark, enda eins víst að ein- hverjir Færeyingar séu starfandi hjá Interpol. Nú er ekkert annað eftir en að setja nefnd í málið. í þeirri nefnd verður að sjálfsögðu fyrrverandi ráðuneytisstjóri dómsmálaráðu- neytisins sem sagði ekki nokkum skapaðan hlut í mjög löngu máli í viðtali við fféttamann Bylgjunnar í gær. En af þessu máli höfúm við þá lært það að í engu er að treysta pylsugerðarmönnum, Færeyingum og fyrrverandi vagnstjórum hjá SVR, svo ekki sé talað um Hjálpræð- isherinn eins og hann leggur sig. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.