Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Blaðsíða 6
Útiönd
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987.
Hu segir af sér flokksformennsku
Zhao forsætisráðherra verður formaður til bráðahirgða
Hu Yaobang, leiðtogi kínverska
kommúnistaflokksins, sagði af sér
flokksformennsku í gær eftir að hafa
meðgengið ýmis pólitísk „mistök". -
Zhao Ziyang forsætisráðherra mun til
bráðabirgða gegna formennsku í hans
stað.
Gagnrýndur á fundi flokksfor-
ystunnar
Það hefur verið kvittur á kreiki
undanfama daga um að Hu hefði
veikst í sessi og sætti gagnrýni innan
flokksforystunnar fyrir að hafa miste-
kist að bæla strax niður námsmannaó-
eirðimar í síðasta mánuði, þar sem
ungmenni höfðu uppi kröfur um aukið
lýðræði og meira tjáningarfrelsi. Var
boðað til fundar í steíhuskrámefrid í
gær þar sem til tíðinda dró.
„Á fundinum gagnrýndi félagi Hu
Yaobang sjálfan sig og mistök, sem
honum hefðu orðið á í meiriháttar
málum, svo að stangaðist á við grund-
vallarreglur flokksins og samstarfs-
mannanna í forystu flokksins," segir
í frétt frá hinni opinberu fréttastofu
„Nýja Kína“. - „Aðrir fundarmenn
veittu Hu Yaobang flokkslegar ákúrur
en luku lofsorði á þann árangur sem
honum verður þakkaður þann tíma
sem hann heftxr verið formaður."
Hu Yaobang, sem margir ætluðu að
yrði arftaki Dengs, neyddist til að víkja
úr formennsku flokksins eftir stúd-
entaóeirðimar.
í fréttatilkynningunni er tekið fram
að Hu, sem verður 72ja ára á þessu
ári, muni halda öðrum embættum og
sitja áfram í stefriuskrámefhd og halda
sæti sínu í miðstjóminni.
Valinn af Deng
Hu varð flokksformaður 1981 og var
valinn af valdamesta manni Kína,
Deng Xiaoping. Leysti Hu af hólmi
Hua Guofeng sem laut þar í lægra
haldi í valdatogstreitunni fyrir Deng.
Þykir brottvikningu hans núna bera
brátt að og bregður mörgum í brún
að valdamaður, sem staðið hefur jafn-
nærri Deng og Hu hefur gert, skuli
látinn víkja svo fyrirvaralítið. Þykir
það árétta hve mjög stúdentaóeirðim-
ar hafa hrist upp í flokksfoiystunni
og valdapíramídanum í Peking.
Þó er til þess tekið hve vægum orð-
um er farið um gagnrýnina á Hu og
eins þá staðreynd að hann skuli látinn
halda ýmsum öðrum trúnaðarembætt-
um innan flokksins. Þó hafa ýmsir
menningarfrömuðir innan flokksins,
sem hafa þótt standa Hu nærri, sætt
harkalegri gagnrýni opinberlega að
undanfomu og sumir þeirra hafa bein-
línis verið sakaðir um að hafa æst
stúdenta til óeirða með því að halda
að þeim að Kína ætti að sækja sína
fyrirmynd í stjómarkerfi vestrænna
lýðræðisríkja.
Sveitungur Maos og Sjú Enlæs
Hu er fæddur í Hunan-héraði, sem
var heimahérað þeirra Maos formanns
og Sjú Enlæs forsætisráðherra og tók
þátt í kommúnistauppreisninni þar
1927, þá aðeins tólf ára gamall. Hann
var meðal þeirra yngstu sem tóku þátt
í göngunni miklu undir forystu Maos
norður í land á miðjum fjórða áratugn-
um.
Eftir valdatöku kommúnista gegndi
Hu ýmsum trúnaðarstörfum í hreyf-
ingu ungkommúnista en eins og
margir aðrir áhrifamenn lenti hann
úti í kuldanum í menningarbylting-
unni 1965 til ’70. Eftir að hann sneri
aftur til stjómmálaafskipta á seinni
hluta áttunda áratugarins, komst
hann, undir handleiðslu Dengs, fljót-
lega í fremstu raðir. Hann tók sæti í
stefhuskrármefnd flokks 1980 og ári
síðar leysti hann Hua Guofeng af í
formennskunni.
Deng ætlaði Hu meiri frama
Hu hefur verið einn aðalbroddurinn
í endurskipulagningu Dengs Xiaop-
ings á kínverska kommúnistaflokkn-
um síðan 1979.
Að flestra mati hafði það verið vilji
og ásetningur Dengs að Hu tæki við
af honum. Hu hefúr ferðast meira er-
lendis, sem leiðtogi kínverska
kommúnistaflokksins, en flestir fyrir-
rennara hans. I fyrra til dæmis
heimsótti hann fjögur Evrópulönd.
Of berorður
Hann hefur í gegnum tíðina, eftir
að Mao formaður andaðist 1976, verið
opinskár gagnrýnandi hins látna þjóð-
arleiðtoga og hefúr verið mjög áber-
andi í kínverskum fjölmiðlum og í
móttökum erlendra gesta. Hann hefur
þótt berorðari í ræðum sínum en
venjulegt er um kínverska ráðamenn
og ræðustíllinn líkari miklu yngri
manns. Sú bersögli hefúr líka ósjaldan
komið honum í nokkum vanda.
Á miðju ári í fyrra olli hann þó-
nokkru fjaðrafoki þegar hann sagði
opinberlega að Taiwan þjóðemissinna
hefði löglega stjóm. Hefúr hann enda
með máldirfsku sinni áunnið sér tor-
tryggni og andstöðu ýmissa innan hins
íhaldssamari arms flokksins og þá sér
í lagi foringjanna í hemum.
„Eg er enginn jámkarl, heldur af
holdi og blóði og með mínar tilfinning-
ar,“ sagði hann einu sinni. Hu var
meðal hinna fyrstu frammámanna sem
hætti að ganga í hinum hefðbundnu
Mao-mussum og íklæddist fatnaði á
vestræna vísu. - Hann er kvæntur, á
þrjá syni og eina dóttur.
Eftirfýstir Baskar
handteknir í
Síðastliðin tólf ár hafa Baskar lýst yfir ábyrgð á rúmlega fimm hundruð morðum.
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur óbund. 8-9 Ab.Bb. Lb.Úb.Sp
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 9-11 Sp
6 mán. uppsögn 10-15 Ib
12 mán. uppsögn 11-18.25 Sp.vél.
18 mán. uppsögn 18-18 Sp
Sparnaður- Lánsréttur
Sparað i 3-5 mán. 9-13 Ab
Sp. i 6 mán. og m. 8-13 Ab
Avisanareikningar 3-9 Ab
Hlaupareikningar 3-7 Sp
Innlán verðtryggð Spar í reí kningar
* 3ja mán. uppsögn 1-2 Bb.Úb.Vb
Gmán. uppsögn 2.5-4 Úb
Innlán með sérkjörum 8.5-18
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalur 5-6 Ab
Sterlingspund 9.5-10.5 Ab
Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab
Oanskar krónur 8.5-9.5 Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir vixlar(forv) 15.75-18 Lb
Viðskiptavixlar(forv.)(1) kge/21
Almenn skuldabréf(2) 16-18,5 Lb
Viðskiptaskuldabréf(l) kge Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 16-18,5 Lb
Utlán verðtryggð Skuldabréf
Að2.5árum 5-6.75 Lb
Til lengri tíma 6-6,75 Bb.Lb
Utlán til framleiðslu
isl. krónur 15-16.5 Sp
SDR 6-8,25 Allir nema Ib, Vb
Bandarikjadalir 7.5-7.75 Sb.Sp
Sterlingspund 12,75-13 Allir nema Ib
Vestur-þýsk mörk 6.25-6.5 Bb.Sb. Vb.Sp
Húsnæðislán 3.5
Lifeyrissjóðslán 5-6.5
Dráttarvextir 27
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala jan. 1565 stig
Byggingavisitala 293 stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði 7,5% l.jan.
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 111 kr.
Eimskip 228 kr.
Fluglciðir 200 kr.
Hampiðjan 133 kr.
Iðnaðarbankinn 130 kr.
Verslunarbankinn 110 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa
þó viðskiptavíxla gegn 21% ársvöxtum.
(2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs
vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð
og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubanka
og Verslunarbanka.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbank-
inn, Vb = Verslunarbankinn,
Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peninga-
markaðinn birtast í DV á fimmtudög-
um.
Spönsk yfirvöld tilkynntu í gær að
þau hefðu haft hendur í hári liðs-
manna Baska í Madrid en þeir hafa
staðið á bak við margar blóðugar árás-
ir á öryggissveitir landsins.
Snemma í gærmorgun voru nokkrir
liðsmenn árásarsveitarinnar í Madrid
handteknir og fundust þá samtímis
vopn og sprengiefni. Samkvæmt upp-
lýsingum innanríkisráðuneytisins
voru það þrír menn og þrjár konur sem
voru tekin föst.
Ásrásarsveit Baska í Madrid var
sökuð um að hafa staðið á bak við
eldflaugaárás á vamarmálaráðuneyt-
ið í júlí síðastliðnum og sprengjuárás
á strætisvagn í Madrid í sama mán-
uði. Við árásina létust tólf öryggis-
verðir.
Undanfarin tvö ár hefúr lögreglunni
tekist að leysa upp árásarsveitir í hér-
uðum Baska og í fyrrasumar biðu þeir
frekari afhroð þegar frönsk yfirvöld
vísuðu tuttugu og sjö grunuðum úr
landi til Spánar. Franska lögreglan
fann einnig miklar vopnabirgðir og
mikilvæg skjöl varðandi fjárhag sam-
takanna og skipulagningu starfsem-
innar á alþjóðlegum vettvangi.
ETA, frelsissamtök Baska, beijast
fyrir sjálfstæðu ríki en yfirvöld hafna
öllum viðræðum um slíkar kröfúr. Frá
því að Franco lést árið 1975 hafa Ba-
skar lýst yfir að þeir beri ábyrgð á
rúmlega fimm hundruð morðum þrátt
fyrir að þeim hafi verið tryggð viss
sjálfstjóm við endurreisn lýðveldisins.
í fyrra myrtu Baskar fjörutíu og tvo
menn, aðallega öryggisverði.
Umsjón:
Ingibjörg Bára
Sveinsdóttir
og
Guðmundur
G. Pétursson
Frumbyggjar
Kanada
greiða atkvæði
um skiptingu
landsvæða
Samkomulag hefur náðst um að
skipta landsvæðum norðvesturhluta
Kanada í tvennt og munu íbúar þar
ganga til allsherjaratkvæðagreiðslu
um skiptinguna.
Ibúar þessa landshluta em aðeins
fimmtíu og eitt þúsund talsins. Flest-
ir þeirra em ínúítar eða eskimóar
og búa þeir í eystri hémðunum. In-
díánar og aðrir búa hins vegar í
vesturhlutanum.
Tillaga um að skipta landsvæðun-
um í tvennt hefur legið fyrir í mörg
ár en ekki hefur tekist að komast
að samkomulagi um hvar draga eigi
markalínuna. Vonast stjórnmála-
menn og fulltrúar frumbyggja, sem
þingað hafa í fleiri vikur, til þess að
skiptingin verði orðin að raunvem-
leika árið 1991.
Landsvæðið er nú undir yfirráðum
Kanadastjómar en nýtur ekki rétt-
inda sem fylki.
Guðaveigar til spiilis
Næstum því tíu þúsund viskíflöskur
sprungu í smámola í frosthörkunum sem ve-
rið hafa í Noregi að undanförnu. Hafði
flöskunum verið komið fyrir á lestarvagni
sem tengja átti við flutningalest. Áætlunar-
staður var Lillehammar.
Þegar komið var að guðaveigunum höfðu
þær orðið kuldabola að bráð eftir fimm daga
útivist.