Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987. Erlend bóksjá Á vígvelli kynjanna MEN HAVE ALL THE FUN. Höfundur: Gwynneth Branfoot Methuen, 1986. Fjórar eiginkonur eru söguhetj- ur þessarar forvitnilegu skáldsögu um heimilið sem vígvöll kynjanna. Þær eiga það sameiginlegt að vera óánægðar með sinn hlut og þrá einna mest að komast út úr húsi. Ekkert starf utan heimilisins er svo ómerkilegt að það þyki ekki í þeirra augum betra en að sitja allt- af heima. Þær drífa sig að lokum út á vinnumarkaðinn og komast þá auðvitað aftur að raun um að lífið þar er sjaldnast dans á rósum. Þetta er í sjálfú sér orðið þvælt viðfangsefni en höfundurinn tekur það skemmtilegum tökum. Hús- mæðumar öðlast sjálfetætt líf, lýsingar og frásagnir em tæpit- ungulausar og oft býsna fyndnar og höfundurinn kemur lesandan- um á óvart þegar á söguna líður. Þetta er því skáldsaga sem samein- ar það að vera skemmtileg aflestr- ar og vekja athygli á hversdagsleg- um vandamálum. THE ENGLISH LANGUAGE scMa/hf and hman. /t /s the best brtef survctf ! kaus read of the developmeetofEjtgHsh... ttcoevetfs att autheotlc seese of the great mijgten/of tartguage. Itlestructs, tut /t also compels wortder. jgy Attthow/ Emrgess ROBERT BURCHPIELD Ensk málsaga THE ENGLISH LANGUAGE. Höfundur Robert Burchfleld. lltgefandi: Oxford University Press, 1986. I þessari bók dr. Robert Burch- field, ritstjóra hinnar miklu orðabókar sem kennd er við Ox- ford-háskólann, er rakin saga enskrar tungu frá upphafi fram til okkar daga og helstu einkenni hennar, og sérkenni, dregin fram í dagsljósið. Framsetningin er afar skýr og greinargóð. Dr. Burchfield rekur þróun rit> málsins allt frá notkun rúnaleturs til foma til bókmennta og orða- safha nútímans. Jafnframt skýrir hann í sérköflum atriði eins og framburð, stafsetningu og orðaröð í ensku máli. í lokakafla þessarar fróðlegu bókar er svo fjallað um útbreiðslu enskrar tungu meðal þjóða heims og þær breytingar sem málið hefur tekið í nýjum heimkynnum. Stórbrotin saga Alexanders mikla ALEXANDER THE GREAT. Höfundur: Robln Lane Fox. Penguin Books, 1986. Þegar Alexander mikli lést, líklega úr malaríu, aðeins 32 ára að aldri, hafði hann lagt undir sig meira land- flæmi en nokkur annar maður. Veldi hans, sem átti upphaf sitt í Makedó- níu, náði frá grísku ríkjunum og Egyptalandi í vestri til Indlands í austri, norður til þeirra landsvæða sem nú tilheyra Kasakstan í Sovétríkj- unum og suður að Persaflóa. Og fyrir dyrum stór herför til Arabíu. En það er ekki aðeins þessi mikla herför sem stóð nær látlaust frá því hann tók völd í Makedóníu eftir að faðir hans, Filip, hafði verið myrtur - sumir segja að undirlagi Olympíu, móður Alexanders - sem hefur vakið áhuga á Alexander. Hinar forvitnileg- ustu þjóðsögur hafa sprottið upp um þennan mann sem þegar í lifanda lífi var af mörgum dýrkaður sem einn guðanna og trúði því að margra áliti sjálfur að hann væri getinn af sjálfum Seifi. En hver var Alexander? Það voru ritaðar um hann margar bækur á þeim tíma sem hann var uppi, en þær hafa allar glatast utan fáeinar setningar sem lifa í síðari tíma verk- um. Og það sem síðari tíma menn hafa um hann skrifað er í mörgum atriðum rangt, litað af pólitískum og öðrum hagsmunum. Höfundur þessar- ar mögnuðu bókar segir því réttilega að saga Alexanders sé fyrst og fremst leit: þeir sem reikni með nákvæmri frásögn af ævi hans fari í geitarhús að leita ullar. En hvílík leit! Þótt ljóslega komi fram að margt er á huldu um Alexand- er, hefur höfúndur þessarar bókar slíka yfirburða þekkingu á þeim tím- um sem hann lifði á, og hefur skoðað ALEXANDER THE GREAT ROBIN LANE FOX með svo gagnrýnum augum allt það sem skrifað hefur verið um manninn sjálfan og feril hans, að frásögnin gef- ur afar skarpa og heillandi mynd af þessum sérstæða manni sem hafði að fyrirmynd í lífi sínu hinn mikla Akil- les og fylgdi svo dyggilega í fótspor þessarar sögufrægu persónu Illions- kviðu að hann hefur af mörgum verið nefndur síðasta hómerska hetjan. Þetta er ekki síður saga þess tíma- bils í grískri sögu sem Alexander setti mark sitt svo rækilega á (hann fæd- dist árið 356 fyrir Krist og andaðist í Babylon 32 árum síðar) en hans sjálfs. Robin Lane Fox gerir skilmerkilega grein fyrir þjóðfélagsástandi á þessum tima í hinum grískumælandi heimi jafnt sem í þeim löndum sem Alexand- er lagði undir sig, þar á meðal í hinu foma Persaveldi, sem Alexander sigr- aðist á í frægum orrustum, Egyptal- andi og þeim landsvæðum sem nú tilheyra Afganistan, Pakistan eða Sovétríkjunum. Hann rekur einnig hemaðartækni þessara tíma og skýrir orsakir þess að Alexander vann svo glæsilega sigra, oft gegn miklu fjöl- mennari herjum. En það er myndin af manninum sjálfum sem töfrar lesandann öðm fremur. Hann var að sjálfsögðu bam sinnar þjóðar og síns tíma: hemaður var honum allt, enda má segja að hann hafi verið i svo til óslitinni herför frá því hann komst til konungsvalda og þar til hann lést. Hann sýndi þeim sem gegn honum risu mikla grimmd, en sýndi aftur á móti klókindi gagnvart sigmðum þjóðum sem játuðust undir vald hans. Alexander naut ótrúlegs trausts og aðdáunar manna sinna, jafiivel þótt hann ofbyði þeim stundum. Þar kom einkum tvennt til. Annars vegar eigið fordæmi. Hann lagði það á sjálfan sig sem hermenn hans máttu þola, og var í fremstu víglínu í orrustum. Hins veg- ar afburða mælska sem gerði honum kleift að sannfæra hermenn sína - nema einu sinni er þeir neituðu að fylgja honum austur yfir meginland Indlandsskagans og stöðvuðu þar með sigurgöngu hans til austurs. Skoðanir eru auðvitað skiptar á Alexander eins og öðrum landvinn- ingamönnum. Sumir einblína á neikvæðu hliðamar: stríðsreksturinn, manndrápin, kúgunina sem vissulega fylgdi oft í kjölfarið. Aðrir hrífast af hugrekki hans og dirfsku, afrekum hans sem herforingja og stofnanda fjölmargra borga sem flestar báru nafri hans og bera sumar enn í dag. En hvemig sem menn líta á Alexander þá komast menn vart hjá því að vera forvitnari um hann en flesta aðra menn. Robin Lane Fox svalar þeirri forvitni frábærlega. Hann gerir Alex- ander og þá tíma sem hann lifði á ljóslifandi í öllum andstæðum sínum og þverstæðum. Metsólubækur ársins 1986 í Bretlandi Tekinn hefur verið saman listi um mest seldu kiljumar á Bretlandseyjum á nýliðnu ári. Þær bækur sem ná því að komast á þann lista hafa selst í meira en 350 þúsund eintökum þar í landi á árinu. Listinn er svohljóðandi: 1. Bradford, B.T.: HOLD THE DREAM. 2. Cookson, C: A DINNER 0F HERBS. 3. Adams, Douglas: THE UTTERLY, YTTERLY MERRY COMIC RELIEF CHRISTMAS B00K. 4. Collins, Jackie: LUCKY. 5. Herbert James: M00N. 6. Binchy, Maeve: ECHOES. 7. Smith, Wilbur: THE BURNING SHORE. 8. King, Stephen: SKELETON CREW. 9. Geldof, Bog: IS THAT IT? 10. Sheldon, Sidney: IF T0M0RR0W COMES. (Byggt á Tbe Sunday Times). Bretland 1. Edmondson, Leigh & Lepine: HOW TO BE A COMPLETE BASTARD. (2) 2. G. Jolliffe & P. Mayle: WICKED WILLIE'S GUIDE TO WOMEN. (3) 3. Douglas Adams: THE UTTERLY, UTTERLY MERRY COMIC RELIEF CHRISTMAS BOOK. (1) 4. Bob Geldof: IS THAT IT? (4) 5. M. Smith & G. R. Jones: THE LAVISHLY TOOLED SMITH AND JONES COFFEE TABLE BOOK. (5) 6. GILES CARTOONS 1987. (4) 7. Len Deighton: LONDON MATCH. (10) 8. NAUGHTY DOTS. (7). 9. Spike Milligan: WHERE HAVE ALL THE BULLETS GONE? (-) 10. Maureen Lipman: HOWWASITFORYOU? (9) (Tölur innan sviga tákna röö vlðkomandi bók- ar vikuna á undan. Byggt á The Sunday Tlmes.) Bandaríkin: 1. Jean M. Auel: THE MAMMOTH HUNTERS. 2. Ken Follett: LIE DOWN WITH LIONS. 3. Danielle Steel: SECRETS. 4. Tom Clancy: THE HUNT FOR RED OCTOBER. 5. V. C. Andrews: DARK ANGEL. 6. Clive Cussler: CYCLOPS. 7. Harold Robbins: THE STORYTELLER. 8. Garrison Keillor: LAKE WOBEGON DAYS. 9. Vonda N. Mclntyre: STAR TREK IV: THE VOYAGE HOME. 10. Andrew M. Greeley: ANGELS OF SEPTEMBER. Rit aimenns eðiis: 1. Beryl Markham: WEST WITH THE NIGHT. 2. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 3. Anthony Summers: GODDESS. 4. Chuck Yeager og Leo Janos: YEAGER. 5. Lee lacocca, William Novak: IACOCCA. (Byggt á The New York Tlmee Book Revlew.) Danmörk 1. Fay Weldon: EN HUNDJÆVELS BEKEND ELSER. (1). 2. TOVE DITLEVSEN: BARNDOMMENS GADE. (1). 3. Isabel Allende: ÁNDERNES HUS. (3). 4. Alice Walker: FARVEN LILLA. (4). 5. Jean M. Auel: HULEBJÖRNENS KLAN. (7). 6. Régfne Deforges: PIGEN MED DEN BIÁ CYKEL. (6). 7. Jean M. Auei: HESTENES DAL. (-). 8. Rachen og Israel Rachlin: SEKSTEN ÁRISIBIRIEN. (-). 9. Régine Deforges: I KRIG OG KÆRLIGHED. (8). 1 . Erica Jong: HEKSE. (-). (Tölur innan svlga tákna r»6 vlðkomandl bók- ar á llstanum vlkuna á undan. Byggt á PollU- ken Söndag). Umsjón: Elías Snæland Jónsson Astí ræsinu SID AND NANCY. Höfundur: Gerald Cole. Methuen, 1986. Enska hljómsveitin Sex Pistols var vinsæl á dögum pönksins. Lit- ríkastur þeirra pilta, sem þá sveit skipuðu, var Sid Vicious. Hann var þó ekki þekktur fyrir hæfileika sína sem hljómlistarmaður, heldur fyrir útlit og ofsafengna fram- komu. Árið 1977 kynntist hann banda- rískri stúlku, Nancy Spungen, sem hafði einkum tvennt fyrir stafni: að neyta fíkniefúa, þar á meðal heróíns, og sofa hjá hljómlistar- mönnufn. Sagan af ást þeirra Sid og Nancy var stutt og hörmuleg. Þau helltu sér bæði út í sterku fíkniefnin þar til ekki varð lengur við neitt ráð- ið. Nancy hafði þann draum að deyja fræg, skilja við með glæsi- brag, og fékk að lokum Sid til þess að samþykkja að þau gengju frá sér saman. Segja má að Nancy hafi eftir dauðann fengið þá frægð sem hún þráði. Gerð hefur verið kvikmynd um þau skötuhjú og er þessi saga byggð á henni. Hún er sönnun þess að ást getur þrifist við eymd- arlegustu aðstæður. m hf Slann- i » Aiichnel Sihieif Akærður fyrir morð MY NAME IS MICHAEL SIBLEY Höfundur: John Bingham. Penguin Books, 1986. Sögumaðurinn í þessari fyrstu sakamálasögu sem John Bingham sendi frá sér er í erfiðri aðstöðu: Hann er ákærður fyrir morð. Og það er ekki fyrr en í lokin sem ljóst verður hvort hann verður dæmdur sekur eða ekki. Það var árið 1952 sem þessi saga kom fyrst út og hlaut góðar við- tökur. í kjölfarið fylgdi fjöldi annarra, samtals hátt í tuttugu sakamálasögur. I sögum Johns Bingham er fæst svart eða hvítt. Hann mun hafa verið fyrstur breskra sakamála- sagnahöfunda til þess að skrifa bækur þar sem ekki var sjálfgefið að lögreglan hefði hreinan skjöld. Annars er lífshlaup höfúndarins ekki síður forvitnilegt en sögur hans. Hann var blaðamaður fyrir stríð, m.a. í Hull, en á stríðsárun- um hóf hann störf hjá bresku leyniþjónustunni og varð þar valdamaður um árabil.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.