Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Side 17
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987. 17 óperan hefur á að skipa frábærum kór, hljómsveit og einsöngvurum. Allt þetta stenst samanburð við mörg vel þekkt óperuhús í miklu stærri borgum erlendis. Hér er fyrir hendi efniviður og hæfileikar sem setja Óperunni lítil takmörk. Svo af hverju ekki Aidu? Ég held að uppsetning Aidu eigi fyllilega rétt á sér þó engir fílar verði á sviðinu. Ef maður hugsar út i uppruna óper- unnar og skoðar hvar margar þekktustu óperurnar voru frumflutt- ar þá kemur fljótt í ljós að þar var það ekki glæsileg umgjörðin sem réði úrslitum heldur gæði tónlistarinnar. Aida var að vísu undantekning þar sem þetta hvort tveggja var samein- að og reyndar skapaðist eins konar söguleg hefð fyrir því að uppfærslur á Aidu þyrftu að vera umfangsmeiri og glæsilegri en annars þekktist. Og sú er reyndar raunin hér einnig því alls eru þetta nálægt 200 manns sem taka þátt í sýningunni ef allt er ta- lið. Þetta er því viðamesta óperusýn- ing sem sett hefur verið upp hér á landi“. íslenska óperan er í raun einstakt fyrirbæri. Ég veit ekki til þess að nokkurs staðar í heiminum sé rekið óperuhús eða leikhús á sambærileg- um grundvelli, þ.e. án þess að til komi verulegur stuðningur ríkisins. Mér er reyndar fyrirmunað að skilja hvernig hægt er að halda þessu gang- andi, hvernig hægt er að ná endum saman. Aðalástæðan er auðvitað sú að hópurinn sem stendur að Óper- unni hefur ódrepandi áhuga. Þetta er skemmtileg blanda af ævintýra- mönnum með brjálaðar hugmyndir og svo raunsæismonnum sem toga hina í átt að jörðu. Við höfum hér fólk með mikinn listrænan metnað og sá metnaður vegur þyngra en fjár- hagslegur ávinningur. Kannski er það þess vegna sem þetta hefur geng- ið fram að þessu. En ísland er ekkert öðruvísi en önnur lönd á þessu sviði. Listin verð- ur að fá stuðning til að geta lifað. Ég vona að íslendingar sjái til þess að Óperunni verði tryggður starfs- grundvöllur í framtíðinni. Óperan verður að lifa. Æfmgarnar á Aidu hafa gengið vel og lofa góðu um sýningarnar. Ég er viss um að íslenska óperan mun standa undir nafni nú sem fyrr.“ Hér í dag - þar á morgun „Héðan fer ég heim til Vínar og sný mér aftur að þrívíddar-rannsóknun- um. Því verkefni þarf ég að Ijúka fyrir sumarið. Mín bíður líka að koma íbúðinni minni í íbúðarhæft ástand. Síðast þegar ég var þarna á ferðinni var kuldinn svo gífurlegur að ég varð að sofa í tveimur lopa- peysum og með íslenska ullarhúfu. Svo var fólk að vorkenna mér að þurfa að fara til íslands! í tónlistinni er ekkert ákveðið fyrr en í desember. Þá fer ég og stjórna tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Austur-Berlínar. Þetta er hliðstætt nýjárstónleikunum í Vínarborg og flutningnum sjónvarpað til allra austantjaldslandanna. Égerfeginn að fá frí frá tónlistinni um stund. Get vel hugsað mér tilveruna án þess að lyfta sprotanum í nokkra mánuði. Tónlistin er auðvitað og verður áfram stór hluti af lífi minu. Óperu- tónlistin er þar efst á blaði og svo jassinn - þegar vel liggur á mér. Líf- ið er hins vegar til að lifa því, njóta hverrar einustu stundar og gefa sér tíma til að sinna því sem áhuginn beinist að hverju sinni. Þess vegna- hentar mér vel að vera hér í dag - þar á morgun. Og dóla svo meðfram ströndum Adríahafsins þess á milli.“ Texti: Jóhanna Birgisdóttir Eiginn herra um allar jarðir „Ég var með fastan samning við Vínaróperuna fram til ársins 1984. Þá var ég líka búinn að fá nóg. Þetta var skemmtilegur tími og í raun gekk allt prýðilega en mér hentaði ekki lengur að vera þannig bundinn í báða fætur. Þegar maður er samn- ingsbundinn hjá einu óperuhúsi gefst ekki ýkja mikið svigrúm til athafna. Þú ræður litlu um þau verkefni sem unnin eru og hefur lítið frelsi til að gera það sem hugurinn stendur helst til hverju sinni. Þú færð minni tæki- færi en ella til að spreyta þig, sanna hæfni þína á víðari vettvangi. Þetta er í raun sambærilegt við þann heim sem íþróttamenn búa í. Það er hörð barátta milli þeirra sem vilja komast á toppinn. Á toppnum er hins vegar þröngt setinn bekkurinn og ekki pláss fyrir marga. Það þarf því svig- rúm til að geta hagað seglum eftir vindi hverju sinni. Nú vinn ég í gegnum umboðsmann og get sjálfur valið og hafnað þeim verkefnum sem bjóðast. Það er eng- inn skortur á verkefnum. Ég þeysist heimsendanna á milli ef mér finnst ástæða og tilefni til og verkefnið vekur áhuga minn. Ég hef farið til Moskvu, Japan, Suður-Afríku og víðar. Oftast hef ég þó komið hingað til Islands undanfarin tvö ár. Hef jafnvel dvalið meira hér en á heimili mínu sem er ennþá í Vín.“ Teiknað á tölvu í þrívídd „Síðustu tvö ár hef ég einnig getað snúið mér að verkfræðinni aftur. Þar hef ég verið að vinna við mörg mjög áhugaverð verkefni og finnst hún enn jafti heillandi sem fyrrum. Nú síðast var ég að vinna fyrir austur- ríska vísindaráðuneytið að þróun á nýrri þrívíddartækni, fyrir tölvur, sem nctuð er við læknisrannsóknir. Þessi nýja tækni gerir kleift að skoða líffæri mannsins frá öllum hliðum. Þannig er hægt að staðsetja mein- semdir og æxli með mun meiri nákvæmni en fyrr og auðveldar það alla meðferð gífurlega. Þrívíddar- tæknin er reyndar ekkert bundin við læknavísindin. Hún mun nýtast á næstu árum á ýmsum sviðum. Ég prófaði t.d. að vinna þrívíddarteikn- ingar að leikmynd Unu Collins fyrir Aidu-sýninguna hér. Þetta var reyndar bara til gamans gert fyrir mig en sýndi ótvírætt þá möguleika sem þrívíddartæknin gefur og hefur í för með sér mikinn vinnusparnað. Ég hef þá trú að þetta eigi eftir að valda byltingu á sviði læknavísind- anna innan tíðar.“ Áhuginn liggur greinilega víða. Er það algengt meðal tónlistarmanna? „Já, ég held það. Alla vega algeng- ara en menn ímynda sér. Við höfum mörg dæmi um tónlistarmenn sem eiga sér önnur gjörólík áhugasvið. Til dæmis Karajan. Hann er algjört tæknifrík, getur gleymt sér klukku- tímum saman við að tala um vélar, báta og flugvélar. En sjálfsagt er þetta bara einstaklingsbundið meðal tónlistarmanna eins og annarra. Mér finnst nauðsynlegt að eiga góð áhugamál til að dreifa huganum við. Ég þoli ekki að sitja aðgerðarlaus.“ Bátur við bryggju í Biograd Það beinir umræðunni inn á annað áhugamál Deckerts sem eru sigling- ar. „Þegar ég hætti hjá Vínaróperunni má segja að ég hafi söðlað algerlega um í lífi mínu og tekið upp aðra lífs- hætti á allan hátt. Ég gerði þetta af brennandi þörf. Mér fannst ég verða að breyta um og prófa fleiri hliðar á lífinu. Eitt af því sem ég gerði var að selja húsið mitt og kaupa í staðinn litla íbúð. Fyrir mismuninn keypti Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Kristinn Sigmundsson og Garóar Cortes DV-myndir Bjarnleifur Bjarnleifsson. ég sportbát sem nú liggur bundinn við festar í Biograd í Júgóslavíu. Siglingaáhuginn var reyndar vaknaður mun fyrr. Ég átti hlut í stórum bát ásamt nokkrum vinum mínum en það gafst því miður alltof sjaldan tækifæri til að nota hann. Svo ég keypti annan minni og hafði hann til að byrja með í Lignano á Ítalíu. Á hverju föstudagskvöldi sett- ist ég svo upp í bílinn minn í Vín, ók stystu leið til Lignano og sló eig- ið hraðameð í hvert sinn. Og svo var brunað til baka á sunnudagskvöldi. Þetta var þreytandi til lengdar fyrir utan nú það að hraðasektirnir voru farnir að íþyngja rekstrinum um of. Eftir að ég fór að geta losað meira um eigin tíma fór ég með bátinn yfir til Júgóslavíu og þangað fer ég hven- ær sem tækifæri gefst. í fyrrasumar var reyndar fyrsta skipti sem mér tókst að taka mér samfellt frí í sex vikur og því eyddi ég að sjálfsögðu í bátnum. Þetta er stórkostlegt landssvæði og náttúrufegurðin mikil. Ströndin við Adríahafið teygir sig 680 km vegalengd og það er ekkert stórkost- legra en að dóla eftir henni í róleg- heitum, fullkomlega frjáls og óháður tíma og rúmi. í sumar vonast ég til að geta tekið mér langt frí og dundað mér við siglingar í nokkrar vikur. En að sjálfsögðu er ég með tölvu í bátnum. Annað væri ekki hægt.“ Ævintýri heilla Ég var líka með mikla flugdellu um tíma. Var meðlimur í flugklúbbi og tók einkaflugmannspróf. Ætli ég sé ekki kominn með tæplega 400 flug- tíma núna. Þetta var oft ævintýra- legt. Það er stórkostlegt að geta sest upp í flugvél og komist þannig lang- ar vegalengdir á örskömmum tíma og fyrirvaralaust. Ég hef notað þetta mikið ásamt félögum mínum til að sækja ráðstefnur og fundi. Þægilegri ferðamáti er varla til. Einu sinni varð mér þó um og ó. Þá vorum við á leið til Freiburg en urðum að snúa við vegna veðurs. Loftrakinn var gíf- urlegur og við sáum varla fram fyrir flugvélina. Því varð að lækka flugið- niður í nokkur hundruð metra og eina vísbendingin sem við höfðum var hraðbrautin sem lá beint fyrir neðan og alla leið til Basel. Þannig gátum við fylgt bílljósunum eftir og komist á áfangastað klakklaust. Far- þegarnir héldu á sér hita með því að hamast á gluggarúðunum í sífellu og þurrka af þeim móðuna. Það var eina leiðin til að eitthvað sæist út. Flugið er ævintýraheimur og ég heillast af ævintýramennsku. Þegar ég var yngri var ég mjög upptekinn af kappakstri. En eftir slæm hryggjarmeiðsli og fjóra upp- skurði lagði ég það sport á hilluna. Það var þó lán í óláni því í gegnum þær sjúkrahúslegur kynntist ég ein- mitt læknunum sem ég er nú að vinna með að þrívíddarrannsóknun- um“. Aida? Af hverju ekki? En snúum okkur aftur að tónlist- inni og íslensku óperunni. Aida - er það ekki nokkuð stór biti að gleypa fyrir svo lítið óperuhús? „Ég átti reyndar sjálfur uppástung- una að því að Aida yrði flutt. Eftir II Trovatore sem tókst frábærlega og hefði verið frambærileg hvar sem er í heiminum lá fyrir að velja næsta verkefni. Og af hverju ekki Aida? í mínum huga er það ekki stærð húss- ins eða umsetning sem skiptir máli heldur gæði tónlistarflutningsins. Og menn þurfa sannarlega ekkert að hafa minnimáttarkennd yfir gæð- um tónlistarinnar hér. Islenska 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.