Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987. 7 Atvinnumál Bjami Jónsson tæknifræðingur um frostskemmda steypu: Hundruð nýlegra húsa stórskemmd eða ónýt - minna sementsmagn í steypunni og rangur jámafrágangur höfuðorsökin ^ v '& ■* - Skyggnið á þessu húsi sýnir hvernig frostskemmdir fara með steypu. DV-mynd BG Flestir kannast við alkalí- skemmdir í steypu og afleiðingar hennar. Nú er komið upp nýtt vandamál; frostskemmdir í steypu sem virðast ætla að verða síst minna vandamál fyrir húseigendur en al- kalískemmdimar. Bjami Jónsson byggingatæknifræðingur segir frost- skemmdimar vera afleiðingu eftir- htsleysis með húsbyggingum og þess að enginn er ábyrgur fyrir göllum sem fram koma í steypu húsa. Stein- steypa fellur undir lausafjármuni og því kaupalögin samkvæmt nýlegum dómi Hæstaréttar eins og skýrt hefur verið frá í DV og því nær ábyrgð steypustöðvanna aðeins til eins árs. Hrikalegt vandamál Bjami Jónsson rekur fyrirtækið Vemd hf. sem hefur sérhæft sig í aðstoð og viðgerðum á frostskemmd- um húsum og hefur hvergi undan nú þegar vandamálin hrannast upp. Hann sagði að hér blasti við stærra vandamál en nokkum grunaði sem ekki hefði sett sig inn í þetta. Höf- uðástæðumar fyrir auknum frost- skemmdum nú hin síðari ár sagði hann einkum vera tvær: í fyrsta lagi hefði það gerst 1981 að Sementsverksmiðja ríkisins hefði farið að nota kísflryk í sementið sem jók hið svokallaða brotþol steypunn- ar. Lágmarksbrotþol steypu sam- kvæmt reglugerð byggingaryfir- valda er stuðull sem nefhdur er S-200. Við kísilrykið í sementinu fór brotþolið upp í 250 eða jafhvel meira. Þá minnkuðu steypustöðvamar sementsmagnið í steypunni þannig að brotþolið varð áfram S-200. Við það minnkaði aftur veðrunarþol steypunnar til mikilla muna og vatn á mun greiðari leið inn í veggina. Svo frýs og veggimir springa. Við þetta bætist að það er til siðs þegar verið er að steypa veggi húsa að þynna steypuna méð vatni til þess að hún leki hraðar niður mótin. Þetta flýtir fyrir þeim sem sjá um steypuna en við vatnsþynninguna minnkar sigþol steypunnar og um leið veðrunarþolið og var þó ekki á bætandi. í öðm lagi em byggingameistarar famir að láta steypustyrktaijámið liggja svo utarlega í veggjunum að vatn nær að komast að jáminu. Við það ryðgar jámið og eyðileggst, vatn liggur við það og sprengir steypuna þegar fiýs. Samkvæmt reglugerð á jámið að vera 2-2,5 sentímetra frá yfirborði veggjarins en þessu er ekki framfylgt og ekkert eftirlit er með því að það sé gert. Bjami sagði að með því að láta jámið liggja svo utarlega í mótunum næðist upp meiri hraði við jámabindingar og það væri eitthvað ódýrara vegna jámafestinganna. Öll hús frá 1981 meira eða minna frostskemmd Árið 1981 byijaði Sementsverk- smiðja ríkisins að nota kísihyk í sementið og fljótlega eftir það var sementsmagn steypunnar minnkað. Bjami Jónsson fullyrðir að öll hús sem steypt hafa verið frá 1981 og fram á haust er leið séu eða verði þegar frá líður meira eða minna frostskemmd. Skemmdimar koma ekki fram fyrr en eftir nokkur ár. Hann segir að skemmdir séu nú að koma fram á húsum sem byggð vom 1981 og 1982 og hrannist inn beiðnir um aðstoð vegna þessa. Hús sem byggð vom áður en sem- entsmagnið í steypunni var minnkað en eftir að byggingameistarar fóm að láta steypustyrktaijámið ligga yst í mótunum séu líka mörg hver mjög illa farin. Bjami tók fram að það væri aldrei hægt að koma í veg fyrir að micro-sprungur svonefndar kæmu í steypu en það væri ekki vandamál ef jámið væri lagt í mitt mótið. Grafarvogshúsin Bjami Jónsson fullyrti að ekki hefðu verið tekin sýni á bygginga- stað þeirra hús sem til þessa hafa verið byggð í Grafarvogi. Þar væm ffostskemmdimar að byrja að koma í ljós og hann sagðist óttast að ástandið þar ætti eftir að verða al- varlegt. Áð sjálfeögðu er hægt að gera við frostskemmd hús en það er óheyrilega dýrt. Það kostar á bilinu 500 þúsund og upp í eina milljón að gera við frostskemmda útveggi með- aleinbýlishúss. „Það sem fyrst og fremst vantar hér á landi er að byggingameistarar og steypustöðvamar beri fulla ábyrgð á verkum sínum í að minnsta kosti 5 til 10 ár. Ef lög væm um slíkt þá myndi ástandið gjörbreytast. Nú er engin ábyrgð á þessum aðilum og því gerist ekki neitt þótt bent sé á þetta. Ég hélt 18 fyrirlestra um þetta mál í fyrra, samt gerðist ekki neitt fyrr en í ágústmánuði sl. að settar vom reglur um veðrunarþol steypu. Það tók sum sé 5 ár að fá þessa reglu- gerð og á meðan vom steypt upp mannvirki sem liggja nú undir skemmdum," sagði Bjami Jónsson. Áður fyrr bar mun minna á frost- skemmdum í húsum en nú síðari árin. Ástæðuna fyrir þessu sagði Bjami vera þá að hér fyrrum tíðkað- ist að pússa húsin utan. Við það bættist við steypulag sem var nóg til að vama þvi að vatnið næði steypustyrktaijáminu eða kæmist auðveldlega inn um steypusprungur. NÚ aftur á móti er komið í tisku að pússa ekki húsin. Hafa það sem kallað er „sjónsteypa11 og þar með á vatnið svo auðvelda leið inn í steyp- una þar sem veðrunarþolið er svo lítið. Um aleigu fólks að ræða „Við getum ekki talað um þetta eins og hvert annað smámál bara af því að til em leiðir til að gera við húsin. Hér er um mjög stórt mál að ræða, varla minna en þegar alkalí- skemmdimar komu upp. Við erum hér að tala um aleigu hundraða fiöl- skyldna í landinu, íbúðir þeirra. Fyrir flesta er það meira en nóg að þurfa að standa undir afborgunum af lánum þótt ekki bætist við við- gerðir á frostskemmdum upp á hundmð þúsunda. Frostskemmdir sem hægt væri að koma i veg fyrir bara ef ábyrgð væri látin hvíla á þeim sem framleiða steypuna og byggja húsinsagði Bjami Jónsson. Þess má að lokum geta að um þessa helgi fer fi-am hér á landi norr- æn ráðstefna þeirra sem fást við þetta vandamál. Vandamálið er þekkt víðar en á Islandi. Nú munu í uppsiglingu í Danmörku lög sem gera byggingaaðila ábyrga sinna verka í 5 ár. -S.dór Hús Granda hf í örfirsey er illa farið af frostskemmdum og skýrt dæmi um afleiðingar þess að hafa steypustyrktarjárn of utarlega í veggnum. DV-mynd BG Nýleg blokkaríbúð sem er að byrja að skemmast af frostskemmdum. Ryðtaumarnir frá ónýtu járni leka niður veggina og hornin eru að byrja að springa. DV-mynd BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.