Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Blaðsíða 28
40 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987. Andlát Þorlákur Bernharðsson lést 27. janúar sl. Hann fæddist á Hrauni á Ingjaldssandi 2. júlí 1904 og voru foreldrar hans Bernharður Jónsson og Sigríður Finnsdóttir. Eftirlifandi eiginkona Þorláks er Þóra Guð- mundsdóttir. Þeim hjónum varð sex barna auðið. Útför Þorláks verður ferð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Sigurbjörn-Jónsson fyrrum skip- stjóri, Asabraut 1, Sandgerði, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju laug- ardaginn 7. febrúar kl. 11.30. Björgvin Jónsson, Breiðabólsstað, verður jarðsunginn frá Breiðabóls- staðarkirkju í Fljótshb'ð laugardag- inn 7. febrúar kl. 14. Guðbjörg Bjarnadóttir verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju laugardaginn 7. febrúar kl. 13.30. Salbjörg Magnúsdóttir, Vörðustíg 7, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 3. febrúar. Soffia Bjarnadóttir, Öldugötu 53, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. febr- úar kl. 13.30. Árshátíðir Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík Árshátíð félagsins verður haldin laugar- daginn 7. febrúar í Hlégarði og hefst hún kl. 18.45. Aðgöngumiðar verða seldir eins og venjulega hjá Þorgilsi Þorgilssyni, Lækjargötu 6a, sími 19276, kl. 16.00 til 18.00, frá 4. febrúar nk. Sætaferðir verða frá Umferðarmiðstöðinni kl. 18.30 á laug- ardag. Tilkynningar Kvenfélag Bústaðasóknar Kvenfélag Bústaðasóknar heldur aðal- fund mánudag 9. febr. kl. 20.30 í safnaðar- heimili kirkjunnar. Venjuleg aðalfund- arstörf. Bræðrafélag Bústaðasóknar Bræðrafélag Bústaðasóknar heldur fund mánudag 9. febr. í safnaðarheimili kirkjunnar og hefst hann kl. 20.30. Ályktun 1. „Svæðisstjóm málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra átelur harð- lega vinnubrögð menntamálaráð- herra þá er hann vék Sturlu Kristjánssyni úr starfi fræðslu- stjóra. Gjörð ráðherrans gæti haft hinar alvarlegustu afleiðingar í för með sér fyrir þann sem brott- vísun sætti og hefur valdið upplausn í þeim málaflokki sem viðkomandi aðili veitti forstöðu. Fyrrverandi fræðslustjóri átti samkvæmt lögum sæti í Svæðis- stjóm málefna fatlaðra og var þar dyggur talsmaður þeirrar skóla- stefnu er tryggt gæti fötluðum nemendum nauðsynlega þjónustu innan grunnskólaumdæmisins. Um leið og stjómin harmar brottvísun fræðslustjóra, lýsir hún áhyggjum sínum vegna sam- skipta- og samvinnuörðugleika milli fræðsluyfirvalda í Norður- landsumdæmi eystra og starfs- manna menntamálaráðuneytis- ins. Það er von stjórnarinnar að ráðherra beiti sér fyrir því að þama verði breyting á svo tekist geti eðlileg samvinna milli aðila hið fyrsta. 2. í tilefni af ummælum menntamála- ráðherra á Alþingi þann 20. jan. sl. um „að svo snarplega hafi ver- ið leitað að börnum með sérþarfir á Norðurlandi eystra að búið sé að finna helmingi fleiri böm sem þann veg stendur á (um) en í Reykjanesi...“ vill Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra taka fram eftirfarandi: Svæðisstjórn er kunnugt um, að á síðustu árum hefur mat á sér- kennsluþörf í fræðsluumdæminu verið byggt á nákvæmri greiningu einstaklinga sbr. lög nr. 63/1974 um grunnskóla og reglugerð nr. 270/1977 um sérkennslu. Þar kem- ur fram að það er hlutverk sál- fræðinga og annarra sérfræðinga að meta þörf fyrir slíka kennslu. Stjórnin ber fullt traust til starfs- manna fræðsluskrifstofu umdæm- isins og krefst þess að nemendur sem þarfnast sérkennslu að mati þeirra, njóti hennar eins og kveðið er á um í lögum. Ennfremur lítur stjórnin svo á, að ef um óhjá- kvæmilegan niðurskurð frá áætlunum er að ræða, beri starfs- mönnum menntamálaráðuneytis- ins að færa fyrir honum fullgild rök. Að undanförnu hefur komið fram að mat á sérkennsluþörf og úthlutun tímafjölda til hennar er mjög mismunandi eftir fræðslu- umdæmum. Vegna þess telur Svæðisstjóm málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra óhjákvæmi- legt að fram fari gagnger athugun (úttekt) hlutlausra aðila á stöðu sérkennslu í landinu. Slík úttekt miði að því að skýra umgetinn mun á metinni þörf í hinum ein- stöku umdæmum og að jafna aðstöðumun þeirra til að veita lögboðna þjónustu á þessu sviði.“ '"■ líf i i *t ssíÍhP rJa Nýlega var opnuð snyrtlvöruverslunln Tara að Rofabæ 39 (vlð versl. Nóa- tún). í versluninni mun snyrtisérfræðingur veita persónulega ráðgjöf við val á föröunar- og húðsnyrtlvörum, en jafnframt er á boðstólum mlkið úrval af sýnishomum til að auðvelda viöskiptavlnum enn frekar val á vörutegund- um vlö hæfi. Af helstu vörutegundum, sem boðið er upp á, má nefna Clarins, Dior, Max Factor, Gallery og Steiner hárvörur. Auk snyrtivara fæst elnnlg fjölbreytt úrval af skartgripum i verslunlnni. Eigendur verslunarinnar eru Margrét Stef ánsdóttir og Sigurður Jónsson. Nauðungaruppboð á fasteigninhi Torfufelli 44, 4. t.v., þingl. eiandi Ásta Magnúsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 9. febr. 87 kl. 16.30. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. ______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavik. í gærkvöldi Ingimar Eydal tónlistarmaður: „Tónllstín á hug minn allan“ Það eru ríkisfj ölmiðlamir, þá sér- staklega gamla gufuradíóið, sem ég legg hlustir mínar við. Ég leitaði uppi vinsældalista rásar 2 til þess að hljóðrita hann, á sama tíma var ég hlusta á sögu Indriða G. Þor- steinssonar, Símtal yfir flóann. Það er sérsvið Indriða að lýsa lífinu í dreifbýh, einnig piýðislestur Amars Jónssonar gerði til samans enn skemmtilegari sögu. Tónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands undir leiðsögn Jóns Múla upplifði ég í beinni útsendingu frá Ríkisútvarp- inu, þar bar hæst hinn frábæra píanóleikara Dmitri Alexeev. Hann fór á kostum í píanókonsert númer 2 eftir Rakhmaninoff. Á rás 2 var Þorsteinn Eggertsson gestur Ragn- heiðar Davíðsdóttur. Þar lét hann það í ljós að þar fengi hann leið á of mikilli rokktónlist. Þetta má heimfæra á alla tónlistarmenn. Sá Ingimar Eydal. sem hlustar á tónlist þroskast við hlustun, þá er fullkomlega eðlilegt að hann hvfli sig og þreifi fyrir sér á nýjum tónlistarsviðum. Orðum sínum til áréttingar valdi Þorsteinn konsert í a-dúr fyrir klarinett eftir Mozart. Við hlustun fyrsta kaflans hljómaði stef rásar tvö saman við tónlist Mozart sem varð óheyrilega smekklaust, það var ekki komið við kaflaskipti og of seint dregið úr tón- list Mozart. Þetta voru sannarlega klaufaleg og smekklaus vinnubrögð og ólík þeim rásarmönnum. Ef til vill hefúr hér verið um slys að ræða. Dagskrá rásar tvö lauk svo með Rökkurtónum Svavars Gests og Tónlist Charlie Chaplins í umsjá Sigurðar Skúlasonar. Þar var um að ræða tvo bráskemmtilega tónlist- arþætti. Svo sem sjá má átti tónlistin hug minn allan að kvöldi fimmtudagsins 5. febrúar. Auðvitað varð eitt og annað útundan svo sem öll dagskrá Bylgjunnar og allt fréttatengt efhi. En þegar valmöguleikamir eru þrír á öldum ljósvakans verður eðlilega eitthvað útundan. Afmæli 60 ára afmæli á í dag, 6. febrúar, Jón H. Júlíusson, hafnarstjóri í Sand- gerði, Hlíðargötu 43 þar í bæ. Hann hefur átt sæti í hreppsnefndinni og verið oddviti þar. Kona hans er Rósa Jónsdóttir. Þá hefur Jón verið frétta- ritari Morgunblaðsins í Sandgerði um árabil. 70 ára verður á morgun, laugardag- inn 7. febrúar, Gísli Jónsson, Bauganesi 5, Reykjavík, starfsmaður Osta- og smjörsölunnar. Hann og kona hans taka á móti gestum á af- mælisdaginn milli kl. 15 og 19 í félagsheimili Karlakórs Reykjavíkur að Freyjugötu 14, 2. hæð. Svanhildur Ó. Guðjónsdóttir frá Réttarholti í Garði, nú til heimilis í Furugerði 1. Hún verður að heiman í dag. Ýmislegt Kvenfélag Kópavogs heldur fund fimmtudaginn 12. febrúar kl. 20.30 í félagsheimilinu. Að loknum fundar- störfum verður spilað bingó. Vel byrjar síðara misserið Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar islands f Háskólabiói 5. febrúar. Stjómandi: Frank Shipway. Einleikaran Dmitri Alexeev, Martial Narde- au og Reynir Sigurðsson. Efnisskrá: Szymon Kuran: Slnfonla con- sertante; Serge Rachmaninoft Píanó- konsert nr. 2 I c-moll op. 18; Gustav Mahler: Sinfónia nr. 1 I d-dúr. Af þeim verkum Szymonar Kuran, sem áður höföu verið leikin, mátti ráða að hann gjörþekkti eðh hljóm- sveitarinnar. Rómantískt er tónmál hans en jafriframt hreint og tært og laust við óþarfa prjál. í Sinfoniu consertante, sem flutt var á umrædd- um tónleikum og samin er í minn- ingu Dmitris Schostakowitsch, lætur Szymon Kuran einleiksflautu segja sögu. Mál hennar er síðan stutt slög- um pákunnar en hljómsveitin myndar rammann um þessa sögu- menn. Flautuleikur Martials Nardeau bar verkið uppi, látlaus eins og verkið gaf tilefni til, en undrafagur. Reynir Sigurðsson sló pákumar hóglega og af öryggi og hljómsveitin skilaði sínum hluta með sóma. Maskínu- og ýkjupíanistinn sameinaðir í einum Annar Píanókonsert Rachmanin- ofís er eitt alvinsælasta píanóverk sem til er. Hann hefur meðal annars hlotið þá vafasömu frægð að verða poppaður og það löngu áður en menn fundu upp á því gerræði að láta sinfómusveitir poppa klassfltina sér til vinsældaöflunar og fjárhags- legs ávinnings. Þennan margfræga Dmitri Alexeev konsert lék Dmitri Alexeev meö fá- heyrðum glæsibrag. Honum tekst að sameina ofúröryggi maskínupíanist- ans og útþaninn glæsileik ýkjupían- istans sem gefúr lítið fyrir öryggi og því um líkt, heldur leggur allt í túlk- unina. Það eru fáir sem kunna að sameina þannig í einum tvær gjöró- líkar píanistaðgerðir og það gerir Dmitri Alexeev svo einstakan í röð- um glæsipíanistanna. Það lá líka við að áheyrendur klöppuðu þakið af húsinu af fögnuði yfir leik hans - já, og ekki skyldi gleyma framlagi hljómsveitarinnar. Þarf ekki að bíða nein fimmtíu ár Á eftir því sem á undan var gengið heföi sumum nægt að taka eina sin- fóníu af minni gerðinni. Fyrsta Mahler fellur þó ekki í þann flokk. Það veit vonandi á gott, að hljóm- sveitin okkar skuli í annað sinn hafa Mahlersinfóníu á skránni í vet- ur. Það er vissulega kominn tími til að hún fái - og verði líka gert kleift - að takast á við sinfónísk stórverk- efhi frá síðari hluta mtjándu aldar og fyrri hluta þessarar. „Minn tími mun koma,“ sagði Mahler „og sinfó- níur mínar fluttar á viðeigandi hátt þótt það verði ekki fyrr en efitir fimmtíu ár“. Hljómsveitin okkar sýndi það að menn þurfa ekki að bíða nein fimmtíu ár eftir því að hún geri Mahler sómasamleg skil því að það gerði hún hér. Undir frábærri stjóm Franks Shipway, sem meðal annars minnti rækilega í túlkun sinni á tékkneskan uppruna Ma- hlers með því að leika þriðja kaflann (Meistara Jakob í moll) yfirdrifið „alla ceska“, eða öllu heldur eins og bæheimska sveitamúsík, flutti hún Mahler með einstökum glæsibrag. Aðeins í fyrsta kaflanum fannst manni strengimir tæpast nógu þykkir, en annars skiluðu þeir ótrú- lega miklum hljómi. Blásarahljóm- urinn var þéttur og mjúkur, enda vel mannað, einkanlega í blikkinu. Fyrir slíka frammistöðu ætti hljóm- sveitin okkar skilið að fá að ráða strengleikara til að fylla upp í tölu fúllskipaðrar hljómsveitar. EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.