Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987.
45
Hvala-
bindið
hans
Kalla
Er Karl prins i Bretaveldi alfarið
á móti hvalveiðum? Hvernig sem
þvi er varið lét kappinn sig hafa
það aö mæta með bindið á með-
fylgjandi Reutersmynd í æðsta
herklúbbi þjóðarinnar. Þetta
gerðist i fyrradag og var Karl á
staðnum til þess að afhenda
verðlaun hertogans i Cornwall
fyrir bestu mjólkurframleiðslu
landsmanna. Fagurblátt bindið
stal senunni með glæsibrag -
þess skal að lokum getið aö
hvalirnir eru bleikir.
Stuttbuxnatiskan hreif þann skrautgjarna Liberace ekki siður en aðra i kring-
um sjötiu. Staðurinn er Caesars Palace í Las Vegas. Simamynd Reuter.
Liberace látinn
Hneykslunarhellan sívinsæla -
Liberace - er látinn. Þessi heims-
frægi píanóleikari sagði nokkru fyrir
andlát sitt að hann -vildi verða graf-
inn í píanólaga líkkistu og með hring
á hverjum fmgri. Fjöldi aðdáenda
hefur undanfarna daga beðið úti fyr-
ir sjúkrahúsinu þar sem Liberace lá
banaleguna og eftir andlát goðsins
var haft eftir mörgum þeirra að þessi
missir yrði aldrei bættur. I yfirlýs-
ingu frá sjúkrahúsinu segir að
banameinið hafi verið hjartaslag en
mörg erlend rit halda því fram að
Liberace hafi fallið fyrir eyðniplág-
unni miklu.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Hinn tveggja ára gamli Osel Hita þarf ekki að velta starfsvalinu lengi
fyrir sér í framtiðinni. Hann er sagður Lama Yeshe endurborinn. Síma-
mynd Reuter.
Lítill Lama
endurborinn
Nýjasti Lama hins vestræna
heims er aðeins tveggja ára gamall
og heitir Osel Hita. Að sögn búdd-
istans Dalai Lama er drengurinn
Lama Yeshe endurborinn - en
hann var einn helsti kennimaður
búddista á Vesturlöndum. Enginn
vafi leikur á þessu í huga Dalai
Lama þótt móðir drengsins beri að
hún hafi aldrei séð nein slík ein-
kenni á syninum.
Hárreytti systurina
Gleðitíðindin voru kynnt opin-
berlega á blaðamannafundi sem
haldinn var í búddamusterinu í
Madrid. Þar kom snáðinn frétta-
mönnum fyrir sjónir sem ósköp
venjulegur tveggja ára krakki sem
blaðaði í myndabókum og reif í
hárið á systur sinni meðan kynn-
ingin stóð yfir.
Nafnið Osel þýðir skært ljós og
er Osel litli nú bjartasta vonin
meðal búddamunka. Hann var
samdægurs sendur til Katmandu
ásamt foreldrum sínum og fjórum
systkinum þar sem hann mun verða
í læri sem verðandi kennimaður
næstu árin. Tilgangurinn með end-
urkomu Lama Yeshe er að ljúka
verkefnum frá fyrri lífsgöngu og
er vænst mikils af vinnu hans í
framtíðinni. Ein styrkasta sönnun-
in fyrir fyrra lífi drengsins segir
Dalai Lama þá staðreynd að úr
stórum bókahlaða, þar sem ein-
göngu var að finna rit búdda-
munka, nældi snáðinn sér í fræði
Lama Yeshe en lét hinar bækurnar
ósnertar.
Vill vera venjulegur
Foreldrar Osels segja það litlu
skipta hvort sonurinn er venjuleg-
ur drengur eða endurborinn Lama.
börn þurfi alltaf að umgangast með
mikilli virðingu og því verði ein-
göngu það sama uppi á teningnum
varðandi öll börnin. Átta ára bróð-
ir Osels, sem skírður er Yeshe eftir
kennimanninum mikla, sýndi eng-
in öfundarmerki á fundinum þrátt
fyrir að allt snerist um yngri bróð-
urinn. Aðspurður sagðist Yeshe
ekki vilja standa í hans sporum -
vilji bara vera venjulegur svo hann
geti farið þangað sem hann langar
hverju sinni.
Anna í
Astralíu
Anna prinsessa í Bretlandi - systir Karls erfðaprins - er ennþá i Ástraliu.
Þangað kom hún til þess að fylgjast með keppninni um Amerikubikarinn
í siglingum sem lauk með fræknum sigri Kananna. Hún notar tækifærið
og heilsar upp á almenna andfætlinga á staðnum og er meðfylgjandi Reut-
ermynd frá Fremantle í Ástraliu.
Ryan O'Neal
líður aldrei vel þegar hann
þarf að fara að heiman og
skilja sambýliskonuna
Farrah Fawcett Majors eina
eftir heima með soninn
Redmond. Því hefur hann
látið innrétta herbergi í hús-
inu sem ekki er hægt að
opna utan frá eftir að læst
hefur verið að innan. Þar er
nægt súrefni í talsverðan
tíma og matur llka þannig
að Farrah þarf ekki að líða
skort meðan beðið er eftir
aðvífandi aðstoðarmönnum.
Síminn í herberginu er
þannig að ekki er hægt að
aftengja hann með neinum
hætti og því þarf Farrah ein-
ungis að forða sér inn í virkið
með soninn ef gerð er tilraun
til innbrots eða mannráns.
Öryggirherbergið er huggun
harmi gegn en eflaust
óþægilegt að þurfa að búa
við slíka ógn til lengdar.
Linda Evans
þykir kvenleg mjög en hafði
þó karlmennsku til þess að
panta inn karlmannajakkaföt
fyrir átta hundruð þúsund.
Ekki gefið-en hönnuðurinn
var ekki heldur af verrri end-
anum og bjargar það málum
fyrir horn. Dimitri Nújorkari
mun sjá um skraddaraverkið
fyrir bombuna - sem eflaust
mun öllum fegurri þegar i
fatnaðinn er komið.
Joan Collins
er til vandræða í samstarfi
um þessar mundir. Hótanir
eiginmannsins, Peters
Holm, þess efnis að hann
muni skrifa bók um sambúð-
ina við Joan þegar skilnað-
armálið er yfirstaðið skelfa
stjörnuna hressilegar en
nokkur orð fá lýst. Vinnufé-
lagar og framleiðendur
Dynastyþáttanna eru allir af
vilja gerðir til að hjálpa henni
yfir mestu erfiðleikana en nú
þegar hefur það kostað
ómældar fjárfúlgur þegar
Joan fellur saman í grátköst
í miðjum tökum. Allt þarf að
endurvinna og eru menn að
verða langþreyttir á hama-
ganginum sem engan endi
virðist ætla að hafa á næs-
tunni.