Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987. 5 ______________________ Stjómmál Stefnir í fjárhagslegt hrun húsnæðiskerfisins segir Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður „Sú staða sem blasir við núna í húsnæðismálum er að það stefnir í íjárhagslegt hrun húsnæðiskerfisins," sagði Jóhanna Sigurðardóttir alþing- ismaður í samtali við DV. „Miklu fleiri umsóknir hafa borist inn heldur en menn gerðu ráð fyrir. Á fyrstu fjórum mánuðunum, eða frá september til ársloka, bárust fjögur þúsund umsóknir inn. Það eru eingöngu til ráðstöfunar núna á þessu ári 4,3 milljarðar króna. Til þess að fullnægja öllum umsókn- um, sem bárust fyrir áramót, þarf um 6 milljarða króna. Þannig að það vanfi ar, varlega áætlað, 1,5 til 1,7 milljarða króna, til þess að hægt sé að veita þeim lán sem sóttu um fyrir áramót. Meðalbiðtími núna á desemberum- sóknunum er 15 mánuðir. Og flestir þeirra, sem sóttu um í desember, þurfa að bíða fram til ársins 1988. Aðgangað upplýsing- um rræna þjóðaum markaði „Alþingi ályktar að fela utanrík- isráðherra að leita samninga við einhverja Norðurlandaþjóð, eina eða fleiri, um aðgang íslenskra fyr- irtækja að þeim flölbreyttu og markvissu upplýsingum sem þær bjóða fyrirtækjum landa sinna um markaði og markaðsaðstæður í einstökum þjóðlöndum.“ Svo hljóðar tillaga sem þing- menn Kvennalistans hafa lagt fram á Alþingi um upplýsingaöflun um markaðsaðstæður erlendis. „Þar sem íslensk utanríkis- og viðskiptaþjónusta hefúr ekki haft bolmagn tii að safiia og dreifa slík- um upplýsingum hérlendis enn þá þykir flutningsmönnum þessarar tillögu skynsamlegt að leita stuðn- ings hjá frændþjóðum okkar þar til betur horfir í þessum efiium hérlendis,“ segja Kvennalistakon- ur í greinargerð. -KMU Karvel spyr um Landhelgis- gæslu Karvel Pálmason, þingmaður Alþýðuflokksins á Vestfjörðum, hefur lagt fram fyrirspum til dóms- málaráðherra um starfeemi Landhelgisgæslunnar. Fyrirspum- in kemur í framhaldi af gagnrýni á stofhunina eftir flugslysið í Isa- fjarðardjúpi f janúar. Karvel spyr hvað líði störfúm endurskoðunamefiidar um starf- semi Landhelgisgæslunnar, hvort von sé á niðurstöðum af störfiim hennar og þá hvenær. -KMU Ef ekkert verður að gert stefiiir í það núna í árslok að meðalbiðtími verði hátt í tvö ár, eða 22 mánuðir. Það hefúr einnig gerst að það hafa orðið miklar verðhækkanir á fast- eignamarkaðnum. Áætlað er að frá ágústmánuði og ffarn í janúar hafi þær orðið um 30% hér á höfúðborgarsvæð- inu. Það segir okkur, svo ég taki dæmi, að íbúð sem kostaði 2,2 milljónir króna 'í ágúst síðastliðnum kostar núna 2,8 til 2,9 milljónir króna. Hún hefur hækkað um 600 til 700 þúsund krón- ur, sem þýðir að þriðjungur af láni þeirra, sem hafa forgang og eru að fá lén í fyrsta skipti, er búinn að étast upp í verðhækkanir. Útborganir hafa einnig hækkað úr 71% upp í 74%, sem þýðir að íbúðar- kaupandinn í þessu tilfelli þarf að leggja fram 100 þúsund krónum meira en áður,“ sagði Jóhanna. -KMU NISSAIM 5UNNY SIGURHATIÐ Sunny er glæsilegasti sigur Nissan til þessa, enda hefur Sunny fengið stórkostlegar móttökur um allan heim. Sunny 4ra dyra. Sunny 5 dyra. Sunny 3ja dyra. BILASYMNG laugardag og suimudag ld. 14-17 báða dagana Reykvíkingar, komið og fáið kaffi og bragðið á Myllukökum. Dæmi úr okkar Sunny verðlista. NISSAN SUNNY H/B LX1.0.5 dyra. 4 gira.................................346.000,- NISSAN SUNNY H/BIX 1.3,5 dyra, 5 gira.................................371.000,- NISSAN SUNNY H/B SLX1.5.3 dyra, 5 gira................................402.000,- NISSAN SUNNY H/B SLX1.5.5 dyra, 5 gira................................407.000,- NISSAN SUNNY H/B SU1.5,3 dyra, 5 gira, m. vökvastýri..................421.000,- NISSAN SUNNY H/BSLX1.5.5 dyra, 5 gira, m. vökvastýri..................424.000,- NISSAN SUNNY H/B SLX1.5.5 dyra, sjálfsk...............................437.000,- NISSAN SUNNY H/B SLX1.5,5 dyra, sjálfsk., m. vökvastýri...............452.000,- TÖKUM FLESTA NOTAÐA BÍLA UPP í NÝJA. NISSAN SUNNY SEDAN LX 1.3,4 dyra, 5 gíra........................................366.000,- NISSAN SUNNY SEDAN SLX1.5,4 dyra, 5 gira........................................403.000,- NISSAN SUNNY SEDAN SLX1.5,4 dyra, 5 gira, m. vökvastýri.........................421.000,- NISSAN SUNNY SEDAN SLX1.5.4 dyra, sjálfskiptur..................................434.000,- NISSAN SUNNY SEDAN SLX 1.5,4dyra, sjálfskiptur, m. vökvastýri...................448.000,- NISSAN SUNNY WAGON LX 1.5,5 gira................................................435.000,- NISSAN SUNNY COUPE SU1.5.5 gira.................................................476.000,- qr l L INGVAR HELGASON HF Rauðagerði, sími 33560.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.