Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Blaðsíða 36
FRETT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreiíing: Simi 27022 Sæbólsmálið í Hæstarétt Ógildingu héraðsdóms á samn- ingi um innlausn erfðafestu á Sœbólslandinu í Kópavogi verður vísað til Hœstaréttar. Bæjarráð Kópavogs fjallaði um málið í gær og umsögn fyrrverandi bæjarlög- manns, Þórólfs Kristjáns Beck. Sjálfstæðismenn, sem eru í minni- hluta, vísuðu málinu til bæjar- stiómar sem tekur afstöðu til málsmeðferðar á þriðjudaginn. Báðir oddvitar meirihluta Al- þýðubandalags og Alþýðuflokks, Heimir Pálsson og Guðmundur Oddsson, áiíta eðlilegast að feng- inn verði dómur í Hæstarétti. Guðmundur sagði i morgun að fyrrverandi bæjarlögmaður teldi málið eingöngu varða innlausn erfðaleigu á landinu þar sem bær- inn væri eigandi þess. Réttarstaða lóðarhafa væri því ótvíræð og óbreytt þrátt fyrir þennan mála- rekstur. Til greina kemur að leita enn sátta um nýjan innlausnarsamn- ing. Slíkar tilraunir hafa marg- strandað áður og ekkert bendir til þess að þær takist frekar nú. Auk þess þykir málið þannig vaxið að fá verði úrskurð í Hæstarétti. -HERB Vestmannaeyjar: Loðnu- bræðsla í fullum gangi Ómar Garöaissan, DV, Vestmannaeyjum; Loðnubræðsla er nú í fúllum gangi í Vestmannaeyjum og sífellt berst meiri loðna á land. ; Bátamir Bergur og Ómar komu ný- lega inn með fúllfermi. Þá hafa heimabátamir margir hveijir komið inn til að skipta um nætur þar sem loðnan stendur nú grynnra en áður. Þeir sækja einkum út á miðin við Papey. Blóm Opið frá kl. 10-19 alla daga vikunnar. GARÐSHORNÍS Suðurhlíð 35 sími 40500 viö Fossvogskirkjugarðinn. ■C* LOKI Með þessu áframhaldi verður „steypa“ að skammaryrði! Farmannadeilan: Hættir Dagsbrún við samúðarverkfallið? Háværar raddir eru nú uppi meðal hafiiarverkamanna í Dagsbrún um að hætta við boðað samúðarverkfall vegna fannannadeilunnar. Ástæðan er sú að farmönnum var boðin 20% kauphækkun á 17 klukkustunda óformlegum samningafundi sem for- ráðamenn Dagsbrúnar sátu með farmönnum í gær og fyrrinótt en þeir höfnuðu. „Það er ekki hægt fyrir 350 hafnarverkamenn að fara í samúðar- verkfall með mönnum sem hafna boði um 20% kauphækkun," sagði hafiiar- verkamaður i samtali við DV. Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar, sat samninga- fundinn í gær og fyrrinótt. Hann sagði í samtali við DV í morgun að eftir þann fund væri ljóst að deilan væri komin í óleysanlegan harðahnút. „Þetta hvellsprakk um miðjan dag í gær,“ sagði Guðmundur. „Ég hef misst alla von um að hægt sé að semja við þessa menn. Það er alveg sama hvað við teygjum okkur langt, þá heimta þeir bara helmingi meira. Og sannast sagna er ég alveg ráðalaus, ég hef aldrei lent í öðru eins og þessu,“ sagði Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins, í morgun. Hann sagðist ekki vera hlynntur því að leysa deiluna með lögum vegna þess að þá kæmi vandamálið bara aftur upp eftir eitt ár. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Loðnuveiðar eru nú i fullum gangi. Hér eru þeir Sveinn Sveinsson og Smári Guðsteinsson að búa sig i slaginn. DV-mynd Ómar. Veðrið á morgun: veður Á laugardaginn þykknar upp með vaxandi suðaustanátt og fer að hlýna. Rigning þegar líður á daginn, fyrst suðvestanlands. Hiti verður á bilinu -1 til 5 stig. Sjómannafélags Reykjavíkur, sagði að á meðan farmönnum væri aðeins boð- ið jólaföstusamkomulagið væri ekki hægt að ganga að samningum. „í ljósi þess að við fengum á okkur lög í maí í fyrra og þeirra launahækkana sem aðrir launahópar hafa fengið með vinnuhagræðingu, kaffi- og matar- tímabreytingum og fleiru, sem þegar er komið á hjá okkur, þá getum við ekki gengið að þessu tilboði," sagði Guðmundur. -S.dór Hyggjast skrá farskipin öll úti á landi Sú hugmynd hefúr komið upp hjá íslensku skipafélögunum að hætta að skrá skipin i Reykjavík, sem heimahöfn, en skrá þau þess í stað á hinar ýmsu hafiiir úti um land. Ef þetta verður gert munu skipafélögin semja við hin ýmsu sjómannafélög úti um land en ekki Sjómannafélag Reykjavíkur. „Ég veit að þessi hugmynd hefúr komið upp. Ef af þessu verður myndi Sjómannafélag Reykjavík- ur leggjast niður. Við erum innan Sjómannasambandsins og Alþýðu- sambands Islands og þá vaknar sú spuming hvort þessi landssam- bönd ætla að láta það viðgangast að félag sé lagt niður fyrir það eitt að krefjast betri kjara fyrir sína félagsmenn," sagði Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, í morgun. Þessa hugmynd skipafélaganna er ekki hægt að framkvæma með- an á verkfallinu stendur en þau hyggjast reyna þetta þegar því er lokið. -S.dór Formaður fræðsluráðs: Jákvæðari viðbrögð Jón G. Haukæon, DV, Akureyii „Þetta eru jákvæðari viðbrögð en til þessa en ég tjái mig ekkert um bréf Sverris frekar. Það verður fundað í fræðsluráði kl. 14 í dag og þá kemur þetta allt í ljós,“ sagði Þráinn Þóris- son, formaður fræðsluráðs Norður- landsumdæmis eystra, við DV. Heimildir DV herma að í bréfi Sverr- is sé getið um nefiid tveggja manna sem fara eigi í samskipti ráðuneytisins og Sturlu. Sé annar mannanna skipað- ur af menntamálaráðuneytinu en hinn af fræðsluráði. Ennfremur að Sturla fái sex mánaða biðlaun. Þráinn vildi ekkert segja um hvort þetta væri í bréfi Sverris. En voru við- brögð Sverris Hermannssonar já- kvæðari en Þráinn Þórisson átti von á? „Viðbrögðin eru jákvæðari en til þessa en þau eru alls ekki jákvæðari en ég átti von á, nei, alls ekki,“ sagði Þráinn Þórisson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.