Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Blaðsíða 32
44 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987. Sviðsljós Ölyginn sagði... ^ Robin Borg er að verða búinn að sjá all- an heiminn þótt ungur sé að árum. Eftir áramótin var hann í Hong Kong með for- eldrunum Jannike Björling og Birni Borg - og átti þar hug og hjarta innfæddra. Sá stutti skemmti sér konung- lega á öllum leikjum töður- ins og tókst að valda svo miklum usla í áhorfenda- stúkunum að fæstir nær- staddra höfðu rænu á að veita snilldartöktum föðurins á vellinum nokkra minnstu athygli. Koo Stark gerir það ekki endasleppt. Núna segir sagan að ástar- samband hennar við Peter Holm hafi verið dropinn sem fyllti mælinn hjá Joan Coll- ins. Eftir að skilnaðarmálið kom upp á yfirborðið missti fraukan hins vegar endan- lega áhuga á Peter sem situr eftir með sárt ennið og græt- ur kaldlyndi kvenna. Hann fær litla samúð karlgreyið - í það minnsta hjá eiginkon- unni skapstóru sem vill hvorki heyra kappann né sjá það sem bæði eiga eftir ólif- Don Johnson 1 v er nú manna á milli nefndur Prima Donna Johnson. Meðleikendur í Mæami- lögguþáttunum eru löngu búnir að fá yfir sig nóg af sjálfselsku og sjálfumgleði stjörnunnar. Johnson virðir samstarfsmennina ekki við- lits, talar í blaðaviðtölum um þættina sem hans eigið verk og einskis annars - og klikk- ir svo endanlega út með hreint alveg ótrúlegri skap- vonsku á vinnustað. Prima- "donnan hefur svo tekið þá stefnu að forðast Ijósmynd- ara eins og heitan eldinn - svo sem hæfir slíkum stór- mennum - og segja spek- ingarnir að stjarna sexmennisins muni því fara hratt lækkandi í framtíðinni. Gísli á Vatni og hjónin Guðlaug Snæfells og Jens Indriðason Halldóra frá Mosfelli á íslenskum búningi með dalbúa sem því miður reynist ekki unnt að nafngreina. Sigga í Jónstótt og Erna á Grund. Gerður frá Dalsgarði með Einari frá Laxnesi - nú á Litlalandi. Einar er elstur sveitunga en hann nær öldinni á þessu ári. Diddú í Túnfæti og Olafur frá Mosfelli tóku lagið við stórgóðar undirtektir sveitunganna. Þorrablót Dalbúa - innsveitunga í Mosfellssveit - var haldið um síðustu helgi í Hlégarði og var mæting með afbrigðum góð á staðnum. Farið var í leiki, allir sungu með sínu nefi og hin eina sanna sveitastemning ríkti rafta á milli. í Mosfellssveit er sterkur stofn þeirra sem innfæddir teljast - og kenndir eru við bæina svo sem vera ber - sem blandast síðan aðfluttum íbú- um hins venjulega gatnakerfis. Ljósmyndari DV, Ragnar S., lét sig ekki vanta í gleðina og sýna myndirnar að menn kunna upp á sína tíu fingur að blóta þorrann í nágrenni höfuðborgarinnar. Blótað í Dalnum Konur funda um Karítas Spurning getur fætt af sér aðrar spurningar - Karítas Gunnarsdóttir í ræðustól Konur funduðu á Hallveigarstöð- um nýlega og var fundarefnið - Hvers vegna spurði Karítas? Tilefnið var spuming sem Karítas Gunnars- dóttir lagði fyrir Láru V. Júlíus- dóttur, lögfræðing ASÍ, um hversu langur tími færi í heimilistörfin hjá henni dag hvem. Þetta gerðist í sjón- varpsþættinum í takt við tímann og Lára svaraði með annarri spumingu - hvers vegna em karlmenn aldrei spurðir þess sama? Næsta skref var síðan opinn fundur á Hallveigarstöð- um þar sem konur veltu fyrir sér upphaflegu spurningunni og öllum hinum sem hún ýtti af stað í leið- inni. Smáþúfurnar er víst að finna þar sem síst skyldi. DV-mynd Ragnar S.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.