Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Blaðsíða 30
42 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987. SÚ BESTA CROWDED HOUSE - DON'T DREAM IT'S OVER (CAPI- TOL) Nýliðar að vestan sem lofa virkilega góðu, hér með hug- ljúft lag sem er blanda af gömlum og nýjum straumum. Gítarinn er af nýju bandarísku ættinni, skærhljóma, og svo er gamla Hammond orgelið haft í sólóhlutverki. Ansi smekklegt. ÖNNUR MJÖG GÓÐ STYLE COUNCIL - IT DIDN'T MATTER (POLYDOR) Paul Weller og félagar bregðast ekki hvað gæðin varðar en vin- sældirnar eru ekki ýkja viðvar- andi. Hvað um það, þetta er dúndurgott lag, frekar í rólegri kantinum með sterkum soul- keim og skemmtilega grípandi undirspili. NOKKRAR ÞOKKA- LEGAR ARETHA FRANK- LIN & GEORGE MICHAEL - I KNEW YOU WERE WAIT- ING (ARISTA) Meira soul, þetta frá soul- drottningunni Arethu Franklin og soulsmitaða Whamdrengn- um George Michael. Þau passa mjög vel saman og lagið er hið þokkalegasta, melódían gríp- andi og því engin furða þótt lagið sé nú komið á toppinn í Bretlandi eins og sjá má á síð- unni hér hinum megin. DARYL HALL - SOMEONE LIKE YOU (RCA) Það verður ekki af honum Daryl Hall tekið að hann er þrumugóður söngvari og sömu- leiðis nokkuð glúrinn við lagasmíðarnar. Það þarf vart að taka það fram að þetta er á soullínunni, enda hafa Hall og Oates félagi hans löngum verið nokkuð hallir undir þá tónlist- arstefnu. Hé er Hall einn á ferð með rólegt lag með ljúfri undir- melódíu sem grípur. WANG CHUNG - LETS GO (GEFFEN) Byrjunin hljómar einsog Wham sálugu en þó á Wang Chung lítið sem ekkert sameiginlegt með Wham. Þetta er kröftug melódía, dálítið ofhlaðin hljóð- fænun á köflum en vegna danshæfni lagsins gæti það auðveldlega orðið smellur. EIN DÖPUR PETER CETERA - BIG MISTAKE (WB) Það voru orð að sönnu. -SþS- Anita Baker getur allt Svo margir (blakkir) söngfúglar eru nú komnir á stjá í henni Ameríku að áhugamaður um jassaðar kvenraddir uppi á íslandi veit ekki hvar hann á að bera fyrst niður í hlustun. Sam- merkt með þessum stúlkum er að þær virðast ekki einasta gæddar ríkulegum hæfileikum á raddsviðinu, það er geta sungið næstum hvað sem er, heldur eru þær vel með á nótunum á við- skiptasviðinu, velja sjálfar lög, fylgjast með upptökum og vita upp á hár hvemig á að markaðsfæra hljómskíf- ur/kassettur/leysidiska sína. Sem sagt, þær eiga sig sjálfar, minnugar þess sem kom fyrir Billie Holiday og aðrar hæfileikaríkar kynsystur. Natalie Cole var með þeim fyrstu þessara súpersöngkvenna en nú ber einnig mikið á Janet Jackson svo ekki sé talað um Anitu Baker en hljóm- plata hennar er hér einmitt til umræðu. Anita Baker hefur lítið verið í popp- fi"éttum hérlendis þótt fyrsta langskífa hennar, Rapture, hafi verið ofarlega á bestsellerlistum í Bandaríkjunum um langt skeið á árinu 1986. Auk þess varð hún. ofarlega á listum margra poppskríbenta þegar valdar voru bestu skífúr þess árs. Og ekki að ástæðulausu því stúlkan hefur mikla rödd og fagra sem minnir í senn á Arethu Franklin, Billie Holiday, já gott ef ekki sjálfa Ellu, þegar hún bregður á leik með orð, en hefur þó sinn eigin blæ. Samt veit hún gjörla af þessum for- verum sínum og þeini sönghefð sem þær eru sprottnar upp úr. Hún getur sungið eins og engill úr Cole Porter söngleik, svissað svo yfir í grófa og klístraða blúsrödd, þanið sig sálarmegin í tónlistinni eða bara fylgt meginstraumi þægilegrar dægurtón- listar. Á plötu hennar, Rapture, sem er óaðfinnanlega hljóðblönduð og allt það, syngur hún oftast með léttum soul- eða diskótakti, eiginlega allt of oft fyrir minn smekk. Þrjú laganna eru að einhverju eða öllu leyti eftir Anítu sjálfa, ekki þau verstu á plötunni. Vissulega er þetta allt áheyrilegt, einkum túlkun hennar á Sweet Love, og flutningurinn á Caught up in the rapture of love en samt blóðlangar undirritaðan að heyra söngkonuna syngja alvörutónlist. Það gerir hún vonandi á annarri langskífu sinni sem nú er í vinnslu. Eitt er nokkuð víst, Anita Baker á eftir að verða eitt af stóru nöfiiunum í bandarískri dægurtónlist. -ai Paul Young - Between Two Fires Venjulegur maður Paul Young hefúr mátt þola miður góða daga. Eftir útkomu plötunnar No Parlez missti hann til að mynda röddina. Slíkt er ekki heppilegt fyrir vinsælan dægursöngvara. No Parlez var reyndar með glæsi- legri frumraunum tónlistarmanns. 1983 áttu menn vart orð til að lýsa hriftiingu sinni á söng Paul Young enda var hann afar sérstæður. 1 dag hefur Paul Young að nokkru misst þessa sérstöðu. Ef til vill er röddin ekki söm og áður eða kannski hafa tímamir einfaldlega breyst. Sá fersk- leiki sem einkenndi No Parlez er í það minnsta ekki til staðar á nýju plöt- unni, Between Two Fires. Munurinn liggur að mestu í því að nýja platan inniheldur ekki vinsælda- popp. Ótrúlegt en satt. Lögin Come Back and Stay, Love of the Common People og fleiri festu sig á vinsælda- listum og sömu sögu mátti segja um plötuna sjálfa. Young leyfði sér jafii- vel að dubba upp gamla Joy Division lagið Love Will Tear Us Apart. Það var kannski íúlllangt gengið. Á Be- tween Two Fires er aftur á móti fátt um fína drætti. Lögin Wonderland og Some People hafa allavega ekki haft árangur sem erfiði. Og þegar lög tón- listarmanns komast ekki á vinsælda- lista er Bretinn alls ófáanlegur að taka viðkomandi í sátt. Between Two Fires er ekki svo ýkja slæm plata. Young hefur sér til full- tingis nokkra af þeim tónlistarmönn- um sem aðstoðuðu hann á Parlez plötunni, Pino Palladino, Matt Irving, Steve Boltz og fleiri. Gallinn er hins vegar sá að andagiftin í lagasmíðum Young er með allra minnsta móti. Ein- hver lognmolla hvílir yfir þessari plötu sem gerir hana óaðlaðandi, næstum leiðinlega. Kannski stafar það af því að platan var tekin upp á Italíu. Það er skásta afsökun sem hægt er að finna. Af tíu lögum eru aðeins tvö sem hægt er að fella sig við, Some People og A Certain Passion. Annað er því miður heldur þreytu- legt. -ÞJV Police - Every Breath You Take - The Singles Ferillmn á einu bretti Það má segja að Police hafi beðið með það nokkuð lengi að gefa út safn- plötu með sínum vinsælustu lögum því nýjustu lögin á þessari plötu, sem kom út rétt fyrir áramót, eru frá árinu 1983. En kannski er þetta bara gert til að létta aðdáendum lögguliðsins biðina eftir nýrri plötu frá þeim félögum, enda eru margir orðnir býsna langeygðir eftir þeirri plötu. Á þessari safiiplötu er að finna lög af öllum breiðskífum hljómsveitarinn- ar enda eru þær ekki nema fimm talsins og er skiptingin þannig að tvö lög eru af fyrstu plötunni, tvö af þeirri næstu, tvö af þeirri þriðju og þrjú af fjórðu og þijú af fimmtu. Eru þetta jafnframt öll smáskífúlög hljómsveit- arinnar í gegnum árin. Öll eru lögin í upprunalegri útgáfu nema Don’t Stand So Close To Me, sem var hljóðritað uppá nýtt sérstak- lega fyrir þessa plötu. Jafnframt hefur lagið verið útsett uppá nýtt, hægt tölu- vert á því og það fært í nútímalegri búning sem mér firrnst alls ekki fara því vel. Eiginlega skil ég alls ekki til hvers þeir taka þetta eina lag útúr og endurvinna, hvað þá að setja það á safiiplötu sem á að mínu mati að vera heimild um feril hljómsveitarinnar. POPP’ SMÆLKI Sæl nú!. . . Nýlega fundust í Los Angeles áður óþekktar hljómleikaupptökur með The Doors ásamt upptökum af nokkrum lögum sem Jim heitinn Morrison samdi í Paris skömmu fyrir dauða sinn. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað verður gert við þessar upptökur, þvi ráða fyrrum liðsmenn hljómsveitarinnar . . . Útg- áfunni á annarri breiðskífu nýju stórstjörnunnar Whit- ney Houston hefur nú verið frestað um einn mánuö og kemur platan liklega ut i marsmánuöi. . . Einhver töf verður lika á útkomu nýju plötunnar frá Michael Jack- son og eru sögur á kreiki vestanhafs um að hún komi ekki út fyrr en með vorinu. . . Huey Lewis, sá góðkunni rokkari, lék lítils- háttar hlutverk í kvikmynd- inni Back To The Future (Aftur til framtiðar) og líkaði svo vel að hann hefur lýst yfir áhuga sínum á frekari kvikmyndaleik ef réttu til- boðin fást. Hann hefur þó trauðla tíma til kvikmynda- leiks á næstunni þvi hann er upptekinn vegna hljóm- leikahalds lungann úr nýbyrjuðu ári. . . Meira um kvikmyndir. Steven Spiel- berg hafði á dögunum samband við strákana í Engu að síður er mikill fengur að þessari plötu fyrir vini og velunnara löggustrákana, hér er hægt að ganga að öllum þeirra bestu og þekktustu lögum á einu bretti. —SþS— gæludýrabúðinni og falaðist eftir hæfileikum þeirra til notkunar i nýrri kvikmynd sem Spielberg er með á prjónunum. Pet Shop Boys eru annars á kafi þessa dag- ana við upptökur á nýrri breiðskífu sem á að koma út i sumar. . . Þungarokk- ararnir í Kiss eru á leiðinni í hljóðver til að taka upp nýja plötu. . . Gömlu milli- þungarokkararnir REO Speedwagon, sem ekki hef- ur heyrst til um nokkurt skeiö, eru ekki dauðir úr öll- um æðum því ný plata frá þeim kemur út vestanhafs þann níunda febrúar næst- komandi. Og að sögn talsmanns hljómsveitarinn- ar eru þeir i rokkbomsunum á nýju plötunni. . . Það hljóp heldur betur á snærið á dögunum hjá einum liðs- manna The Cult, Biliy Duffy. Hann var beðinn að koma með gítarinn sinn og leika meö i nokkrum lögum á nýju sólóplötunni hans Mick Jag- gers. Billy sló til og stóð sig með þeim ágætum að hon- um var umsvifalaust boðiö að vera meö i hljómsveitinni sem á að bakka Jagger upp. á væntanlegri heimsreisu sem lagt verður í að lokinni plötugerðinni. Billy sá sér hins vegar ekki fært að fara meö en lýsti yfir sérstakri ánægju sinni með að hafa fengið tækifæri til að spila á , plötu með Mick Jagger. . . -SþS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.