Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987. Frjálst.óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverö á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Mál Stefáns Ben. Stefán Benediktsson alþingismaður gerir gagnárás á þá, sem stöðvuðu pólitískan feril hans í nóvember, þeg- ar hann hætti við þátttöku í prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjavík. Hann ræðst í Vökublaðinu á fréttaflutning á Stöð tvö, sem þessu olli. Stefán segir í viðtali við Vökublaðið, að hann telji deginum ljósara, að með þessum fréttaflutningi Stöðvar tvö hafi ekki verið þjónað sannleiksfýsn eða réttlætis- þorsta stöðvarmanna, heldur hafi fréttin verið innlegg Páls Magnússonar fréttastjóra í prófkjörsslag Alþýðu- flokksins. Páll er sonur Magnúsar H. Magnússonar, frambjóðanda á Suðurlandi og fyrrum ráðherra og vara- formanns Alþýðuflokksins. Sumir töldu, að Páll tæki við af föður sínum nú sem frambjóðandi Alþýðuflokks- ins í Suðurlandskjördæmi. Svo varð ekki, en gæti vel orðið síðar. Páll sagði þó í samtali við DV, að hann hefði aldrei haft nein tengsl við Alþýðuflokkinn nema hvað faðir hans hefði setið á þingi. Stefán Benediktsson segir í Vökublaðinu, að hann viti, að Páll Magnússon hafi haft mikinn áhuga á umræddri frétt og staðið í stöðugu sambandi við Jón Baldvin Hannibalsson þá daga, sem fréttin hafi verið unnin. Stefán virðist gefa í skyn, að Jón Baldvin hafi verið sér andsnúinn í málinu. Stefán ákvað í kjölfar upplýsinga um umdeilanlega meðferð á fjármunum Bandalags jafnaðarmanna að hætta við framboð. Fréttin birtist fyrst á Stöð tvö, og Stefán tók strax afleiðingunum. Víst er óvanalegt, að menn nálægt toppnum telji sig bera einhverja ábyrgð á mistökum sínum. Stefán var ekki sakaður um neitt refsi- vert. En upplýsingarnar voru þess eðlis, að hann gerði rétt í að hætta fremur en standa í vafasömum deilum um málið. Ekki verður um sakazt, þótt Stöð tvö hafi birt þessa frétt, úr því að sjónvarpsstöðin hafði upplýs- ingarnar. En sitthvað er gruggugt í því máli, hvernig staðið var að falli Stefáns Benediktssonar. Eins og alþjóð er kunnugt, höfðu þrír þingmenn Bandalags jafnaðarmanna gengið til liðs við Alþýðu- flokkinn og einn í Sjálfstæðisflokkinn. Bandalag jafnaðarmanna hafði skyndiléga misst alla sína þing- menn, þar sem þingmennirnir sátu áfram og varamenn tóku ekki við. Það athæfi var löglegt en siðlaust. For- maður Alþýðuflokksins fagnaði þeim félögum á lands- fundi í Hveragerði. Ekki er vitað um, að neitt samkomulag hafi verið gert, sem tryggði framtíð þing- manna þessara á þingi eða sæti ofarlega á listum Alþýðuflokksins. En Stefán Benediktsson mun hafa gert sér vonir um þriðja sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík, á eftir Jóni Baldvin og Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Þannig hefði Stefán getað haldið þingsæti. Annað vakti fyrir Jóni Baldvin. Hann hugsaði sér Jón Sigurðsson, forstöðumann Þjóðhagsstofnunar, í fyrsta sæti. Svo varð, og Jón Baldvin fór í þriðja sætið. Stefán Benediktsson hafði þá vonir um fjórða sætið, sem gæti orðið þingsæti. Jón Baldvin spáði öðruvísi og vildi fá Láru V. Júlíusdóttur, lögfræðing Alþýðusambands- ins, í það sæti. Til mikils var því að vinna fyrir formann- inn, að Stefán Benediktsson viki. Ásakanirnar á Stefán Benediktsson komu því á bezta tíma fyrir formanninn. Þessar upplýsingar „láku“ í ýmsar áttir, en Stöð tvö varð fyrst til að telja sig hafa nóg gögn í höndum til birtingar. Líkur benda til, að það sé rétt, sem Stefán segir, að lekinn hafi verið innlegg í baráttuna um skipan alþýðuflokkslistans. Haukur Helgason. „Vinstri sósíalistar hafna alfarið samstjóm með íhaldsflokkum á borð við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn." Bjoða vinstri sósíalistar fram? Ráðste&ia vinstri sósíalista fyrir viku, þar sem fjallað var um hugsan- legt framboð þeirra í næstu alþingis- kosningum, hefur vakið margar spumingar sem ég ætla að reyna að svara hér í stuttu máli. Af fréttaflutningnum frá ráðstefii- unni hafa margir ályktað að þegar væri ákveðið að bjóða fram. Þetta er ekki rétt. Ákvörðun hefur ekki verið tekin. Á ráðstefnunni lagði stjóm Vinstri sósíalista fram drög að kosninga- steínuskrá, n.t.t. þau stefnuatriði, sem samtökin mun leggja meginá- herslu á í kosningabaráttu og á þingi. Um þessi drög var lítið rætt enda ekki teljandi ágreiningur um þau. Það sem ágreiningur var um var hvort samtökin væm nógu sterk skipulagslega til að geta boðið fram með árangri. Þ.e.a.s. hvort þau hefðu bolmagn til að koma máli sínu það rækilega á framfæri í kosningabar- áttu að nægði til að koma mönnum á þing. Állir vom sammála um að Vinstri sósíalistar fæm ekki í framboð nema það væri metið sem raunhæfur möguleiki að ná þingsætum. Við höfum ekki áhuga á framboði til þess eins að kynna stefnu okkar í kosningabaráttu eins og einkenndi framboð t.d. Fylkingarinnar og fleiri vinstri samtaka hér áður. Við höfum nóg með tímann að gera og fjöldi annarra mikilvægra pólitískra verk- efna bíður. Hvaða tilgangi þjónar fram- boð? Þjóðmálaþróun síðustu ára hefur einkennst af þungri sókn auðstéttar- innar og Sjálfstæðisflokksins á hendur alþýðu manna og hagsmun- um hennar. Þessi sókn birtist nú í vaxandi fruntaskap gagnvart verka- lýðshreyfingunni og samningsrétti hennar, árásum á félagslegt jafri- rétti. Þeir sem vilja gera hémámið eilíft færa sig stöðugt upp á skaftið. Framboð Vinstri sósíalista og þingseta er til að skapa mótvægi gegn þessu undanhaldi. Stjómarandstaðan hefúr verið óhæf. Afturhaldssömustu ríkisstjóm sem hér hefúr nokkum tíma setið hefúr haldist það uppi í heilt kjör- tímabil að rífa niður umsamin laun láglaunafólks, að skapa eigin launa- mynstur sem felur í sér rneiri launamun en áður hefur þekkst hér, að banna hvert verkfallið á fætur öðm svo það fer að verða álitamál hversu raunverulegur þessi réttur er. Fulltrúar bandarískra hagsmuna í íslensku þjóðfélagi hafa unnið hvem sigurinn á fætur öðrum í við- leitni sinni til að festa bandarískt hemám í sessi. Meðan þessu hefur farið fram hef- Kjallaiinn Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur ur annar stjómarandstöðuflokkur- inn, Alþýðuflokkurinn, verið að dunda sér við það að reyna að vinna fylgi af Sjálfetæðisflokknum með því að þykjast vera jafnvel enn meira íhald en íhaldið sjálft. Flokkurinn vill ólmur í stjóm með Sjálfstæðis- flokknum að því er virðist til að hægt verði að útfæra núverandi stjómarstefriu enn betur. Alþýðubandalagið hefur ekki verið miklu skárri stjómarandstöðuflokk- ur. Það heldur að formi til í talsvert af gömlu stefnunni, svona til að sós- íalistar og herámsandstæðingar gefi þá nú ekki alveg upp á bátinn. En þó er þeim miklu mikilvægara að sníða þann veg utan af stefnu sinni að þeir verði taldir gjaldgengir í hvaða ríkisstjóm sem er, og „engar útúrborur í nútímanum". Alþýðu- bandalagið hefur í raun valið sömu leið og hinn stjómarandstöðuflokk- urinn að laga sig að ríkjandi ástandi og ná sér í atkvæði þá leiðina í stað þess að berjast fyrir breytingum. Þeir launþegahópar sem risið hafa upp til baráttu gegn launastefriu rík- isstjómarinnar hafa lítið gagn getað haft af þessum flokkum báðum. Þar má nefiia BSRB-verkfallið ’84 o.fl. Þessir flokkar hafa beinlínis leitt heildarsamtökin til hverra undan- sláttarsamninganna á fætur öðrum. Aðferð Vinstri sósíalista á þingi Allt þingmennskustarf Vinstri sós- íalista mun byggjast á því mati að þungamiðja þjóðmálabaráttunnar er alls staðar þar sem til átaka kemur milli liöfuðstétta þjóðfélagsins, ekki bara þinghúsið. Auk tillöguflutnings munu Vinstri sósíahstar nýta aðstöðuna á þingi til að hlúa að og efla baráttu fram- farasinnaðra hreyfinga í þjóðfélag- inu, til að fylgja fjöldabaráttu eftir á þingi. Þeir munu nýta þá mögu- leika sem þingmenn hafa til upplýs- ingaöflunar og afhjúpunar og koma því áleiðis til almennings. Vinstri sósíalistar hafiia alfarið samstjóm með íhaldsflokkum á borð við Sjálfetæðisfl. og Framsókn og þurfa því ekki að fara varlega í að gagmýna þá eða afhjúpa upp á að komast með þeim í stjóm. Það er ekki vafi á því að þing- mennska Vinstri sósíalista mundi gerbreyta þjóðmálaumræðu hér á landi, og mundi breyta til batnaðar stöðu alþýðu manna til að bæta sinn hag, hvort sem varðar launakjör eða í því að grafa undan hemámshugar- farinu. Vinstri sósíalistar eru lítt skipulagðir ennþá Vinstri sósíalistar em enn að mestu leyti bara hugmynd. Það er hug- myndin um sameiningu í eina yfir- grípandi þjóðmálahreyfingu alla þá sem í verkalýðsfélögum og ýmsum öðrum hreyfingum hafa haldið á lofti stéttabaráttustefnu, sósíalískum hugmyndum og hemámsandstöðu. Samtökin starfa þegar í nokkrum hópum sem ráða ráðum sínum og hafa þegar sannað tilverurétt sinn. En þau eiga ekkert málgagn ennþá, ekki einu sinni skrifetofú. Við gerum okkur grein fyrir því að til að brjótast með stefhu okkar og málflutning upp á yfirborðið þarf bæði mikla peninga og mikinn mannafla. Það er þetta sem við erum í vafa um að við höfum nægilega mikið af. Það er mat okkar, eins og fyrr er sagt, að það sé ekki þess virði að fara í framboð upp á annað en þing- sæti því með framboði mundum við verða að vanrækja fjölmörg önnur verkefni sem við erum að starfa að. Núna erum við að þreifa fyrir okkur um hvort efnislegur og skipulagsleg- ur styrkur okkar geti nægt til að reka sigurstranglega kosningabar- áttu. Ákvörðun um framboð eða ekki framborð verður tekin um miðj- an þennan mánuð út frá þeim þreif- ingum. Ragnar Stefánsson „Samtökin starfa þegar í nokkrum hópum sem ráða ráðum sínum og hafa þegar sann- að tilverurétt sinn.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.