Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987. 15 Faraldursfræði og siðfræði í umræðu um eyðni Umræðan um eyðni tekur á sig ýmsar myndir í fréttamiðlum. Nýjast er tillaga borgarlæknis að móteína- mæla alla íslendinga. Hefrur hún vakið töluverða athygli og deilur og eins og sjá má í lesendabréfum sumra dagblaða eru siðfræðilegar spum- mgar- allt í einu orðnar ágengar. Þessi grein er innlegg í þá umræðu. Ég legg út af orðum borgarlæknis, Skúla Johnsen, í útvarpsþætti nýve- rið og ummælum sem höfð eru eftir prófessor Margréti Guðnadóttur í DV 29. janúar. Næmni (sensitivity) bestu Elísu- prófa á mótefnum gegn eyðniveir- unni HTLV III, sem auglýst eru á markaði í dag, er 100%. Næmni prófs er mæld þannig að einstaklingum, sem örugglega hafa sjúkdóminn, er gefið prófið og metið hlutfall þeirra sem svara jákvætt. Sérhæfiii (specificity) bestu prófa á mótefnum gegn HTLV III, sem á markaði eru, er 99,7 til 99,85%. Sér- hæfrii prófs er mæld þannig að alheilbrigðum einstaklingum er gef- ið prófið og metið hlutfall þeirra sem svara neikvætt. Niðurstöður prófana Lítum nú á niðurstöðu prófana ef allir íslendingar yrðu mótefnamæld- ir, þ.e. ef tillögu borgarlæknis yrði hrint í framkvæmd. Gerum ráð fyrir að notað yrði próf með 100% næmni og 99,7% sérhæfni. Væntanlegar niðurstöðumar eru settar fram í töfl- unni. Islendingar eru um 240.000 og um 300 þeirra álitnir sýktir eyðni- veiru og því 239.700 ósýktir. Þar sem næmni prófsins er 100% finnast allir KjaJIaiim imir kalla vestræna snýtu (westem blotting) nær ekki að útloka alla falskt jákvæða. ekki hafa myndað mótefhi. Meðal sýktra yrðu því nokkrir sem svömðu neikvætt á prófi og því falskt nei- Fjöldi með Fjöldi án Alls eyðni eyðni Svarajákvætt 300 719 1.019 Svara neikvætt 0 238.981 238.981 Alls 300 239.700 240.000 Einar Arnason dósent i þróunarfræði Aldrei svo næm í raun Spágildi prófsins er hlutfall sýktra meðal allra jákvæðra. I þessu tilfelli yrði spágildið 300/1019 = 0,294 eða um 30% og 719/1019 = 0,706 eða um 70% þeirra sem svara jákvætt væm alheilbrigðir. Með öðrum orðum að mikill meirihluti þeirra sem svara „Ef tíðni sjúkdóms eykst þannig að hann verður að faraldri eins og berklar voru hér á landi fyrir nokkrum áratugum eru flestir jákvæðir raunverulega sýktir.u sýktu einstaklingamir 300 talsins (taflan). Af 239.700 ósýktum ein- staklingum mun 238.981 verða neikvæður á prófinu (99,7% eða sér- hæfrii prófsins) og 719 em jákvæðir (taflan); þessir em falskt jákvæðir. Endurtekin próf meðal jákvæðra breyta þessu ekki því þessir einstakl- ingar svara jákvætt af einhverri ástæðu annarri en að þeir séu sýktir HTLV m. Jafnvel það sem fagmenn- jákvætt em falskt jákvæðir. I DV 29. janúar er haft eftir prófessor Margréti Guðnadóttur að engir falskt jákvæðir verði. Ef rétt er eftir haft væri gaman ef prófessor Margr- ét upplýsti hvemig sérhæfrii prófs er gerð 100%. Þótt framleiðendur auglýsi 100% næmni prófa em þau aldrei svo næm í raun. Ólíklegt er t.d. að prófin finni nýsýkta einstaklinga sem lítt eða kvæðir. Núllið í töflunni er því ekki raunhæft. Siðfræðilegur vandi í framhaldi af þessu finnst mér rétt að hnýta aftan í ummæli borgar- læknis sem ég heyrði í útvarpsþætti á einhverri rásinni nýlega. Ummæl- in vom eitthvað á þá leið að vandamál í sambandi við falskt já- kvæða svörun væri að minnka þvi prófin yrðu stöðugt betri og betri. Ég skildi ummælin svo að vandamál- ið væri einungis tæknilegs eðlis. Ef tækninni fleygði fram væri vanda- málið úr sögunni. Þetta er svo sem rétt, svo langt sem það nær. En það nær alltof skammt. Það sem að mínu viti vantar á ummæli læknisins snýst á veigamikinn hátt um siðfræðilegan vanda í þessu máli. Falskt jákvæð svör valda siðfræði- legum vanda þegar ákveðið er að setja hömlur á jákvæða einstakl- inga. Á að hindra kynlíf allra jákvæðra, á að neita þeim um að- gang að sundlaugum, á að neita þeim um að gefa blóð o.s.frv.? Fyrir hvem einn einstakling, sem blóðbanka- stjórinn okkar með réttu hafiiar sem blóðgjafa, hafnar hann tveimur að ósekju samkvæmt ofangreindum tölum. Að hafiia eða setja hömlur á sak- lausa er siðfræðilegt vandamál; réttarvitund okkar er slík. I morð- máli t.d. viljum við frekar hafa morðingja lausan en saklausan mann í fangelsi. Sama réttarvitund gildir væntanlega um eyðni. Stofnfræðileg eða faraldurs- fræðileg Að hvaða leyti gengu orð borgar- læknis of skammt? Spumingin um fjölda falskt jákvæðra er ekki ein- ungis spuming um nýja og betri tækni (ný og betri skynpróf) nema hið ótrúlega takist að 100% sérhæfhi náist. Spumingin er fyrst og fremst stofnfræðileg eða faraldursfræðileg. Tíðni sjúkdómsins skiptir megin- máli. Ef sjúkdómur er mjög sjaldgæf- ur (eins og raunin er um eyðni) em flestir jákvæðir falskt jákvæðir (um 70% í töflunni). í slíkum tilfellum er umræða um siðfræði hávær. Ef tíðni sjúkdóms eykst þannig að hann verður að faraldri eins og berklar vom hér á landi fyrir nokkrum ára- tugum em flestir jákvæðir raun- vemlega sýktir. I því tilfelli er umræða um siðfræði vegna falskt jákvæðra svara lúxus. Lúxus, sem jafnvel falskt jákvæðir veita sér ekki því þeir verða líklega jákvæðir fyrir alvöm daginn eftir. Dæmi nú hver fyrir sig hvort að- gerðir, sem viðhafðar vom gegn berklum (t.d. farsóttarlög), séu góð forskrift aðgerða gegn eyðni eins og borgarlæknir lætur í veðri vaka. Einar Árnason Af litlu frumvarpi um tiyggingamál Lítið frumvarp og fer ekki hátt er til meðferðar í Alþingi nú og ef ríkis- stjóm stöðvar ekki öll mál okkar í andstöðunni, s.s. greinileg tilhneig- ing er til, þá ætti þetta frumvarp að eiga vísan framgang. Lítið frumvarp, en þýðingarlítið er það ekki. Hér er um að ræða fjölg- un í tryggingaráði um tvo fulltrúa til viðbótar þeim fimm þingkjömum fulltrúum er þar sitja nú. Þessir fúll- trúar yrðu frá annars vegar Öryrkja- bandalaginu og hins vegar landssamtökunum Þroskahjálp, þ.e. þeim aðilum sem mest eiga sam- skipti við Tryggingastofhun ríkisins og eiga þar mestra hagsmuna að gæta ásamt öldruðum. í greinargerð frumvarpsins er sú nauðsyn einnig rædd að fulltrúar aldraðra komi þama inn en það vefet fyrir flutningsmanni, hver ætti að tilnefiia þann fulltrúa. Eflaust er það unnt og þá sjálfeagt að koma fulltrúa aldraðra þar að. Ekki um vantraust að ræða Skýrt skal fram tekið, eins og áður hefúr komið fram, m.a. í sjónvarps- viðtali, að í engu er hér um vantraust að ræða á núverandi fulltrúa trygg- ingaráð s sem óhætt mun að segja að freisti þess í hvívetna að leysa mál af sanngimi og réttsýni. Ekki er heldur um að ræða van- traust á starfefólk þessarar viðam- iklu stofnunar þvi þar þekki ég af eigin raun marga ágæta starfekrafta og veit að þar er reynt að greiða úr málum og gera þeim sem farsælust skil. Ég hefi hins vegar heyrt raddir sem hafa talið frumvarpið að hluta til vanstrauststillögu og því er þetta tekið fram hér. En hvað sem líður hæfni og góðum vilja, bæði tryggingaráðsmanna og starfsfólks Tryggingastofnunar, þá KjaUaiinn Helgi Seljan alþingismaður fyrlr Alþýðubandalagið er vitað að mörg eru álitaefnin og viðkvæm, vandmeðfarin mál á hverju strái, ef svo má segja, mál sem þarf og á að leysa á þann veg að hinn mannlegi þáttur sé farsællega í fyrirrúmi og sönn samhjálparsjón- armið séu ævinlega í öndvegi. Liggur undir gagnrýni Án þess að um það sé efast, þá fer ekki milli mála að þessir aðilar, sem lagt er til að komi hér að málum, eru gjörkunnugir þessum þáttum, þeir brenna oftast á eigin skinni og víðfeðm þekking og næmur skilning- ur þeirra kæmu hér að góðu haldi, yrði tryggingaráði og Trygginga- stofiiun ómetanleg til ráðgjafar og aðstoðar í fjölmörgum atriðum. Það er líka knýjandi nauðsyn að milli þessara aðila og Trygginga- stofnunar ríki gagnkvæmt traust og góður trúnaður og ótvírætt að þessi skipan mála mundi tryggja það enn betur en nú er. Mér er líka um það fullkunnugt að starfsfólk Trygg- ingastofriunar er þessu mjög hlynnt því oft liggur það undir gagnrýni og henni mjög oft ósanngjarnri. Hvergi er áreiðanlega um eins mörg gagnrýnisatriði að ræða þar sem ekki er framkvæmd um að kenna heldur beinum annmörkum í lagagerð eða reglugerðarsetningu enda tvímælalaust orðin hin brýn- asta nauðsyn að taka alla trygginga- löggjöfina til endurskoðunar, sér í lagi með tilliti til útfærsluatriða ýmiss konar, að ekki sé minnzt á mörg réttlætisatriði sem þarf að koma heilum í höfn. En það er að vísu stærra og viða- meira mál en svo að því verði gerð skil hér. Fulltrúar öryrkja og aldr- aðra mundu einnig í nýju trygging- aráð i án efa koma með ýmislegt inn á þann vettvang, sem kæmi bótaþeg- um til góða, auðveldaði þeim að vita um og ganga að réttindum sínum þrátt fyrir góða upplýsingastarfeemi nú þegar og þeir yrðu tengiliðir milli stofiiunar og bótaþega sem báðum yrði mjög til góðs. Þröng túlkun Ég sagði áðan að ýmis gagnrýnis- atriði væru annmörkum í lagasetn- ingu og reglugerðarsetningu að kenna en um sumt gilda reglur er tryggingaráð setur og þar væri án efa hollt og gott að þessir fulltrúar hefðu bein og ótvíræð áhrif. Sem dæmi nefrii ég reglur sem ég hefi aldrei verið sáttur við en þær gilda um ferðir fólks á fund sérfræðinga hingað suður og verða að vera þrjár á vissum tíma til að þær fáist endur- greiddar. Þegar ég flutti um þetta frumvarp á sínum tíma þá flaug mér aldrei slík þrenging í hug en þegar stjóm- arfrumvarp var svo samþykkt í sömu vem síðar, (því auðvitað mátti ekki samþykkja frumvarp frá stjómar- andstöðuþingmanni um slíkt mál) þá var það lagt í vald tryggingaráðs að ákveða framkvæmdina. Gagn- stætt venju hefi ég ævinlega verið ósáttur við þessa þröngu túlkun, túlkun sem nálgast að vera andstæð anda laganna. Ég held að þetta hefði vart orðið svo ef fulltrúar þessara samtaka hefðu mátt hafa sín áhrif, vitandi betur en flestir aðrir um þennan gífurlega aukakostnað sem fólk verður fyrir og samfélaginu er skylt að taka þátt í. Hins vegar leiðir þetta allt hugann að öðm sem áðan var drepið á. Fræðslu til fólks Þó gott átak hafi verið gert í upp- lýsingamiðlun til fólks um rétt þess og réttindi, þá verð ég oft átakanlega var við það hversu ófiótt fólk er og alltof óvitandi um sjálfcagðan og augljósán rétt sinn. Það hefur lengi verið mín skoðun, byggð á langri reynslu, að eitthvert biýnasta úrbótaefiúð, sem þarft væri að leysa, lúti að upplýsingagjöf og ,,..ég verð oft átakaniega var við það hversu ófrótt fólk er og alltof - óafvitandi um sjálfsagðan og aug- Ijósan rétt sinn.“ fræðslu til fólks, einkum úti um dreifðar byggðir landsins. Það væri þarft að ráða í hverju kjördæmi upplýsingafulltrúa, sem ferðaðist um og veitti aðstoð og leið- beiningar, tengilið milli fólks og tiyggingaumboða. Mörg verkefni fleiri mættu koma inn í þetta starf en athugun á kjörum og aðstæðum aldraðra og öryrkja væri hin sjálf- sagðasta í leiðinni. Alla vega er ljóst að af æmu er að taka. Þannig mætti halda áfram utan enda. En þetta litla frumvarp, sem nú er til meðferðar í þinginu, er eitt af fjölmörgum skrefum sem taka þarf í tiyggingamálum. Það horfir til betri tengsla og virk- ara samstarfe milh aðila og á að geta orðið öllum til góðs ef rétt er á haldið, eytt tortryggni og óþarfri gagnrýni og bætt samskipti öll því alltaf má betur gera. Til þess eins horfir þetta Utla en þýðingarmikla frumvarp. Helgi Seljan „Það er líka knýjandi nauðsyn að milli þessara aðila og Tryggingastofnunar ríki gagnkvæmt traust og góður trúnaður.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.