Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Blaðsíða 12
12 Neytendur Aðalheiður Auðunsdóttir heimilisfræðikennari er þama að sýna nemendum sínum ýsuflak sem stendur til að matreiða snarlega. FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987. Verið er að ná sér í ýsufalk sem á svo eftir að roðfletta. „Þú vaskar upp og sleppur ekki við það“ - IHið í heimilisfræðitíma í Seljaskóla Ofnsteikt ýsa og hrásalat Aðalheiður var að kenna unglingum úr 7. bekk þegar við komum, fara yfir matseðil dagsins. Krakkamir áttu að matreiða ýsuflak í ofni með soðnum kartöflum og hrásalati og baka sóta- köku. Hluti bamanna matreiðir og hluti bakar, svo að allir fái að gera hvorttveggja. Þessir krakkar, sem nú vom að matreiða ýsuflakið og baka sótakökuna byrjuðu í heimilisfræðun- um um áramótin og fá einn morgun í viku í þessum nauðsynlegu fræðum fram til vors. Vantar húsnæði fyrir yngstu krakkana „Þetta er alltof lítill tími íyrir þau. Svo er alltaf verið að klípa af tímanum til þess að reyna að koma yngri bekkj- unum að. Nemendur í 1. til 6. bekk eiga að fá heimihsfræðikennslu en það vantar húsnæði fyrir þá. Það er í raun- inni synd að þeir skuli ekki fá neina tilsögn, því það er svo gott að ná til þeirra sem yngri eru,“ sagði Aðal- heiður. „Bömunum er kennt um hollustu fæðunnar og því yngri sem bömin em „Við reynum að fræða um innkaupin, t.d. fjallaði ég rækilega um innkaup á fiski, hvað ber að forðast í fiskbúðinni og hvemig gott hráefni eigi að líta út,“ sagði Aðalheiður Auðunsdóttir, heimilisfræðikennari í Seljaskóla, er við litum inn í kennslustund hjá henni á miðvikudagsmorgun. Aðalheiður sýnir áhugasömum nemanda hvernig á að bera sig til við aö roð- fletta og það gengur mjög vel hjá honum eftir leiðbeiningamar. því auðveldara er að ná til þeirra og því meiri árangur næst. Hvað varðar vörufræði reynum við að kenna nemendunum hvemig þeir eiga að velja ávexti og grænmeti og fleira í þeim dúr,“ sagði Aðalheiður. Ekki em þó tök á því að fara með nemenduma í innkaupaleiðangur í Úrval FEBRÚARHEFTIÐ ER KOMIÐ - MEÐ ÚRVALSEFNI EINS OG VENJULEGA ÞORPIÐ SEM ÞEGIR Ironana er lítið þorp á Madagaskar norðanverðri. Þar hafa þorpsbúar tamið sér að tala ekki - en kunna það þó. Og meira að segja dýrin þeirra hafa einnig til- einkað sér þögnina og hafið úti fyrir er hljóðlátt og kyrrt. ALLT SEM KONUR VIUA VITA UM KYNLÍF í síðasta hefi var fyrri hluti greinar með þessu heiti eftir hinn fræga lækni, David Reuben. Hér leitast hann við að svara nokkrum grundvallarspurningum um mál- efni sem alla snertir og allir hafa áhuga á. Þetta er síðari hluti greinarinnar. HVER ER HEILBRIGÐISVÍSITALA ÞÍN? Hér geta menn prófað sjálfa sig og kannað hversu líklegt það er að þeir haldi heilbrigði sinni og velferð fram eftir árunum. Það eina sem menn þurfa að gera er að svara prófinu samviskusamlega - og ekki gægjast í svörin fyrr en að prófinu loknu. ÞEGAR JÖRÐIN GLEYPTI CHRIS Tæplega tveggja ára drengur féll ofan í borholu sem átti að vera búið að loka vandlega. Þar sat hann fastur í þröngri holu á þriggja metra dýpi. Það var kapp- hlaup við tlmann og vatnsaga í holunni hvort tækist að ná honum ósködduðum í tæka tíð. FROSIN FÓSTUR: ENN EITT SVAR VIÐ ÓFRJÓSEMI Lífeðlisfræðileg læknisstörf hafa skapað ótrúlega möguleika, en afleiðingam- ar hafa ekki verið kannaðar til fulls, segir læknirinn sem fyrstur frysti frjóvgað konuegg til þess að þíða síðar og koma fyrir í líkama hennar. GLITRANDI FRELSISDAGAR í UNGVERJALANDI Á liðnu hausti voru þrjátlu ár síðan Ungverjar þyrptust út á götur Búdapest og börðust við sovéska skriðdreka með berum höndum og heimagerðum sprengj- um. Uppreisnin var kveðin niður með sovéskri slægð og vopnavaldi. En frelsis- andinn lifir áfram. Úrval ÞÚ VERÐUR AÐ LESA ÞAÐ. KAUPTU ÞAÐ Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ - NÚNA!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.