Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Blaðsíða 26
38 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987. Menning í Demantahúsi TVeggja karata viðtal við Stefán B. Stefánsson gullsmið, hönnuð Menningarverðlaunagrápa DV Þess vegna hef ég haft ánægju af þvi að smíða kirkjugripi því þar hef- ur maður áþreifanleg og mögnuð tákn til að leggja út af og má nota til þess stór form. Lára er hins vegar meira fyrir frjálsleg og opin form í sínu skarti.“ Hvað finnst Stefáni um stöðu skartgripasmíði á íslandi í dag? „Við höfum verið allt of íhaldssamir allt of lengi í þessari grein. Skart- gripagerð á landinu var í tiltölulega fostum skorðum fiá síðari heims- styrjöld og alveg fram á sjöunda áratuginn þegar ný kynslóð vel menntaðra og drífandi gullsmiða kom að utan með ný og fersk viðhorf. í dag gætum við hæglega telft fram góðu landsliði í skartgripasmíði. Fyrst í stað vorum við mikið undir áhrifum frænda okkar á Norður- löndum, en nú hugsa ég að við séum komnir nær þjóðum eins og Þjóð- verjum og Svisslendingum í skarti, sem lýsir sér í því að við leggjum meira upp úr fíngerðri, raffineraðri formgerð og notkun ýmiss konar eðalsteina. í dag má eiginlega segja að íslensk- ir gull- og silfursmiðir skiptist í tvo hópa, smiði sem gera einfalda og stíl- hreina gripi og þá sem hafa nær allar tekjur sínar af innflutningi á skart- gripum og öðru slíku.“ w Iframhaldi af þvi lá beinast við að spyija um skartgripa- smíði í víðara samhengi. „Það er ekkert leyndarmál að ég hef alltaf verið hrifinn af danskri hönn- un. Að vísu má segja að dönsk hönnun og þar með dönsk skart- gripagerð hafi sett ofan á síðasta áratug og aðrir hafi farið fram úr þeim á meðan. En samt hefur þeim alltaf tekist að halda ákveðnum gæðastaðh og þannig hafa þeir verið eins og klettur úr hafínu. í dag er mikill uppgangur í danskri skartgripasmíði, svo mikill að þeir verða að íiölga lærlingum til muna. Þeir eru logandi hræddir við að greinin hreinlega líði undir lok. Kaninn, Japaninn og ítalinn sækja stöðugt á. Þeir hafa verið leiðandi í notkun nýrra efiia í skarti, til dæmis títaníum. Samt hef ég enga trú á því að menn gefi gamla góða gullið og silfr- ið upp á bátinn.“ Hvað þarf að gera til að auka veg íslenskrar skartgripagerðar? „Við þurfum fyrst og fremst að fá skipulega skólakennslu í faginu hingað heim í stað þess að þurfa að reiða okkur á hið hefðbundna lær- lingafyrirkomulag. Annars erum við þrír gullsmiðir saman í nefhd og eigum að gera til- lögur að framtíðarskipulagi á gull- smíðamennt á íslandi. Það er trúa mín að næstu 5-10 ár muni skipta sköpum fyrir fagið hér á landi. Samt mega gullsmiðir ekki ein- angra sig of mikið, hugsa eingöngu um fagið. Það er alveg nauðsynlegt fyrir okkur að fylgjast einnig með því sem er að gerast í myndlist, málverki og skúlptúr, formsins vegna.“ Teikningar Stefáns að menningarverðlaunagrip- um DV eru á við og dreif í kringum okkur. Gripimir bera skýr einkenni höfundar- ins, eru einfaldir í forminu, en þó margræðir að merkingu. Ég spyr Stefán hvort hann sé orð- inn ánægður með þá. „Ég er aldrei hæstánægður með það sem ég geri. Ég reyni bara að gera betur næst.“ -ai Hvar fáið þið demanta og hvemig meðhöndhð þið þá, spyr ég. „Við kaupum demanta okkar aðal- lega í Antwerpen í Belgíu, á virtum demantamörkuðum þar. Svo er þrautin þyngri að búa demöntunum umgjörð sem þeim sæmir. Ekki getur maður verið þekktur fyrir að smíða lélegan skartgrip utan um góðan demant. Demantar leggja manni mikla faglega ábyrgð á herðar.“ Fyrir þremur árum, þegar fréttist að tveir ungir gull- smiðir ætluðu að höndla með demanta í útjaðri Hafnar- fjarðar, héldu sumir að hér væri bara um venjulegan Hafn- arfj arðarbrandara að ræða. En svo reyndist ekki vera. Demantahúsið var opnað með tilheyrandi viðhöfri við Reykja- víkurveginn og er enn við lýði, og gott betur, því eigendur þess, þau Stefán B. Stefánsson og Lára Magnúsdóttir, segjast aldrei hafa haft meira að gera en einmitt nú. Eins og lesendum DV er sjálf- sagt kunnugt hefur Stefán einmitt tekið að sér hönnun verðlaunagripanna vegna Menningarverðlaunanna þann 26. febrúar næstkomandi, og í tilefiii af því og verslun þeirra Láru með demanta tókum við tal saman eina morgunstund í janúarlok. Fyrst bað ég Stefán að segja deili á sér og menntun sinni. „Ég er Seltimingur, fékk snemma áhuga á gullsmíði og komst sem unglingur í læri hjá miklu ljúf- menni, Sigmari Ó. Maríussyni við Hverfisgötuna. Á árunum 1977-1979 var ég svo við nám við Gullsmíðaháskólann í Kaupmannahöfh og kenndi svo við lærlingaskóla næstu misserin á eftir. I skólanum sérhæfði ég mig í hvíta- gulli og demöntum en við erum örfáir hér á landi með þá sérmennt- un.“ Innrammaðar viðurkenn- ingar á veggjum benda til þess að fimm ára dvöl Stef- áns í Kaupmannahöfn hafi orðið honum til álitsauka. Ég spurði hvaðan honum kæmi áhuginn á þessum fá- gæta eðalsteini, demantinum. Ér hann til kominn vegna æv- intýraljóma hans og fágætis, eða sérstakra eiginleika hans? Stefán kímir við þessa eftir- grennslan leikmannsins. „Ég veit ekki hveiju ég á að svara þessu. Vissulega seljum við demanta að einhveiju leyti út á fágæti þeirra og orðstír en ég held samt að fegurð þeirra og harka skipti flesta, þar á meðal okkur, talsverðu máli. Þegar demantar eru metnir er það femt sem máh skiptir: stærðin, hreinleiki steinsins, litbrigði hans og loks shpunin. Á ensku er þetta nefiit 4-C : carat, clarity, colour, cut. Sértu með stóran, hreinan, hvítan og vel slípaðan demant í höndunum stendur enginn annar eðalsteinn honum á sporði í ljósbroti. Þá stafar beinlínis birtunni af steininum. Svo hefur það sitt að segja upp á aðdráttarafl demanta, að þeir eru eitt harðasta efiii sem við þekkjum og þar af leiðandi varanleg fyrir- bæri, hluti af eilífðinni segja þeir háfleygustu. Nú, fagæti demanta eykur svo auðvitað á verðgildi þeirra, sem ger- ir þá að ákjósanlegri fjárfestingu fyrir þá sem hafa áhuga á slíku." Stefán B. Stefánsson með nokkur drög að Menningarverðlaunum DV. hefúr smíðað utan um dem- anta. Mér verður starsýnt á 'A karats hring sem kostar litlar 130.000 krónur. Kaupa íslendingar svona dýra skartgripi, spyr sá sem ekki þekkir karat frá karate. „Ég var nýlega með tæplega 200.000 króna hring til sölu,“ svarar Stefan.,, Hann er nú seldur. Það eru ótrúlega margir íslendingar sem gera greinarmun á stöðluðu inn- fluttu skarti og svo vönduðum handunnum gripum eins og þessum demantshringum, og það fólk er reiðubúið að greiða fyrir mismuninn. En svo er hópur manna sem vill frekar ódýrari skartgripi og er ekk- ert við það að athuga. Segja má að demantamir séu gangvirkið í fyrir- tækinu, geri okkur kleift að vinna við stór og tímafrek verkefni, eins og kirkjugripi og annan silfurkorp- að virðist þá vera hægt að stunda verslun með dem- anta og annað skart svona langt frá miðbæ Reykja- víkur, segi ég. „Tvímælalaust. Fjarlægðin frá Reykjavík hefur hvorki háð okkur né viðskiptavinum okkar,“ segir Stefan að bragði. „Lára hafði auk þess starfað í Hafriarfirði og var búin að koma sér upp fjölda viðskiptavina, ekki aðeins hér heldur einnig á Reykjanesskag- anum öllum. Við erum ennþá einu gullsmiðimir í Hafiiarfirði og suður úr, og höfum þarafleiðandi mikið að gera. Höf- uðáhersluna leggjum við á eigin hönnun og smíði.“ w Eg bað Stefán lýsa einkenn- um á eigin skarti. „Ætli ég sé ekki. fyrir hrein og klár form í mínum smíðisgripum. Svo vil ég helst ekki hlaupa allt of langt frá veruleikanum í því sem ég geri. Við skoðum ýmiss konar hálsmen, hringa og eymalokka sem Stefán Stefán og Lára Magnúsdóttir, gullsmiðir, í Demantahúsinu, verslun sinni og vinnustofu i Hafnarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.