Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987. Spumingin Ertu hlynntur því aö erlendir flóttamenn fái aösetur hér- lendis almennt eða í einstök- um tilvikum? Þór Þorsteinsson, fulltrúi hjá toll- stjóra: Það verður náttúrlega að skoða hvert tilvik fyrir sig og það er ekki sama hver það er. Almennt er ég ekki hlynntur því og mér finnst ekki rétt að veita írananun hæli hér því hann kemur á fölskum forsendum og þá er svo mikil hætta á að fleiri fylgi á eftir. Lúðvík Ólafsson nemi: Ég er almennt mótfallinn því en það geta verið ein- stök tilvik er réttlæta það. En með vísun til reynslu annarra þjóða, er hafa tekið við flóttamönnum, virðist sem það auki á vandann frekar en að leysa hann. Ólafur Einarsson: Ég er eindregið á móti því. Ég hef alls ekkert á móti fólkinu sem slíku. En ég held að það sé best að stoppa tímanlega og eiga þetta ekki yfir höfði sér. Klara Jakobsdóttir nemi: Ég held það skipti mestu máli hvaðan þeir koma. Það yrði að sjálfsögðu að at- huga hvert tilvik fyrir sig. Mér finnst það megi gera það í litlum mæli og það yrði að hafa gott eftirlit með því. Hannes Strange markaðsstjóri: Nei, ég er alls ekki hlynntur þvi, sbr. íran- ann, það gæti skapað fordæmi fyrir aðra sem við gætum síðan ekki haft hömlur á. Enda virðist flóttamanna- straumur nú þegar hafa skapað mikil vandræði á sumum Norðurlöndun- um. Lesendur Ofmötun á hvaða sviði sem er getur ekki talist til góða og verður að var- ast slíka umfjöllun um eyðni. Ógn - eyðni Gunnar Sverrisson skrifar: Umræða sem mest er á baugi í þjóðfélaginu hverju sinni er venju- lega jákvæð, af hinu góða og opnar oftast augu fólks fyrir því hvemig takast eigi á við viðkomandi mál svo það megi hljóta farsælar lyktir. Stundum finnst mér gamla máltækið eiga við að aðgát skuli höfð í nær- veru sálar og á ég þá við að mér finnist að það hljóti að vera vandi þess eða þeirra er stjóma téðri um- ræðu að tjá hugsun þannig að enginn meiðist því ekki er alltaf sama hvemig hlutimir em sagðir til að vel fari. Fyrir nokkm las ég smágrein í einu dagblaði um mann nokkum er bjó erlendis og var hann að horfa á fræðslu- eða umræðuþátt um þann margnefnda sjúkdóm eyðni. Eitt- hvað fór þessi þáttur fyrir brjóstið á honum þannig að viðbrögð hans vom þau að fóma konu sinni, bami og sjálfum sér á ömggan hátt á alt- ari dauóans. Áður hafði maðurinn skilið eftir bréf til fjölskyldu sinnar (sem eftir lifði) þess efnis að hann teldi sig, konu sína og bam vera komin með eyðni og þess vegna gæti hann ekki hugsað sér né þeim lengri lífdaga. Þessi téða grein getur þess í lokin að í ljós hafi komið við krufhingu að maðurinn var aðeins með vott að kvefi. Þegar ég hafði lesið þetta fór ég að hugsa um hvort mögulegt væri að umræðan um eyðni gengi stund- um of langt þó það væri ekki vitað nema í þessu tilviki. Það sem nefhi- lega einu sinni hefur skeð getur gerst aftur þó það sé ekki algilt. Það er allavega spuming hvort fyrirbyggj- andi aðgerða sé ekki þörf því gamla máltækið segir að of seint sé að byrgja bmnninn þegar bamið er dottið ofan í. Og á ég þá við hvort réttir aðilar, bæði hér og erlendis, þurfi ekki aðeins að staldra ögn við í eyðniumræðunni til að almenning- ur nái betri tökum á málefninu og átti sig betur á því sem komið er. Mér finnst að ofmötun á hvaða sviði sem er geti ekki verið neinum holl. Fyrirtaks afgreiðsla Gústaf Hermannsson hringdi: Vegna lesendabréfs þar sem kvartað var yfir lélegri þjónustu á póststof- unni í Ármúla vil ég taka fram að ég er þessum manni algjörlega ósammála. Ég hef mikil viðskipti við þessa stofhun og reynslan mín er allt önnur, enda tel ég þjónustuna hreint afbragð og öðm afgreiðslufólki til mikillar fyrir- myndar. Afgreiðslufólkið er alveg sérstaklega lipurt og hjálplegt og gegnir sínu starfi mjög vel að mínu mati. Hreinsið göturnar G.K. hringdi: Ég skora á borgaryfirvöld að sjá betur um að þrífa götur bæjarins. Þetta er orðið rosalega slæmt á fjölfömustu leiðum í borginni. Óhreinindin á götunum og tjaran em alveg með eindæmum. Ég legg til að borgarstarfs- menn keyri um götumar á tankbíl með háþiýstitækjum og sprauti dmllunni út í kantinn og aðrir starfsmenn sópi henni síðan í burt. Það yrði mikill munur ef hægt væri að keyra um á hreinum bíl. Sverrirhefúrvaldið Leikritið er frábært og leikendur skiluðu sínum hlutverkum mjög vel. Kaj Munk Konráð Friðfinnsson skrifar: Mikill styr hefur staðið um réttmæti brottvikningar fræðslustjórans í Norðurlandskjördæmi eystra. Er reyndar mál málanna á þessari stundu virðist mér. Hæstvirtur menntamála- ráðherra telur umræddan aðila óþekkan mjög og dragast illa í taumi. Hafi á undanfömum árum farið langt fram úr rekstraráætlunum o.s.frv. Mörg orð, málinu lútandi, hmtu af vörum okkar ágætu þingmanna á dög- unum. Sitt sýndist hverjum í því. Mér finnst rétt og sjálfsagt af ráð- herra að hreyfa við málinu. Þó er það mitt mat að eðlilegra og sanngjamara hefði verið að víkja manninum frá um stundarsakir, eða þar til rannsókn liti dagsins ljós, heldur en að varpa karl- inum nöktum út á guð og gaddinn eins og gert var. En staðreyndin er sú að allir sem undir annarra stjóm vinna verða að sætta sig við að geta ekki vaðið áfram að vild sinni, þrátt fyrir góð áform. Þannig er lögmál bransans. Ég er ekki að gera því skóna að margnefndur fræðslustjóri hafi ekki unnið þarft og gott verk, öðm nær, ég er handviss að svo hafi verið en enginn hefur heimild til að taka lögin upp á sína arma. Öðm máli gegnir ef höndin seilist í eigin buxnavasa til greiðslu. Slíkt kæmi engum við. Menntamálaráðherra á ætíð síðasta orðið er skóla landsins ber á góma en hann þarf einnig að kunna sér hóf í framkvæmdagleði sinni. Lánasjóður- inn er gott dæmi um hvemig ekki á að framkvæma hlutina. Guðný skrifar: Síðastliðinn sunnudag fórum vð nokkrar konur saman að sjá leikritið Kaj Munk í Hallgrímskirkju. Leikritið er frábært og leikendur skiluðu sínum hlutverkum mjög vel. Hins vegar þótti okkur erfitt að standa í hálftíma á steingólfi fyrir framan salinn og bíða eftir því að hleypt væri inn enda allar komnar af léttasta skeiði. Við lögðum þetta þó á okkur til þess að fá góð sæti en þau em ekki númemð. Það er hálf óvið- kunnanlegt að reyna að troða sér í sæti þar sem menn fara ekki í biðrað- ir. Ein stúlka breiddi sig yfir þrjá stóla og sagðist taka pláss fyrir kunningja sína sem væm ókomnir. Þegar allir vom sestir komu sex manns inn og gengu fram fyrir allar raðimar og þá brá svo við að að einn leikenda tók sig til og sótti stóla handa þessu fólki og raðaði þeim fremst. Allt þetta verkaði frekar ónotalega á menn og heyrðist fólk pískra um það sín á milli. Væri ekki hægt að opna hálftíma fyrr og leyfa fólki að setjast jafnóðum og það kemur á staðinn?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.