Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987. FréttLr Steingrímur er hrifinn aff Kvennalista Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra skilaði í gær umboði til stjómarmyndunar til forseta íslands eins og greint var frá í DV. Þá hafði hann haft umboðið í þrjá daga, siðan á sunnudag. Steingrímur kynnti ástæður þess að hann gafet upp á fundi með blaða- mönnum í gær og hvaða boðskap forystumenn flokkanna hefðu ílutt honum fyrir hönd sinna flokka í við- ræðunum sem átt hafa sér stað undanfama daga. Sjálfetæðisflokkurinn sagðist ekki haiha þriggja flokka stjóm með Fram- sóknarflokknum þrátt íyrir að aðrir möguleikar væm einnig í sigtinu. Al- þýðubandalag sagðist hins vegar ekki vera í stöðu til að skoða ríkisstjómar- þátttöku og raunar síst með Sjálfetæð- isflokki og Framsóknarflokki. Alþýðuflokkur vísaði þessari hug- mynd á bug en talsmenn Kvennalist- ans sögðust reiðubúnir til að kanna þennan möguleika. Borgaraflokkur- inn sagðist ekki vilja í stjóm, a.m.k. ekki á þessu stigi. Þama var sem sagt orðið ljóst að eini möguleikinn fyrir Steingrím til að mynda þriggja flokka - útilokar ekki lengur fjögurra flokka sljóm Steingrímur Hermannsson sagðist hafa orðið að gefast upp við stjórnarmyndun að sinni en hins vegar væri fjögurra flokka stjórn ekki eins fjarlægur möguleiki og áður. DV-mynd Brynjar Gauti stjóm, en að slíkri stjóm stefndi hann, var samstjóm Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Kvennalista. Þeirri hugmynd höfnuðu hins vegar sjálfstæðismenn seinni partinn í fyrra- dag og því skilaði Steingrímur umboðinu. Steingrímur sagði að þrátt fyrir að hann hefði útilokað fjögurra flokka stjóm til þessa þá gæti á endanum komið til þess að enginn annar mögu- leiki yrði uppi og þá myndi Framsókn- arflokkurinn að sjálfsögðu ekki skorast undan. Einnig rseddi Stein- grímur nokkuð um hve ánægjulegar hann teldi viðræðumar við Kvennalis- tann hafa verið. Sagði Steingrímur að Framsóknaiflokkurinn og Kvenna- listinn hefðu mörg sameiginleg bar- áttumál. Ekki vildi Steingrímur segja hver hann hefði lagt til að fengi umboð til stjómarmyndunar næstur. Þó væri greinilegt að reyna yrði til þrautar hugmyndina um nýsköpunarstjóm, þ.e. samstjóm Sjálfstæðisflokks, Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags áður en hægt væri að reyna annað. -ES Fasteignasala: Þjarmað að svikahrappi Rannsóknarlögregla ríkisins hefur farið fram á að reykvískur fasteigna- sali verði hnepptur í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna grnns um auðg- unarbrot í starfi. Samkvæmt heimildum DV hefur fasteignasalinn svikið milljónir króna út úr saklausum húskaupendum og tekið út húsnæðisstjómarlán með föls- uðum undirskriftum. Mun maðurinn hafa leikið þennan leik lengi, jafrian með lögfræðinga viðskiptavina sinna á hælunum: „Ég held að fasteignasal- ar, sem sinna störfum sínum af alvöm, varpi nú öndinni léttar eftir að þessi starfsbróðir þeirra er úr leik,“ sagði einn lögfræðinganna í samtali við DV. -EIR Bensínið hækkar f gær var tekin fyrir á fúndi Verð- lagsráðs beiðni olíufélaganna um hækkun á bensínverði. Olíufélögin fóm fram á að bensínið hækkaði um 2 krónur og 10 aura. Við þessu varð Verðlagsráð þannig að einn lítri af venjulegu bensíni kostar í dag þrjátíu krónur og sextíu aura. 98 oktan bens- ín eða súperbensín hækkar í þrjátíu og tvær krónur og tíu aura. Svartolía hækkaði einnig, tonnið af svartoliu kostaði áður fimm þúsund og sjö hundmð en kostar nú sjö þúsund og eitt hundrað krónur. Verð á súper- bensíni er ekki háð Verðlagsráði heldur ráða innflutningsaðilar, þ.e. olíufélögin, alfarið verði á því. Olíufé- lögin hafa tilkynnt að þau hækki verðið í dag um tvær krónur og sextíu aura eins og áður sagði. Þessi hækkun á olíuvörum kemur til vegna hækkana erlendis að mestum hluta. Eins og kunnugt er eru opinber gjöld töluverð- ur hluti af bensínverði, eða 65%, þannig að til ríkisins fer nú 19,81 króna af hverjum lítra af venjulegu bensíni. -sme Verkfallsboðun flugumferðarstjóra fyrir Félagsdóm? Allar líkur em taldar á því að verk- fallsboðun flugumferðarstjóra verði lögð fyrir Félagsdóm. Fjármálaráðu- neytið telur að flugumferðarstjórar geti ekki farið í verkfall sökum þess að þeir vinni við öryggisgæslu. Flug- umferðarstjórar hafa haft samráð við lögfræðinga sem telja því ekkert til fyrirstöðu að þeir fari í verkfall ef ekki semst fyrir 25, maí. I lögunum. um kjarasamninga opin- berra starfsmanna segir að vísa skuli ágreiningsmálum af þessu tagi til Fé- lagsdóms. -S.dór Bninamálastjóri: Svampurinn hættulegur „Aðrar þjóðir em að setja reglur haldi af brunanum í Lystadún en þar ermeðeldfimiefni. Eftirlitmeðþessu um notkun á svampi í húsgögnum var framleiddur svampur í húsgögn. er ekki á hendi Brunamálastofhunar sem miða að því að gera hann óeld- „Það á ekki að vera neitt mál að heldur slökkviliðs og brunamála- fimari. Þetta er gert því reynslan minnka eldfimi svampsins og ef það nefhdar viðkomandi sveitarfélags. sýnir að oft verða eldsvoðar í heima- hefði verið komið til sögunnar hér Bmnamálastofnun hefiir hins vegar húsum út fiá sfgarettuglóð í hús- hefði senmlega mátt koma i veg fyr- hug á að gera eigin úttektir í þessum gögnum sem framleidd em úr ir Jjennan eldsvoða.“ málum sem fyrrgreindir aðilar gætu svampi," sagði Bergsteinn Gizurar- I máli Bergsveins kom fram að svo nýtt sér í sínu starfi. son bmnamálastjóri í samtali við gerðar em strangari kröfur um eld- -FRI DV er við ræddum við hann í fram- vamir í fýrirtækjum þar sem unnið Við stórslysi lá á Tálknafirði í siðustu viku þegar verið var að skipa bíl upp úr togaranum Tálknfirðingi. Snerist bíllinn í lyftibúnaðinum þannig að hann rann til og hékk að lokum á einu hjólinu. Tveir menn stóðu undir bílnum þegar óhappið varð og hefði hann lent á þeim hefði hann fallið niður en sem betur fer varð það ekki. Bíllinn skemmdist talsvert þvi hann rakst utan í áður en tókst að koma honum upp á bryggjuna. DV-mynd Ásta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.