Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987.
Viðskipti
Gámafiskurinn á 53-57
krónur kðóið í Englandi
- danskar fískimjölsverksmiðjur að rúlla yfir um
Eru sölumál laxeldisstöðva í
ólestri?
Nýlega hélt ein af minni eldis-
stöðvunum aðalfund. Framleiðsla
síðasta árs var um 9 lestir af laxi,
um áramótin var nokkuð af fram-
leiðslu ársins 1986 óselt. Nú var
þama um mjög lítið magn að ræða,
og þá veltir maður því fyrir sér
hvemig sölumálin standa almennt.
Ekki er mikið rætt um þessi mál í
dagblöðum þó nokkuð sé rætt um
fisksölumál almennt. Mér sýnist að
Norðmenn verði að leggja sig alla
fram til að halda sínum hlut í mark-
aðnum og em þeir þó engir byrjend-
ur í framleiðslunni. Oft er getið um
sölu á laxi frá Færejjum á hinum
ýmsu mörkuðum í Evrópu og nokk-
uð selja þeir einnig til Bandaríkj-
anna. Því spyr ég: Hvar selja
íslenskir sína framleiðslu? Eins og
allir þeir vita sem við framleiðslu
fást er mikill verðmunur á laxi eftir
því hvort um kvíaeldi er um að ræða
eða sjógenginn lax. Þetta verður
örugglega mikið mál í framtíðinni,
hvort boðinn er lax úr sjó eða kvíum.
Heill humar hefur að undanförnu farið á 1160 krónur kilóið i Madrid.
Þýskaland
Þrátt fyrir miklar verðsveiflur á
fiski á þýska markaðnum hefur verð
á laxi haldist nokkuð stöðugt og
heldur farið hækkandi með hverri
viku sem líður. Lax að stærð 2 til 3
kg kr. 321, lax 5 til 6 kíló kr. 360.
Fiskmarkaðirnir
Ingólfur Stefánsson
Bremerhaven
Bv. Vestmannaey landaði í Brem-
erhaven 11. maí alls 106 lestum fyrir
kr. 6,2 millj., meðalverð var kr. 54,86.
Bv. Sveinn Jónsson landaði einnig
þar 104 lestum fyrir kr. 8 millj., með-
alverð kr. 27,38.
England
11. maí var seldur fiskur úr gámum
alls 282 lestir fyrir kr. 16,7 millj. og
var meðalverð kr. 53,74. Ennfremur
var seldur fiskur úr gámum 12. maí
alls 279 lestir fyrir kr. 16 millj., með-
alverð kr. 57,27.
Madrid
Að undanfömu hefur ekki verið
það góða verð sem oft er á sérstökum
fisktegundum og má meðal annars
ætla að Norðmenn, sem hafa haft í
huga að framleiða þessar tegundir,
svo sem „Glassver", muni verða fyr-
ir miklum vonbrigðum þegar þeir sjá
svo mjög lækkandi verð á þessari
tegund eins og verið hefur. Segja
má að norskur lax hafi verið nær
einráður á markaðnum að undan-
fömu en ekki hafi verið stöðugt
framboð á honum heldur, og setja
kaupendur það í samband við laxa-
veikina og halda að sér höndum með
hækkanir þrátt fyrir lítið framboð.
Verð á innfluttum heilum humri
hefur verið kr. 1160 kílóið. Innflutt
þorskflök kr. 200 kílóið. Verð á laxi
á Merchantmadrid: Lax 3-4 kg kr.
390 kg, lax 5 til 6 kg kr. 427 kílóið.
Peningamarkaður
Innlán meö sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15
ára og yngri og 65 ára og eldri. Innstæður þeirra
yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára.
65-69 ára geta losað innstæður sínar meó 9 mán-
aða fyrirvara, 70-74 ára meó 6 mánaöa fyrirvara
og 75 ára og eldri meó 3ja mánaða fyrirvara. Reikn-
ingarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum.
Þriggja stjörnu reikningar eru meó hvert inn-
legg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9%
nafnvöxtum.
Lifeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóð-
um eða almannatryggingum. Innstæóur eru
þbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15,5%
og ársávöxtun 15,5%.
Sérbók. Við innlegg eru nafnvextir 10% en 2%
bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttektar upp
í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðu innleggi er 13,64%
á fyrsta ári. Hvert innlegg er meóhöndlað sérstak-
lega. Áunnið vaxtastig helst óbreytt óháð-úttektum
en vaxtahækkun seinkar um þrjá mánuði ef inn-
leggið er snert. Á þriggja mánaða fresti er gerður
samanburður við ávöxtun þriggja mánaða verð-
tryggðs reiknings, nú meó 1 % vöxtum, og sú tala
sem hærri reynist færð á höfuðstól. Úttekt vaxta
fyrir undangengin tvö vaxtatímabil hefur ekki áhrif
á vaxtahækkanir.
Búnaöarbankinn: Gullbók er óbundin meó 20%
nafnvöxtum og 21% ársávöxtun á óhreyfðri inn-
stæóu eóa ávöxtun verötryggðs reiknings meó
3,5% vöxtum reynist hún betri. Af hverri úttekt
dragast 0,8% í svonefnda vaxtaleiöréttingu. Vextir
færast misserislega.
Metbók er með hvert innlegg bundið í 18 mán-
uði á 24,5% nafnvöxtum og 26% ársávöxtun, eða
ávöxtun verðtryggðs reiknings meó 3,5% vöxtum
reynist hún betri. Hvert innlegg er laust að 18
mánuðum liðnum. Vextir eru færðir misserislega.
lónaðarbankinn: Bónusreikningur er óverð-
tryggöur reikningur og ber 20% vexti með 21%
ársávöxtun á óhreyfðri innstæöu. Verðtryggð bón-
uskjör eru 2,5%. Á sex mánaða fresti er borin saman
verðtryggð og óverðtryggð ávöxtun og gildir sú
sem hærri er. Heimilt er að taka út tvisvar á hverju
sex mánaða tímabili. Hreyfðar innstæóur innan
mánaðarins bera sérstaka vexti, nú 0,75% á mán-
uði, og verðbætur reiknast síðasta dag sama
mánaðar af lægstu innstæðu. Vextir færast misser-
islega á höfuðstól.
18 mánaöa bundinn reikningur er með 21%
ársvöxtum og 22,1% ársávöxtun.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 20%
nafnvöxtum og 21,0% ársávöxtun. Af óhreyfðum
hluta innstæðu frá síöustu áramótum eóa stofn-
degi reiknings síðar greiðast 21,4% nafnvextir
(ársávöxtun 22,4%) eftir 16 mánuði og 22% eftir
24 mánuði (ársávöxtun 23%). Á þriggja mánaða
fresti er geröur samanburóur á ávöxtun 6 mánaða
verðtryggðra reikninga og gildir hærri ávöxtunin.
Af hverri úttekt dragast 0,8% í svonefnda vaxtaleið-
réttingu. Vextir færast misserislega á höfuðstól.
Vextina má taka út án vaxtaleiðréttingargjalds
næstu tvö vaxtatímabil á eftir.
Samvinnubankinn: Hávaxtarelkningur hefur
stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrstu 3 mánuð-
ina 11%, eftir 3 mánuði 15,5%, eftir 6 mánuði
19%, eftir 24 mánuði 20%. Sé ávöxtun betri á 3ja
eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún
um hávaxtareikninginn. Vextir færast á höfuðstól
síðasta dag hvers árs.
Hávaxtabók er óbundin bók sem ber 19,5%
nafnvexti og 20,4% ársávöxtun á óhreyfðri inn-
stæóu. Ef ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings
reynist betri gildir hún. Vextir færast misserislega.
Af útttekinni upphæó reiknast 0,75% úttektargjald,
nema af uppfærðum vöxtum síðustu 12 mánaða.
18 og 24 mánaöa reikningar eru bundnir og
verötryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti.
Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu
ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú
17,72% (ársávöxtun 18,36%), eóa ávöxtun 3ja
mánaða verðtryggðs reiknings, sem reiknuð er eft-
ir sérstökum reglum, sé hún betri. Samanburður
er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok.
Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir, 10%, þann mánuð. Heimilt er að taka
út vexti og vaxtaábót næsta árs á undan án þess
að ábót úttektarmánaðar glatist. Ef ekki er tekið út
af reikningnum í 18-36 mánuði tekur hann á sig
kjör sérstaks lotusparnaðar með hærri ábót. Óverö-
tryggð ársávöxtun kemst þá í 19,49-22,93%,
samkvæmt gildandi vöxtum.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur. Megin-
reglan er að innistæða, sem er óhreyfð í heilan
ársfjórðung, nýtur kjara 6 mánaöa bundins óverð-
tryggs reiknings, nú með 20,4% ársávöxtun, eða
6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú með 2% vöxt-
um, eftir því hvor gefur hærri ávöxtun fyrir þann
ársfjórðung.
Vextir og veröbætur færast á höfuðstól í lok
hvers ársfjóröungs, hafi reikningur notið þessara
„kaskókjara". Reikningur ber kaskókjör, þótt teknir
séu út vextir og verðbætur, sem færðar hafa veriö
á undangengnu og yfirstandandi ári. Úttektir um-
fram það breyta kjörunum sem hér segir:
Við eina úttekt í fjórðungi reiknast almennir spari-
sjóðsvextir af úttekinni fjárhæó, en kaskókjör af
eftirstöövum. Við fleiri úttektir fær öll innistæóa
reikningsins sparisjóðsbókarvexti.
Sé reikningur stofnaður fyrsta eða annan virkan
dag ársfjórðungs, fær innistæöan hlutfallslegar
verðbætur m.v. dagafjölda í innleggsmánuði, en
ber síðan kaskókjör út fjórðunginn. Reikningur,
sem stofnaður er síðar fær til bráðabirgða almenna
sparisjóðsbókavexti en getur áunnið sér kaskókjör
frá stofndegi að uppfylltum skilyrðum.
Sparisjóðír: Trompreikningur er verðtryggður
og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3,5%
nafnvöxtum. Sé reikningur oröinn 3ja mánaða er
gerður samanburður á ávöxtun meó svokölluðum
trompvöxtum, 21% meó 22,41% ársávöxtun. Mið-
að er við lægstu innstæðu í hverjum ásfjórðungi.
Reynist trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim
mun þætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður
innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri
en 3ja mánaða, annars almenna sparisjóðsvexti,
9%. Vextir færast misserislega.
12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vélstjóra er
með innstæðu bundna í 12 mánuöi, óverðtryggða
en á 25,5% nafnvöxtum og 27,1% ársávöxtun.
Misserislega er ávöxtun 6 mánaöa verðtiyggðs
reiknings, nú með 3,5% vöxtum. borin saman við
óverðtryggða ávöxtun, og ræóur sú sem meira
gefur. Vextir eru færðir síðaáta dag hvers árs.
Topp-bók nokkurra sparisjóða er með innstæðu
bundna í 18 mánuöi óverðtryggða á 22% nafn-
vöxtum og 23,3% ársávöxtun eða á kjörum 6
mánaða verötryggðs reiknings, nú með 3,5% vöxt-
um. Vextir færast á höfuðstól misserislega og eru
lausir til útborgunar á næsta vaxtatímabili á eftir.
Sparisjóðirnir I Keflavík, Hafnarfirði, Kópavogi,
Borgarnesi, á Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri,
Árskógsströnd, Neskaupstað, Eyrarbakka, og
Sparisjóður Reykjavíkur, bjóða þeæa reikninga.
Almenn verðbréf
fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verð-
bréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði
undir 60% af brunabótamati fasteignanna. Bréfin
eru ýmist verðtryggð eóa óverðtryggð og með
mismunandi nafnvöxtum. Algengustu vextir á
óverðtryggóum skuldabréfum vegna fasteignavið-
skipta eru 20%. Þau eru seld með afföllum og
ársávöxtun er almennt 12-16% umfram verðtrygg-
ingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóöi ríkisins getur
numið 2.562.000 krónum á 2. ársfjórðungi 1987,
hafi viðkomandi ekki átt íbúð á síðustu þrem árum,
annars 1.793.000 krónum. Út á eldra húsnæði
getur lán numið 1.793.000 krónum, hafi viðkom-
andi ekki átt íbúð á sl. þrem árum, annars 1.255.000
krónum.
Undantekningar frá þriggja ára reglunni eru
hugsanlegar vegna sérstakra aðstæðna.
Lánin eru til allt að 40 ára og verðtryggð. Vext-
ir eru 3,5%. Fyrstu tvö árin greiðast aðeins verð-
bætur og vextir, síðan hefjast afborganir af
lánunum jafnframt. Gjalddagar eru fjórir á ári.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður
ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupphæöir, vexti
og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30-60 mán-
uðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra
starf og áunnin stig. Lán eru mjög mishá eftir sjóð-
um, starfstíma og stigum. Lánin eru verðtryggð
og meó 5-6,75% vöxtum. Lánstími er 15-42 ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt
er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna
lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknaðir í einu
lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir
við höfuðstól oftar á ári veróa til vaxtavextir og
ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10%
nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímabilsins
1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé
innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raun-
ávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið
neikvæð.
Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á 10%
nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eftir 6 mán-
uði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á
þá upphæó leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina.
Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og
ársávöxtunin 10,25%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru 2,5% á mánuði eða 30% á ári.
Vísitölur
Lánskjaravísitala í maí 1987 er 1662 stig. Mið-
að er við grunninn 100 í júní 1979.
Byggingarvisltala á 2. ársfjórðungi 1987 er 305
stig á grunninum 100 frá 1983.
Húsaleiguvísitala hækkaði um 3% 1. apríl. Þessi
vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem
við hana er miöað sérstaklega i samningum leigu-
sala og leigjenda. Hækkun vlsitölunnar miðast við
meðaltalshækkun launa naestu þrjá mánuði á und-
an.
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur 10-12 Lb
óbund. Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 11-15 Sb
6 mán. uppsögn 11-20 Ib
12 mán. uppsögn 14-25,5 Sp.vél.
18 mán. uppsögn 22 -24.5 Bb
Ávísanareikningar 4-10 Ab
Hlaupareikningar 4-7 Sp
Innlan verðtryggð Sparireikningar
3ja mári. uppsögn 1,5-2 Ab.Bb.
6 mán. uppsögn 2,5-4 Lb.Sb, Úb.Vb Ab.Úb
Innlán meo sérkjörum 10-22
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalur 5,5-6,25 Ib
Sterlingspund 8-10,25 Ab
Vestur-þýsk mörk 2,5-4 Ab
Danskarkrónur 9-10,25 Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir víxlar(forv.) 20-24 Bb.Sb,
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 22,5-26 Úb eða kge
Almenn skuldabréf(2) 21-27 Úb
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
. Hlaupareikningarfyfirdr.) Útlán verðtryggð 21 24,5 Bb.Sb
Skuldabréf
Að 2.5árum 6-7 Lb
Til lengri tíma 6,5-7 Bb.Lb,
Sb.Úb
Utlán til framleiðslu
Isl. krónur 16,25-26 Ib
SDR 7,75-8.25 Bb.Lb.
Bandarikjadalir 8-8.75 Úb Bb.Sb
Sterlingspund 11,25-13 Bb.Vb
Vestur-þýsk mörk 5,5-6,5 Bb.Lb,
Húsnæðislán 3,5 Úb.Vb
Lífeyrissjóðslán 5-6,75
Dráttarvextir 30
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala maí 1662 stig
Byggingavísitala 305 stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði3%1 april
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 110kr.
Eimskip 246 kr.
Flugleiðir 170 kr.
Hampiðjan 114 kr.
Iðnaðarbankinn 124 kr.
Verslunarbankinn 114 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavixlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa
þó viðskiptavíxla gegn 21 % ársvöxtum. (2)
Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskil-
alána er 2% bæði á verðtryggð og óverð-
tryggð lán, nema í Alþýðubanka og
Verslunarbanka.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank-
inn, Lb=Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Versl-
unarbankinn, Sp = Sparisjóöirnir.
Mílanó
Fiskaren 6. maí. Að undanförnu,
segir í blaðinu, hefur verið vöntun
á laxi á markaðinn í Mílanó. Vax-
andi sala hefur verið á reyktum laxi
þar syðra á undanfömum árum.
Samkvæmt innflutningsskýrslum
vom Jluttar inn 900 lestir af laxi
árið 1985 en 1986 var innflutningur
á reyktum laxi orðinn 1380 lestir
(auking 42,7%). Verðið hefur verið
hátt að undanfömu vegna þess hvað
lítið hefur borist að. Helstu innflutn-
ingslöndin em Danmörk og Frakk-
land en 80 tonn komu frá Noregi á
síðasta ári og var það eina landið
utan E.F. sem seldi þar lax. Talið
er að aðeins 15% af fiski, sem neytt
er í Norður-Ítalíu, fari í gegnum
ferskfiskmarkað en 30 til 40% á
markaðina í Róm og Torino. Hátt
verð er á fleiri tegundum en laxi,
t.d. skötuselur kr. 507, rauðsprettu-
flök kr. 300, ferskur lax frá Noregi
kr. 379 og skoskur lax kr. 478.
Danmörk
Hið mikla verðfall á fiskimjöli og
lýsi á síðastliðnu ári hefur leikið
danskar fiskimjölsverksmiðjur illa.
Verksmiðjan í Hanstholm hefur þeg-
ar verið tekin til gjaldþrotaskipta
og búist er við að verksmiðjan í
Hirtshals verði einnig gjaldþrota á
næstunni. Aðalorsök fyrir þessari
útkomu telja menn að þær hafa ekki
lækkað hráefnisverðið eins og þurfti
til þess að tryggja rekstur þeirra.
Eftir em þá í rekstri tvær verksmiðj-
ur í Esbjerg, ein í Skagen og ein í
Thyboröen. Vandamálið hefur verið
bilið milli framleiðsluverðsins og
innkaupsverðsins en verksmiðjum-
ar hafa ekki þorað að lækka verðið
meira en orðið er sökum þess að
talið var þá víst að útgerðin hætti.
Nú hafa stjómmálamennimir reynt
að fá lengingu lána fyrir útgerðina
og talið er að þeir fái að hlaupa yfir
afborganir af skipum sínum og mun
það verða til þess að útgerðin getur
haldið áfram. Eins munu þeir finna
leiðir til að bjarga verksmiðjunum
svo þær geti látið hjólin snúast
áfram.