Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Blaðsíða 18
18 Menning Ég býst við að margir menningar- sinnaðir Islendingar hafi hingað til ekki velt því mikið fyrir sér hvort nútímalegri myndlist sé til að dreifa í Skotlandi. Erum við þó aðeins í tveggja klukkustunda fjarlægð frá miðbænum í Glasgow. Það væri líka synd að segja að Skotar sjálfir hafi haldið myndlist sinni, svo ég tali nú ekki um leikhús- hefð eða tónlist, að okkur Islending- um. Er þó af miklu meira að taka en við rennum grun í. Þetta menningarlega sambands- leysi er auðvitað til háborinnar skammar fyrir tvær nærkomnar þjóðir sem átt hafa margháttuð sam- skipti á öðrum sviðum í meira en öld. A dögunum var undirritaður á flandri í Glasgow og notaði þá tæki- færið til að gera könnun á því hvemig myndlistin artaði sig þar um slóðir á því herrans ári 1987. En fyrst er rétt að hafa nokkur orð um fortíðina. Blómatími Glasgow- borgar var á seinni hluta nítjándu aldar þegar hún var næststærsta iðnaðarborg á Bretlandseyjum. Þá var fjórða hvert skip, sem sigldi um heimshöfin, smíðað á bökkum Clyde- árinnar og næstum allir járnbraut- arvagnar, sem notaðir voru vítt og breitt um breska heimsveldið, urðu til í Glasgow-verksmiðjunum. Óheyrilegur auður fór um hendur þeirra iðnjöfra sem þá bjuggu í borg- inni, eins og enn má sjá á þeim byggingum sem þeir reistu sér, og þessir menn keyptu listaverk og pöntuðu listskreytingar i stórum stíl. I framhaldi af því varð til merkui- hópur listamanna, venjulegast kall- aður Glasgow skólinn eða „The Glasgow Boys“, sem hóf andóf gegn stöðnuðum akademískum hefðum með því að tileinka sér ýmsa takta hins franska útimálverks (plein-air) og mála myndir af almúganum við störf og leik. y Fersk og þokkafull Þessi myndlist, sem finna má í nokkru magni í Listasafhi Glasgow- borgar í Kelvingrove, er oft bæði ferskleg og þokkafull og á skilið mun meiri athygli og umönnun en hún hefur hlotið til þessa. u Ég vil sérstaklega geta málverka þeirra D.Y. Camerons, Josephs Crawhalls, E.A. Homels og E. A. Waltons. Síðan gerast stórir hlutir í arki- tektúr og hönnun í Glasgow um aldamótin 1900 þegar Charles Rennie Mackintosh, Herbert MacNair og systumar Frances og Margaret MacDonald skapa sérstök skosk tilbrigði um hinn alþjóðlega art nouveau stíl, sem öðluðust þegar heimsfrægð. Þótt hin þrjú legðu mikið af mörk- um er ljóst að Mackintosh var prímus mótor í þróun þessarar stefriu, sem fór með snilldarlegum hætti bil beggja milli skrauts og hófs. Islendingar þekkja skoska art nouveau stílinn sennilega helst af eftirlíkingum húsgagna sem verslun- in CASA hefur haft til sölu. Það liggur við að aðkomumaður taki andann á lofti við að sjá hve listilega Mackintosh hannaði sitt eigið heimili innanstokks (nú varð- veitt í Hunterian Art Gallery), allt frá vegglistum til húsgagna og borð- búnaðar. Enginn ætti heldur að láta hjá líða að skoða tvær lykilbygging- ar eftir hann sem enn standa, Listaskólann fyrir ofan Sauchiehall stræti og Tehúsið svokallaða (nú skartgripaverslun) við sömu götu. Ágætt yfirlit yfir húsgagnahönnun Mackintpsh og hinna ýmsu sam- starfsmanna hans má einnig sjá í listasafni borgarinnar sem áður hef- ur verið minnst á. Hnignunartímabil Eftir fyrri heimsstyijöldina fór að halla undan fæti fyrir Glasgow. Aðr- ar iðnaðarborgir á Bretlandseyjum urðu ofan á í samkeppninni og í framhaldi af því urðu til flest þau vandamál sem hrjáð hafa Glasgow síðan, fyrst og fremst atvinnuleysi og húsnæðisekla, sem verða síðan til þess að herða á öðrum vanda í borginni, trúarbragðadeilum mót- mælenda og kaþólikka, svo og glæpastarfsemi. Hefð og nýsköpun í skoskri myndlist DV skoðar myndlist í Glasgow Ekki er ofsagt að í hálfa öld hafi Glasgow ekki borið sitt barr (nema kannski í fótbolta) og þá ekki heldur í myndlist, ef undanskilið er stutt blómaskeið hinna svokölluðu „skosku kólorista" á þriðja áratug aldarinnar. Þekktastir þeirra eru sennilega þeir Peploe og Hunter. En ekki voru þessir nútímalistamenn áræðnari en svo að þeir tóku sér Cézanne, Manet og Fauvistana til fyrirmyndar. Þeir skosku listamenn, sem kom- ust til þroska og álits á árunum milli stríða, fundu sig aldrei knúna til að skilgreina listræna arfleifð sína eða byggja á henni, svo lítið töldu þeir sig eiga föðurlandi sínu að þakka. Saga skoskrar myndlistar frá lok- um þriðja áratugarins er fyrst og fremst saga nokkurra þróttmikilla einstaklinga, til dæmis Anne Red- path, Robert MacBryde, James Cowie, Joan Eardley og Ian Hamil- ton Finlay, sem mætt hafa íhalds- semi og sinnuleysi skoskra menningaryfirvalda án þess að láta deigan síga. Ekki má svo gleyma þeim skosku listamönnum sem gengu til liðs við, og auðguðu, breska nútímamyndlist, Colquhoun, Alan Davie, William Scott, Eduardo Paolozzi, svo fáein nöfn séu nefhd. Bráðum kemur betri tíð... Ýmislegt bendir til þess að betri tíð fari nú í hönd fyrir unga mynd- listarmenn í Glasgow. Utnefhing Glasgowborgar til „menningarborg- ar Evrópu 1990“ hefur hleypt mönnum kapp í kinn og margir þeirra myndlistarmanna, sem ég tók tali, voru vongóðir um að útnefriing- in mundi hafa í för með sér mikla búbót fyrir myndlistina, bættan að- búnað, aukna athygli og vonandi aukna sölu. Ekki voru allir jafn bjartsýnir. Einn merkasti myndlistarmaður Skota í seinni tíð, Ian Hamilton Finlay, sem breytt hefur heiðarbýli sínu fyrir sunnan Glasgow í eitt alls- heijar myndverk, segir landa sína gjörsneydda öllum menningará- huga. Við Hafliði Hallgrímsson tónskáld sátum heima hjá Finlay einn laugar- dagseftirmiðdag og hlustuðum á lýsingar hans á brotalömum skosks menningarlífs, sem aðallega stafa af því sem Finlay nefhdi „uppgjöf og undirlægjuháttur" gagnvart um- heiminum, og þá sérstaklega gagn- vart enskri menningu. Finlay er aðsópsmikill persónu- FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987. leiki og hatursmaður allra mála- miðlana og skoðanir hans, útlistaðar með blendingi af beiskju og mein- fyndni, verða að skoðast í ljósi þess að hann hefur sjálfur átt í útistöðum bæði við „menningarmafíuna" (Scottish Art Council) og yfirvöld í sýslu sinni vegna þess að „hof‘, sem listamaðurinn hefur reist og til- heyrir myndheimi hans, var skatt- lagt sem gallerí. Það er bæði írónískt og sorglegt að þorri menntaðra Skota þekkir Finlay aðeins af þessum eijum en ekki af sérstæðri myndlist hans sem er eftirsótt af söfnum á meginlandi Evrópu. Gamalt og sígilt En áfram með smjörið. Þótt ungir ofurhugar séu, að eigin sögn, í þann mund að umbylta myndlist í Glas- gow á næstu árum þá er borgin enn þekktust fyrir gamla og sígilda myndlist sína. Af henni er hreint ótrúlega mikið í Glasgow en ofl er hún ekki sýnd við hagstæðustu skilyrði. Hið glæsi- lega Burrell safn, sem áður hefúr verið minnst á hér í blaðinu, er að sjálfsögðu undanskilið. I Pollok House, óðalsetri í námunda við Bur- rell, er gesturinn að rekast á málverk eftir E1 Greco og Goya á bak við dyr og margháttað glingur eða þá að hann verður að rýna í teikningar eftir William Blake sem hengdar hafa verið upp afsíðis í myrku homi. Sama má raunar segja um margt af því sem sýnt er í Glasgow Art Gallery í Kelvingrove. En það sem máli skiptir í því safni er sýnt við bestu skilyrði: eitt af fáum málverk- um eftir Giorgione sem til em, afbragðsverk eftir Rembrandt og Van Gogh. En stolt og prýði Glas- gow Art Gallery er sennilega safn franskrar myndlistar frá 19. öld. Sá sem fer í þetta safh í fylgd með ungviðinu ætti heldur ekki að ör- vænta, því á neðri hæðinni er að finna mikið safn vopnabúnaðar frá fyrri öldum, svo og náttúrugripasafn. Glasgowháskóli opnaði Hunterian Art Gallery árið 1981 í nýmóðins byggingu í háskólahverfinu. Þar gef- ur að líta þrjár heimsfrægar uppstill- ingar eftir Chardin, ágæt verk eftir Rembrandt og svo lykilverk eftir nökkra helstu meistara breskrar málaralistar fyrr á tímum, Stubbs, Reynolds, Raebum og Ramsay. Fá söfn í heiminum em líka eins rík af verkum eftir málarann Whistl- er. Ekki má heldur gleyma húsi Mackintosh, sem fellt hefúr verið inn í Hunterian Art Gallery eins og það leggur sig. Þriðja augað Þeir sem hafa sérstakan áhuga á ljósmyndun ættu að staldra við ögn lengur á þessum slóðum, því í bóka- safni Glasgowháskóla er að finna merkilegt safn gamalla ljósmynda, til dæmis eftir þá Hill og Adamson. Helsta miðstöð nýrri myndlistar í Glasgow er án efa The Third Eye Centre sem starfað hefur í rúman áratug í Sauchiehall stræti. „Þriðja augað“ er fjöllistamiðstöð, í þvi er einnig að finna bókabúð og leik- húsrými, auk tveggja sýningarsala fyrir myndlist, annar á stærð við austursal Kjarvalsstaða, hinn nokkm minni. Og svo em þar einnig kaffihús og bjórstofa. Þessi sýningarstaður er einkafyrir- tæki að nafninu til en nýtur ríflegra styrkja frá hinu opinbera. Þegar litið er yfir þær listsýningar sem „Þriðja augað“ hefur staðið fyr- ir og þær bomar saman við þá starfsemi sem farið hefur fram í (næstum) jafnaldra þess, Nýlista- safninu í Reykjavík, verður Ijóst að íslendingar hafa verið í nánari tengslum við „framúrstefnuna" en Skotar, það er, konsept list, gjöm- inga, niðursetninga (installasjónir) og tilraunamalerí ýmiss konar. Það var einmitt í „Þriðja auganu" sem „nýja málverkið" skoska þróað- ist og hóf sig til flugs á sýningunni „New Image Glasgow" árið 1985. Á henni vom sex ungir málarar, Stephen Barclay, Steven Campbell, Ken Currie, Peter Howson, Mario

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.