Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Blaðsíða 10
'fev 10 Útlönd „Sökum efnahagslegs og hernað- arlegs máttar síns hafa stórveldin, Sovétríkin og Bandaríkin, mikil völd en bera jafnframt mikla ábyrgð. Það er mikilvægt að þau standi nú undir ábyrgð sinni í umræðunum um afvopnunarmál. Við Sovétmenn höfum byggt til- lögugerð okkar á þessu og stefn- unni að því meginmarkmiði að koma í veg fyrir að heimurinn endi í kjarnorkuragnarökum,“ sagði I. N. Krasavin, sendiherra Sovétríkj- anna á íslandi, í viðtali við DV. Sendiherrann varð fyrr í þessari viku við þeirri beiðni DV að veita blaðinu viðtal um afvopnunarmál, það sem er að gerast í þeim um þessar mundir og grundvöll stefnu Sovétmanna í þeim málaflokkum er tengjast afvopnun. Viðtalið fer hér á eftir. Minnka árásarvígbúnað - Hver er, í stuttu máli, afstaða rík- isstjórnar yðar til þess sem nú er efst á baugi í afvopnunarmálum, þar með taldar þær tillögur er liggja fyrir frá aðilum í afvopnunarviðræðum? „Markmið Sovétríkjanna á sviði kjarnorkuafvopnunar felur í sér al- gera útrýmingu kjarnorkuvopna fyrir árið 2000 og þar með útrýmingu hættunnar á kjarnorkusjálfsmorði mannkynsins. Af hálfu Sovétríkjanna hefur verið lýst yfir að þau vilji leita lausnar á öllum atriðum sem varða kjarnorku- afvopnun og skuli hún vera þess eðlis að báðir aðilar geti fallist á hana. Að okkar mati er meginverkefnið að minnka strategiskan árásarvíg- búnað verulega. Sovétríkin eru tilbúin til að minnka hann um helm- ing á fimm ára tímabili og útrýma honum á tíu árum. Slíkar ráðstafanir eru því aðeins mögulegar að farið verði í einu og öllu að samningnum um eldflaugavarnir milli Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna og að ekki verði hafið vígbúnaðarkapphlauþ í geimnum. Sovétríkin hafa lagt til að gerður verði sérlegur samningur um meðal- drægar eldflaugar í Evrópu, að formað verði í samningi það sam- komulag sem náðist í Reykjavík. Þá hafa sovésk stjórnvöld lýst sig jeiðu- búin til að undirrita í slíkum samningi skuldbindingu þess efnis að Sovétríkin taki niður taktískar eldflaugar sínar í Evrópu é tiltölu- lega skömmum tíma. Við erum þeirrar skoðunar að þær taktísku eldflaugar, sem taka á nið- ur, beri að eyðileggja en ekki endurbæta eða flytja á önnur svæði. Við erum tilbúnir til að móta sam- komulag um þetta málefni í sérstök- um samningi eða sem hluta af samningi um meðaldrægar eldflaug- ar. Sovéska ríkisstjórnin telur jafn- framt nauðsynlegt að semja um mjög strangar eftirlitsreglur til að fylgjast með því að samkomulagi um ofan- greind atriði verði framfylgt." Á tindinn eða í hyldýpið - Gætuð þér lýst heimspekilegum, stjórnmálalegum og siðferðilegum grunni stefnu ríkisstjórnar yðar í þessum málum? „Við göngum út frá því að gagn- kvæm tengsl í heiminum í dag séu slík að líkja megi þjóðum heims við fjallgöngumenn í klettum, sem eru allir festir við sama reipi. Þeir geta klifrað áfram upp á tindinn eða fallið saman niður í hyldýpið. Til þess að hyldýpið verði ekki hlutskipti okkar verða stjórnmálamenn að gera sér grein fyrir því hversu örlagaríkt ástandið er. Þetta ástand, sem jaðrar við að vera harmleikur, er fólgið í því að smíðuð hafa verið kjarnorkuvopn sem eru utan allra skynsemismarka og þau framleidd í stórum stíl. Hafa þau gert manninum kleift að binda enda á eigin tilveru. Jafnframt hafa tilraunir til að leysa vandamálin með aðferðum sem við tókum að erfðum frá steinaldar- mönnum aukið líkurnar á hörmung- um. Hugsunarháttur og lífsmáti hervæðingar veikir og jafnvel fjar- lægir siðferðislegar hömlur á leið- inni til kjarnorkusjálfsmorðs. Slíkt ástand, sem leitt getur til glötunar, er í raun siðlaust. Þegar ráðamenn í Sovétríkjunum skoðuðu ofangreindar staðreyndir komust þeir að þeirri niðurstöðu að nauðsyn væri á nýjum hugsunar- hætti. Sigrast yrði á þeim kreddum og afstöðu til utanríkismála sem mótast hafa. Utanríkistefna okkar mótast nú meir af innanríkisstefnu okkar en nokkru sinni fyrr. Löngun okkar til þess að beina kröftunum að skapandi starfi til að fullkomna land okkar, eins og Mikhail Gorbatsjov hefur lýst yfir. Aðgerðir Sovétríkjanna á sviði utanríkismála hafa að undan- förnu verið talandi tákn um hinn nýja pólitíska hugsunarhátt. Má þar nefna áætlunina um útrýmingu kjarnorkuvopna fyrir árið 2000, bann við tilraunum með kjarnorkuvopn, tillögurnar sem lagðar voru fram í Reykjavík, nýjustu tillögurnar um meðaldrægar eldflaugar og taktískar eldflaugar í Evrópu, stöðvun fram- leiðslu á efnavopnum í Sovétríkjun- um og nýja afstöðu til mannréttinda- mála.“ Höfum sýnt sveigjanleika - Hversu sveigjanleg eru sovésk stjórnvöld reiðubúin til að vera í samningaumleitunum þeim sem standa yfir og á hvaða sviðum? „Við höfum þegar sýnt verulegan sveigjanleika. Sovéskir ráðamenn gera sér grein fyrir því að nauðsynlegt er að fá ein- hverju framgengt í þeim málum er varða afvopnun. Þeir skilja ábyrgð sína gagnvart örlögum mannkyns- ins, gera ákveðnar ráðstafanir og gefa jafnvel eftir til þess að fá breytt þeirri hættulegu atburðarás sem ríkt hefur. Tillögurnar, sem lagðar voru fram á Reykjavíkurfundinum, eru skýrt dæmi um sveigjanleika í af- stöðu Sovétríkjanna og vilja okkar til þess að leita málamiðlunar. Fjór- um mánuðum eftir þennan fund gáfu Sovétríkin aftur verulega eftir hvað varðar strategisk vopn og féllu þá frá þeirri kröfu sinni að meðaldrægar eldflaugar yrðu taldar með í áður- nefndum flokki. Jafnvel þótt sú krafa hafi verið sett fram með hliðsjón af því að meðaldrægar eldflaugar í Vestur-Evrópu draga inn á sovéskt landsvæði. Á fundinum í Reykjavík tjáði Gor- batsjov Reagan að Sovétríkin væru tilbúin til að fallast á hina svonefndu núll-lausn Bandaríkjanna. Sovétrík- in létu enn verulega undan þegar þau samþykktu að undanskilja kjarn- orkustyrk Frakklands og Englands, en innan NATO er gert ráð fyrir hernaðarmætti þessara ríkja, sem er Sovétríkjunum að sjálfsögðu ljóst.“ Samdrátt í öllum vígbúnaði - Þeir sem gagnrýna gerð samnings um kjarnorkuafvopnun við Sovétrík- in vísa oft til þess að hefðbundinn herafli ykkar verði með tilkomu slíkra samninga þeim mun meir ógn- vekjandi. Undanfarna daga hefur verið rætt um hugsanlegt brotthvarf herafla frá Evrópu. Bendir það til þess að sveigjanleiki Sovétríkjanna nái inn á svið hefðbundinna her- mála? „Vissulega. í júnímánuði á síðasta ári lögðu Varsjárbandalagsríkin fram í Búda- pest yfirlýsingu sem varðar afvopnun í hefðbundnum vígbúnaði. Fyrir um mánuði, þegar Górbatsjov var stadd- ur í Prag, lagði hann til að utanríkis- ráðherrar þeirra þrjátíu og fimm ríkja, sem undirrituðu Helsinki sátt- málann, kæmu saman til að ræða afvopnunarmál og þá bæði samdrátt í hefðbundnum vopnum og taktísk- um kjarnorkuvopnum. Sovétríkin eru reiðubúin til við- ræðna um allar hliðar vígbúnaðar.“ Friðsamleg sambúð - Hversu miklu myndi afvopnunar- samningur, byggður á þeim tillögum sem nú eru til umræðu milli stórveld- anna, fá áorkað með tilliti til slökun- ar og hættunnar á kjarnorkuátökum eða víðfeðmra hefðbundinna átaka milli stórveldanna? „Samningur um öll atriði afvopn- unar mundi gera kleift að breyta því vítahringsástandi sem skapast hefur í heiminum þegar tengslin milli tveggja andstæðra hernaðarbanda- laga byggjast á óttajafnvægi. Hann FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987. I.N. Krasavin, sendiherra Sovétrikjanna á íslandi. Stórveldiii standi undir ábýigð siimi drægi verulega úr hættunni á því að styrjöld brytist út, hættu sem er mik- il nú á tímum. Það verður að leggja áherslu á að hér er ekki aðeins um að ræða af- vopnun á sviði kjarnorku heldur einnig á hinu hefðbundna vígbúnað- arsviði að verulegu leyti. Harmleik- urinn í Chernobyl sýndi ljóslega þá staðreynd að styrjöld í Evrópu, jafn- vel þótt kjarnorkuvopnum yrði ekki beitt, gæti leitt til hörmulegra afleið- inga fyrir allt mannkynið, ef árásir yrðu til dæmis gerðar á kjarnorku- rafstöðvar. Þegar rætt er um þau mál er varða afvopnun í víðara samhengi verður að taka fram að hægt væri að byggja upp tengslin milli ríkja á sviði stjórn- mála, efnahags og mannréttinda- mála. á allt annan hátt, ef framkvæmdar væru tillögur þær sem lagðar voru fram á 27. þingi komm- únistaflokks Sovétríkjanna. Þar er lagt til að komið verði á allsherjar öryggiskeríí á alþjóðavettvangi. Með því móti yrði friðsamleg sambúð meginreglan í alþjóðasamskiptum. Þá yrði kleift að auka umfang við- skiptalegs og efnahagslegs samstarfs og skoða þróun menningartengsla og mannréttinda og samskipti milli manna í nýju ljósi.“ Siðlausfjárútlát - Hversu þung er kostnaðarbyrðin af uppbyggingu og viðhaldi kjarn- orkuvígbúnaðar fyrir efnahag Sovétríkjanna, hvað myndu samn- ingar þýða í efnahagslegu tilliti og hversu mikil áhrif hafa efnahagsleg viðhorf á vilja ríkisstjórnar yðar til þess að ganga nú til samninga? „Spurningin um tengsl á milli efna- hagslegra hugleiðinga og þess að Sovétríkin eru reiðubúin til að leysa vandamál, er lýtur að meðaldrægum eldflaugum í Evrópu, verður að skoð- ast í víðara samhengi. Hún verður að skoðast í samhengi við spurningar um áhrif vígbúnaðarkapphlaupsins á efnahag landsins í heild. Það leikur enginn vafi á því að aukin smíði vígbúnaðar og endur- bætur á honum krefjast verulegra fjárupphæða sem væri hægt að nota í öðru markmiði. Sovéskir ráðamenn telja einnig siðlaust að í heiminum skuli vera eytt feikilegu fé til víg- búnaðarkapphlaupsins, á sama tíma og margar þjóðir þjást af hungri, fá- tækt og farsóttum. Sovétríkin eru reiðubúin til að nota hluta þess fjár, sem myndi sparast í kjölfar afvopn- unar, til þess að aðstoða þróunarl- öndin. Gerð samnings um meðaldrægar eldflaugar í Evrópu er að mati sov- éskra ráðamanna fyrsti hlekkurinn í afvopnuninni, sem gæti orðið til þess að losa verulegt fjármagn, sem svo mætti nota í friðsamlegum til- gangi. Meðal annars væri þá hægt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.