Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Blaðsíða 9
I FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987. 7 Bylting á Fijieyjum í nótt Stjórnarbylting varð á Fijieyjum í nótt þegar tíu menn úr her eyjanna réðust inn i þinghús landsins undir forystu þriðja æðsta manns hersins og tóku höndum Timoci Bavadra forsætisráðherra og ríkisstjóm hans. Fiji-eyjar em klasi liðlega þrjú húndmð eyja, um tvö þúsund kíló- metra norður af Nýja-Sjálandi. Eyjamar eru hluti af breska sam- veldinu en hlutu sjálfstæði árið 1970. Undanfarna mánuði hefur spenna milli tveggja helstu kynþátta á eyj- unum farið vaxandi. Ibúar af ind- verskum uppruna, sem fluttust til eyjanna meðan þær lutu yfirráðum Breta, mynda nauman meirihluta og hefur gætt mikillar óánægju meðal Fijimanna, sem em í minnihluta, með stjóm þeirra. í tilkynningu frá upplýsingaráðu- neyti Fiji-eyja í morgun segir að her landsins hafi tekið ríkisstjómina í sínar hendui- til þess að koma í veg fyrir frekari óróa og blóðsúthelling- ar í landinu. Leiðtogi byltingarmanna, Sitiveni Rabuka, sem er þriðji æðsti maður hersins, leitast nú eftir því að fá rík- isstjórn hersins viðurkennda sem réttmæta. Hann fór þess í morgun á leit við íbúa Fiji-eyja að þeir héldu ró sinni. Timoci Bavadra, forsætisráðherra Fijieyja, er nýliði i stjórnmálum sem hefur helgað sig læknisfræðinni mestallt líf sitt. Hann er nú i haldi byltingar- manna. Simamynd Reuter _________________Úflönd 356 gallar á kjarnaofnum Snorri Vaisson, DV, Vin; Austurríki er eitt þeirra landa sem samþykkt hafa að nýta ekki kjamorku til orkuöflunar. Hafði þegar verið reist eitt kjarnorkuver er þessi samþykkt var gerð og stendur það nú hálfkarað og ónotað. En það er ekki nóg að afneita kjam- orkunni í eigin landi þegar nágrann- amir gera ekki slíkt hið sama. Við rannsókn sovéskra sérfræðinga á tékkneskum kjamorkuverum nú nýverið kom í ljós að skipulagi og öryggismálum er þar mjög ábátavant. Til að mynda voru gerðar 356 athuga- semdir við þau tvö kjamorkuver sem standa næst austurrísku landamæmn- um en þau em í aðeins um 90 kíló- metra Qarlægð frá Vín. I nýúkominni skýrslu Grænfriðunga um kjamorkuver í Tékkóslóvakíu er gerð úttekt á hvaða afleiðingar alvar- legt kjamorkuslys gæti haft fyrir Vín og nágrenni hennar. Kemur þar í ljós að í hægri norðanátt gæti geislavirkn- in náð til Vínar á um það bil sex klukkustundum. Talað er um í samkomulagi Tékka og Austurríkismanna að ef til slíks komi verði tafarlaust send aðvömn til Austurríkis en það liggur í augum uppi að tíminn er alltof naumur til raunhæfra aðgerða. Til dæmis tæki flutningur fólks frá Vín mun lengri tíma. Tékkneskir ráðamenn hafa þegar svarað þessum athugasemdiun og dregið mjög úr bæði göllunum og af- leiðingum mögulegs slvss. Hins vegar sé alltaf einhver áhætta fyrir hendi en henni sé auðvitað haldið i algjöru lág- marki. Heræfingamar í Honduras hófust í gær Sameiginlegar heræfingar Banda- í Honduras, á lendingarprömmum. ríkjamanna og herja Mið-Ameríkurík- Heræfingar þessar hafa verið nefnd- isins Honduras em hafnar. í gær óku ar „Solid Shield“ eða heilsteyptur fyrstu bandarísku hermennimir á land skjöldur. Fyrstu bandarisku hermennirnir lenda á strönd Honduras, komnir til æfinga. 9 Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:....91-31815/686915 AKUREYRI:......96-21715/23515 BORGARNES:............93-7618 BLÖNDUÓS:........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:......95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:........96-71489 HÚSAVÍK: ......96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:..........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:....97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI:.......97-8303 interRent Lagerhillur og rekkar ^BBBBBB Eigum á lager og útvegum með stuttum fyrirvara allar gerðir af vörurekkum og lagerkerfum. Veitum fúslega allar nánari Smraumisr BiLDSHÖFÐA 16 SiMI.6724 44 Spurðir álHs um framhjáhald Ólafur Amaison, DV, New York: I kjölfar falls Gary Harts hafa aðr- ir vonbiðlar um forsetaembættið úr báðum flokkum verið mjög tregir til að svara spurningum um það hvort framhjáhald frambjóðenda eigi að vera kosningamál. Aðeins einn frambjóðandi, séra Pat Robertson, sem er repúblikani, hefur lýst yfir þeirri skoðun sinni að slík umræða sé réttmæt. Aðrir hafa lýst áhyggjum sínum yfir að slík umræða muni draga stjórnmál niður á óæðra svið. Sumir hafa algerlega neitað að tjá sig um málið. Það var stórblaðið The New York Times sem lagði spurningar um þetta efni fyrir frambjóðendur. Virðist greinilegt að einhver taugatitringur hefur brotist upp á yfirborðið meðal stjórnmálamanna eftir ófarir Harts og eru menn mjög varir um sig þegar rætt er um þessi mál. Ef til vill er ekki vanþörf á því svo virðist sem fjölmiðlar fylgist nú mjög náið með orðum og gjörðum manna, sem eru í fremstu víglínu bandarískra stjórn- mála, í leit að misfellum. Þess má svo geta að Gary Hart hóf í gær störf á lögfræðiskrifstofu þeirri í Denver í Colorado sem hann starf- aði á í tvö ár áður en hann varð forsetaframbjóðandi. GLÆSIVAGNAR Glæsilegur sportblll. Subaru 1800 coupé TURBO 4x4 árgerö 1987, ekinn 7 þus. km, sjálfskiptur, vökvastýri, rafmagn I rúöum og spegl- um, sóllúga, lifur hvitur, útvarp/segul- band, skipti koma til greina á ódýrari bifreið. Verð 790 þús. Mercedes Bens 190 E árgerð 1985, ALVÖRU JEPPI. ekinn 52 þús. km, sjálfskiptur. vökva- stýri, sóllúga, litað gler, útvarp/segul- band, litur grænn metallic, skipti koma til greina á ódýrari bifreið. Verð 950 þús. Nissan Patrol Turbo High Roof Diesel árgerð 1985, björgunarsveitarútgáfan, ekinn aðeins 15 þús. km, 6 cylindra, 5 gira, vökvastýri, útvarp/segulband, gangbretti, brettakantar, spil 4ra tonna, silfurlitaöur, skipti koma til greina á ódýrari bifreið. Verö 1200 þús. Mitsubishi Pajero, styttri gerð, árgerð 1985, bensínvél, ekinn 52 þús., vökva- stýri, breið dekk, white spoke felgur, allur klæddur og teppalagður að innan frá Ragnari Valssyni, útvarp/segul- band, litur blár, skipti koma til greina á ódýrari bifreið. Verð 580 þús. CHEVROLET pickup yfirbyggður 4x4 árgerö 1979, með original disilvél, ek- inn 15 þús. km á vél, DANA 20 drif, fjótandi hásingar, 8 cylindra, sjálfskipt- ur, vökvastýri, útvarp/segulband, skipti koma til greina á ódýrari bifreið. Verð 690 þús. Góð kjör, ath. skuldabréf. Toyota Hilux yfirbyggður árgerð 1981, ekinn 5 þús. km á vél sem hefur verið yfirfarin, bensínvél, white spoke felgur, vel útlitandi, skipti koma til greina á ódýrari bifreið. Verð 490 þús. Mazda 929 station árgerð 1984, ekinn aðeins 38 þús. km, sjálfskiptur, vökva- stýri, útvarp/segulband, sumar- og vetrardekk, litur drapp, skipti koma til greina á ódýrari bifreið. Verð 450 þús. KAUPENDUR/SELJENDUR, ATHUGIÐ: MIKIÐ ÚRVAL BIFREIÐA OG GREIÐSLUKJÖR VIÐ FLESTRA HÆFI: CHEVROLET SCOTTSDALE yfirbyggð- ur 4x4 árgerð 1979, ekinn 10 þús. km á vél sem er nýupptekin, 8 cylindra, sjálfskiptur, vökvastýri, útvarp/segul- band, skipti á ódýrari bifreið koma til greina, einnig greiðsla með skulda- bréfi. Verð 590 þús. KAUPENDUR/SELJENDUR, ATHUGIÐ: MIKIÐ ÚRVAL BIFREIÐA OG GREIÐSLUKJÖR VIÐ FLESTRA HÆFI:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.