Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987. 15 Kvennalistinn í stássmeyjaleik Ekki er traustvekjandi að fylgjast með fyrstu sporum Kvennalistans í stjómarmyndunarviðræðum. Eins og ég hef áður getið, reyndust þær ekki hafa lesið undir prófið, heldur þurftu viðbótarfrest til þess að koma sér saman um, hver væru baráttu- mál þeirra. Síðan hófust formlegar stjómarmyndunarviðræður. Stjórnarmyndunarviðræður fara þannig fram, að leiðtogi viðkomandi flokks ræðir við forseta lýðveldisins um, hverjum vænlegast sé að fela stjómarmyndun. Síðan ræða leið- togar flokkanna saman. Stjómmála- menn taka þetta alvarlega. Kvennalistinn virðist hins vegar líta á þetta sömu augum og þegar aðals- konur á átjándu öld komu með dætur sínar að sýna við frönsku hirðina. Frú Guðrún Agnarsdóttir tekur með sér læknisfrú, fallkandi- dat austan af Seyðisfirði, til þess að ræða við forseta lýðveldisins, og er hæpið að það hefði átt að hleypa henni inn til forsetans, þótt það hafi verið gert til þess að forðast opin- bert hneyksli. Þar með virðist þætti frú Guðrúnar lokið, því að frú Krist- ín Halldórsdóttir kemur til viðræðu- fundar með nýkjöma stallsystur úr Reykjavík til þess að ræða um stjómarmyndun. Það er auðséð á öllu, að svokölluð þátttaka Kvenna- listans í stjómarmyndun er hrein sýndarmennska og konumar virðast annaðhvort ekki gera sér grein fyrir því, hvað stjómmál em, eða einfald- lega ekki vera í stakk búnar til þess að takast alvarleg verkefrii á hendur. Kostir til stjómarmyndunar eru alltaf að skýrast. Kvennalistinn kemur ekki til greina meðan hann heldur áfram stássmeyjaleik sínum. Borgaraflokkurinn hefúr heldur enga stöðu til þess að komast í ríkis- stjóm. Þá em aðeins gömlu fjór- flokkamir eftir. Hvað vill Sjálfstæðisflokkurinn? Framsóknarflokkurinn stendur nokkuð vel. Formaður flokksins vinnur persónulegan sigur í kosn- ingunum og virðist hafa mesta möguleika til þess að verða forsætis- ráðherra í næstu ríkisstjóm. Hitt er aftur annað mál, að það sýnist óger- legt að mynda ríkisstjóm án þátt- töku Sjálfstæðisflokks. Spumingin snýst því fyrst og ffernst um, hvað Sjálfstæðisflokkurinn vill. Það em sterk öfl í Sjálfstæðis- flokknum, sem vilja nýsköpunar- Kjallaiiim Haraldur Blöndal lögfræðingur „. .ég á eftir að sjá essmenn ganga i bandalag við kommúnista og krata um að torvelda að nauðsynleg mál nái fram að ganga.“ „Það er auðséð á öllu, að svokölluð þátt- taka Kvennalistans í stjórnarmyndun er hrein sýndarmennska... “ stjóm. En slík stjóm er tálsýn ein. Alþýðubandalagið og sjálfstæðis- menn geta ekki farið saman í ríkis- stjóm nema hægt sé að sameinast um stór mál. Hversdagslegt nagg um að auka hagvöxt, bæta stöðu at- vinnuveganna, bæta lífskjör eða lappa upp á húsnæðiskerfið em ekki slík mál. Þar fyrir utan á flokkurinn í innri baráttu - tap flokksins hefur orðið mikið og er kennt um hægri þjónkun verkalýðsfomstunnar. Er vafasamt að forystan treystist þá til þess að ganga í flatsæng með íhald- inu. Essmenn með eilífa gagnrýni Jón Baldvin Hannibalsson er hættulegur andstæðingur og mun hættulegri en S-listamenn. Ef fram- boð essmanna hefði ekki komið til, hefði Alþýðuflokkurinn væntanlega orðið sterkari - þess vegna er spum- ingin: er æskilegt að koma þeim flokki til valda? Menn verða líka að átta sig á því, að yfirlýsingar Al- þýðuflokksins em þannig, að mjög erfitt er fyrir Sjálfstæðisflokkinn að kyngja þeim öllum - og jafnvel þótt svo tækist til, að menn gætu út af fyrir sig sætt sig við einhver af sjón- armiðum Alþýðuflokksins, er stjóm með Alþýðuflokki og Alþýðubanda- lagi slæm stjóm út frá sjónarmiði sjálfstæðismanna - menn geta hugs- að sér ástandið þegar essmenn em með eilífa gagnrýni frá hægri og jafnvel Framsóknarflokkurinn líka. Ég ræddi í síðustu grein, að mér þætti líklegast, að mjnduð yrði þriggja flokka stjóm, Sjálfstæðis- flokks, Framsóknar og Alþýðu- flokks. En við nánari skoðun sé ég ekki að slík stjórn sé skvnsamleg fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Og það liggja til þess ofúreinfaldar ástæður. Alþýðuflokkurinn er með tillögur í landbúnaðarmálum, sem myndu koma mjög harðlega niður á land- búnaði og dreifbýlisfólki. Þessar tillögur em m.a. mótaðar í anda hörðustu andstæðinga íslensks land- búnaðar og hafa þegar fætt af sér Þjóðarflokkinn, sem er ofstækisfull- ur landsbyggðarflokkur, sem til allrar guðs lukku fékk hraklega út- reið. Alþýðuflokkurinn aðhyllist með sama hætti harkalega stefriu í ýmsum öðrum málaflokkum, þar sem foringjar flokksins vita, að þeir eiga lítið fylgi. Stuðningur við stefiiu Alþýðuflokksins yrði hins vegar til þess að veikja mjög fylgi Sjálfstæðis- flokksins úti á landi - og raunar held ég, að það fengist ekki mvnduð ríkisstjóm með Alþýðuflokknum á gmndvelli þessarar stefnu. Og hvað er þá eftir? Útíhött Ég hef áður bent á það. að núver- andi ríkisstjóm missti ekki meiri- hluta sinn á Alþingi. Stjómarþing- menn em 32 og Stefán Valgeirsson sá 33. Stjómin getur þess vegna kom- ið fram fjáriögum 0g hún getur varist vantrausti. því að um það er greitt atkvæði í sameinuðu þingi. Eftir stendur þá aðeins. að stjómin hefur að óbreyttum þingsköpum jöfn atkvæði í efri deild og stjómarand- staðan. Það þýðir hins vegar það, að stjómarandstaðan getur ekki komið fram neinni breytingartillögu við stjómarfrumvörp - hún yrði ein- faldlega felld. Nú er það vitanlega út í hött, að meirihluti Alþingis geti ekki myndað stjóm, en það er auð- velt að gera það mögulegt. Með einfaldri breytingu á þingsköpum er hægt að setja þau ákvæði, að ef frumvarp falli á jöfnum atkvæðum í annarri deildinni en hafi verið sam- þykkt í hinni, þá geti hvaða þing- maður sem er krafist þess, að frumvarpið fari fyrir sameinað þing og ráði þá einfaldur meirihluti. Ég á eftir að sjá þingmenn neita slíkri breytingu, sem er í sjálfu sér eðlileg afleiðing af flölgun þingmanna og í lýðræðisátt. En þessi bre\1;ing er ekki nauðsyn- leg, því ég á eftir að sjá essmenn ganga í bandalag við kommúnista og krata um að torvelda, að nauð- s\mleg mál nái fram að ganga. Þetta væri besta stjómin - þeir sem telja 32 atkvæði of lítinn meirihluta eiga að velta því fyrir sér, hvort betra hefði verið. að Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði ekki, en Albert Guðmunds- son verið 33ja atkvæðið. Haraldur Blöndal Dýr og ódýr lyf Árið 1974 kom ég til New York frá Englandi. Ég hafði verið ráðin sem sérfræðingur til Sameinuðu þjóð- anna. Við vorum þá um 1200 manns, flestir frá Evrópu. Við komuna vor- um við bláfátæk. Að vísu vorum við ekki bláfátæk í heimalöndum en þar vora yfirleitt ströng gjaldeyrislög og við gátum aðeins fengið mjög lítið út úr landinu. Sameinuðu þjóðimar greiddu laun í lok mánaðarins. Til þess að við gætum borðað o.þ.h. fengum við fyr- irframgreiðslu - 200 dali - en urðum að endurgreiða í lok mánaðarins. Þar var eitt sem við vorum vörað við - að verða veik, enda lækna- greiðslur háar. Almennar sjúkra- tryggingar vora ekki til. En borgin New York hafði sértryggingar fyrir starfsfólk sitt og leyfði Sameinuðu þjóðunum að taka þátt í. Heitið var „Blue Cross“ sem greiddi lækna- reikninga. Auk þess gátum við fengið tryggingu vegna innlagnar á sjúkrahús, „Blue Shield". Dýr lyf undir firmaheitum Það var aðeins eitt, sem gat valdið vandræðum: lyíjakostnaðurinn. Þegar athugað var nánar uppgöt- vaðist í Sameinuðu þjóðunum að dýr vora lyfin sem seld vora undir firma- heiti. Sams konar lyf vora framleidd í Bandaríkjunum undir efnaheiti (Generisk nafn) og miklu ódýrari. Apótekin í íbúðahveríúm vora oftast ekki með þessi ódýrari lyf. Við upp- götvuðum þá apótek á 2. breiðgötu, nálægt byggingu Sameinuðu þjóð- anna, sem var með þessi lyf. Að vísu fóram við öll þangað. Það borgaði sig fyrir apótekarann - veltan varð mikil og það borgaði sig fyrir okkur. Nú datt mér í hug hvort væri nokkuð samsvarandi hériendis. Þar sem ég má ekki taka inn Aspirin eða önnur lyf sem innihalda acetil- salicylsýra fékk ég upplýsingar um KjaUaiinn Eiríka A. Friðriksdóttir hagfræðingur að kvalastillandi lyf fyrir mig væri Paracetamol. í apótekum var mér afhent Panodil, innflutt lyf, framleitt af Sterling-Winthrop í Kaupmanna- höfn. Pakkningin var „Panodil 500 mg“ og í smærri bókstöfum Parac- etamol. Paracetamol er framleitt á íslandi af Delta hf. Verðmunur var töluverður. 20 töflur Paracetamol kostuðu 69 kr. en 20 töflur Panodil 88 kr., þ.e.a.s. 27% meira. Listinn. sem ég fékk frá Delta hf. eftir mínum óskum, sýndi verðmun frá 2% (ísl. Cimetidin 200 mg 100 stk. kr. 2325 og Tagamet 200 mg 100 stk. 2380) til 301% (íslenskt Diazepam 5 mg 50 stk. kr. 109,- og Valium. innflutt. 5 mg 2x25 stk. kr. 437.-) Að kaupa og spara Ef til vill getum við lækkað út- gjöldin vegna h-íjakaupa séu íslensk lyf keypt, Læknir einn sýndi mér bók, sem hann fékk i Bandaríkjun- um. þar sem hann vann á ríkisspít- ala, sem svndi firmaheiti lyfja en jafnframt efnaheiti sem hægt var því að kaupa og spara með því. Auk upplýsinga frá Delta hf. fékk ég danskt blað. Tænk, sem neytenda- stofnun (Forbragerrádet) gefur út, frá febrúar 1986. Var þar skýrsla um mann að nafni Stanley Adams sem var háttsettur starfsmaður Hoff- mann-la-Roche í Sviss og hann gaf EBE upplýsingar um misnotkun einkaframleiðslule\’fis (Monopol) og að Hoffinann-la-Roche hafði hækkað verð og ágóði var 2500%! Samkvæmt svissneskum lögum um framleiðslu- leyndarmál var hann sakfelldur 1974 og sat í fangelsi í 15 mánuði. Konan hans stytti sér aldur vegna þess. Eiríka A. Friðriksdóttir. „Ef til vill getum við lækkað útgjöldin vegna lyfjakaupa séu íslensk lyf keypt.“ „Læknir einn sýndi mér bók, sem hann fékk i Bandaríkjunum, þar sem hann vann á ríkisspitala, sem sýndi firma- heiti lyfja og jafnframt efnaheiti sem hægt var þvi að kaupa og spara með þvi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.