Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Blaðsíða 32
7 T 7 32 Tíðarandinn FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987. Hjördís Jónsdóttir kenndi blómaskreytingar og þurfti ekki aö kvarta yfir áhugalausum nemendum. Hjördís, Unnur, Sigrún, Ragnheiður, Gré^a, Anna, Gyða, Jóna og Asdís. Heimagistiþj ónusta: „Svo myndum við með okkur samtök4 4 Texti: Borghildur Anna — DV-myndir GVA og BG „Ég er með hvítt leðursófasett. Það er ekki hægt að lita það.“ Áhyggjusvipurinn leynir sér ekki en sessunauturinn blæs á vanda- málið. „Hvítt leðursófasett er hvort sem er ekki hægt að hafa neins staðar nema þar sem er svo mannmargt að maður er eins og fló á skinni og sest ekki nema stöku sinnum." Staðurinn er Menntaskólinn í Kópavogi - stofa fimmtán - og þarna er í gangi námskeið fyrir þá sem hafa í huga að setja á stofn heimagistiþjónustu fyrir ferða- menn. Allir nemendurnir eru konur, kennarinn og námskeiðs- stjórinn sömuleiðis. Dæmigert fyrir breytingarnar í þjóðfélaginu því heimavinnandi húsmæður verða sífellt færri og þær konur sem sinntu slíkum störfum leita á önnur mið. Ferðaiðnaðurinn er svo ný atvinnugrein hérlendis sem vex stöðugt fiskur um hrygg. Á öllum borðum sátu konur, litandi húsgögn i imyndaða setustofu vænt- anlegra viðskiptavina. Rauðtjöld eða engin Innanhússarkitektinn Sólveig Kristinsdóttir er að kenna hönnun umhverfis og það kemur greinilega fram að sjálfsagt sé að byrja á að nýta þá'hluti sem fyrir hendi eru og láta efnin ráða endurbótunum. Við skipulagninguna er svo ráðlagt að snúa sér fyrst að stærri hlutun- um en smáhlutirnir lenda síðast á listanum. Það er bannað að byrja á lampakaupum og reyna síðan að bjarga í horn með því að miða allt við lampann góða. „Hafið í huga gluggatjöldin, veggina og stærstu húsgögnin.“ Og með það efst á lista litar hópur- inn verkefnið og fær gagnrýni kennarans í lokin. „Ég er á móti gardínum," segir ákveðin rödd, önnur hafði rauð tjöld heima hjá sér og þriðja á í vandræðum með að byrja. En þetta gengur vel þegar komið er af stað og verkefnunum er ætlað að lenda að lokum saman í möppu með öðr- um námskeiðsgögnum. Stöku erfiðleikar gera vart við sig, hræðsla við liti er algeng og gólf- mottur valda deilum ef reynt er að hressa upp á myndina með björtum litatónum. Þegar allir eru búnir með mynd- j ina er safnast saman í hnþpp og árangurinn metinn. „En gaman að sjá hvað þetta er misjafnt, engin eins,“ segir ein kvennanna og fleiri taka i sama streng. Kaffið í töskunni „Komið í kaffi, stelpur," segir ein og dregur upp kaffikönnu úr tösk- unni. „Núna er ég ekki með mjólk, bara rjóma.“ Þær setjast saman og í umræðum kemur í ljós að fæstar hafa fengist við gistiheimilisrekstur áður. Þetta er ný hugmynd hjá bæjarfélaginu og í tengslum við aukna þjónustu við ferðamenn á höfuðborgarsvæð- inu. Tvær hafa unnið í slíku áður - Unnur Karlsdóttir rekur gisti- heimili ÍSÍ og Jóna Guðlaugsdóttir hefur verið með heimagistiþjón- ustu í tólf ár. Aðrar eru byrjendur i faginu. \ Jóna Guðlaugsdóttir hefur verið með heimagistiþjónustu i tólf ár og miðlaði öðrum af reynslu sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.