Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Blaðsíða 40
 %t*,r F R E T T K O T I Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987. Svavar Gestsson: Meira en að skipta um föt „Ég á síður von á því,“ sagði Sva- var Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, er DV spurði í morgun hvort menn gætu búist við einhverj- um árangri ef viðræður um nýsköp- unarstjórn yrðu reyndar næstu daga. „Annars snýst þetta auðvitað allt um málefhi. Spumingin er um það frá okkar bæjardyrum séð hvort aðr- ir flokkar eru tilbúnir til að taka undir okkar kröfur varðandi breyt- ingar á ríkisfjármálum, félagslegri þjónustu, byggðastefnu, utanríki-. spólitík. Mér finnst nú menn tala dálitið um þessi stjómarmyndunar- mál eins og þeir séu að ræða um það að skipta um föt. En málið er rneira," sagði Svavar. -KMU Bandaríkin: Hvalveiðar okkar aftur komnar í sviðsljósið 1 Bandaríkjunum fer þrýstingur á stjómvöld nú vaxandi um refsiað- gerðir gegn Islendingum vegna hvalveiða okkai-. Sagði Lee Webb- ing, framkvæmdastjóri bandaríska fiskveiðiráðsins, þetta á hádegis- verðarfúndi íslensk-ameríska versl- unarráðsins fyrr í þessari viku. Webbing sagði að þetta væri mál sem íslendingar þyrftu að hafa áhyggjur af, svo mikill og vaxandi værí þessi þrýstingur. Hann taldi ekki að sá tollur, sem talað er um að setja á innflutning frá þeim þjóð- um sem em í viðskiptahalla við Bandaríkin, myndi snerta okkur. Aftur á móti gæti nýgerður frísversl- unarsamningur milli Bandaríkjanna og Kanada haft áhrif á og skaðað fisksölu íslendinga tíl Bandaríkj- -S.dór LOKI Það er sama gamla sag- an, Steini vill ekki stólinn! Stjómarmyndunartílraunir: Þorsteinn fékk ekki umboðið i morgun Þorsteini Pálssyni, formanni Sjálf- stæðisflokksins, var ekki veitt umboð til stjómarmyndunar í morgun þegar hann gekk á fund forseta íslands. Vigdís Finnbogadóttir forseti átti viðræður við formenn Sjálfetæðis- flokks, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags í gær. Á þeim fúndum var rætt hverjir væm líklegustu mögu- leikar á stjómarmyndun og í fram- haldi af þeim boðaði forsetinn Þorstein Pálsson á sinn fúnd í morgun. Samkvæmt heimildum DV mun Þorsteinn hafa verið frekar tregur til að taka við umboði til stjómarmynd- unar á þessu stigi. „Við höfúm eklá verið að sækjast eftir umboðinu Það stafar einfaldlega af þvf að \dð sjáum engan augljósan kost á borðinu," sagði Þoisteinn Páls- son um þetta í morgun. Samkvæmt heimildum DV kjósa sjálfstæðismenn helst að Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins, fái umboðið f>Tst. Þá myndi hann ganga á Kvennalistann og fá upp á borðið hvcr skilyrði kvennanna séu þannig að merrn geti séð hvort ríkisstjóm með Kvennabsta sé yfir- leitt möguleiki scm þurfi að hafá í huga. Þegar því værí lokið gæti Þomteinn ffekar tokið við stjómtaumunum og reynt myndun stjórnar með Alþýðu- flokki og Alþýðubandalagi eða Alþýðuflokki og Kvennalista ef kon- umar- væm fýsilegur kostur. -ES Sigurvegarinn í Elitekeppninni verður krýndur á Broadway í kvöld. Tímaritið Nýtt líf stendur fyrir keppninni á íslandi og mun sjá um að greiða götuna erlendis. Að þessu sinni eru það þrettán stúlkur sem keppa til úrslita. Meðfylgjandi DV-mynd tók KAE á æfingu hópsins í gærkvöldi og í miðju situr Trudy Tapscott, fram- kvæmdastjóri New Faces - Elite - í New York. Sú hlutskarpasta heldur síðan til Sikileyjar í ágúst - september þar sem Elitekeppnin fyrir vinningshafa allra landa verður haldin þetta árið. Leiðin til fyrirsætustarfa eriendis er opin með þessa tvo titla í farteskinu. -baj/DV-mynd KAE Veðrið á morgun: Suðvestan- átt með skúrum sunnan- og vestanlands Á föstudaginn verður suðvestanátt með skúrum eða rigningu sunnan- og vestanlands en þurrt í öðrum landshlutum. Hiti verður á bilinu 2-10 stig. Sturia Kristjánsson: Krefst 6 milljóna í skaðabætur Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: Sturla ’ Kristjánsson, fyrrverandi fræðslustjóri, fer fram á 6 milljónir króna í skaðabætur úr ríkissjóði fyrir það að hafa verið vikið úr starfi fræðslustjóra í vetur. Þetta kom fram hjá lögmanni Sturlu, Jónatani Sveins- syni, við DV í morgun. Jónatán sagði að staða málsins væri sú að dómari tæki málið líklegast fyr- ir áður en réttarhlé hæfist en endan- legur dómur yrði líklega kveðinn upp í haust. „Við lögmennirnir vonum þó að sættir takist og að hægt-verði að semja um málið.“ Þráinn Þórisson, formaður fræðslu- ráðs, sagði við DV í morgun að fr æðsluráð myndi ákveða það á mánu- daginn með hvaða umsækjanda það myndi mæla í starf fræðslustjóra en umsóknir liggja nú fyrir hjá ráðinu. i i i t t Frávisun í Hafskipsmáli:! Hallvarður t neitar að bera vitni Hluti frávísunarkröfu í Hafskips- málinu svokallaða var tekinn fyrir í Sakadómi Reykjavíkur í morgun og var þess þar krafist að Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari yrði með dómsúrskurði skyldaður til þess að mæta fyrir dóminum og bera vitni þar en svo sem kunnugt er byggist frávís- unarkrafan á meintu vanhæfi Hall- varðs í málinu. Samkvæmt upplýsingum, sem DV hefur aflað sér, hefur Hallvarður neit- að að bera vitni fyrir Sakadómi í frávisunarmálinu en verjendur ákærðra í Hafskipsmálinu telja nauð- synlegt að leggja ýmsar spurningar fyrir Hallvarð. Þá var í Sakadómi í morgun einnig lögð fram krafa um að fjármálaráðherra verði úrskurðað skylt að upplýsa ákveðin atriði sem varða lánveitingar íjármálaráðherra til Hallvarðs Einvarðssonar úr Lífeyr- issjóði starfsmanna ríkisins en svo sem kunnugt er fékk Hallvarður tvö lán úr sjóðnum í kringum áramótin 1984/1985 samkvæmt lánakvóta sem fjármálaráðherra hafði yfir að ráða á þeim tíma. Ennfi-emur var þess krafist að Albert Guðmundssyni, fyrrverandi ijármálaráðherra, yrði gert skylt að mæta fyrir dóminum og svara þar spumingum en lánveitingamar áttu sér stað í íjármálaráðherratíð hans. -ój Íslandsmetí rækjuveiðum Jón G. Hauksson, DV, Akureyit Togarínn Margrét frá Akureyri gerði fyrir skömmu’ mettúr á rækju þegar hann kom til hafnar með 180 tonn. Margréti hefur gengið óhemju- vel á rækju frá áramótum og veitt alls um 660 tonn af rækju. Það er útgerðar- félagið Samherji sem á Margréti en sem kunnugt er á fyrirtækið líka ann- an mettogara, Akureyrina. Sturla Einarsson er skipstjóri á Margréti. Togarinn hefúr aðallega veitt rækjuna við Kolbeinsey.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.