Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987. 17 írska lagið var langt frá því að vera I „toppklassa" en fékk vinninginn vegna þess að það var sungið af hinum fræga Johnny Logan sem var útnefndur sigurvegari af fréttamannaklíkunni löngu áöur en keppnin fór fram. Eurovision: Urslitin ráðin fyrir- fram með auglýsingaskrumi G.H. Jónsson skrifar: Ég leyfi mér hér með að leggja orð í belg um hin dæmalausu úrslit í söngvakeppninni og byggi ummæli mín á því að ég hef yndi af góðri tón- list og er þar af auki kominn af mjög músíkölsku fólki. Greinilegt virtist að írska lagið, sem var langt frá því að vera í „topp- klassa“, nánast miðlungsgott popplag, fékk vinninginn vegna þess að það var sungið af hinum fræga JohnnyLogan sem var útnefndur sigurvegari af fréttamannaklíkunni löngu áður en keppnin fór fram. Að mínu mati voru tvö lög í sér- flokki í keppninni, það þýska og júgóslavneska, það var i reynd ógem- ingur að gera upp á milli þeirra. Svo var t.d. danska lagið mjög gott líka. Mér finnst að Eurovisionkeppninni hafa farið mjög aftur þegar svo er komið að fréttamannaklíkan og aug- lýsingaskrum getur hreinlega ákveðið úrslitin fyrirfram þannig að bestu lög- in vinna ekki. Þetta er fyrir neðan allar hellur og skömm að því. íslenska lagið naut sín því miður ekki sem skyldi vegna þess að það var greinilega svo gott sem enginn hljóm- burður í keppnissalnum. Þess vegna gat Halla Margrét ekki borið lagið uppi eins og hún arrnars gerði svo fiá- bærlega hér heima. Eins og margir segja er sennilega þetta ljúfa skemmti- lega lag hreinlega of gott til að verða ofarlega í þessari keppni. Tónlistarfólkið okkar stóð sig mjög vel við erfiðar aðstæður og á bæði hrós og þakkir skildar fyrir frammi- stöðu sína. Enda er sagt að tónlistar- menn keppnishljómsveitarinnar hefðu viljað að íslenska lagið ynni, það segir greinilega sína sögu um gæði lagsins og það ekki litla! Fleiri tónleika með Gypsi „Gypsi er fvimælalaust eitt það besta sem komið hefur fram í islensku tónlistarlifi svo lengi sem elstu menn muna.“ 6176-8696 skrifar: Eiga Islendingar nokkum tíma eftir að læra af reynslunni? Eiga þeir nokk- um tímann eftir að skilja að íslensk framleiðsla er fyllilega sambærileg við erlenda? Ef svo er væri nafn hljóm- sveitarinnar Gypsi á hvers manns vömm og tónlist hennar í hvers manns eyrum. Reynið að líta ykkur nær. Því að vera eltast við útlenda fimmaura- rokkara þegar við höfum þúsundkall- ana hér heima? Tilefni þessara skrifa eru hreint kynngimagnaðir tónleikar sem Gypsi hélt á Hótel Borg ásamt Bláa bílskúrs- bandinu og Exist sem samanstendur af reyndum mönnum og miklum köpp- um eins og Eiríki Haukssyni og Guðlaugi Falk. Þeir sem húktu heima geta nagað sig í handarbökin því að fólk missti af alveg einstakri skemmtun sem ekki býðst á hverjum degi. Þama var val- inn maður við hvert hljóðfæri og eigi færri en þrír stórsöngvarar létu í sér heyra, þeir Eiríkur Hauksson og bræð- urnir Jóhannes og Eiður Öm Eiðssyn- ir sem tóku þama raddblöndun saman og sungu dúett við mikinn fögnuð við- staddra. Gypsi er tvímælalaust eitt það besta sem komið hefur fram í íslensku tón- listarlífi svo lengi sem elstu menn muna. Ég hreinlega neita að trúa því að þetta ár ætli að líða án þess að hún gefi út plötu. Og hvar em útsendarar allra þessara fjölmiðla eiginlega með augun og eymn? Ég vil að lokum benda fólki á að gera sjálfu sér þann greiða að mæta á næstu Gypsitónleika sem verða vonandi sem fyrst. Við sem vorum á borginni fyrmefnt fimmtu- dagskvöld komum ömgglega aftur. AÐALFUNDUR Húseigendafélagsins verður haldinn föstudaginn 22. maí á skrifstofu félagsins, Bergstaðastræti 11A, kl. 17.00. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning stjórnar 3. Önnur mál. VZS4 KREDIDKOR TAÞJONUS TA HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTfG 29. Opið á laugardögum PANTANIR SÍMI13010 NÁKVÆMNI - DUGNAÐUR Við leitum að stundvísri, líflegri stúlku, 20-25 ára, með þægilegt viðmót og góða íslensku- og vélritunarkunn- áttu. Vinnutími kl. 13-17. Við bjóðum bjartan og góðan vinnustað og góðan starfsanda. Skriflegar umsóknir sendist auglýsingadeild DV fyrir þriðjudaginn 19. maí merkt „FRAMTÍÐ - DUGNAÐ- UR 232". LUKKUDAGAR VINNINGASKRA FYRIR APRÍL 1987 1. apríl 34935 17. apríl 50601 2. april 59190 18. apríl 27093 3. apríl 9568 19. apríl 38251 4. apríl 57305 20. apríl 9643 j 5. apríl 75511 21. apríl 36290 6. apríl 7176 22. april 14868 7. apríl 63281 23. apríl 77977 8. apríl 20239 24. apríl 35092 9. apríl 21103 25. apríl 68280 10. apríl 9230 26. apríl 16194 11. apríl 20890 27. apríl 1369 12. apríl 41917 28. apríl 65047 13. apríl 44230 29. apríl 71080 14. apríl 1577 30. apríl 57010 15. apríl 25816 16. apríl 52394 Upplýsingar í síma 91-82580. V Þú hringir — við birtum og auglýsingin verður \ '• færð á kortið. ) Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar / og ganga frá öllu i sama símtalið /Hámark kortaúftektar i síma er kr. 4.00Ö,,- /Nafn - heimilisfang / og gildistima og áð Hafið tilbúið: - síma - nafnnúmer -kortnúmer sjálfsögðu texta auglýsingarinnar. 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.