Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 14. MAl 1987. Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 550 kr. Verð i lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Miðjustjórn eða kantstjórn Einna sérkennilegustu afstöðu í viðræðum um mynd- un nýrrar ríkisstjórnar hér á landi er að finna hjá ráðamönnum Sjálfstæðisflokksins. Þótt sá flokkur hafi tapað mest allra flokka í kosningunum, eru oddvitar hans önnum kafnir við að leika guðshlutverk í pólitík. Oraunsæi þeirra kemur annars vegar fram í, að þeir telja sér kleift að reyna að refsa grasrótinni í flokknum fyrir að styðja nýjan flokk til áhrifa. Hins vegar kemur það fram í, að þeir telja sér kleift að reyna að refsa forsætisráðherra fyrir að vera úr hófi vinsæll. Viðhorf leiðtoga Sjálfstæðisflokksins eru skýrustu dæmin um, að hér á landi skipta úrslit kosninga ekki sköpum um völd í þjóðfélaginu. Hér er kosningasigur ekki talinn vera ávísun á þátttöku í ríkisstjórn, heldur fremur sem smitsjúkdómur, er einangra beri stranglega. Ef allt væri með felldu hér á landi, væri fyrst og fremst litið á sigurvegara alþingiskosninganna sem nauðsynlega og sjálfsagða aðila að nýrri ríkisstjórn. Þar færi fremstur í flokki Borgaraflokkur Alberts Guð- mundssonar, sem stærstan sigurinn vann. En þvert á móti eru flestir oddvitar og sérfræðingar stjórnmálanna sammála um, að ekki komr til greina, að Borgaraflokkurinn taki þátt í ríkisstjórn. Meira að segja Albert sjálfur hefur látið frá sér fara, að bezt sé, að flokkur hann byrji ferilinn í stjórnarandstöðu. Næst á eftir Borgaraflokknum var Kvennalistinn sig- urvegari kosninganna. Til að sporna gegn staðreyndinni eru oddvitar og sérfræðingar stjórnmálanna sammála um að gera til listans meiri kröfur en til annarra um málatilbúnað, svo að hann detti sem fyrst úr myndinni. Þriðji sigurvegari kosninganna er Alþýðuflokkurinn, sem náði hálfu Vilmundarfylgi til baka. Ef mark væri tekið á kosningaúrslitum, ætti hann að vera aðili að nýrri ríkisstjórn eins og Borgaraflokkur og Kvenna- listi. Þá vantar aðeins fjórða flokkinn í þingmeirihluta. Ekkert er til fyrirstöðu, að fjórir flokkar myndi stjórn. Það er ekki lakara mynztur en þriggja flokka stjórn og er algengt í öðrum löndum. Kenningar um annað eru bara illa dulbúin tilraun til að segja, að stjórnarað- ild Sjálfstæðisflokks sé eins konar náttúrulögmál. Fjórði flokkurinn í nýrri ríkisstjórn ætti efni málsins vegna að vera Framsóknarflokkurinn, sem tapaði nán- ast engu í kosningunum og getur þar á ofan lagt fram vinsælasta stjórnmálamann landsins sem forsætisráð- herra. Þetta yrði fjögurra flokka miðjustjórn. Utan stjórnar ættu að sjálfsögðu að vera þeir flokk- ar, sem hrundu, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubandalag. En það er dæmigert um sambandsleysi kosningaúrslita og stjórnarmyndunar, að nú er talað um þessa tvo sigr- uðu flokka sem hornsteina nýrrar ríkisstjórnar. I kosningunum gekk bezt nýjum og nýlegum flokkum,- sem töldú sér til ágætis að vera með mildari stefnu en kantflokkarnir tveir til vinstri og hægri. Niðurstaðan ætti að vera ávísun á ríkisstjórn á miðjunni, án þátt- töku Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokksins. Því miður er marklítið að fjalla á þennan hátt um, hver sé eðlileg niðurstaða kosninganna. Ráðamenn flokka, með oddvita Sjálfstæðisflokksins í broddi fylk- ingar, telja heppilegast, að hinir sigruðu myndi ríkis- stjórn, enda eigi þeir í rauninni fylgi sigurvegaranna. Óraunsæjar hugmyndir um gamalt eignarhald á fylgi annarra og um refsingar fyrir vinsældir valda því, að nú er ekki talað um miðjustjórn heldur kantstjórn. Jónas Kristjánsson Kennurum gróflega mismunað í mars sl. fóru kennarar í HÍK í verkfall eins og flestir muna trúlega. Eftir mikið þóf tókust samningar að lokum og komu fulltrúar beggja samningsaðila fram í sjónvarpsfrétt- um það kvöld og lýstu mikilli ánægju sinni með þann samning sem með þeim hafði tekist. Kristján Thorlac- ius sagði m.a. að þessi samningur skilaði kennurum verulegum ár- angri og væri stórt skref í átt til bættra kjara o.s.frv. Ég tók vel eftir þessu því að þótt ég sé grunnskólakennari og því ekki í HÍK heldur KÍ þá vissi ég að okk- ar samningar yrðu nánast eins og taxtamir þeir sömu. Ég hugði því gott til glóðarinnar að loksins, loks- ins, ætti að fara að borga kennurum mannsæmandi laun. Ég man þó ekki nákvæmlega hvaða dag þetta var en hallast nú helst að því að þetta hljóti að hafa verið 1. apríl. Þá væri óhætt að segja að þjóðin öll hafi hlaupið apríl í þetta sinn því að umræðan í þjóðfélaginu hefur verið á þá leið að nú hafi ríkisstarfsmenn, með kennara í broddi fylkingar, rofið þjóðarsáttina fi-ægu með því að ná fram nánast óguðlegum kauphækk- unum sem væm í þann veginn að vekja upp af værum blundi verð- bólgudrauginn gamla og guð má vita hvað þessi ósköp áttu að hafa í för með sér. - Og hver vom svo ósköpin? Ég fékk að vita í gær hvað það var sem Kristján Thorlacius var svona án- ægður með fyrir mína hönd: heilar 2.048 kr. í kauqhækkun! Haldiði að það sé munur! Ég sé nú aldeilis fram á bjartari framtíð, komin upp í 41.141,- kr. í laun eftir 9 ára starf! Nei, án gamans, þá held ég ekki að tvö þúsund kallinn skipti sköpum um mína afkomu en ég held að Kristján hljóti að vera mjög illa launaður úr því hann telur þetta vemlegan árangur. - Kannski ég ætti að senda honum aurana? - Og þó. Ég er áreiðanlega langt komin með að eyða þeim í símtöl við launa- deildina til að reyna að fá skýringar. Þær vom hvorki auðfengnar né auðskildar. Þó skildist mér að nú væri verið að skilja sauðina frá höfr- unum; ég væri ein af svörtu sauðum stéttarinnar, nefnilega réttindalaus, og það gerði útslagið. Þegar farið var að skoða málið kom semsé í ljós að réttindalausir kennarar bám mun minna úr býtum í þessum samningum en hinir út- völdu; réttindakennaramir. Það kom t.d. fram að kennari, sem er að ljúka námi, fær strax rúm 42.000,- og þrepahækkun eftir hálft ár og auk þess tveggja launaflokka hækkun á samningstímanum umfram það sem réttindalausir kennarar fá. Út með svörtu sauðina Það virðist því vera markviss stefna stéttarfélaga kennara að þvinga okkur réttleysingjana til að hætta kennslu hið bráðasta. Gott og vel. Ég tek auðvitað heils hugar undir það að kennsla er vandasamt starf og allir skólar ættu að vera fullmannaðir réttindafólki. En er þetta raunhæfur möguleiki núna, t.d. á Vestfjörðum? U.þ.b. helmingur kennara hér er réttinda- laus. Hvað yrði um skólastarf hér KjaUarinn Herdís Magnea Hubner grunnskólakennari um slóðir ef við gerðum eins og stétt- arfélagið okkar virðist ætlast til og gengjum út? Mér hefur ekki sýnst ganga svo vel að manna skólana hér á haustin að á þann vanda sé bæt- andi. Á það má líka benda að stór hluti þessara réttleysingja hefur kennt við sömu skólana árum og jafhvel ára- tugum saman og reynsla þeirra hlýtur að vera einhvers virði. Hins vegar hefur okkur haldist illa á þeim réttindakennurum sem koma að- fluttir. Mér skilst t.d. að núna í vor ætli u.þ.b. þriðjungur kennaraliðsins við grunnskólann á ísafirði að taka saman föggur sínar, eða 13 manns. Þannig er þetta á hverju vori og fer síst batnandi. Þar sem svona er ástatt hefði ég haldið að starfsreynsla væri jafnvel meira virði en ella. Þetta snertir að sjálfsögðu lítið þá sum búa í Reykjavík eða nágrenni og geta gengið að því vísu að hafa réttindafólk í hverri stöðu. Þetta er því kannski fyrst og fremst byggða- mál því það er á landsbyggðinni sem skórinn kreppir í þessum efnum. Stéttarfélög kennara ættu því að fara varlega í að flæma okkur út úr skólunum hér á meðan réttindafólk ekki fæst til starfa á eðlilegan hátt, þ.e. til frambúðar, svo ekki þurfi að reka skólana á bráðabirgðagrund- velli frá ári til árs. Sumarnámskeiðin Nei, ég held að stéttarfélögum kennara væri skammar nær að beita sér fyrir því að réttindalausum kenn- urum um allt land verði gert kleift að verða sér úti um réttindi án þess að þurfa að rífa sig upp með fjöl- skyldu (og e.t.v. óseljanlegar hús- eignir) til að setjast á skólabekk í Reykjavík. Það er t.d. alveg táknrænt að okk- ur er ekki einu sinni hleypt á sumamámskeið KHÍ. Ég hef sjálf sótt um námskeið á hverju sumri frá því að ég byrjaði að kenna en aðeins einu sinni komist að, og þá einungis af því að það námskeið var haldið hér á Isafirði. Ég hef leitað liðsinnis fræðslustjóra í þessum efnum en það dugði ekki til. Þetta þykir mér í meira lagi furðulegt og hefði talið eðlilegra að réttindalausir kennarar væru skyldaðir til að sækja nám- skeiðin. En við erum sem sagt ekki þess virði að neitt sé púkkað upp á okk- ur. Ef ég væri ein í þessari aðstöðu þá væri til lítils að kvarta. En við erum mörg og þetta hlýtur að vera mikið hagsmunamál fyrir landsbyggðina þar sem við störfum. Fjarkennslan I vetur heyrði ég frétt sem ég hélt lengi vel að væri glæta í myrkrinu. Það ætti að reyna að koma á fót fjar- kennslu, gegnum útvarp og sjón- varp, m.a., og yrði áhersla í fyrstu lögð á réttindanám kennara. Hljóm- ar vel. En í næsta fréttatíma var hnýtt aftan í fréttina, svona neðan- máls og innan sviga, að svo litlu fé yrði varið til fjarkennslunnar að lík- lega yrði bið á að hún kæmi að gagni. Ég hef ekki heyrt bofs frá Kl eða HÍK um þetta mál og væri vissulega fróðlegt að heyra þeirra afstöðu. Þegar starfsheitið kennari varð löggilt í vetur var líka hnýtt aftan í lögin klásúlu um það að þeim rétt- leysingjum, sem kennt hefðu í 6 ár eða lengur, skyldi gefinn kostur á einhvers konar réttindanámi. Síðan hefur lítið heyrst um það meira og enginn virðist vita hvenær eða hvemig það réttindanám á að fara fram en það mun ekki hafa verið hugsað í neinum tengslum við um- rædd fjarkennsluáform. Það má einu gilda hver stendúr fyrir því að gefa okkur kost á rétt- indanámi. Það má einu gilda hvort það verð- ur kallað fjarkennsla eða eitthvað annað. Það sem skiptir máli er að vel verði til þess vandað og þetta verði full- gilt alvörunám. Þá fyrst er komin forsenda til þess að mismuna kennurum svo gróflega í launum þegar hægt er að sýna fram á að við eigum þess einhvem kost að bæta úr réttindaleysinu. Því heiti ég á stéttarfélög kennara: Standið með okkur í stað þess að traðka á kjörum okkar. Styðjið okk- ur í að komast á sumamámskeiðin, takið undir kröfu okkar um gott og vandað réttindanám og þar með betri skóla úti um allt land. Herdís Magnea Hiibner. „Það virðist því vera markviss stefna stéttarfélaga kennara að þvinga okkur réttleysingjana til þess að hætta kennslu hið bráðasta.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.