Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987. „Við erum ekki allar ákveðnar í því að setja upp gistiþjónustu að námskeiði loknu en flestar ætla að gera það. Og okkur, sem erum hérna á námskeiðinu, langar að stofna samtök svo við getum unnið að þessu í sameiningu.“ Það er Gréta sem hefur orðið og hinar samþykkja ákveðið. Stofnun sam- taka á greinilega talsverðan hljómgrunn með hópnum - þykir snjöll hugmynd. Flestar eru húsmæður en með undantekningum - forstöðumaður gistiheimilis ÍSI segist alls ekki vera húsmóðir og varla koma heim til sín nema helst á nóttunni. Önn- ur er í Myndlista- og handíðaskól- anum. Námskeiðið eru þær hæstánægðar með og vilja helst ekki hætta. Fíflar, hundasúrur og sóleyjar í næsta tíma eru blómaskreyting- ar og kennarinn, Hjördís Jóns- góðri konu sem ætlaði að slökkva eld í feiti í potti sem stóð á elda- vél. Hún vissi vel að ekki skyldi nota vatn við slíkar aðstæður en þegar ekkert annað var við hönd- ina lét hún bara vatnið vaða. Og ekki þurfti að spyrja að afleiðing- unum. Tær túrismans „Námskeiðið er haldið á vegum atvinnumálanefndar Kópavogs," segir Steinunn Harðardóttir. „Von manna er sú að með þessu móti muni túrisminn tylla niður tánum í Kópavogi. Menntaskólinn lánar húsnæðið, Námsflokkar Kópavogs aðstoða íjárhagslega og Fræðslumiðstöð iðnaðarins sér um útgáfu námsefnis. Þetta var ákveðið í lok janúar og þá hafðar hraðar hendur við að fylgja því eftir. Enskir námsflokkar eru notaðir sem grunnhugmynd og þrátt fyrir að þar sé um fjar- kennsluefni að ræða hefur það sýnt sig að það nýtist ótrúlega vel á slík- „Við hugsum okkur að þetta eigi að verða eins konar blómagarður," sagði Hjördís og nemendurnir eru greinilega ákveðnir i að læra réttu handtökin. 33 Tídarandiim Morgunverðarborðið er mikilvægt i heimagistiþjónustunni. Guðríður Haraldsdóttir sá um að kenna þá hlið málanna. um námskeiðum. Að vísu var sumt staðfært og lagað til á ýmsan máta - til dæmis bætt inn efni um mann- leg samskipti." Enska ef vill Liðnar eru þrjár vikur af nám- skeiðinu sem tekur fimm vikur. Að auki er ein vika í enskunámi fyrir þær sem þurfa á þvi að halda. Kennt er fjóra daga í viku og kom- ið inn á mörg svið ferðaiðnaðarins. A stundaskránni eru greinar eins og markaðssetning, gerð auglýs- inga, samvinna í ferðaþjónustu. menning og tjáskipti, lög um gisti- þjónustu, heilbrigðiseftirlit. bruna- varnir, litir og hönnun, aðkoma og umhverfi, blómaskrevtingar. gesta- bókanir, gjaldmiðlar, fyrirtækja- rekstur, bókhald, kostnaðaráætl- anir og svo mætti lengi telja. Námskeið af þessu tagi eru ekki algeng hérlendis og aðsóknin reyndist framar öllum vonum. Gisting í Kópavogi Hugmyndin að gera Kópavog að ferðamannastað telur Steinunn að „Námskeiðið er sett upp af bæjar- félaginu í þeirri von að túrisminn tylli niður tánum í Kópavogi." Steinunn Haröardóttir, forstöðu- maður námskeiðsins. sé alls ekki svo fráleit en játar í leiðinni að fólk eigi það til að brosa þegar hún minnist á það í upphafí. ..Sjálf hef ég reynslu af því hvern- ig er að vera leiðsögumaður og þurfa að sækja ferðamenn á stórum rútum niður í miðbæ á háanna- tímanum. Það er næstum ógerlegt og þar sem Kópavogur er ekki lengra frá miðbæ Reykjavíkur en mörg úthverfm ætti fátt að vera því til fvrirstöðu að koma á ferða- iðnaði hérna. Og í Kópavogi er margt að skoða sem útlendingum finnst mjög merkilegt - Álfhóllinn er gott dæmi um það." Það er hress hópur sem kveður að spjalli loknu og kaffikonan í hópnum - Anna Kristjánsdóttir - segist hafa lært heilmikið. ..Bókstaflega allt er vel gert á námskeiðinu og vel skipulagt hjá Steinunni. Það er margt sem maður vissi ekki um þótt maður væri bú- inn að vinna hótelstörf í tuttugu ár. „Þetta er svo lifandi og skemmtilegt og alveg dásamlegt framtak að gera þetta hérna í bæj- arfélaginu." dóttir, kemur með fangið fullt af efni úr blómabúð en tekur það fram að ekki þurfi að kaupa allt blóma- skreytingaefni í verslunum garðurinn heima hafi oft heilmikið að geyma af efnivið. Jafnvel gras, hundasúrur og fíflar geta reynst hinar fegurstu skrautjurtir með réttum handtökum. „Eins og þið sjáið eru skreytingar misjafnlega byggðar upp - þessi er til dæmis gerð með bara eina hlið í huga. Hugmyndin að henni er eins og lítill garður þannig að blómin koma upp eins og þau vaxa.“ Ýmsar spurningar vakna og í svörunum kemur meðal annars fram að íslenski grávíðirinn er upp- lagður til slíkra nota, það er að segja blómaskreytinga. Hann stendur vel og það er hægt að setja með honum allt mögulegt úr garð- inum. Fleira en blómaskreytingar og efnismeðferð hefur verið á dagskrá og þær hlæja hressilega þegar minnst er á brunaæfínguna. „Við voru ekkert eldhúslegar þá. Kveikt bál hérna á miðju gólfi og okkur var ekki sleppt fyrr en við gátum slökkt eldinn. Og tæmdist eitt slökkvitæki var bara náð í það næsta. Hann ætlaði greinlega ekki að sleppa okkur fyrr en við kynnum örugglega að slökkva eld með tækj- unum.“ Eftir heimsóknina eru brunavarnir á hreinu og þær skemmta sér vel yfir sögu af einni L______: „Komið í kaffi, stelpur. Ég er með rjóma núna.“ Anna Kristjánsdóttir sá námskeiössystrunum fyrir tiu dropunum ómissandi. Hún hafði tuttugu ára reynslu af hótelstörfum - tuttugu ár að baki hjá Hótel Loftleiðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.