Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987. Spumingin Finnst þér „smart“ að hafa konu sem forsætisráð- herra? Gunnar Bjömsson húsvörður: Ég veit ekki, ég held að konur séu ekki tilbún- ar að axla þá áb>Tgð sem íylgir því að vera forsætisráðherra en það á eftir að koma að því. Hitt er svo annað mál að ég er ekkert á móti því að fá kven- fólk í ríkisstióm. Silvía Kristjánsdóttir, ílilaupastelpa: Mér finnst það ekkert smart og heldur ekkert verra. Af hverju ekki? Kona myndi ekki sæma sig verr í þvi en karl þó bæði einstaklingurinn og kynið virðist gilda. Sigurrós Júlíusdóttir ellilifeyrisþegi: Það færi vitaskuld eftir þvi hvaða kona þ í hlut. En sumir þingmennimir okk- ar, sem em konur, eru ekkert síðri en karlamir til að gegna því embætti. Hraíhhildur Valgeirsdóttir, starfs- stúlka á spítala: Jú, það yrði smart að gefa konu kost á að spreyta sig næst i forsætisráðherrastólnum. Ég held að mér myndi bara lítast vel á Guðrúnu Agnarsdóttur sem forsætisráðherra eða einhverja aðra kvennalistakonu. Svanhildur Hauksdóttir, starfar í mötuneyti: Ég myndi kannski orða það öðruvísi. Konur hafa jú auðvitað kost á því rétt eins og karlar eins lengi og þær hafa vilja til þess. AL Sigurður Haraldsson, atvinnulaus: Því ekki það? Ég held að mér litist bara vel á það þó ég ætli ekki að mæla með neinni sérstakri. En ég myndi treysta konu alveg eins vel fyrir því eins og karli. Lesendur Er veitingaaðstaða í Leifs- stöð 10,6 milljóna virði? Kunnugur skiifar: Sjaldan hef ég orðið meira undr- andi en þegar írétt birtist um það i fjölmiðlum að veitingaaðstaða í hinni nýju flugstöð á Keflavíkur- flugvelli væri til leigu og leigugjaldið væri 10,6 milljónir króna. Nú er auðvitað ekkert við því að segja þótt ákvörðun skuli tekin um að leigja aðstöðu til veitingareksturs i þessari nýju byggingu. Án veitinga í byggingunni er aðbúnaður ferþega næsta ömurlegur. Þetta atriði hefur sennilega gleymst í fagnaðarlátunum yfir opn- uninni. Það var viðbúið að Flugleið- ir hf. hefðu ekki áhuga á þessum rekstri eftir að félagið ákvað að byggja sjálfstætt fiugeldhús sem annar mikilvægasta þætti farþega- þjónustu félagsins, veitinga um borð í flugvélunum. Veitingar í flugstöðinni eru í sjálfú sér ekki slíkur stórrekstur að þar sé um auðugan garð að gresýa. Þama er ekki mikil farþegaumferð raestan hluta sólarhringsins, kannski i tvo klukkutíma að morgni og síðar í aðra tvo eða þrjá síðari hluta dags. Leifsstöð er engin umferðarmið- stöð í samanburði við alþjóðaflug- velli í Evrópu eða í Bandaríkjunum þar sem flugvélai- eru að koma og fara ekki skemur en 8-10 tíma á dag, stundum miklu lengur. Algengt er á þessum flugvöllum að fólk komi nokkrum klukkustund- um fyrir brottfor, t.d. í hádegi eða fyrir kvöldverð, og snæði málsverð t.d. með yiðskiptavinum af afloknum fundum í borginni og bíði síðan eftir brottför í góðu yfirlæti. Þessu er ekki til að dreifa á Kefla- víkurflugvelli. Þar eru t.d. engar brottfarir rétt eftir hádegi eða eftir kvöldverðartíma. Ekki verður held- ur hægt að vænta gesta frá höfuð- borgarsvæðinu í neinum mæli til að kaupa mat og vín með honum. Gegn því mæla reglur um vínveitingar og aðrar hömlur sem ekki eru hjá siðuð- um þjóðum. Væri þama hótel til staðar væri hugsanlegt að margir fengju sér þama kvöldverð um helgi og gistu síðan um nóttina. Að því er varðar veitingarekstur eru sennilega kvaðir um mötuneyti fyrir starfsfólk og er þar ekki um 8tórgróða að ræða ef að líkum lætur þar sem verði á þeim veitingum er sennilega haldið í lágmarki. Sennilegast er að veitingarekstri í Leifsstöð verði haldið uppi af hinu opinbera og skattborgarar látnir taka þátt í kostnaðinum. Svo mikið er víst að vel þarf að standa að mál- um til að einkaaðila fysi að greiða 10,6 milljónir fyrir aðstöðuna. Kostir mikils- metinna stjóm- máiamanna! Ragnar Rúnar Þorgeirsson, 7187 - 7558, skrifar: Ég er áskrifandi að DV og mér finnst það vera mjög gott blað. Ég held mest upp á það sem lesendur skrifa, þar kemur margt fróðlegt fram. í DV þann 5. mai las ég þar sem fólk var spurt á fömum vegi, hvaða eiginleikum þeim finnist að góðir þing- menn eigi að búa yfir? Churchill skaut strax í huga mér er ég las spuming- una. Það riftaðist upp í huga mér þegar Churchill var sjálfur spurður sömu spuminguar hér áður fyrr. Churchill sagði að mikilvægasta við það að vera góður stjómmálamaður væri hæfileikinn til að geta sagt fyrir um óorðna hluti morgundagsins og næstu ára... og hæfileikinn til að út- skýra seinna meir hvers vegna þeir hefðu aldrei gerst. „Churchill sagði að mikilvægasta við það að vera góður stjórnmálamaður væri hæfileikinn til að geta sagt fyrir um óorðna hluti...“ HRINGIÐ í SÍMA 27022 MILLI KL. 13 og 15 EÐA SKRIFIÐ Hvernig má það vera að landbúnaðurinn ætli refum og minkum nautasteik á 3-7 kr. kg þegar við þurfum að borga um 350 kr. er við kaupum kílóið af nautahakki úr matvöruverslun? „Fáránleg land- búnaðarstefna" Sigurður Pétursson skrifar: I tilefni af lesendabréfi, Er sauðfé ekki lengur forréttindahópur?, vil ég við bæta. Hvemig má það vera að landbúnað- urinn ætli refum og minkum nauta- steik á 3-7 kr. kg þegar við þurfum að borga um 350 kr. er við kaupum kg af nautahakki úr matvöruverslun? Einhvers staðar las ég að gert væri ráð fyrir að selja með þessum hætti 600 tonn af nautakjöti og Framleiðslu- ráð landbúnaðarins h'efði milligöngu um söluna. Það hlýtur að vera mikið að land- búnaðarstefhu landsins sem hleður upp kjötbirgðum sem síðar eru seldar fyrir slikk sem refafóður. Við skatt- borgaramir greiðum að sjálfsögðu niður þetta dýrindiskjöt í refina. Þetta er sú fáránlegasta óstjóm sem ég veit um. Það er kominn tími til að við hættum að borga með bændunum, þeirra vörur hljóta að eiga lúta sama markaðslögmáli og annar vamingur í landinu, nefnilega framboði og eftir- spum. Góður plötu- snúður Geiri og Stella skrifa: Við erum hér tvö sem langar að koma á framfæri sérstöku þakk- læti til Hauks (við vitum ekki hvers son hann er) plötusnúðar í Þórscafé. Að öðrum diskótekurum hússins ólöstuðum er Haukur best- ur, hann er ávallt reiðubúinn til að koma til móts við óskir gesta hússins um lagaval. Að okkar mati er þetta besta diskótek í bæn- um og á Haukur einn heiðurinn af því. Takk fyrir okkur. Að vera laus- ríðandi Sigrún Jónsdóttir, Asparfelli 6, skrifar: Allir gamlir bændur og reyndar hestamenn líka þekkja orðtakið að vera lausríðandi en það er haft um reiðmenn þá sem em lausir við það erfiði að hafa klyfjahest í eftir- dragi. Svo virðist sem Samtök um kvennalista ætli sér hið sama hlut- skipti í pólítíkinni og slíkir hesta- menn. Sem sagt að þær konur ætli sér ekki að taka á sig það erfiði að taka þátt í að stjóma landinu. - Þær virðast ætla sér að vera lausríðandi. ErfHA að ná í skuldara vegna leynisíma- númera Rukkari hringdi: Ég vinn við að innheimta smá- reikninga á skrifstofu og gengur bara vel. Eitt er þó mjög áberandi og ákaf- lega óþægilegt fyrir mkkara, verstu skuldaramir em með leyni- símanúmer heima hjá sér og engar upplýsingar er hægt að fá hjá Pósti og síma. Em virkilega engin tak- mörk sett þeim sem fá óskráð númer? Yfirleitt hefst upp á þessu fólki með aðstoð þjóðskrár en þá kemur aftur babb í bátinn því það em ekki nærri því allir sem hirða um að tilkynna um breytt lögheimili. Þessi leynisímanúmer em alveg óþolandi og gera starf okkar rukk- aranna mun erfiðara en ella. Stöð 2: Golfiurum vel sinnt Hermann Guðmundsson skrifar: Ég vil koraa á framfæri þakklæti til Heimis Karlssonar, íþróttafrétta- manns á Stöð 2, fyrir að bregða skjótt við og sýna frá US MASTERS golfmótinu 1987. Það var vonum fyrr að fá að sjá frá mótinu svo skömmu eftír að það var haldið. Hér með er Heimi þakk- að svo og Björgúlfi Lúðvíkssyni, framkvæmdaatjóra GR, fyrir grein- argóðar lýsingar á því sem fyrir augu bar. Það hefur vantað hjá ríkissjón- varpinu. Heimir hefúr vel sinnt þörfúm golfara og er mikill munur á frammístöðu hans annars vegar og ríkissjónvarpsins hins vegar. Dæmigerður var íþróttaþátturinn sl. laugardag þegar sýnt var í 12-15 mínútur frá Australien open. Frá- leitt að vera að drita þessu í smáskömmtun til áhorfenda. En boltinn þarf víst sitt pláss. Enn skal ítrekað þakklæti til Heimis Karlssonar, bestu kveðjur eru sendar með von um áframhald- andi góða frammistöðu í erfiðu hlutverkí. Eitt vildi ég nefna í lokin, gott væri að vita fyrirfram í stórum drátt- um um efrii íþróttaþáttanna því þá eru meiri líkur á að maður missi ekki af áhugaverðu efhi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.