Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 14. MAI 1987. Iþróttir • Tony Knapp brosir breitt þessa dagana enda liö hans, Brann, i efsta sæti. Úrýmsum áttum Framtíð Jesper Olsen hjá Manc- hester United virðist vera nokkuð örugg. Nú liggur frammi samning- ur á Old Traford sem trvggir litla Dananum 24 milljónir króna í laun á næstu tveim árum - og er það fvrir utan bónusgreiðslur. Síðan Alex Ferguson kom til liðsins hef- ur birt vfir framtíð Olsen sem átti þar orðið heldur auma ævi undir stjóm Ron Atkinson. • Brasilíumaðurinn Julio Cesar Silva hjá franska liðinu Brest er á (örum frá liðinu. Fer hann jafnvel til Benfica í Portúgal en nokkur frönsk lið hala áhuga á kappanum sem þótti einn besti vamarmaður HM í Mexíkó. • Bjami Sigurðsson er nú hæst- ur í stigagjöf knattspyrnumanna hjá Dagbladet í Noregi. Bjarni er með 10 stig eftir tvær umferðir ásamt þrem öðrum leikmönnum en Bjami fékk 4 í einkunn nú um helgina þegar Brann sigraði Lille- ström eftir vítaspyrnukeppni þar sem Bjarni varði tvær spyrnur. Gunnar Gíslason er með 6 stig en hann fékk aðeins tvo í einkunn nú um helgina. Brann og Moss em nú efst í norsku 1. deildinni með 5 stig. • Jesper Olsen fær 24.000.000. • Markahæstu menn á ítalíu em: Pietro P. Virdis, Milano....17 Alessandro Altobelli, Inter.11 Gianluca Vialli, Sarapdoria.11 Diego Maradona, Napoli......10 Ramon Diaz, Fiorentina......10 • Daninn John Eriksen hefúr ve- rið í miklum ham með Servette í Sviss. Hann skoraði tvö mörk nú í vikunni þegar Servette sigraði Sion, 3-1. þar með hefúr hann skorað 26 mörk í vetur og er lang- markahæstur í Sviss. Svíinn Steen Thychosen er í 2. sæti með 20 mörk. • Stangarstökk kvenna er ekki útbreidd íþrótt en þó munu þær konur vera til sem leggja þessa íþrótt fyrir sig og fer þeim að sögn fjölgandi. Þetta er mest stundað í V-Þýskalandi og þar hafa þær bestu náð að stökkva yfir 3,5 m. Því er spáð að konur nái fljótlega, með betri tækni, að stökkva yfir 4 metra. Þess má gera að Banda- ríkjamaðurinn Marc Wright var fyrstur karlmanna til að stökkva yfir 4 metra og það gerði hann 1912. -SMJ • Marco Van Basten lyftir hér höndum fagnandi eftir aö hafa skorað sigurmark Ajax á 21. mínútu Símamynd Reuter Ajax aftur á toppinn sigraði Leipzig 1-0 í slökum úrslitaleik í Aþenu Ajax Amsterdam er aftur komið á topp- inn í evrópskri knattspymu. Þrátt fyrir heldur dapra frammistöðu þeirra blóma- ræktenda í gærkvöldi dugði mark frá Marco Van Basten til þess að tryggja liðinu 1-0 sigur yfir a-þýsku bikarmeistur- unum Lokomotiv Leipzig á hálftómum ólypíuleikvanginum í Aþenu. Þetta er í fyrsta skipti sem Ajax sigrar í Evrópu- keppni bikarhafa en 1971, 1972 og 1973 sigraði liðið í Evrópukeppni meistara- liða. Þá lék Johan Cruyff með liðinu en hann er nú framkvæmdarstjóri liðsins. Leikurinn var þó líklega minnistæðast- ur fyrir Amold Múhren sem nú hefur unnið í öllum þrem Evrópukeppnunum. Hann kom inná sem varamaður 1972 og 1973 þegar þeir unnu meistarakeppnina og síðan sigraði hann í UEFA keppninni með Ipswich 1981. Einstætt afrek hjá þessum 35 ára gamla leikmanni sem lék ágætlega í gær þrátt fyrir að hann hefði átt við nokkur meiðsli að stríða. Leikmenn Ajax komu mun ákveðnari til leiks í gærkvöldi og sýndu strax að þeir stóðu Þjóðverjunum mun framar í tækni og snerpu. Á 21. mínútu kom síðan eina mark leiksins þegar Basten skallaði glæsilega inn góða fyrirgjöf frá bakverð- inum Silooy. Eftir markið drógu leik- menn Ajax sig til baka og þyngdist sókn Þjóðverja mjög í seinni hálfleik. En inn vildi boltinn ekki þó að bæði lið fengu ágæt tækifæri. Bestir hjá Ajax voru Van Basten, sem er frábær leikmaður þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára. Verður fróð- legt að fylgjast með honum hjá AC Mílan. Þá var Frank Rijkaard einnig mjög góð- ur á miðjunni og markvörðurinn Stanley Menzo var mjög öruggur. Lið Þjóðverja sem var þama að leika sinn fyrsta úrslita- leik var ekki sannfærandi og hálf furðu- legt að það skildi komast þetta langt. Annars var leikurinn hálf daufur á að horfa og lítil skemmtun miðað við úr- slitaleikinn í fyrra þegar Dynamo Kiev rúllaði Atletico Madríd upp. „Lékum vel“ Johan Cruyff var að vonum ánægður með sigurínn eftir leikinn þegar hann ræddi við fréttamenn. „Við lékum góða knattspymu og ég er ánægður með það. Ég vonast til þess að okkur takist að gera knattspymu aftur á ný heillandi fyrir áhorfendur eins og hún var í gamla daga. - Og ekki síst að leikur okkar sýni að ekki er þörf á að leika gróft til að ná árangri. Ég var sérstakleg ánægður með vamarmenn okkar sem gáfú sóknar- mönnum Leipzig aldrei stundarfrið,'1 sagði Cruyff sem nú stendur á fertugu. -SMJ Bæjarkeppnin hófst með markaregni Bæjarkeppni HSl og RUV hófst í Eins og tölumar í þessum rimmum gærkvöldi. gefa til kynna voru vamir liðanna Selfyssingar tóku þá á móti Akur- jafiian sem hrip. Mestur þungi var eyringum og töpuðu, 26-40. Þó lágu enda lagður í sóknina - gamninu var Seltimingar fyrir Garðbæingum á skipað i öndvegi. Nesinu. Gerðu heimamenn 35 mörk I undanúrslitasleikjum bæjarkeppn- en gestimir 40. innar, sem fara fram á fóstudag, Þá töpuðu Keflvíkingar fyrir Hafn- mætast þessi lið: firðingum á heimavelli sínum, 22-27. Akureyri - Garðabær Njarðvíkingamirbiðusömuleiðslægri Reykjavik - Hafnarfjörður hlut í sinni viðureign og það í sjálfri Þess má geta að á Selfossi vom ung- Ljónagryfjunni. Þeir Njarðvíkingar mennafélagi staðarins veitt verðlaun glímdu við liðsmenn Reykvíkinga og fyrir sigur í þriðju deild íslandsmótsins gerðu 16 mörk en Reykjavíkurúrvalið i handknattleik. 33. Betra seint en aldrei. -JÖG • Markahríð ógurleg brast á í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi er bæjarfélag staðarins glímdi viö Garðbæinga í handknattleik. 75 mörk voru skoruð í leiknum -geri aðrir betur. DV-mynd GS FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987. 21 . íþróttir Lárus til Kaiserslautem fyrir „IWar“ 15 mllUónir „Þetta gengur allt kraftaverki næst,“ segir Lárus Lárus Guðmundsson, knattspymu- kappi hjá Bayer Uerdingen í V-þýska- landi, Var í gær seldur til Kaiserslaut- em, hins heimsþekkta knattspymufé- lags þar í landi. Kaupverðið var litlar 15 milljónir krónur eða rúm 700 þúsund v-þýsk mörk. í spjalli við DV í gærkvöldi kvaðst Lárus mjög ánægður með farsælan endi þessara félagaskipta. „Ég er í sjöunda himni," sagði hann, „þetta gengur allt kraftaverki næst. Sérstaklega þó ef hliðsjón er höfð af yfirstandandi leiktímabili sem hefur verið mér mjög þungt í skauti. Meiðsl hafa ráðið miklu um mína hagi í vetur og því er ótrúlegt að komast að hjá jafnsterku liði og Kaiserslautem óneitanlega er. Ég lék til að mynda ekkert opinberlega í heila ellefu mán- uði vegna meiðslanna." Lárus hefur átt góða leiki í vor Samkvæmt heimildarmönnum blaðsins í V-Þýskalandi kemur þessi sala meðal annars til vegna ágætrar frammistöðu Lámsar nú í vor. Þótt kappinn hafi ekki gert nema eitt mark hefur hann engu að síður verið spræk- ur og skæður í framlínunni hjá Uerdingen. Þess má að lokum geta að samning- ur Lárusar við það félag rennur ekki út fyrr en 30. júní. Hann mun því ekki hefja störf eða leika með Kaiserslaut- em fyrr en í upphafi næsta keppnis- misseris. -JÖG Bæjarkeppni - fýrir hvem? - Seltirningar óhressir með bæjarkeppnina „Það kom okkur mjög á óvart að fá ekki að nota þessa stráka - við hér á Seltjamanesi héldum að hér væri um bæjarkeppni að ræða en nú finnst okkur mesti glansinn farinn af keppn- inni. Við höfðum látið gera sérbúninga út af keppninni og mikil stemmning ríkti í liðinu," sagði Ásgerður Hall- dórsdóttir, stjómarmaður hjá hand- knattleiksdeild Gróttu. Mikil óánægja er nú á Seltjamar- nesi með framkvæmd á bæjarkeppni HSÍ og RUV. Þeir Seltimingar höfðu ætlað sér að nota þá Áma Friðleifs- son, Víkingi, Júlíus Jónasson, Val, og Þorsteinn Guðjónsson, KR, í liðinu hjá sér enda em þeir allir búsettir á Nesinu og með lögheimili þar. Þeir Þorsteinn og Júlíus höfðu mætt á æf- ingar með liðinu og var mikil hugur í þeim Seltimingum enda hefðu þre- menningamir styrkt liðið mjög og gert þessa keppni jafnari og skemmtilegri. „Þegar við komum niður í HSÍ á þriðjudag og gáfum upp okkar lið fréttum við að Reykjavíkurliðið ætlaði að nota þá. Við mótmæltum því að sjálfsögðu en fengum að heyra að það þýddi ekkert. Þessar fréttir komu okk- ur mjög á óvart enda höfðum við þær einu upplýsingar að hér væri um þæj- arkeppni að ræða og aldrei fengið neina tilkynningu um hvaða menn megi nota. Ég efast um að við hefðum tekið þátt í þessu móti ef við hefðum vitað af þessu fyrirfram því þetta tryggir Reykjavík algera yfirburði. Þetta mót er bara félagakeppni og ég sé ekki betur en að Grótta og Stjaman Careca á 200 miiljónir Landsliðsframheiji þeirra Brasilíu- manna, hann Careca, hefúr nú sett nýtt met í heimalandi sínu. Met þetta kemur knattspymunni sjálfri litið við en hins vegar tengslum knattspymu- mannsins við íþróttafélagið sem stofnun eða fyrirtæki. Málum er þannig varið að Careca var seldur frá brasilíska liðinu Sao Paulo, fyrir 208 milljónir króna, til ít- ölsku landsmeistaranna í Napoli. Careca fær sjálfur ríflegt skotsilfur í sinn hlut, eða um 40 milljónir. Síðan fær hann 24 milljónir á ári fyrir að sparka tuðmnni hjá þeim ítölsku. Careca verður kynntur áhangendum Napoliliðsins með mikilli viðhöfn þar sem komið verður á sýningarleik milli liðsins og Sao Paulo seint í júnímán- uði. Mun kempan leika sinn hálfleik- inn með hvom liði. -JÖG hafi verið að keppa í gærkvöldi," sagði Ásgerður. Hjá HSÍ fengust þau svör að vissu- lega hefðu verið um þetta skiptar skoðanir en ákveðið að láta það ráða hvaða bæjarfélagi menn hefðu leik- heimild hjá. Þetta hefði öllum átt að vera ljóst en hugsanlegt væri að þessu yrði breytt næsta ár. -SMJ • Lárus Guömundsson getur nú hengt Uerdingenskyrtuna á snaga. Hann mun nefnilega leika i herklæðum Kaiserslautern á næsta keppnistímabili. Félagið reiddi fram 15 miiljónir fyrir krafta hans. • Fritz Walter, sem hér sést fyrir miðri mynd, leikur með Stuttgart á næsta ári. Nýir miðherjar hjá Stuttgart og Bayern Miinchen Bayem Múnchen hefur náð sam- komulagi við Schalke um kaup á Júrgen Wegman og mun greiða fyrir hann 1.15 milljónir marka - 24 milljónir króna. Wegman er miðherji og áður hafði Bayem keypt annan miðheija. Uwe Tschi- skale. frá Wattenscheid í 2. deild. Dieter Hoeness. miðherji Bavem. hefur tilkynnt að hann hætti knattspvrnu eftir leiktímabilið. Úrslitaleikurinn í Evrópubikarn- um við Porto 27. maí verður síðasti leikur hans með Bavem. I dag mun Stuttgart kaupa Fritz Walter frá Waldhof Mannheim. Kaupverð hefur ekki verið gefið upp en Walter. sem er 26 ára. hefur skorað 20 mörk á leiktímabilinu. -hsím Guðmundarnir á heimleið? - Möguleiki á því að Gummi Torfa og Gummi Steins leiki með Fram í sumar „Það fer einfaldlega eftir þvi hvort við forum upp eða ekki hvort ég verð áfram hjá Offenbach," sagði Guðmundur Steinsson knattspymu- kappi er hann var spurður um möguleika á þvi að hann kæmi heim í sumar og aðstoðaði Framara við að veija meistaratitilinn. Framarar eru nú búnir að tapa einum af þeim titlum sem þeir unnu til í fyiTa og hefur sést á vorleikjum liðsins að það þarf að skerpa sóknina töluvert ef fylgja á eftir hinum góða árangri liðsins þá. Svo gæti farið að þeir Raípiar Margeirsson, Guðmundur Steinsson og Guðmundur Torfason komi leiki með liðinu í sumar og þarf ekki að lýsa því hve rnikill styrkur yrði í þeim félögum. „Ég tel góðar líkur á því að við förum upp og þá vonast ég eftir áframhaldandi samningi. Ef það gengur ekki kem ég heim og leik með Fram síðari hluta mótsins." sagði Guðmundur Steinsson. Lik- lega \töí Guðmundur löglegm- með Fram í upphafi seinni umferðarinnar og ætti því að geta leikið gegn Þór á Akureyri í 10. imiferð sunnudaginn 19. júlí. Það kom fram í samtali við Halldór B. Jónsson. formann Fram. að Guðmundur. sem er aðeins bund- inn Offenbach með leigusamningi. leikur sinn síðasta leik fyrir liðið i úrslitakeppninni á milli 16. og 20. júní og yrðu þá félagaskipti hans send samstundis inn. Guðmundur hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit hjá Offenbach og játaði hann að hlutmrir hefðu ekki gengið upp eins og hann_hafði vonast til. Hann hefur átt við veik- indi að stríða og ekki fengið að leika sína stöðu hjá liðinu. Hann sagðist þó vera bjartsýnn á áframhaldandi veru sína en þjálfari Mannheim. Klaus Slappner. verður ráðinn til Offenbach ef liðið kemst í atvinnu- mannadeildina. Gummi Torfa heim í maílok? Það virðist allt vera á huldu með samningstíma Guðmundm- Torfa- sonar hjá Beveren. Guðmmidm- sjálfiir telur að hann hafi gert 2 1 - árs samning hjá liðinu en ritari fé- lagsins hefm- margofl lýst því yfir að aðeins hafi verið mn revns- lusamning að ræða sem renni út í maílok. Verði Guðmundur þá látinn fara frá félaginu enda hafi hann ekki uppfyllt þær vonir sem gerðar voni til hans. Þetta skýtm- dálitið skökku við því varla er hægt að segja að Guðmundur hafi fengið sanngjamt tækifæri hjá liðinu. Hann hefur rétt fengið að koma inn á í lok leikja. ef hann hefur vfirleitt verið á bekkmmi. „Það hefm- ekkert komið fram sem bendir til þess að Guðmundur Torfa- son sé á heimleið." var það eina sem Halldór B. Jónsson vildi segja um þetta mál. Ef Guðmundur losnar frá Beveren i maílok gæti hann orðið löglegur fyrii- mjög mikilvægan leik gegn Val i 7. umferð þriðjudaginn 30. júní. Raggi með út sumarið? Áður hefúi' því verið velt upp hér á DV að verið geti að Ragnar Mar- geirsson sé á útleið aftur. Það er }xS Ijóst að ef Ragnm- nær að leika með Fram gegn ÍA í 2. umferð laugai-dag- inn 30. maí leikur hann hér á landi út tímabilið. Lög KSÍ um félaga- skipti mæla svo fyrir. Halldór stað- * festi þetta. -SMJ ' Ragnar Margeirsson. i Guðmundur Steinsson sést hér (agna marki með lelkmönnum Oflenbach. • Guðmundur Torfason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.