Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Page 2
2
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987.
Fréttir
Lánsfjárþörf ríkissjóðs grfurleg:
Vantar 8,6 milljarða
óvíst um hluta fjármögnunar
Rekstrarhalli ríkissjóðs í ár hefur
verið mikið til umræðu undanfarið.
Ljóst er að menn greinir á um hve hár
hann er en tölur allt frá 3,4 til 5 millj-
arðar króna hafa heyrst.
8,6 milljaróar í mínus
Önnur stærð, sem ekki skiptir minna
máli, er raunveruleg lánsfjárþörf ríkis-
ins. Það er sú upphæð sem ríkið ætlar
sér að greiða í rekstur og íjárfestingar
umfram það fé sem ríkissjóður hefur
handbært. Þetta eru því greiðslur sem
ríkið ætlar sér að inna af hendi án
þess að eiga íyrir þeim. Sú upphæð,
lánsfjárþörf ríkissjóðs, nemur líklega
8,6 milljörðum króna a pessu ári. Sum-
ir hagfræðingar halda því jafnvel fram
að lánsfjárþörfin sé nú þegar fyrirsján-
lega um 9 milljarðar króna. Þessa fjár
þarf ríkið að afla með lántökum ýmiss
konar og er þetta 2,5 til 3 milljörðum
hærri upphæð en gert var ráð fyrir
við' afgreiðslu fjárlaga.
Ríkissjóður mun brúa þetta 8,6 til 9
milljarða bil með erlendum lántökum,
lánum í gegnum bankakerfið, lánum
hjá lífeyrissjóðum og síðast en ekki
síst með lántökum hjá almenningi í
gegnum spariskírteini ríkissjóðs. Ekki
er þó ljóst hvernig 1 til 1,5 milljarði
verður aflað.
Bullandi „tap“ á ríkissjóði
Rekstrarhalli ríkissjóðs í ár er
nokkru minni en lánsfjárþörfin því
hluti af þessum 8,6 til 9 milljörðum
króna telst vera afborganir og framlög
ýmiss konar en ekki rekstrargjöld rík-
issjóðs. Ymsar tölur hafa verið nefridar
undanfarið í umræðum um þennan
halla á ríkissjóði. Nýleg greinargerð
frármálaráðuneytisins benti til að
hann væri um 3,4 milljarðar króna en
hæstu spár ýmissa stjómmálamanna
hljóða upp á rúma 5 milljarða.
Allt bendir til þess að raunverulega
sé fyrirsjáanlegur halli mun hærri en
gert er ráð fyrir í greinargerð fjármála-
ráðuneytisins.
Strax er augljós einn þáttur sem
verður til þess að hallinn er í raun
hærri en 3,4 milljarðar og hefur verið
bent á hann áður hér í DV. í greinar-
gerðinni er gert ráð fyrir 600 milljóna
kr. hækkun á hagnaði ÁTVR. Nú er
það mjög á reiki hvort einhver hluti
af þessu hafði þegar verið ákveðinn
við afgreiðslu fjárlaga en ekki verður
annað séð af greinargerðinni en þetta
sé umfram þann hagnað sem þegar var
gert ráð fyrir í fjárlögum. Ljóst er að
hér er um að ræða, að einhverjum
hluta, sérstakar aðgerðir til að draga
úr hallanum og ekki getur talist raun-
hæft; að taka þessar sérstöku aðgerðir
inn í greinargerðina á þessu stigi þcg-
ar verið var að sýna fyrirsjáanlegan
halla.
Gleymdist hækkunin hjá Trygg-
ingastofnun?
Að minnsta kosti er augljóst að ef
þessi hækkun á að teljast með þá verð-
ur að taka með í myndina hækkun
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra, Ragnhildar Helgadóttur, á
bótum Tryggingastofnunar ríkisins
sem flestir eru raunar sammála um
að var þjóðþrifaverk. Sú hækkun mun
kosta ríkissjóð um 250 milljónir það
sem eftir er ársins og kom hún til fram-
kvæmda um svipað leyti og hækkun
ÁTVR. Án efa hefur hækkun trygg-
ingamálaráðherra verið fyrirséð þegar
greinargerð fjánnálaráðuneytisins var
samin en samt virðist ekki gert ráð
fyrir henni þar.
Ástandið fer síst batnandi
Af þessu er ljóst að um er að ræða
mun meiri halla á ríkissjóði heldur en
opinberlega hefur verið staðfest. í DV
hefur áður verið sagt að líklegt sé að
hallinn verði um 4 milljarðar og verð-
ur ekki annað séð en að sú tala geti
staðist. Þá eru ótaldar ýmsar ófyrir-
séðar ráðstafanir sem gripið verður til
af nýrri ríkisstjóm og er líklegt að í
heildina verði þær til þess að auka
hallann en ekki minnka hann.
-ES
Ríkissjóður er rekinn með mikium halla:
Eytt um efhi fram
- gengur það til lengdar?
Eitt af aðalatriðunum í yfirstand-
andi stjómarmyndunarviðræðum er
án efa hinn gífurlegi halli sem ríkis-
sjóður er rekinn með í ár og raunar
undanfarin tvö ár einnig.
Þama er um að ræða atriði sem
ekki kemur mikið við í daglegu lífi
fólksins í landinu og er þvi ekki vin-
sælt umræðuefni. Þó virðist einsýnt
að stjómun ríkisfjármála getur verið
eitt af þeim atriðum sem mest áhrif
hafa á almenna efnahagsþróun í
landinu.
Fjármögnun hallans
Hagfræðingar em alls ekki sam-
mála um það hver áhrif halli á
rekstri ríkisins hefur á ástand efna-
hagsmála en þó virðast þeir yfirleitt
sammála um að þennan halla verði
að fjármagna með lántökum innan-
lands.
Taka má dæmi sem á engan hátt
er sambærilegt en skýrir þó nokkuð
um hvað er rætt. Þjóðinni má líkja
við fjölskyldu og ríkissjóði við eitt
afkvæmi þeirrar fjölskyldu. Af-
kvæmið fær fé til að spila úr með
vasapeningum á sama hátt og ríkið
fær fé til að spila úr á mestan hátt
með skattgreiðslum. Nú eyðir af-
kvæmið umfram þá vasapeninga sem
það hefur úr að spila eins og ríkis-
sjóður eyðir umfram þær skatttekjur
og aðrar tekjur sem hann hefur úr
að spila. Þá má segja að fjárhagslegu
öryggi fjölskyldunnar sé ekki stefnt
í voða ef afkvæmið brúar bilið með
lántökum innan fjölskyldunnar. Ef
hins vegar afkvæmið leitar mikilla
lána utan fjölskyldunnar þá getur
fjárhagslegt öryggi hennar verið í
voða vegna þess að vaxtagreiðslum-
ar fara út fyrir fjölskylduna og auka
á Iieildarútgjöld hennar. Auk þess
gæti langvinn skuldasöfnun gert
fjölskylduna háða utanaðkomandi
aðilum ef ekki kemur til spamaður
á móti.
Á sama hátt verður ríkissjóður að
fjámiagna hallareksturinn innan-
lands en ekki með að leita út fyrir
landsteinana eftir lánum. Ef það er
gert í mjög miklum mæli aukast
heildarútgjöld þjóðarbúsins og fjár-
hagslegt sjálfstæði þjóðarinar veik-
ist.
Eykur hallinn þenslu?
Þetta dæmi segir þó alls ekki alla
söguna því þensluáhrífin eru eitt af
því sem hagfræðingar hafa deilt
mest um.
Algengust er sú skoðun að ef ríkis-
sjóður er rekinn með miklum halla
þá sé óhjákvæmilegt að það kalli á
að verðbólga og viðskiptahalli au-
kist og vextir á almennum markaði
hækki. Eins og komið hefur fram í
fjölmiðlum undanfarið em aðrir sem
segja að almenningur geri sér grein
fyrir því að halli á ríkissjóði kalli á
aukna skattheimtu í framtíðinni. Því
spari fólk sem hallanum nemur til
að geta mætt þessari auknu skatt-
heimtu sem skellur á það í framtíð-
inni.
Eyjólfúr Konráð Jónsson alþingis-
maður hefúr háldið þeim kenningum
á lofti um árabil að helsta ráðið til
að kveða niður verðbólgu sé að reka
ríkissjóð með halla um nokkurt
skeið og fjármagna hann með inn-
lendri skuldabréfaútgáfu. Forsenda
hjá Eyjólfi er, samkvæmt greinum
hans, að verið sé að lækka skatta
og vömverð með því að reka ríkis-
sjóð með halla um skeið. Þar stendur
hins vegar hnífurinn í kúnni. Hingað
til virðist hallinn hafa stafað af því
að útgjöld og framkvæmdir á vegum
ríkisins hafi einfaldlega verið s''0
miklar að stjómmálamenn hafa ekki
treyst sér til að innheimta skatta til
að standa undir þeim útgjöldum.
Fjárlagahallinn er
afgangsstærð
Hallinn á ríkissjóði má ekki vera
eins konar afgangsstærð eins og
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar, hefur bent á. Stað-
reyndin virðist vera sú að
stjómmálamenn hafa fundið út hver
lægstu útgjöld séu sem þeir telja sig
geta komist af með vegna pólitískra
ástæðna og hverjir hæstu skattar
séu sem þeir treysta sér til að leggja
á. Niðurstaðan úr dæminu er: fjár-
lagahalli.
Hvort sem hagfræðingar telja að
hallarekstur á ríkissjóði leiði til
þenslu í þjóðfélaginu eða ekki em
þeir yfirleitt sammála um að það
samrýmist ekki heilbrigðri skynsemi
að reka ríkissjóð með miklum halla
svo árum skiptir án þess að halla-
reksturinn stafi af einhverjum
sérstökum efhahagsaðgerðum.
Þeir segja að stjómmálamenn
þurfi einfaldlega að vera enn harð-
ari en þeir hafa verið hingað til og
í góðæri hljóti krafan að vera; byggj-
um upp fyrir mögm árin.
-ES
Burðarþolsskýrslan:
Slysagildrum haldið leyndum
Ekki fæst uppgefið á hvaða bygg-
ingum var gerð úttekt við gerð
burðarþolsskýrslu félagsmálaráð-
herra. í DV í gær var sagt að
skólahúsið sem úttekt var gerð á
væri Foldaskóli. Það hefur nú feng-
ist staðfest að svo er. Hver hin húsin
níu em er ekki enn vitað. Þar sem
sum húsanna em ekki nógu traust
til að standa af sér sterkan jarð-
skjálfta má líta þannig á að verið
sé að halda leyndum slysagildrum
og það jafnvel fyrir eigendum við-
komandi húsa. I mörgum tilfellum
er um að ræða hús þar sem fram fer
margvísleg þjónustustarfsemi og í
öllum tilfellum er um atvinnuhús-
næði að ræða þar sem fjöldi manns
starfar. Allir þeir aðilar sem málið
þekkja og DV hefur talað við neita
að svara og segja að um trúnaðar-
mál sé að ræöa.
-sme
Ástriður Thorarensen borgarstjórafrú með hundinn Tanna. DV-mynd KAE
Hundur borgarstjórans ekki hreinræktaður:
Fomeskja að leyfa ekki
innflutning á hundum
- segir Davíð Oddsson
„Við hjónin lásum okkur til í hálft
ár áður en við keyptum hundinn. Það
er rétt, Tanni okkar er með lafandi
eyru en við vissum frá upphafi að ekki
væri hægt að fá hreinræktaðan schá-
ferhund hér á landi,“ sagði Davíð
Oddsson borgarstjóri í samtali við DV.
í dagblaðinu Tímanum í gær er
greint frá ómannúðlegri meðferð á
scháferhundum sem látnir eru gjóta
ótt og títt til að afla eigendum sínum
tekna. Scháferhvolpar gangi kaupum
og sölum og kosti allt að 45 þúsund
krónur stykkið. Dæmi séu þess að tík
hafi verið send í keisaraskurð i þrí-
gang vegna þess að hún þoldi ekki
„framleiðsluálagið". Þá er þess einnig
getið að hvolpamir, sem seldir eru á
framangreindu verði, séu alls ekki
hreinræktaðir og varan því svikin.
Dæmi er tekið af Davíð Oddssyni borg-
arstjóra sem keypti scháferhund af
lögregluþjóni. Hundur Davíðs var ber-
sýnilega ekki hreinræktaður vegna
þess að eyrun á honum lafa. Á hrein-
ræktuðum scháferhundum eru eyrun
hins vegar bísperrt.
„Ég var aðeins að hugsa um að fá
góðan og traustan hund. Tanni hefúr
svo sannarlega ekki brugðist vonum
fjölskyldunnar, hann er mikið yndi hér
á heimilinu. Hins vegar er ég mjög
pirraður á misnotkun á hundum til
undaneldis. Fyrir utan þjáningar dý-
ranna getur fólk, sem í þessu stendur,
haft 300-400 þúsund krónur skatt-
frjálsar á ári. Þetta ástand lagast ekki
fyrr en viðurkenndum aðilum verður
heimilað að flytja inn hreinræktaða
hunda. Allt amiað er fomeskja," sagði
Davið Oddsson borgarstjóri.
-EIR