Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Page 5
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987. 5 Fréttir Að borga skattinn á bensínstöðinni Samkvæmt vegaáætlun eiga að fara á þessu ári 2.150 milljónir króna til vegamála. Er þar um heildarfjárveit- ingu til Vegagerðar ríkisins að ræða. Þessara peninga er aflað með skatt- lagningu á bíleigendur, það er gert með álagningu á bensínverð, þunga- skatti og ökumælagjaldi. Á sl. ári voru seldir hérlendis 139 milljón lítrar af bensíni. Raunhæft er að reikna með að bensínsala á þessu ári verði ekki minni en 140 milljón lítrar. Einn lítri af bensíni kostar nú 30 krónur og 60 aura. Þar af renna til ríkisins 19 krónur og 81 eyrir. Miðað við sölu á einu ári eru það samtals 2.773 milljónir króna. Af hluta ríkisins er vegagjald 10 krónur og 49 aurar af hverjum lítra. Af árssölu er vegagjald því 1.469 milljónir króna. Tekjur af þungaskatti og ökumælagjaldi verða á þessu ári 700 milljónir. Skoðum þetta betur. Allar upphæðir eru í milljónum. Miðað er við eins árs sölu. Tekjur: Vegagjald 1.469. Þungaskattur og ökumælagjald 700. Samtals 2.169. Gjöld: Fjárveiting til Vega- gerðar 2.150. Tekjur eru hærri en gjöld. Mismunur- inn er 19 milljónir. Þá er eftir að reikna með öðrum gjöldum af bensínverði. Þegar þau gjöld eru tekin með hækkar skattlagning á bíleigendur umfram Qárveitingu til vegamála í 1.323 millj- ónir króna. Olíufélögin fá 600 milljónir Tekjuliðir olíufélaganna eru tveir. Dreifingarkostnaður og smásölu- álagning. Samtals eru þessir tveir liðir 4 krónur og 30 aurar af hverjum bens- ínlítra. Af árssölu fara því til olíufélag- anna kr. 602 milljónir. Hér er ekki um hreinan hagnað að ræða, að sjálfsögðu fylgir dreifingu og sölu á bensíni mik- ill kostnaður. Innflutningsverð á bensíni er 5 krón- ur og 40 aurar á hvem lítra. í innkaup- um kostar því bensín til eins árs 756 milljónir króna. Þegar sama magn af bensíni er komið á bílana okkar kost- ar það hins vegar 4.284 milljónir króna. -sme EZ3| BYGGINGAVÖRUR LAUGARDAGS- KYNNING Samband ungra framsoknarmanna: Vill leiftursókn gegn skattsvikum „Niðurstöður nýafstaðinna Alþingis- kosninga sýna að þjóðin treystir Framsóknarflokknum og formanni hans, Steingrími Hermannssyni, til forystu í ríkisstjóm. SUF lýsir vanþóknun sinni á ábyrgðarlausu lýðskrumi formanns Alþýðuflokksins og minnir á reynslu- leysi hans í landsstjóm." Svo segir meðal annars í ályktun fundar stjómar Sambands ungra fram- sóknarmanna á sunnudag. Komi til stjómarþátttaka Fram- sóknarflokksins krefst SUF þess að eftirfarandi atriði verði meðal annarra tryggð í stjómarsáttmála: „Baráttan gegn verðbólgunni hafi áfram forgang. Harðar verði tekið á fjárlagahallan- um en verið hefur meðal annars með leiftursókn gegn skattsvikum. Tryggt verði að stjómarsáttmálinn kveði á um markvissar aðgerðir til jöfnunar búsetuskilyrða og dreifingu valds. Ekki verði hvikað frá fiskveiðistefh- unni nema þar sem eðlilegrar og réttlátrar aðlögunar er þörf. Búvörusamningurinn verði fram- kvæmdur eins og til hans var stofnað. Lánveitingar Húsnæðisstofnunar fari til þeirra sem mest þurfa, en ekki til stórefnafólks eins og dæmi eru um. Þá verði Verkamannabústaðakerfið stokkað upp. Hvergi verði hvikað frá stefhu Fram- sóknarflokksins í málefrium Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Umhverfismál verði sett undir eitt ráðuneyti." -KMU AUSTAST v/STÓRHÖFÐA Kynning á eldhús- innréttingum Kynningarafsláttur VESTAST v/HRINGBRAUT Kynning á Hörpu- málningarvörum. Kynningarafsláttur. Sérfræðingar á staðnum OPIÐ KL. 8-18 VIRKA DAGA, KL. 10-16 LAUGARDAGA. 2 góðar byggingarvöruverslan ir, austast og vestast í borginni. Stórhöfða, sími 671100 Hringbraut, sími 28600. \ MAZDA626 MAGAZlN „Heimsins besti bíir 4ár í röð. Betrimeðmælifástekkil! lá, verðlaunabíllinn MAZDA 626 I.6L 4 dyra SEDAN með 5 gíra tassa og ríkulegum búnaði kostar íú aðeins 498.000. Þetta eru án ifa bestu bílakaupin í dag! Síðustu bílamir af árgerð 1987 foru að koma til landsins og eru til ifgreiðslu STRAX. Hafið því hrað- ir hendur, því aðeins örfáum bll- jm eróráðstafað. Opið laugardaga frá kl. 1-5. BÍLABORG HR FOSSHÁLSI 1.SÍMI 68 12 99 gengisskr. 11.5. ’87

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.