Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Side 6
6
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987.
Atvinnumál
Sölumiðstöð hraðfiystihúsanna:
Hættum að láta menn
ginna okkur svona
- sagði Friðrik Pálsson forstjóri sem gagmýndi gámaútflutninginn harðlega
Á aðalfundi Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna, sem hófst í gær, flutti
Friðrik Pálsson forstjóri yfirgrips-
mikla ræðu og kom víða við. Hann
staldraði lengst við, í ræðu sinni, vax-
andi gámaútflutning fiski og gagn-
rýndi hann harðlega. Hann sagði
marga fiskverkendur vera kvíðafulla
vegna þessa og sagðist ekki lá þeim
það en öll él birti upp um síðir. Síðan
sagði Friðrik:
„Okkur Islendinga hefur borið
nokkuð af leið um stundarsakir. Við
höfum dregið rangar ályktanir af þeim
fréttaflutningi sem dunið hefur yfir
þjóðina síðustu misserin um glæsileg
verð á óunnum fiski erlendis og þann
„aumingjaskap hérlendra", eins og
sumir orða það, að geta ekki borgað
þetta eða hitt toppverðið sem tíundað
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur 10-12 Lb
óbund. Spjarireikningar
3ja mán. uppsögn 11-15 Sb
6 mán. uppsögn 11-20 lb
12 mán. uppsögn 14-25,5 Sp.vél.
18 mán. uppsögn 22-24,5 Bb
Ávisanareikningar 4-10 Ab
Hlaupareikningar 4-7 Sp
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5-2 Ab.Bb,
6 mán. uppsöqn Innlán með sérkjörum 2,5-4 Lb.Sb, Úb.Vb Ab.Úb
10-22
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalur 5,5-6,25 Ib
Sterlingspund 8-10.25 Ab
Vestur-þýsk mörk 2,5-4 Ab
Danskarkrónur 9-10,25 Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir vixlar(forv.) 20-24 Bb.Sb.
Viöskiptavíxlar(forv.)(1) 22,5-26 Úb eða kge
Almenn skuldabréf(2) 21-27 Úb
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
. Hlaupareikningarfvfirdr.) Utlán verðtryggð 21-24,5 Bb.Sb
Skuldabréf
Að2.5árum 6-7 Lb
Til lengri tíma 6,5-7 Bb.Lb,
Sb.Úb
Utlántilframleiðslu
Isl. krónur 16.25-26 Ib
SDR 7,75-8,25 Bb.Lb,
Bandaríkjadalir 8-8,75 Úb Bb.Sb
Sterlingspund 11,25-13 Bb.Vb
Vestur-þýsk mörk 5,5-6,5 Bb.Lb,
Húsnæðislán 3,5 Úb.Vb
Lífeyrissjóðslán 5-6.75
Dráttarvextir 30
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala mai 1662 stig
Byggingavísitala 305stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði 3% 1. aprll
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennartryggingar 110kr.
Eimskip 246 kr.
Flugleiöir 170 kr.
Hampiöjan 114 kr.
Iðnaðarbankinn 124 kr.
Verslunarbankinn 114 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað víð sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa
þó viðskiptavíxla gegn 21 % ársvöxtum. (2)
Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskil-
alána er 2% bæði á verðtryggð og óverð-
tryggð lán, nema í Alþýðubanka og
Verslunarbanka.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb= lönaðarbank-
inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Versl-
unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánarl upplýsingar um penlngamarkaðinn
birtast í DV á fimmtudögum.
er hverju sirni. Um lægsta verð eða
meðalverð er ekki rætt.“
Síðan sagði Friðrik að það yrði ekki
hlutverk íslenskra sjómanna að afla
hráefnis fynr fiskvinnslu keppinauta
okkar í nálægum löndum og að við
yrðum að snúa af þeirri leið. Hann
sagði ennfremur að enda þótt menn
hefðu um stundarsakir talið sér hag-
kvæmt að selja verulegt magn óunnins
fisks á erlenda markaði þá væri óhugs-
andi að við létum bjóða okkur það að
við værum ginntir til þess í skjóli tolla-
múra að fæða fiskvinnslu annarra
landa. Við Islendingar yrðum að
standa saman um það að ná fullu toll-
frelsi fyrir allar okkar fiskafurðir
innan Efnahagsbandalagsins.
Friðrik sagði að mesta veikleika-
merki, sem við gætum sýnt í tollabar-
áttunni við Efhahagsbandalagið, væru
að halda áfram ferskfiskútflutningi í
stórum stíl, en það væri nákvæmlega
það sem Efnahagsbandalagslöndin
vilja. Hann benti á að þeim hefði ekki
tekist að kúga okkur í þorskastríðun-
um en nú ná þeir stöðugt vaxandi
hluta hráefnis fyrir fiskvinnsluna sína
til að halda uppi atvinnu í þorpum
sínum.
Hér er farið yfir skjöl rétt áður en aðalfundur Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna hófst í gær og það er Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvarinnar,
sem situr og skrifar niöur en Jón Páll Halldórsson, sem var kjörinn fundar-
stjóri, fylgist með. DV-mynd Brynjar Gauti
Þá sagði Friðrik að í áratugi hefði
það verið stefha íslendinga í sölumál-
um á fiskafúrðum á erlendum mörkuð-
um að komast eins nærri neytendum
og hagkvæmt er þegar til lengri tíma
er litið. Stefhufesta í þessu efhi hefði
verið okkar sterkasta vopn í sam-
keppninni á mörkuðunum. Nú aftur á
móti legðum við aðalkeppinautum
okkar á þessum mörkuðum lið.
„Við seljum þeim hráefhi til að
keppa um sömu kaupendur og við
höfum ræktað upþ viðskiptasambönd
við í áratugi. Við tökum líka hráefhi
frá þeim mörkuðum sem lengst og
best hafa reynst okkur og eyðileggjum
þar með dýrmæt viðskiptasambönd,"
sagði Friðrik Pálsson.
Hann sagðist ekki sjá neina leið út
úr þeim vanda, sem fiskvinnslan er
nú komin í, aðra en að gera þá kröfu
að fiskvinnslan fengi meira til skip-
tanna fyrir sig og sitt starfsfólk. Það
ójafnvægi sem ríkt hefur á milli veiða
og vinnslu hefur haft í för með sér
meira tekjumisvægi innan greinarinn-
ar en heppilegt getur talist. Þessu
þyrfti að snúa við hið bráðasta.
-S.dór
Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra flytur setningarræðuna á ráð-
stefnu um þróun fiskimjölsiðnaðar á íslandi. DV-mynd Brynjar Gauti
Ráðstefna um þróun fiskimjölsiðnaðar á íslandi:
Afkastageta
verksmiðjanna
er milljón tonn
á 77 dögum
í gær hófst að Hótel Sögu ráðstefna
um þróun fiskimjölsiðnaðar á íslandi.
Það eru Rannsóknastofriun fiskiðnað-
arins og Félag íslenskra fiskimjöls-
framleiðenda sem standa fyrir
ráðstefiiunni.
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra setti ráðstefhuna með stuttu
ávarpi. Kom fram í ræðu hans að á
íslandi væru 20 fiskimjölsverksmiðjur
og þær geta afkastað 13 þúsund lestum
á sólarhring sem þýðir að þær geta
brætt eina milljón lesta á aðeins 77
dögum. Loðnuaflinn á síðustu vertíð
var einmitt ein milljón lestir.
í gær var á dagskrá fjár- og fjárfest-
ingarmál. Undir þeim lið flutti
Benedikt Valsson erindi um rekstrar-
stöðu fiskimjölsiðnaðar í nútíð og
framtíð. Jón Reynir Magnússon for-
stjóri flutti erindi um efriahagslegan
grundvöll fiskimjölsframleiðslu og
Sveinn Hjartarson flutti erindi um
efnahagslegan grundvöll veiða á
bræðslufiski. Síðan voru frjálsar um-
ræður.
I dag heldur svo ráðstefnan áfram
og verða þá rædd tæknimál og mark-
aðs- og gæðamál og verða fjölmörg
erindi flutt undir þessum dagskrárlið-
um.
-S.dór
Sölumiðstöð hraðftystihúsanna:
Grandi hf.
er með
mesta
framleiðslu
- en Útgerðarfélag Akureyringa með mesta verðmætið
Aðalfundur Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna hófst í gær og verður
fram haldið í dag. I skýrslu stjómar
samtakanna kemur fram að í fyrra
framleiddu frystihús innan Sölumið-
stöðvarinnar 76.733 smálestir sem er
rúmum eitt þúsund smálestum meira
en árið áður. Auk þess annaðist
Sölumiðstöðin útflutning á 6.549
lestum af sjófrystum afurðum. Ileild-
arframleiðslan varð því 83.282 lestir
í fyrra, sem er 10,1% aukning frá
árinu áður.
Grandi hf. í Reykjavík er með
mesta frandeiðslu allra frystihúsa
innan Sölumiðstöðvarinnar eða
samtals 6.515 lestir. Næst kemur
Útgerðarfélag Akureyringa með
6.422 lestir, Vinnslustöðin í Vest-
mannaeyjum með 3.734 lestir, Isfélag
Vestmannaeyja með 3.558 lestir,
Síldarvinnslan í Neskaupstað með
3.542 lestir og Fiskiðjan í Vest-
mannaeyjum með 3.245 lestir.
Útgerðarfélag Akureyringa var
með mestu verðmætin eða 650 millj-
ónir króna, Grandi hf. með 550
milljónir, íshúsfélag Bolungavíkur
með 344 milljónir, Vinnslustöðin í
Vestmannaeyjum með 308 milljónir,
Haraldur Böðvarsson & Co á Akra-
nesi með 300 milljónir og Síldar-
vinnslan í Neskaupstað 288 milljónir
króna.
Mest var framleitt af þorski eða
32.883 lestir, karfa 13.961 lest og ufsa
10.335 lestir.
Alls flutti Sölumiðstöðin út í fyrra
92.433 lestir að verðmæti 9,8 millj-
arðar króna. Miðað við magn var
um 8% aukningu að ræða frá árinu
á undan en í verðmætum 2,5 millj-
arðar sem er 30% aukning frá árinu
á undan.
Útflutningurinn skiptist þannig að
til Bandaríkjanna fóru 36.633 lestir
eða 39,5%, til Bretlands 15.082 lestir
eða 16,2%, til Sovétríkjanna 12.665
lestir eða 13,6%, til Japan 11.531 lest
eða 12,4%, til V-Þýskalands 6.190
lestir eða 6,6%, til annarra EBE
landa 7.650 lestir eða 12,4% og til
annarra landa 2.945 lestir eða 3,1%.