Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Síða 7
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987.
7
Fréttir
Að lokinni námstefnu um fíkniefnamál:
Fíkniefnalögreglan:
Vandamálið gert
meira en
Er fíkniefnavandamálið hér á landi
gert'meira en það er af stjómvöldum,
fjölmiðlum og aðilum sem fást við
það? Þetta er ein þeirra spuminga
sem ræddar vom í panelumræðum
að lokinni námstefriu þeirri sem
„ííkniefnavarnamefnd" og Blaða-
mannafélagið efndu til í þessari viku.
Sýndist sitt hverjum um spuming-
una.
Guðjón Magnússon, fulltrúi við
Sakadóm í ávana- og fíkniefhum,
sagði í umræðum að það væri sín
skoðun að umfang vandans væri
ekki eins mikið og stjómvöld hafa
viljað vera láta. Nefndi hann sem
dæmi að árið 1985 hefði verið gert
upptækt sama magn af hassi og 10
árum áður eða 1975 en þá vom
starfsmenn fíkniefnalögreglunnar
helmingi færri en þeir em nú.
Amar Jensson, yfirmaður fíkni-
efnalögreglunnar, taldi þetta ekki
réttan mælikvarða þar sem þessi mál
hefðu orðið flóknari og flóknari með
árunum og þeir sem stæðu í innílutn-
ingi og dreifingu á fíkniefnum lærðu
af reynslunni eins og aðrir.
I panelumræðunum tóku þátt auk
Arnars þau Halldór Valdimarsson
blaðamaður, Helga Jónsdóttir form-
aður „fíknienavamanefhdarinnar",
Ólafur Oddsson, forstöðumaður
Rauða kross heimilisins, Sölvína
Konráðsdóttir sálfræðingur og Þór-
arinn Tyrfingsson ■ yfirlæknir.
Stjómandi umræðnanna var svo
Lúðvík Geirsson, formaður BÍ, en
þátttakendur á námstefnunni máttu
síðan koma með fyrirspumir og
ábendingar.
Sölvína Konráðsdóttir sagði m.a.
í umræðunni um fyrrgreinda spum-
ingu að ákveðnir hópar væm gjamir
á að eigna sér ákveðin vandamál og
segja sem svo „þetta er mitt vanda-
mál og ég vil hafa það stórt“ og
Helga Jónsdóttir tók undir með
Guðjóni um að stjómvöld hefðu
blásið út fíkniefnavandamálið meir
en efhi standa til.
Panelumræðumar snemst svo
fljótlega i skoðanaskipti um áfengis-
vandamálið hér og ýmsa anga þess
eins og þann hvemig stæði á því að
hér væri einna minnst dmkkið,
mælt í hreinu áfengi per mann, mið-
að við nágrannalöndin, en hins
vegar væm hvergi fleiri sjúkrarúm
fyrir áfengissjúklinga á meðferðar-
stofnunum. Þórarinn Tyrfingsson
tók þetta sem dæmi um að í með-
ferðarmálum væri ástandið hvergi
eins gott og hér en Sölvína taldi að
hér væri alltof auðvelt að komast í
meðferð, sem kostaði viðkomandi
ekkert, og að umburðarlyndið gagn-
vart áfengi hérlendis væri um of.
Um árangur af þessari námstefnu
vom skiptar skoðanir. Sumir töldu
ekkert eða nær ekkert á henni að
græða en aðrir sögðu það árangur í
sjálfu sér að fulltrúar hinna ólíku
aðila, sem vinna að þessu vanda-
máli, kæmu saman og skiptust á
skoðunum og upplýsingum og vissu-
lega hefði námstefnan verið ffóðleg
á margan hátt.
-FRI
Húsleitir
hafa
aldrei
verið fleiri
Frá síðustu áramótum hefur fíkni-
efnalögreglan framkvæmt 50 húsleitir
og hafa þær aldrei verið fleiri á jafn-
skömmum tíma áður. Til samanburðar
má geta þess að allt árið í fyrra vom
framkvæmdar 69 húsleitir af fíkniefha-
lögreglunni.
Af þessum 50 húsleitum nú voru 16
framkvæmdar án úrskurðar, þá annað
hvort með heimild húsráðanda eða að
aðstæður vom þannig að ekki var
hægt að bíða úrskurðarins, þ.e. neysla
og/eða sala fíkniefna var í gangi.
Samkvæmt yfirliti ffá fíkniefhalög-
reglunni vom 71 mál til rannsóknar á
fyrstu fjórum mánuðum þessa árs og
vom 168 aðilar, þar af 6 vitni, teknir
til yfirheyrslu. Af þessum fjölda hafa
40 viðurkennt dreifingu og 7 innflutn-
ing á fíkniefnum.
Flestir þeirra sem teknir vom em
atvinnulausir (45) en næstir koma
verkamenn (40) og sjómenn em i þriðja
sæti (23). -FRI
Lí F/MV
alla vikuna
BOLIR
BOLIR
/ * I J * ) / I /
I '/ 1 / I ’ / /
/7 /4 /////;
Stuttermabolir m/kraga* kr. 59Q,-
Hlýrabolir kr. 320,-
Háskólabolir m/prenti kr. 1.190,-
Háskólabolir, einlitir, kr. 506,-
Ermabolir barna kr. 590,-
Nærbolir barna kr. 9jp,-
o.fl. bolir og margt fleira.
jOGÚM^TI^ IfL. 16y00.j /
ký 10-18, - föstudaga kl. 10-19/- laugardagaÍo-16.
V/SA
f ----------1^4 ''//// 1 l-|T
Smiöjuvegi 2B/Kopavogí, á^iorni Skenhmuvegar. ) /
I Símar 7Í866 - 79*94. / / / t '
Formaður Samtaka herstoðvaandstæðinga:
Lofum þús-
undum manna
í Kefla-
víkuigöngu
„Þó gengið sé á laugardegi fyrir
hvítasunnu, eina mestu ferðahelgi árs-
ins, lofum við mörg þúsund manns í
Keflavíkurgöngunni. Við finnum
áhuga fólks, við erum í sókn,“ sagði
Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður
Samtaka herstöðvaandstæðinga, í
samtali við DV. Samtökin em nú að
skipuleggja Keflavíkurgöngu, þá tí-
undu sem gengin hefur verið ffá árinu
1960.
Síðasta Keflavíkurgangan var geng-
in árið 1983 og þar áður 1981. Þátttaka
í göngunum hefur verið misjöfn en sló
þó öll met árið 1976 þegar um 10 þús-
und manns þrömmuðu niður á
Lækjartorg undir slagorðunum: ísland
úr NATO - Herinn burt!
„Keflavíkurgöngunni í ár er einnig
stefnt gegn NATO-fundinum sem
haldinn verður í Reykjavík innan
skamms. Við vfljum að utanríkisráð-
herra taki tillit til krafna okkar um
herstöðvalaust land og kjamorku-
vopnalaus Norðurlönd," sagði Ingi-
björg Haraldsdóttir.
Aðspurð kvaðst Ingibjörg hafa tekið
eftir auknum áhuga ffamhaldsskóla-
nema á málstað herstöðvaandstæð-
inga, hægribylgjan sem riðið hefði yfir
að undanfomu væri í rénun.
Lagt verður upp í Keflavíkur-
gönguna ffá hliði herstöðvarinnar á
Miðnesheiði árla laugardagsins 6. júní
og áætlaður komutími á Lækjartorg í
Reykjavík um klukkan 22 að kvöldi
sama dags. Víða verður áð á leiðinni
og göngumönnum skemmt með ræðu-
höldum, þjóðlegum fróðleik og öðmm
uppákomum. -EIR
Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður Samtaka herstöðvaandstæðinga, á Keflavíkurveginum í gær.
DV-mynd BG