Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Qupperneq 8
8
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987.
Utlönd
41% kjósenda, Verkamannaflokkur
um 33 % og hefur munurinn milli fylg-
is flokkanna því minnkað um 6% á
einni viku, úr fjórtán í átta.
Kosningabandalag fijálslyndra og
sósíaldemókrata virðist hins vegar
ekki hafa haft árangur sem erfiði því
fylgi þess er aðeins um 21 prósent og
hefur það því tapað fjórum prósentu-
stigum frá síðustu viku.
Miðað við niðurstöður þessara
kannana myndi íhaldsflokkurinn
hljóta aðeins þijátíu og átta þingsæta
meirihluta en fyrr í vikunni virtist
hann ætla að fá um sextíu sæta for-
ystu á þinginu.
Margareth Thatcher, forsætisráð-
herra og leiðtogi íhaldsflokksins, er
nú að hefja kosningaferðalag sitt um
Bretlandseyjar en það mun standa
fram undir kosningamar sjálfar þann
11. júní næstkomandi.
Hefur frúin hvatt sína menn til að
standa fastir fyrir og missa ekki móð-
inn þótt heldur virðist halla á í
augnablikinu. Hún leggur meginá-
herslu á vamarmál í kosningabarátt-
unni, enda telur hún þau með mestu
afrekum stjómar sinnar jafiiframt því
að stefna Verkamannaflokksins í
vamarmálum sé sneggsti bletturinn á
þeirra málflutningi.
Breski Verkamannaflokkurinn
vinnur enn á forskot það sem Ihalds-
flokkurinn hafði við upphaf kosninga-
baráttunnar á Bretlandseyjum og
virðist nú aðeins átta prósentustigum
á eftir stjómarflokknum. Samkvæmt
skoðanakönnunum, sem birtar vom í
gær, nýtur íhaldsflokkur nú fylgis
Járnfrúin lætur ekki deigan síga þótt brestir séu farnir að birtast í brynju hennar.
Símamynd Reuter
Verkamannaflokkur
vinnur á forskotið
Hiyðjuverkamenn teknir í París
Baldur Róbertssan, DV, Genúa:
Þrír ítalskir hryðjuverkamenn hafa
verið handteknir í París. Þeir em allir
dæmdir fyrir hryðjuverkastarfsemi
með Rauðu herdeildunum og hefur
ítalska lögreglan leitað þeirra lengi.
Kona nokkur þekkti einn þein-a á
mynd og kom hún lögreglunni á spor
hryðjuverkamannanna. Sagði hún
myndina mjög líka manni sem byggi
í sama húsi og hún. Konan greindi frá
því að maðurinn bæri þýskt nafn en
væri ömgglega ekki þýskur því hann
talaði ekki frönskuna með þýskum
hreim.
Franska lögreglan fylgdist með ferð-
um mannsins í tvo mánuði áður en
hún tók hann þegar hann var með
tveimur öðrum hryðjuverkamönnum.
Rétt nafn mannsins er Vincenzo Oh-
veri og er hann talinn vera margfaldur
morðingi, hafi síðast verið að verki
þann 14. febrúar síðastliðinn þegar bíl
var rænt í Róm og tveir lögreglumenn
skotnir.
Hinir tveir, sem teknir vom, em
Sebre Gondi og sambýliskona hans,
Paula de Luca, en hún er með tólf ára
fangelsisdóm fyrir að hafa starfað með
Rauðu herdeildunum.
Sebre Gondi, sem strauk úr fangelsi
á Ítalíu 1980, er með furðulega réttar-
sögu að baki. Var hann ákærður 1978
fyrir að hafa drepið stjómmálamann,
bílstjóra hans og lífvörð. í fyrstu rétt-
arhöldunum var hann dæmdur í tíu
ára fangelsi, í öðrum réttarhöldunum
var hann sýknaður vegna skorts á
sönnunargögnum. I þeim þriðju var
hann dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann
var sýknaður í þeim fjórðu og í þeim
fimmtu var hann dæmdur í tólf ára
fangelsi. En þá var hann orðinn leiður
og strauk úr fangelsinu. .
Rabuka í forsæti
bráðabirgðastjórnar
Fyrrum forsætisráðherra Fidjieyja,
Timoci Bavadra, leitaði skjóls hjá
Nýsjálendingum eftir að landstjórinn
setti hann af. Hefur Bavadra verið í
felum síðastliðna tvo sólarhringa.
Höfðingjaráð eyjanna hefur gert
uppkast þar sem lagt er til að leiðtogi
uppreisnarmanna, Rabuka ofursti,
verði í forsæti fyrir bráðabirgðastjóm
þar til efnt verður til nýrra kosninga.
Þúsundir eyjaskeggja dönsuðu á
götum úti eftir að tilkynnt var að höfð-
mgjaráðið styddi Rabuka. Landstjór-
inn kvaðst í gær ekki geta barist gegn
höfðingjunum þrátt fyrir að dómsvald-
ið hvetti hann til þess að veita
mótspymu þar sem höfðingjaráðið
hefði engin stjómmálavöld samkvæmt
stjómarskránni.
Talið er að Bavadra hafist við á frei-
gátunni Wellington sem var í vináttu-
heimsókn á Fidjieyjum þegar
valdaránið hófst. Forsætisráðherra
Nýja-Sjálands, David Lange, hefur
staðfest að Bavadra hafi verið veitt
skjól en hann tók það jafhframt fram
að Bavadra hafi ekki sótt um hæli sem
pólítískur flóttamaður.
Höfðingjaráð Fidjieyja ánægt eftir fundinn þar sem nánasta framtíð eyjanna
var ráöin. Símamynd Reuter
Skordýr til
vamar plöntum
Bakiur Röbertesan, DV, Genúa:
Á Italíu em notuð tvö hundruð
þúsund tonn af eitri á ári hverju
til að verja plöntur fyrir ágangi
skordýra. Er það mesta notkun
sem þekkist í Evrópu.
Hefur nú komið fram ný aðferð
til að verja plöntumar og byggist
hún á því að sleppa skordýrum
innan um piöntumar sem svo éta
skordýrin sem skemma plöntumar.
Hægt er að nota þessa aðferð til
vamar jarðarbeijum, papriku,
tómötum og gúrkum. Við þetta
mun eitumotkun hér á Itah'u
minrika um þijátíu til fjörutíu pró*
sent.
Kveikti í
farþegalest
Baldur Róbertsson, DV, Genúa:
Kínveiji einn, sem starfaði sem
sjúkraliði á geðveikrahæli í Pek-
ing, var rekinn úr starfi, sakaður
um að fara illa með sjúklingana.
Reiddíst hann brottrekstrinum
svo mikið að hann klikkaðist og
ákvað að hefria sín grimmiíega.
Fór hann um borð í jámbrautar-
lest sem var full af farþegum og
kveikti í henni þegar hún var kom-
in á ferð. Tólf Kínveijar létust og
fjömtíu og sjö slösuðust.
Kínverjinn dvelur nú á gamla
viimustaðnum sínum.
William O’Doyle, kaupahéðinn frá New York, bar í gær vitni i íranmálinu,
meðal annars um ævintýralegar áætlanir Oliver North, ofursta.
- Símamynd Reuter
North ætlaði að
taka Nigaragua
William O’Doyle, kaupahéðinn frá
New York, skýrði frá því í gær að
Oliver North, ofursti og fyrrum starfs-
maður bandaríska þjóðaröryggisráðs-
ins, hefði lagt fram áætlun um að láta
kontraskæruliða bylta stjóm Nig-
aragua, með hemaðarlegu fulltingi
Bandaríkjanna.
O’Doyle skýrði frá því að ætlun
North hefði verið sú að kontraskæru-
liðar réðust inn í Nigaragua, tækju
hluta landsins og settu þar á stofii
svæðisríkisstjóm. Á sama tíma átti
bandaríski flotinn að framfylgja hafri-
banni á Nigaragua með flotadeildum
sínum og koma í veg fyrir að vopn og
vistir bærust til heija ríkisstjómar
sandinista í landinu. Taldi North að
þetta yrði til þess að ríkisstjómin félli,
kontramenn gætu þá tekið öll völd í
landinu og endurreist lýðræði þar.
Sagði O’Doyle North hafa verið
mótmallinn því að bandaríska ríkið
veitti kontraskæmliðum áframhald-
andi fjárstuðning. Hefði ofurstinn
talið að ef skæruliðamir yrðu settir í
fjársvelti myndi reynast auðveldara
að fá þá til að grípa til örvæntingar-
fullra aðgerða af þessu tagi.
Þá kom itrekað fram, í yfirheyrslum
rannsóknamefridarinnar í gær, að
þeim sem lögðu fram fé til handa
kontraskæruliðum var lofað fundi með
Reagan, Bandaríkjaforseta, í staðinn.
Var því heitið að hver sá sem legði
fram þijú hundruð þúsund dollara eða
meir, fengi stundarfjórðungs fund með
forsetanum, þar sem Reagan bæri per-
sónulega fram þakkir fyrir stuðning-
inn.
Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir
og Halldór K. Valdimarsson
Gyðingadrengur
fannst myrtur
Vamarmálaráðherra ísraels, Yitz-
hak Rabin, hvatti í gær fólk til að
sýna stillingu eftir morðið á átta ára
dreng af gyðingaættum.
Lík drengsins fannst í helli nálægt
bústöðum gyðinga á Vesturbakkanum
en hans hafði verið saknað frá því í
fyrradag. Steinn lá við hlið líksins og
krufriing leiddi í ljós að höfuðkúpa
drengsins hafði brotnað eftir högg.
Talið er að skæruliðar araba hafi ve-
rið að verki.
Þúsundir manna fylgdu drengnum
til grafar og meðal þeirra var fulltrúi
stjómarinnar, ráðherrann Hurvitz,
sem krafðist dauðarefsingar fyrir
skæruliða.
Sendiherra Bandaríkjanna í Jerú-
salem, Thomas Pickering, fordæmdi
skömmu eftir morðið aðgerðir ísraels-
manna gegn Palestínumönnum á
Vesturbakkanum jafriframt því sem
hann lýsti yfir sorg sinni vegna morðs-
ins á drengnum. Frá því í desember
hafa fimmtán arabar og gyðingar látið
lífið í óeirðum á Vesturbakkanum.
ísraelskir lögreglumenn rannsaka
vegsummerki i hellinum á Vestur-
bakkanum þar sem átta ára drengur
af gyðingaættum fannst myrtur.
- Símamynd Reuter