Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Qupperneq 12
12
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr.
Verð i lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr.
Móðurmálskennslan
Þessa dagana eru skólanemendur óðum að ljúka próf-
um. Meðal þeirra eru grunnskólanemendur sem taka
samræmt próf í íslensku. Þær fréttir hafa borist af því
prófi að fallprósenta sé með hæsta móti. Einhver ágrein-
ingur sýnist vera uppi milli menntamálaráðuneytisins
annars vegar og móðurmálskennara hins vegar um
hvort prófraunin hafi verið sanngjörn með tilliti til
kennslunnar og þeirrar kunnáttu sem vænta má af nem-
endum.
Engu að síður vekja þessar umræður upp áhyggjur
um almenna þokkingu á móðurmálinu, enda er það hinn
alvarlegasti hlutur ef einkunnir fara versnandi meðal
þeirra nemenda sem nú eru að ljúka grunnskóla. Ef
þeir sem falla á íslenskuprófum eru orðnir í meirihluta
meðal þeirra sem þreyta prófin hljótum við að staldra
við og leita skýringa. Ekki getur það verið að kennara-
stéttin skili sínu hlutverki verr en áður þegar á heildina
er litið. Skýringin getur heldur ekki verið sú að nemend-
ur séu upp til hópa lakari en gengur og gerist. Ástæðurn-
ar hljóta að vera aðrar og alvarlegri.
Sú kynslóð unglinga, sem nú gengur undir samræmt
próf, hefur hlotið sjónvarpsuppeldi. Hún hefur alist upp
við gláp á sjónvarp, minni bóklestur og afþreyingu á
þessu sviði sem að flestu leyti er á einn veg. Sjónvarpið
matreiðir, áhorfandinn móttekur. Tjáskiptin eru ein-
hliða, orðaskipti eru óþörf. Sjónvarpsefni er yfirgnæf-
andi á erlendum málum og jafnvel þótt textar fylgi með
á íslensku, temur áhorfandinn sér að hlusta á útlenska
talið og lærir að skilja það. Enda er enginn vafi á því
að enskukunnáttu til að mynda hefur fleygt fram meðal
unglinga á allra síðustu árum sem rekja má beint til
sjónvarps, kvikmynda og hliðstæðrar fjölmiðlunar.
Möguleikarnir til að þroska íslenskukunnáttu sína fara
þverrandi, orðaval og orðaforði sömuleiðis, tilfinningin
fyrir íslenskunni dvínar.
Öllum er ljóst að slettur eru meiri í daglegu máli
fólks en áður. Setningafræði er brengluð, málfræðin
aukaatriði. Þegar fólk þarf að tjá sig á mæltu máli
fylgja með atviksorð, humm og ha, hérna og sko, æ, þú
veist hvað ég meina. Sumir eru í hreinustu vandræðum
með að koma út sér heilli setningu á réttu og óbrengl-
uðu máli, venjulegri íslensku. Við tökum ef til vill ekki
eftir þessu í öllum æðibunuganginum því fólk má yfir-
leitt ekki vera að því að tala saman en þegar grannt
er skoðað er málfar götunnar ákaflega takmarkað og
brogað.
íslendingar hafa numið tungu sína og móðurmál af
bókum og þróað hana og lært með samræðum, tjáskipt-
um og því að tala hver við annan. Hið ritaða orð hefur
verið þjált í munni og enginn teljandi munur á rituðu
máli og töluðu. Þannig höfum við haldið þjóðerni okk-
ar í tungutakinu enda er móðurmálið einn af hornstein-
um íslenskrar sérstöðu sem þjóðar. Því megum við ekki
glata fyrir nokkurn mun.
Við hljótum að spyrna við fótum þegar merki um
hnignandi móðurmálsþekkingu birtast okkur í fallein-
kunnunum í grunnskólum. Það eru fyrstu áþreifanlegu
hættumerkin. íslenskukennslu verður að stórefla. Við
verðum að rækta íslenskuna meðal æskunnar og það
eru skólarnir og skólarnir einir sem geta veitt viðnám
gegn þeirri óheillaþróun sem átt hefur sér stað á ótrú-
lega stuttum tíma. Ef við glötum tungunni glötum við
sjálfstæðinu. Hér dugar ekkert hálfkák.
Ellert B. Schram
Nikaragúa
og tillagan
sem mátti ekki
samþykkja
í fréttum erum við oft minnt á
Nikaragúa, smáríki í Mið-Ameríku
sem hefur um 3 milljónir íbúa. ís-
lenska sjónvarpið sendi nýverið
Guðna Bragason fréttamann þangað
í kynnisferð. Fréttapistlar hans það-
an hafa verið ánægjuleg tilbreyting
írá aðkeyptu efni. Þeir sýna hvers
vandvirkir fféttamenn okkar eru
megnugir fái þeir tækifæri til að
spreyta sig. Guðni hafði áður sýnt
hvað í honum býr, t.d. í ferð sinni
til Filippseyja í fyrra. Framlag hans
og fleiri góðra fréttamanna sýnir
ljóslega að við höfum ekki efhi á
öðru en að halda úti virkri fréttaöfl-
un erlendis, bæði til að upplýsa og
veita þröngsýnum stjómvöldum að-
hald.
Afstaða íslensku
ríkisstjórnarinnar
Það hefði verið fróðlegt fyrir
starfsmenn islensku utanríkisþjón-
ustunnar að vera í fylgd með Guðna
Bragasyni. Ég á von á að þeim hefði
runnið til rifja sú stefha sem yfirboð-
ari þeirra, Matthías A. Mathiesen
utanríkisráðherra og forverar hans
hafa fylgt varðandi íhlutun Banda-
ríkjamanna í málefhi Nikaragúa.
Þessi afstaða birtist m.a. í því að
utanríkisráðherra og flokkur hans
fékkst ekki til þess á Alþingi sl. vet-
ur að greiða götu tillögu um að
þingið tæki undir yfirlýsingu Al-
kirkjuráðsins um málefhi Nik-
aragúa.
í skýrslu Matthíasar utanríkisráð-
herra til Alþingis í mars sl. var
alllangur kafli um Nikaragúa þar
sem þess var vandlega gætt að segja
ekki minnsta styggðaryrði í garð
Bandaríkjastjómar vegna stuðnings
hennar við kontra-skæmliðana svo-
nefhdu. Þegar ráðherrann mælti
fyrir þessari skýrslu hafði hann ekk-
ert að segja um hneykslismálin sem
þá vom komin upp á yfirborðið varð-
andi vopnasöluna til írans sem
notuð var til að fjármagna íhlutun
málaliðanna í Nikaragúa. í skýrslu
sinni tínir Matthías hins vegar til
margvíslega gagnrýni á stjóm
sandinista og staðhæfir að „Líbýu-
menn hafi á laun gefið stjóm sandin-
ista 400 milljónir dollara í
efnahagsaðstoð og að auki sent þeim
ráðgjafa á ýmsum sviðum." Um þau
tíðindi hefiir ekki heyrst mikið í
heimspressunni! Matthías á aftur á
móti engin orð um stöðugan fjára-
ustur Bandaríkjastjómar í kontra-
skæmliðana sem að stofni til em
fyrrverandi stuðningsmenn So-
mosa-harðstjómarinnar. Engin
afstaða er tekin gegn hernaðaríhlut-
un Bandaríkjanna í Mið-Ameríku,
hvað þá að vakin sé athygli á vinnu-
brögðum leyniþjónustunnar CIA á
þeim slóðum.
Sjónarmið kirkjunnar
Sú einhliða mynd, sem utanríkis-
ráðherra Sjálfstæðisflokksins dregur
upp af stjóm sandinista í Nik-
aragúa, kemur m.a. vel fram í
skýrslunni til Alþingis þar sem seg-
KjaUarinn
Hjörleifur
Guttormsson
þingmaður fyrir
Alþýðubandalagið
ir: „Kaþólsku kirkju.ini í landinu
hefúr verið gert erfitt um vik.“ -
Þannig vill til að hálfu ári áður,
dagana 15.-19. september 1986, hélt
Alkirkjuráðið fund hér í höfuðstað
íslands og ályktaði þar sérstaklega
um tvö málefhi, um hættuna af eyðni
og um málefni Nikaragúa. Ályktun-
ar Alkirkjuráðsins er í engu getið í
skýrslu Matthíasar, enda tala þar
kirkjunnar menn tæpitungulaust.
I yfirlýsingu Alkirkjuráðsins um
Nikaragúa segir m.a.:
„Fullveldi Nikaragúa er í hættu.
Gerðar hafa verið árásir á landið og
ráðist gegn sjálfsákvörðunarrétti
þjóðarinnar. Reynt er að hindra að
hún fái að ráða eigin örlögum. Fólk-
ið má nú þola sársauka og þjáningar.
Þjóðin hrópar á hjálp til að ná friði
og réttlæti.
„Blygðunarlausar tilraunir
Bandaríkjastjómar til að koma rík-
isstjóm Nikaragúa á kné urðu öllum
ljósar þegar Bandaríkjaþing sam-
þykkti 100 milljóna dala aukafjár-
veitingu til svokallaðra kontra-
skæmliða. Samþykkt þessi kemur í
kjölfar þess að Bandaríkjastjóm
neitaði að fallast á niðurstöðu Al-
þjóðadómstólsins um að stuðningur
Bandaríkjanna við uppreisnaröflin i
Nikaragúa væri brot á alþjóðalög-
um. Fjölmennir hópar Bandaríkja-
manna, þar á meðal innan
kirkjunnar, hafa lýst yfir andstöðu
sinni gegn stefnu stjómvalda varð-
andi Nikaragúa."
í ályktun fundar framkvæmda-
nefhdar Alkirkjuráðsins í september
sl. segir m.a.:
„Framkvæmdanefndin skorar á
aðildarkirkjumar að hvetja ríkis-
stjómir landa sinna til að beita
áhrifum sínum þannig að koma megi
í veg fyrir efnahagsleg afskipti af
Nikaragúa og hemaðaríhlutun í
landinu og auka viðskipti og aðstoð
við þjóðina.
Smánarleg afstaða
Við þrír alþingismenn, imdirritað-
ur ásamt Sigríði Dúnu Kristmunds-
dóttur og Haraldi Ólafssyni, fluttum
mál þetta inn á Alþingi Islendinga
stuttu eftir fund Alkirkjuráðsins
haustið 1986. Tillaga okkar var svo-
hljóðandi:
„Alþingi ályktar að styðja yfirlýs-
ingu Alkirkjuráðsins í september
1986 um Nikaragúa og felur ríkis-
stjóminni að beita áhrifum sínum
þannig að koma megi í veg fyrir
efhahagslega og hemaðarlega íhlut-
un gegn Nikaragúa."
I utanríkismálanefnd þingsins, þar
sem við flutningsmenn tillögunnar
áttum sæti, leituðum við eftir stuðn-
ingi við tillöguna og lýstum okkur
reiðubúin til að skoða orðalags-
breytingar á henni til samkomulags.
Þetta kom fyrir ekki. Sjálfetæðis-
menn, sem hafa forystu í nefhdinni,
hlýddu utanríkisráðherra sínum í
þeirri afstöðu að svæfa málið. Al-
þýðuflokksmenn höfðu ekki áhuga
á að standa að tillögunni, en fulltrúi
þeirra í utanríkismálanefnd, Kjartan
Jóhannsson, lýsti sig viljugan til að
leita samkomulags um efni hennar.
Það má vera að einhverjum þyki
hér ekki stórmál á ferðinni í ís-
lenskri utanríkisstefnu. Víða er þar
pottur brotinn. Viðhorfin til þess
ójafna leiks, sem háður er í Mið-
Ameríku og skýrast kemur fram í
Nikaragúa um þessar mundir, eru
táknræn og varpa ljósi á miklu
stærra svið. Afstaða íslenskra stjóm-
valda í þessu máli sýnir stöðu þeirra
gagnvart stjóminni í Hvíta húsinu.
Þar má engan móðga þegar reynir á
í alþjóðamálum og varðandi fram-
ferði Bandaríkjastjómar sérstak-
lega. Sami heigulshátturinn birtist
okkur í afstöðunni til þróunar geim-
vopna, tilrauna með kjamorkuvopn
og til afvopnunarmála í víðara sam-
hengi. Á fólkinu í Nikaragúa
brennur eldur ofríkis og íhlutunar
erlends valds. Hvemig er komið fyr-
ir þeim íslendingum sem skipa sér í
sveit með ofbeldinu og gegn smáþjóð
sem á í vök að verjast?
Hjörleifur Guttormsson
„í skýrslu Matthíasar utanríkisráðherra
til Alþingis í mars sl. var allangur kafli
um Nikaragúa þar sem þess var vandlega
gætt að segja ekki minnsta styggðaryrði
í garð Bandaríkjastjórnar vegna stuðn-
ings hennar við kontra-skæruliðana
svonefndu.“