Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Page 16
16
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987.
Spumingin
Var rétt að hækka afnota-
gjöld RÚV um 67 %?
Ásgerður Pálsdóttir deildarstjóri: Já,
mér finnst það alveg sjálísagt svo RÚV
verði samkeppnisfært við nýju einkare-
knu stöðvamar. I vaxandi samkeppni
varð að tiyggja RUV betri fjárhag svo
okkur gæfist kostur á betra efhi.
Sigmjón Grétarsson skrifstoíumaður:
Nei, það finnst mér ekki. Þetta er allt-
of mikil hækkun í einu bretti, það hefði
verið nær að hækka þetta í áföngum
yfir lengri tíma. Ég verð nú að segja
að mér finnst dagskrárgerð sjónvarps-
ins til að mynda hrein hörmung og það
er kominn tími til að þeir taki sig sam-
an í andlitinu. Ég verð nú bara að
vona að ég fái eitthvað fyrir peningana
mína eftir þessa hækkim.
A
Grétar Hjartarson forstjóri: Nei,
ekki. Þetta er mesti misskilningur, í
bullandi samkeppni, t.d. við frjálst sjón-
varp, er þetta ekki rétt aðferð til að
vera samkeppnisfærir. Ég myndi ekki
vilja neina hækkun.
þarf nú ekki að greiða afnotagjöld sjálf
en mér finnst alveg sjálfsagt að hækka
afhotagjaldið fyrir þennan mikilvæga
miðil, sérstaklega þegar samkeppnin
er orðin svona mikil.
ssonnæturvörð-
ur: Ég tek spumingunni og óska ekki
eftir að svara henni.
Sigríður Ólafsdóttirhúsmóðir: Nei, m
finnst það ekki, þetta er alltof stór b
yfir stuttan tíma. Það ætti frekar i
láta hækkunina ganga yfir lengri tíma.
En maður verður nú bara að vona að
maður fái betra efiú fyrir vikið, það á
eftir að koma í ljós.
Lesendur
DV
„Vöruverð hvergi hærra
en hér á landi“
Hannes Jónsson skrifar:
Það hefur oftar en einu sinni kom-
ið frarn í fjölmiðlum, bæði í skrifum
einstaklinga og blaðamanna, að
hvergi er vömverð hærra en hér á
landi. Og það er ekkert samband
milli fjarlægðar frá öðrum löndum
og þess að flutningskostnaður sé svo
hár að vörur rjúki upp í verði þess
vegna.
I frábærri grein, sem nú nýlega
birtist í DV eftir Önnu Bjamason,
um óheyrilega hátt verðlag hér mið-
að við erlendis, t.d. í Bandaríkjunum.
sem blaðamaðurinn tók mið af, kom
greinilega fram hve fáránleikinn er
mikill.
Nú seljum við íslendingar fisk til
Bandaríkjanna í stórum stíl og er
hann stærsti einstaki vömliðurinn
og ekkert annað land kaupir jafn-
mikið af þessari vömtegund.
Ef við seljum vömr til Bandaríkj-
anna árlega, segjum fyrir 10 millj-
arða króna, en kaupum ekki vörur
fyrir meira en kannske 3 milljarða
króna ætti okkur að þykja eðlilegt
að beina vömkaupum þangað í mun
meiri mæli en nú er.
Þess í stað beinum við vömkaup-
um til allra átta, ekki síst Evrópu-
landa og reyndar um allan heim.
Tollur á vörum frá Bandaríkjunum
er hér mun hærri en á vörum frá
Evrópulöndunum og má þar nefna
bifreiðar sem gott dæmi. Ekki veit
Kaupum meira fra Bandaríkjunum
ég sem einn af almenningi þessa
lands hvers vegna tollar em hæiri á
vömm frá Bandaríkjunum en Evr-
ópu. Ef það er vegna þess að við
höfum aukaaðild að Fríverslunar-
bandalagi Evrópu eða eitthvað
annað í þeim dúr er varla nema tíma-
spursmál hvenær við göngum að
fullu inn í markaðsbandalag Evrópu
og njótum þá fullra réttinda varð-
andi öll vömkaup. Það þýðir þá að
við ættum að geta selt þangað megn-
ið af okkar framleiðslu og allan
okkar fisk. Ef við viljum hins vegar
ekki ganga inn í þau bandalög sem
okkur bjóðast í Évrópu til að geta
fært vömverð niður hér á landi þá
hljótum við líka að reyna fyrir okkur
í Bandaríkjunum um nýtt og betra
samkomulag um gagnkvæm við-
skipti.
Einh'ver opinber aðili ætti nú að
útskýra það fyrir fólki hvemig toll-
um er háttað á vamingi frá Banda-
ríkjunum og hvers vegna hann er
hærri en á vamingi frá Evrópu.
Fólk hér á landi er nú að byija
að skilja að svona getur þetta ekki
gengið lengur og verðlag hér á landi
ætti að vera í samræmi við það sem
gerist annars staðar. Flutningar
hafa ekkert með verðlag að gera.
Það sjáum við á verðlagi t.d. á fjar-
lægum eyjum annars staðar þar sem
vömverð er lágt þótt flutningaleiðir
séu langar.
ið lengur og verðiag hér á landi ætti að vera í samræmi við það sem
gerist annars staðar."
„Léleg þjónusta í Leifsstöð“
Flugfarþegi skrifar:
Mér þykir miður að þurfa að
kvarta strax yfir þjónustu í hinni nýju
flugstöð. Byggingin er svo glæsileg að
maður gerir ráð fyrir að fá þjónustu í
samræmi við það.
Ég var að koma frá Lúxemborg og
var búinn að dvelja þar þónokkum
tíma og hafði því mikinn farangur með
mér. Ég keypti mér bjórkassa en hann
fékk ég afhentan með farangri mínum
hjá tollvörðunum niðri. Sakir þess hve
mikinn farangur ég var með gleymdi
ég bjórkassanum sem ég var búinn að
greiða fyrir. Ég áttaði mig ekki á þvi
Lalli hringdi:
Nú er alltaf verið að skrifa um
að fá þessar eða hinar hljómsveitir
og er gott eitt um það að segja.
fýrr en ég var kominn langleiðina
heim og sneri því við til að ná í mjöð-
inn góða.
Ég sýndi tollvörðunum kassastrim-
ilinn þar sem kom fram að ég hafði
keypt kassann. Það var bara hundsað
og viðkvæði tollvarðanna var: „eins
og hver sem er geti ekki sýnt kassast-
rimil, við vitum samt ekkert hvort þú
ert búinn að taka bjórkassann eða
ekki.“ Skemmtileg afgreiðsla það!
Þar sem ég gaf mig ekki og vildi fá
minn bjórkassa, sem ég hafði greitt
fyrir, sögðu tollverðimir að ég gæti
ekki fengið bjórkassann en ég gæti
En sú hljómsveit sem mér finnst
að eigi ganga fyrir er Frankie Goes
to Hollywood. Ég á allar plöturnar
með henni og er hún alveg meiri
kannski fengið hann endurgreiddan í
fríhöfhinni.
Svo varð raunin á, bjórkassann fékk
ég endurgreiddan en ekki undir
nokkrum kringumstæðum vildu toll-
verðimir láta mig fá bjórinn sjálfan
sem ég átti svo fyllilega rétt á.
Mér finnst þetta alveg virkilega léleg
þjónusta og þessir tollverðir engan
veginn kunna sig.
Svona þjónusta hlýtur að setja svart-
an blett á flugstöðina, hvað er varið
í glæsilega byggingu ef þjónustan er
þriðja flokks?
háttar góð og með frábæra sviðs-
framkomu og á því fyllilega skilið
að fá að spreyta sig.
Hjóli stolið
í Yrsufelli
Rannveig Pálsdóttir hringdi:
Hjóli var stolið frá mér fyrir
skömmu í Yrsufelli í Breiðholtinu.
Þetta er eldgamalt hjól frá 1929
og er ffemur antikgripur en hjól
sem slíkt. Hjólið er svart að lit.
Þessi þjófiiaður er mér meira til-
finningamál heldur en fjárhagslegt
tap og því vil ég biðja þá er hafa
orðið þessa hjóls varir að hringja
í síma 75888.
Hundurinn
saklaus,
bamið datt
Kunnugur skrifar:
Ég vil leiðrétta ranga ffétt sem
birtist í Morgunblaðinu þar sem
sagt er frá hundi sem á að hafa
glefeað í andfit bams, í MoafeOs-
sveitinni, með þeim afleiðingum
að bamið missti framtennumar.
Þetta er röng atburðalýsing því
hundurinn glefeaði í úlnfiðinn á
krakkanum, í leik, en svo illa vildi
til að krakkinn datt og það á fram-
tennumar sem brotnuöu fyrir
vikið.
Það er þvf rangt að kenna hund-
inum um nokkuð sem hann er ekki
valdur að, bamið einfaldlega datt
og næsti blóraböggul var hundur-
inn.
Nú virðist hafa gripið um sig
einhver móðursýki gegn hundurn,
hvað þetta séu nú hættuleg dýr....
böm geta bara dottið í nálægð
þeirra, guð en agalegt!
Hér með vona ég að ég hafi leið-
rétt þann misskilning að hundur-
inn hafi glefeað framan í bamið,
bamið bara einfaldlega datt. RÉTT
SKAL VERA RÉTT.
„Frankie, er alveg meiri háttar hljómsveit sem væri gaman að fá til landsins."
Fáum Frankie Goes to Hollywood