Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Page 28
40
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987.
Andlát
Guðmundur Stefánsson lést 8. maí
sl. Hann fæddist að Bjólu í Djúpár-
hreppi 23. nóvember 1910. Foreldrar
hans voru hjónin Áslaug Einars-
dóttir og Stefán Bjarnason. Á yngri
árum stundaði Guðmundur vinnu
við vegagerð í Rangárþingi en flutt-
ist fljótlega til Reykjavíkur og
gerðist þar leigubílstjóri. Því starfi
gegndi hann þar til nú fyrir nokkrum
árum er hann varð að hætta vegna
heilsubrests. Guðmundur kvæntist
Katrínu Gísladóttur og eignaðist
með henni tvo syni, fyrir átti hann
einn son. Þau Katrín slitu samvist-
um. Seinni kona Guðmundar var
Aðalbjörg Skúladóttir og lifir hún
mann sinn. Útfcr Guðmundar verður
gerð frá Langholtskirkju í dag kl.
13.30.
Jón H. Júlíusson er látinn. Hann
fæddist í Miðkoti í Miðneshreppi 6.
febrúar 1927, sonur Salvarar Páls-
dóttur og Júlíusar Eiríkssonar. Jón
ól allan sinn aldur í Sandgerði.
Stundaði störf til sjós og lands og
síðustu áratugina starfaði hann hjá
Sandgerðishöfn. Eftirlifandi eigin-
kona hans er Rósa Jónsdóttir. Útför
Jóns verður gerð frá Hvalsneskirkju
í dag kl. 14.
Ingólfur Jónsson lést 16. maí sl.
Hann fæddist í Reykjavík 25. febrúar
1922, sonur Jóns Jónssonar og Júlí-
önnu Björnsdóttur. Ingólfur nam
rennismíði og starfaði sem renni-
smiður í yfir 20 ár hjá Vélsmiðju
Kristjáns Gíslasonar hf. en síðustu
17 árin starfaði hann hjá vélaverk-
stæði Sig. Sveinbjörnssonar hf. í
Garðabæ. Eftirlifandi eiginkona
hans er Erla Sveinbjömsdóttir. Þeim
hjónum varð þriggja barna auðið.
Útför Ingólfs verður gerð frá Foss-
vogskapellu í dag kl. 15.
Kristján Sumarliðason, Hafsteins-
stöðum, Bolungarvík, lést á sjúkra-
húsinu í Bolungarvík 15. maí.
Jarðarförin fer fram frá Hólskirkju
laugardaginn 23. maí kl. 14.
Tilkyimirtgar
Kórsöngur með kaffinu
í Norræna húsinu
Nk. mánudagseftirmiðdag tekur norskur
áhugamannakór, Storebrandkoret, lagið í
Norræna húsinu og syngur ýmis þekkt og
vinsæl lög. Kórinn er hér á ferð til þess
að heimsækja Samkór Selfoss og til þess
að halda upp á 40 ára afmæli sitt. Ennfrem-
ur tengist heimsóknin 70 ára afmæli
Brunabótar, en kórfélagar eru allir starfs-
menn norska tryggingafélagsins Store-
brand. Kórinn heldur tónleika á Selfossi
á sunnudaginn en heldur síðan til Reykja-
víkur og syngur hjá Brunabótafélaginu.
Síðan er ætlunin að syngja nokkur lög í
Norræna húsinu sem fyrr segir. Ekki verð-
ur selt inn á tónleikana né er hægt að
segja nákvæmlega hvenær kórinn syngur
í Norræna húsinu, heldur verður þetta
eins konar „uppákoma" einhvern tíma
dagsins og eru allir velkomnir að koma
og hlusta.
Jón Á. Þorsteinsson lést 13. maí
sl. Hann fæddist 14. júní 1910 á Leys-
ingjastöðum í Sveinsstaðahreppi.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Þor-
steinsson og Jenný Jónsdóttir. Jón
starfaði lengst af hjá Olíufélagi ís-
lands, oftast við akstur á olíubílum.
Eftirlifandi eiginkona hans er Guð-
rún Guðmannsdóttir. Útför Jóns
verður gerð frá Fossvogskirkju í dag
kl. 13.30.
Þórormur Júlíusson, lést 12. maí
sl. Hann fæddist í Reykjavík 26. des-
ember árið 1947. Foreldrar hans voru
Þóra Karólína Þórormsdóttir og Júl-
íus S. Júlíusson. Útför Þórorms
verður gerð frá Kópavogskirkju í dag
kl. 15.
Sigurður Jónsson frá Efra-Lóni á
Langanesi, síðar búsettur að Loka-
stíg 4, Reykjavík, lést á Landakots-
spítala aðfaranótt 15. maí sl.
Jarðarförin fer fram frá Hallgríms-
kirkju 26. maí nk. kl. 15.
Ragnheiður O. Björnsson kaup-
maður, Akureyri, andaðist á Dvalar-
heimilinu Hlíð, Akureyri, fimmtu-
daginn 21. maí sl. Jarðarförin fer
fram frá Akureyrarkirkju föstudag-
inn 29. maí.
Guðrún Magnúsdóttir frá Grund-
arbrekku lést í sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja miðvikudaginn 20. maí sl.
Guðrún Þórðardóttir frá Syðri-
Hraundal lést í sjúkrahúsi Akraness
miðvikudaginn 20. maí.
Hákon B. Teitsson, Langholtsvegi
185, Reykjavík, lést í Borgarspítalan-
um 21. maí.
Kristrún V. Jónsdóttir, Nýlendu-
götu 29, lést í Borgarspítalanum 19.
maí.
Jóhanna Sigurðardóttir frá Rafns-
eyri, Skólavegi 10, Vestmannaeyjum,
verður jarðsett frá Landakirkju
laugardaginn 23. maí kl. 14.
Sigurður Jónsson frá Balaskarði
verður jarðsunginn frá Höskulds-
staðakirkju laugardaginn 23. maí kl.
17.
í gærkvöldi
Hilmar Karlsson útlitsteiknari:
liflegar knattspymulýsingar
Enn sem komið er er ekkert ríkis-
sjónvarp á fimmtudögum en eins og
komið hefur fram mun verða breyt-
ing á með lækkandi sól. Stöð 2 hefur
því landsmenn út af fyrir sig og bauð
í gærkvöldi upp á þokkalega dag-
skrá. Ber þar fyrst að nefna saka-
málaþáttinn Morðgátu sem er með
betri þáttum sem sú stöðin sýnir.
Hef ég sérstaklega gaman af Ang-
elu Lansbury í hlutverki rithöfund-
arins Jessicu Fletcher sem er
skemmtilegur karakter. Yfirleitt er
söguþráður þáttanna nokkuð spenn-
andi, uppbyggingin er klassískt
dæmi, ættað úr hugarheimi Agöthu
Christie. Stundum þó útþynnt, enda
um fjöldaframleiðslu að ræða.
Kvikmynd kvöldsins var ekki af
verri endanum. Þar leiddu þær sam-
an hesta sína stjömur fyrri ára,
Bette Davis og Olivia De Havilland
í Þei, þei, kæra Charlotte og var þar
á ferðinni spennandi mynd sem sjálf-
Hilmar Karlsson.
sagt hefur hrellt einhverja. Var ég
hrifinn af túlkun gömlu stjamanna.
Lítið var- um markvissa útvarps-
hlustun í gær. í raun eru rás 2
ríkisútvarpsins og Bylgjan það líkar
útvarpsstöðvar að á daginn er sama
hvora stöðina maður stillir á ef það
er léttmeti sem óskað er eftir. Það
er svo aðeins persónulegt hvort
manni líkar betur við kynninn á rás
2 eða Bylgjunni.
Á kvöldin býður rás 2 upp á mun
fjölbreyttari dagskrá þótt ekki sé
allt vel heppnað sem þar er. í gær-
kvöldi fór mestur hluti kvöldsins í
knattspymulýsingar enda 1. deildin
byijuð. Fannst mér vel takast .til.
Fimm leikir og útvarpað beint frá
þeim öllum. Er mun líflegra að
hlusta á þess konar lýsingu heldur
en aðeins lýsingu frá einum leik. Var
þetta tvimælalaust besta útvarps-
efnið í gærkvöldi.
Knattspyrnuskóli ÍK ’87
Knattspyrnuskóli lK verður starfræktur í
sumar eins og undanfarin sumur. I sumar
verður skólinn með nokkuð öðru sniði en
áður. Felast þær breytingar einkum í nýrri
aðstöðu félagsins í Digranesi og fjölgun
leiðbeinenda við skólann. Einnig hefur
félagið eignast fullkomna videoupptöku-
vél sem notuð verður við kennsluna.
Vegna aukins áhuga stúlkna á knatt-
spymu eru þær boðnar sérstaklega
velkomnar. Námskeiðin verða sem hér
segir: 1. júní - 12. júní á mánud. - föstud.
kl. 10-12. á Heiðarvelli. 15. júm' - 26. júní.
29. júní - 10. júlí. 13. júlí - 24. júlí. Aðal-
kennari er Þórir Bergsson íþróttakennari.
Innritun fer fram í sír.rn 44368 eftir kl. 20.
Verð kr. 1.500.
Platti með mynd frá Drangey
Skagafjörður hefur löngum verið vinsæll
ferðamannastaður, enda sögustaðir marg-
ir að fornu og nýju. Bátsferðir til Drang-
eyjar, með góðum leiðsögumönnum, eiga
þar vaxandi vinsældum að fagna enda er
Drangey náttúruperla og fræg fuglapara-
dís. Baldur Heiðdal á Sauðárkróki hefur
nú látið útbúa platta með mynd frá Drang-
Afmæli
ey. Teikningin er eftir Eydísi Lúðvíks-
dóttur, myndlistarkonu í Listasmiðju
Glits, og plattinn er brenndur í Gliti hf.
sem tekur að sér að gera platta fyrir inn-
lenda aðila. Verk af þessu tagi eru smám
saman að flytjast inn í landið. Plattarnir
verða til sölu norðanlands á vegum Bald-
urs Heiðdal á Sauðárkróki og á vegum
Glits í Reykjavík.
Mígrensamtökin
hafa opnað skrifstofu að Suðurgötu 14.
Opið á mánudögum kl. 17-19. Sími 623620.
Barnaspil - ný kassetta
út er komin barnakassetta sem heitir
Barnaspil. Flytjendur eru Guðmundur
Rúnar Lúðvíksson og Káti leikhópurinn.
Þetta er sjöunda (hljómplatan) og kassett-
an sem kemur frá G.R. Lúðvíkssyni. Á
kassettunni eru ellefu sígild barnalög.
Einnig eru tvö frumsamin lög við texta
eftir Guðjón Weithe. Á B-hliðinni er
frmflutt nýtt leikrit sem heitir „Daði,
dvergur í stóra skógi“. Til að byrja með
verður „Barnaspil" aðeins til á kassettu.
Hún fæst í öllum helstu hljómplötu- og
kassettuverslunum.
Bretar hafa sent íslendingum orð-
sendingu þess efhis að þeir samþykki
ekki fyrirhugaðar rannsóknir íslend-
inga, Dana og Færeyinga á Rockall-
svæðinu í sumar. Þeir segjast sjálfir
ætla að stunda þar rannsóknir á sama
tíma.
„Við munum skoða þetta mál vand-
lega og það verður tekið upp á fundi
ríkisstjómarinnar á þriðjudaginn og
strax á eftir í utanríkismálanefnd og
Tónleikar
Megas á tónleikaferð
Meistari Megas er á tónleikaferð um
landið þessa dagana. Hann kemur fram
með kassagítar og spilar jafnt gömul sem
ný lög úr safni sínu. Einnig mun Bubbi
Morthens heimsækja Megas á einstaka
stað og taka með honum lagið. I kvöld
verður hann á Vopnafirði, laugardags-
kvöld á á Þórshöfn, sunnudagskvöld á
Raufarhöf og mánudagskvöld á Húsavík.
Allir tónleikamir hefjast kl. 21.
Tapað - Fundið
Síamsköttur týndur
úr miðbænum
Fimmtudaginn 7. maí sl. tapaðist símas-
köttur (fress) frá Tjarnargötunni í Reykja-
vík. Finnandi vinsamlegast hringi í síma
19492 eftir kl. 18 á kvöldin.
fyrr en málið hefur verið rætt á þessum
vettvangi er lítið um það að segja,“
sagði Matthías Á. Mathiesen utanrík-
isráðherra í samtali við D V í morgun.
Líklegt er talið að þama sé hörku-
deilumál í uppsiglingu. Eyjólfur
Konráð Jónsson, formaður utanríkis-
málanefndar, segir að íslensk/danski
leiðangurinn fari að sjálfsögðu á svæð-
ið, hvað sem Bretar segi.
-S.dór
Bretar mótmæla Rockallrannsóknum:
„Þovskastríð“ undir
öfúgum formerkjum?
- málið tekið fyrir á ríkisstjómarfundi á þriðjudag
Viðræðurnar hafnar
60 ára afinæli á í dag, 22. maí, ísleif-
ur Jónsson verkfræðingur frá
Grindavík. Hann er í Afríkuríkinu
Djibúti og starfar þar við jarðhitar-
annsóknir á vegum Sameinuðu
þjóðanna. Hann hefur mörg undan-
farin ár starfað hjá SÞ við slíkar
rannsóknir í ýmsum þjóðlöndum.
Heimilisfang Isleifs er: I. Jónsson c/o
United Nations development pro-
gramme B.P. 2001 (Pnu) Djibouti
Africa.
Stjómarmyndunarviðræður Sjálf-
stæðisflokks, Alþýðuflokks og
Kvennalista hófust rétt fyrir hádegi í
dag, kl. 11.30.
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, fékk jákvætt svar við
bréfi sínu til flokkanna tveggja í gær
Verkfall rafeindavirkja hjá Pósti og
síma, Vita- og hafhamálastjóm og
Flugumferðarstjóm skall á í gær-
kvöldi eftir að tilboði frá fjármála-
ráðuneytinu hafði verið hafnað. Það
em 10 rafvirkjar og 65 rafeindavirkjar
sem hófu verkfall í gærkvöldi. Eftir
viku kemur svo til verkfalls rafeinda-
virkja hjá Ríkisútvarpinu.
Magnús Geirsson, formaður Rafiðn-
aðarsambandsins, sagði í morgun að
en í því bauð hann Alþýðuflokki og
Kvennalista til formlegra stjómar-
myndunartilrauna.
Ljóst er að mörg ágreiningsmál þarf
að leysa milli ftokkanna og gætu við-
ræðumar því tekið nokkum tíma.
-ES
tilboð það sem rafeindavirkjar höfri-
uðu hefði í sumum tilfellum lækkað
menn i launum en hækkað aðra lítið
eitt.
Enginn sáttafundur verður í deil-
unni yfir helgina en á mánudaginn
klukkan 10 hefur verið boðað til fund-
ar og sagðist Magnús Geirsson vera
allt annað en bjartsýnn á að lausn á
deilunni væri á næstu grösum.
-S.dór
Rafeindavirkjar:
Verkfall skollið á