Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987. Stjómmál Jón Helgason hefur veítt 15 „feit“ embætti sem dómsmálaráðherra: Era framsóknarmenn bestu fógetamir? Þrir framsóknarmenn í lest Jóns Helgasonar: Böðvar Bragason varð lögreglustjóri i Reykjavík. Friðjón Guðröðarson tók við af Böðvari á Hvolsvelli og Páll Björnsson tók við af Friðjóni á Höfn í Hornafirði. Á fjögurra ára ævi núverandi ríkis- stjórnar hefur Jón Helgason dóms- málaráðherra veitt 39 embætti sem dómsmálaráðherra. Þar af eru 15 ..feit" embætti og einhverra hluta vegna hefur svo æxlast til að í þau hafa val- ist 10 íramsóknarmenn. 3-4 sjálfstæðis- menn og 1-2 sem eru annað hvort eða bæði! Að vísu hafa þessir embættis- menn verið misjafnlega miklir flokks- menn og einstaka ekki meira en traustir kjósendur síns flokks. Embættaveitingar dómsmálaráð- herra hafa sumar hverjar verið umdeildar en um aðrar hefur ríkt sæmilegur eða alger friður. Hér er ekki lagður dómur á þær. heldur er þessi samantekt gerð til þess að lesend- ur geti velt þessum málum fvrir. sér. Samantektin dregur til að mynda fram þá spurningu, hvort framsóknarmenn séu bestu fógetarnir - eða bestir sem lögregluvald og dómsvald. í þeirra hlut kom 67% „feitu" embættanna í þessu kerfí á nýliðnu kjörtímabili. En Fram- sóknarflokkurinn fékk hins vegar 17% atkvæða í kosningunum. Þótt varla sé hægt að halda því fram að opinberum embættum eigi að skipta eftir stjómmálaskoðunum umsækj- enda í réttu hlutfalli við kjörfvlgi stjórnmálaflokka. er óhjákvæmilegt að mönnum verði hugsað til þess að lögreglu- og dómsvaldið í landinu er svo til eingöngu skipað fólki úr tveim stjórnmálaflokkum. nefnilega Fram- sóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Undantekningar eru vandfundnar. 15 veitingar Það vekur auðvátað athygli. þegar skoðuð er skipun ráðuneyta hér á landi allt frá því að til þeirra var stofn- að 1917. að einungis í fjórum ráðunevt- um af 27 hafa dómsmálaráðherrar verið úr öðrum flokkum en þessum tveim. I nýsköpunarstjórninni sem sat í rúm tvö ár. 1944-1947, var alþýðu- flokksmaður dómsmálaráðherra. Sömuleiðis í tveim minnihlutastjórn- um Alþýðuflokksins. 11 mánaða stjórn. 1958-1959, og 4ra mánaða stjórn. 1979-1980. Loks var utanþings- stjórn við völd í tæp tvö ár, 1942-1944. Á 69 árum hafa dómsmálaráðherrar úr Framsóknarflokki og Sjálfstæðis- flokki setið í nærri 64 ár. Sú staðreynd og hin. að völdin í öllu lögreglu- og dómskerfinu eru svo til einvörðungu í höndum manna sem stvðja sömu flokka. bendir til þess að annað hvort eða bæði hafi embættaveitingamar almennt verið pólitískar eða að hæfir menn finnist ekki í öðrum flokkum til þess að gegna þessum embættum. hvað þá embætti dómsmálaráðherra. En snúum okkur að embættaveiting- unum 15 í tíð Jóns Helgasonar. 1984 l. nóvember var Guðmundur Skafta- son hæstaréttarlögmaður skipaður hæstaréttardómari. Hann er þekktui’ framsóknarmaður. Fjórir aðrir sóttu um. Frá l. janúar 1985 var Þorsteinn Geirsson skipaður ráðuneytisstjóri í Er Sigurður Eiríksson sá eini af þess- um 15 sem hvorki Framsóknarflokkur né Sjálfstæðisflokkur geta eignað sér? Hann er á Eskifirði og sótti einn um. dómsmálaráðuneytinu. Hann var áður settur ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu. Þorsteinn var liðtækur framsóknarmaður á yngri árum. Þrír aðrir sóttu um. 1985 Frá 1. nóvember var Sigurður Gizur- arson skipaður bæjarfógeti á Akra- nesi, en hann var fógeti og sýslumaður á Húsavík. Hann er þekktur fram- sóknarmaður. Um embættið sóttu sjö aðrir. Þá var Böðvar Bragason skipaður lögreglustjóri í Reykjavík frá l.des- ember. Hann var sýslumaðui- Rangár- vallasýslu og varaþingmaður Framsóknarflokksins. Um embættið sóttu fimm aðrir. Frá sama degi var Halldór Kristins- son skipaður bæjarfógeti og sýslumað- ur á Húsavík, en var fógeti í Bolungarvík. Hann hefm’ ekki verið flokksbundinn svo DV viti til en bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur hafa eignað sér hann. Fimm aðrir sóttu um. Enn sama dag var Friðjón Guðröð- arson skipaður sýslumaður Rangár- vallasýslu. Hann kom úr embætti sýslumanns Austur-Skaftafellssýslu og er framsóknarmaður. Aðeins tveir aðr- ir sóttu um. Loks var Bjami K. Bjarnason borg- ardómari skipaður hæstaréttardómari frá 1. janúar 1986. Hann er talinn til Sjálfstæðisflokksins. Fjórir aðrir sóttu um. 1986 Frá 9. janúar var Páll Bjömsson skipaður sýslumaður í Austur-Skafta- fellssýslu, en hann var fulltrúi fógeta á Selfossi. Páll er framsóknarmaður. Einn annar sótti um embættið. 16. janúar tók gildi skipun Adólfs Adólfssonar sem bæjarfógeta í Bol- ungarvík. Hann var fulltrúi fógeta og sýslumanns á Húsavík. Adólf er talinn til Sjálfstæðisflokksins fremur en Framsóknarflokksins. Aðrir sóttu ekki. 1. júlí var Guðrún Erlendsdóttir dós- ent skipuð hæstaréttardómari. Hún er sjálfstæðismaður. Fjórir aðrir sóttu um. Sama dag var Hallvarður Einvarðs- son rannsóknarlögreglustjóri skipað- ur ríkissaksóknari. Hann er framsóknarmaður. 1. október var Bogi Nílsson bæjar- fógeti á Eskifirði skipaður rannsókn- arlögreglustjóri. Hann er sjálfstæðis- maður. Þrír aðrir sóttu um. Þá var Sigurður Eiríksson skipaður bæjarfógeti á Eskifirði og sýslumaður Suður-Múlasýslu og gilti skipunin frá 1. júlí. Hann var aðalfulltrúi fógeta á Akureyri. Heimildarmenn DV gátu ekki dregið Sigurð í flokksdilk. 1987 Núna 1. júní tók gildi skipun Más Péturssonar héraðsdómara í Hafnar- firði sem fógeta og sýslumanns þar. Hann er þekktur framsóknarmaður. Aðrir umsækjendur voru níu talsins. Sama dag var Friðgeir Björnsson borgardómari skipaður yfirþorgar- dómari í Reykjavik. Hann er fram- sóknarmaður. Þrír aðrir sóttu um. -HERB í dag mælir Dagfari Nató á Sögu Utanríkisráðherrar Atlantshafs- ríkjanna halda fund á íslandi i næstu viku. Lítið hefur verið sagt frá því um hvað ráðherramir ætla að ræða á þessum fundi enda er það í sjálfu sér aukaatriði. Enginn man til þess að slíkir fundir hafi skipt hinu minnsta máli og venjulegast eru fundimir árangursríkastir þegar sem minnst er sagt. Það kann kannske að vera á dagskrá hjá Atlantshafs- bandalaginu að Rússarnir hafa haft uppi hótanir um að draga úr víg- búnaðarkapphlaupinu og lagt fram ýmsar tillögur í því skyni sem Bandaríkjamenn hafa gert sig lík- lega til að samþykkja. Þessar ráðagerðir stórveldanna hafa skap- að nokkum ugg meðal Evrópuríkj- anna í Nató enda er vegið að undirstöðum þessa vamarbandalags ef meining er að draga úr vopnum og vígbúnaði. Nató má ekki til þess hugsa, enda er það einhver mesta ógnun við friðinn ef menn draga úr vopnabúnaðinum. Má því gera ráð fyrir að samþykkt verði ályktun á Reykjavíkurfundinum í næstu viku þar sem Nató leggst gegn afvopnun. Að öðru leyti verður tíðindalítið á þessum Natófundi nema hvað ráð- herramir verða boðnir að Gullfossi og Geysi eins og lög gera ráð fyrir þegar hafa verður ofan af fyrir elsku- legum gestum. Og svo eiga þeir að borða og dansa í Valhöll á Þingvöll- um um kvöldið og þá verður áreiðan- lega kátt í höllinni. Dansleikurinn verður hápunktur ráðherrafundar- ins. Sovétríkin hafa löngum verið ást- mögur Atlantshafsbandalagsins enda væri ekkert Nató til ef Rúss- amir væm ekki til. Svona hræðslu- bandalög þurfa að eiga sér óvin og óvinurinn verður að vera samvinnu- þýður í því að magna upp hræðsluna svo bandalagið lifi og geti haldið fleiri fundi um ekki neitt. Eins og fyrr segir er það helsta áhyggjuefni Atlantshafsbandalagins að Rússam- ir em allir að spekjast og em nú menn að reyna að finna ráð við því. Það er óþarfi að láta Gorbatsjov komast upp með eitthvað friðarkjaft- æði ef það stoihar framtíð Nató í hættu. En það em líka til fleiri óvinir heldur en Rússarnir. Nú er hafður uppi mikill viðbúnaður til öryggis. Lögreglan er öll í viðbragðsstellingu og víkingasveitimar em komnar í sérstakar æfingabúðir upp í Saltvík. Vopnaleit er gerð á sérhverjum ferðamanni sem kemur til landsins og vestur í bæ verður svæðinu í kringum Hótel Sögu lokað fyrir allri almennri umferð. Öryggisverðir koma sér siðan fyrir á húsþökum og nærliggjandi götum til að vakta svæðið þannig að þar sjáist enginn nema fuglinn fljúgandi. Allar em þessar öryggisráðstafanir gerðar til að bægja hugsanlegum óvinum frá ráðherrafundinum. Ekki til að koma í veg fyrir að þeir heyri hvað ráðherramir hafa að segja því að þar verður ekkert sagt. Heldur til að óviðkomandi komist ekki að því að þar er ekkert sagt. Fundurinn verður sem sagt leynilegur til að forðast það að nokkur maður komist að því að hann er leynilegur vegna þess að þar gerist ekkert. Liður í þessum öryggisráðstöfun- um er sá að senda starfsmenn bændasamtakanna á Hótel Sögu í frí og sömuleiðis flokksbundna Al- þýðubandalagsmenn sem starfa á hótelinu. Hættulegustu óvinir Nató em í samtökum og flokkum sem vita minnst um Nató. Alþýðubandalags- menn halda nefnilega að Nató skipti máli og ekki má fyrir nokkum mun leyfa þeim að uppgötva að svo sé ekki. Þess vegna em þeir reknir heim. Misskilningur herstöðvaandstæð- inga lýsir sér í því að í tilefhi fundarins ætla þeir að ganga frá Keflavík um helgina. Engum venju- legum manni mundi detta í hug að leggja á sig slíka göngu nema af því hann er svo vitlaus að halda að Nató skipti máli. Svo er öryggis- gæslunni fyrir að þakka að her- stöðvaandstæðingar hafa ekki enn komist að hinu sanna. Mikið væri það nú almennilegt af þeim hjá Nató eða lögreglunni að leyfa svo sem einum picalló úr Al- þýðubandalaginu að laumast inn á fundinn hjá ráðhermnum til að eyða þessum misskilningi. Þá gæti blessað fólkið losnað undan þeirri áþján að ganga allan Keflavíkurveginn að ástæðulausu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.