Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Síða 10
10
FIMMTUÐAGUR 4. JUNI 1987.
Uflönd
Akvörðun Volckers á
sér margar orsakir
Paul Volcker. bankastjóri banda-
ríska seðlabankans. sem tilkynnt
hefur að hann muni láta af embætti
í haust. iysti því yfir við blaðamenn
í vikunni að persónulegir hagir hans
væru helsta forsenda þessarar á-
kvörðunar. Hann tók þó fram að
aðrir þættir hefðu haft áhrif á niður-
stöðu sína en tiltók ekki hverjir þeir
væru.
Fréttaskýrendur velta því nú f>TÍr
sér hvaða orsakir liggja því til
grundvallar að Volcker neitar að
halda áfyam starfi sem hann hefur
náð verulegtmt árangri í. Lióst er
að ástæðurnar eru margar. en jafn-
ffamt er þá reynt-að leita svara um
mikilvægi hverrar og einnar.
Erfiður fjárhagur
Ljóst er að ákvörðun Volckers
byggist að miklu ley.ti á stöðu per-
sónulegra mála hans. Eiginkona
hans býr í New York og mun hún
vera óánaígð með búsetu bóndans í
Washington DC. Setti hún sig til
dæmis rnjög á móti því að hann tæki
að nýju við embætti árið 1983 þegar
fvTstaskipunartímabil hans var úti.
Þá mun fjárhagsstaða bankastjór-
ans vera erfið. Hann fór úrstarfi þar
sem hann hafði allt að milljón doll-
ara árstekjur. þegar Jimmy Carter.
þáverandi Bandaríkjaforseti.skipaði
hann seðlabankastjóra 1979. Síðan
þá hefur hann helgað bankanum líf
sitt allt og látiðsér nægja tiltölulega
lág laun. miðað við þær skuldbind-
ingarsem hann hefur. A þessum átta
árum hafa því safnast upp íjárhags-
legir erfiðleikar.sem hann mun eiga
erfitt með að láta afskiptalausa leng-
ur.
Óánægður með árangur
Flestir fféttaskýrendm- telja þó að
óánægja Volckers með ffammistöðu
n'kisstjómar Reagans foseta í efha-
Ronald Reagan Bandríkjaforseti tilkynnir aö Paul Volcker (til hægri) muni
í haust og aó Alan Greenspan (til vinstri) muni taka viö af honum.
hagsmálum. sérstaklega að ekki
hefur náðstsamkomulag um aðgerð-
ir til að draga úr halla á fjárlögum
ríkisins. eigi drjúgan þátt í ákvörðun
hans.
Þá mun Volcker ennfremur vera
mjög óánægður með bankastjóm
seðlabankans. eins og hún er nú
skipuð. Þar eiga nú sæti lítt reyndir
menn. hafa samtak ekki nema sex
eða-sjö ára reymslu afstarfi viðseðla-
bankann, og segja kunnugir að
Volcker hafi þótt erfitt og óþægilegt
að starfa með þeim. Allir eru þeir
skipaðir af Reagan forseta.
Óttast margir að reynslulevsi
bankastjómarinnar eigi eftir að
valda erfiðleikum, einkum eftir að
láta af embætti seólabankastjóra
- Símamynd Reuter
Volcker lætur af embætti, því þar
hafi enginn reynslu til þess að tak-
ast á við þau vandamál ag þá óvissu
sem fr amundan er í efnahagsmálum.
Ætlaði út1985
Volcker ætlaði raunar ekki að
gegna embætti út þaðskipunartíma-
bil sem nú er að enda. Þegar hann
var endurskipaður 1983sagðist hann
ekki ætla að vera í embætti lengur
en tvö ár í viðbót.
Þegar Donald Regan lét af emb-
ætti fjármálaráöherra Bandaríkj-
anna ákvað Volcker að sitja áffam
íseðlabankanum. Þeir Regan elduðu
oft grátt silfitr ag voru ósammála
um nánast alla hluti. Hins vegar
mun Volcker hafa litist vel á að
starfa með James Baker sem tók við
af Regan sem fjármálaráðherra, en
þeir tveir voru sammála um nauðsyn
þess að ráðast gegn vandamálum
vegna erlendra skulda og vegna
hárrar skrásetningar Bandaríkja-
dals.
James Baker hefur ítrekað reynt
að fá Volcker til að halda áffam eitt
tímabil tO viðbótar en án árangurs,
því seðlabankastjórinn virðist
ákveðinn í að hætta.
Viðbrögð við þessari ákvörðun
Volckers hafa verið flest á einn veg.
Mörg ríki Mið- og Suður-Ameríku
sjá við brottför hans á bak velvildar-
manni sem oft beitti áhrifum sínum
til þess að auðvelda þeim þunga
skuldabyrði. Þegar skuldafen Mex-
íkó yfirþyrmdi stjómvöld þar í landi,
árið 1982, var það til dæmis Volcker
sem fjármálaráðherra landsins leit-
aði til ffemur en bandaríski fjár-
málaiáðherrann.
Auk Mexíkó hafa stjómvöld í
Brasilíu og Venezúela þegar lýst
áhyggjum sínum vegna mannaskipt-
anna í bandaríska seðlabankanum.
Viðbrögð annarra, svo sem stjóm-
valda í Argentínu, Panama og Perú,
hafa hins vegar verið Volcker lítt
vinsamleg.
Viðbrögð annars 'staðar í heimin-
um hafa yfirleitt verið þau að
áhyggjum er lýst vegna hugsanlegra
breytinga ástefhu Bandaríkjastjóm-
ar og þá helst að hún komi til með
að harðna.
Stefnubreytíng
talin ólíkleg
á næstunni
*
Talið er ólíklegt að skipun Alan
Greenspan í emhætti bankastjóra
seðlabanka Bandaríkjanna muni
valda einhverjum skyndilegum eða
stórvægilegum breytingum á stefnu
bankans eða ríkisstjórnar. Green-
span er íhaldssamur hagffæðingur
og er talinn líklegur til þess að halda
áffam að þrengja hægt að í lánamál-
litinn pening
G P
SKE.K UNNI íiA SIMI !)l B 47 Ö8
um. í þeim tilgangi að halda aftur
af verðbólguótta og styrkja dollar-
ann á alþjóðamarkaði.
Um leið og Reagan forseti til-
kynnti að Paul Volcker myndi. ekki
taka að sér að gegna embætti seðla-
bankastjóra eitt tímabil til viðbótar
og mvndi því hætta störfum í haust
skýrði hann frá því að Alan Green-
span hefði verið útneíhdur sem
arftaki Volckers.
Misjöfn viðbrögð
Greenspan er tiltölulega hefð-
bundinn íhaldsmaður og talið er að
hann muni feta svipaða troðninga
og Volcker, forveri hans, gerði.
Hann var helsti efnahagslegi ráð-
gjafi Geralds Ford Bandaríkjafor-
seta ffá þvf í september 1974 fram í
janúar 1977. Flestir telja að hann
muni leggja megináherslu á aðgerðir
gegn verðbólgu og að ná samstöðu
um aðgerðir gegn fjárlagahalla.
Viðbrögð við útnefningu Green-
span hafa verið nokkuð misjöfn.
Margir bankamenn telja að þótt nýi
bankastjórinn verði líklega um flest
svipaður forvera sínum muni hann
stefha meir í átt til ftjálsræðis í
bankamálum. Eru þeir því fremur
jákvæðirgagnvart útnefningu hans.
James Wright, forseti fulltrúa-
deildar bandaríska þingsins, hefur
hins vegar lýst áhyggjum sínum ydir
að sú stefna, sem Greenspan fylgir í
efhahagsmálum, hafi tilhneigingu til
að auka verðbólgu.
Þrátt fyrir þessar efasemdir deild-
arforsetans er búist við að öldunga-
deild þingsins samþykki útnefningu
Greenspans án verulegra erfiðleika.
Leiðtogi repúblikana í öldungadeild-
inni, Robert Dole, telur að forysta
seðlabankans verði í góðum höndum
eftir mannaskiptin, ekki síður en
fyrir þau. Tekur hann þar til þekk-
ingu Greenspan á efnahagsmálum
og reynslu hans í starfi með æðstu
stjórn lansins.
Erfitt hlutverk
Talið er að það verði erfitt fyrir
Greenspan að taka við bankastjóra-
embættinu. Volcker hefur notið
Alan Greenspan tekur nú viö af Paul Volcker sem bankastjóri seðla-
banka Bandaríkjanna. _ Simamynd Reuter
mikillar virðingar, jafnt utanlands
sem innan Bandaríkjanna. Óttast
bandarískii' fjármálamenn nú að
Greenspan muni ekki geta tekið mál
jafn föstum tökum og forveri hans,
að hann verði ekki jafn afgerandi í
embættisákvörðunum.
■Þegar Volcker tók við embætti var
hann þegar þekktur um allan heim
og naut trausts flestra. Greenspan
verður hins vegar ekki aðeins að
sanna bæði hæfhi sína og sjálfstæði
heldur jafhframt að fýlla skarðið eft-
ir einn virtasta og áhrifamesta
cmbættismann nútímans.
Hans bíður því erfitt. hlutverk.