Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987. Spumingin Lesendur Ertu í sólskinsskapi sumarblíðunni? í Marianna Friðriksdóttir afgreiðslu- stúlka: Vissulega er ég það. Það er búið að vera alveg indælis veður og maður biður og vonar að þetta sumar verði eins gott og það síðasta. ísbúð: Varla. því ég vinn inni og mér finnst alveg hryllilegt að vera lokuð inni í svona góðu veðri. ég læt mig nú samt hafa það. Maður fer bara í gott skap. nánartiltekiðsólskinskap. þegar það hlýnar svona í veðri. í Árelíus ? íelsson prestur: Auðvitað ég er alltaf í sólkinsskapi hvernig svo sem viðrar. Eg veit að sólin er bak við sk; in hvort sem ég sé hana eða ekki. það heldur manni í sólskins- skapi. Jón Sigurjónsson, starfar hjá Reykja- víkurborg: Jú. alveg tvímælalaust. Sumarblíðan léttir. kætir lund. Það er búið að vera svo frábært veður að ég vona bara í lengstu lög að það verði eins gott og síðasta sumar. Stjómarmyndun: Nægir að styrkja núverandi stjóm Lárus skrifar: Eftir það sem á undan er gengið i stjórnarmvndunarviðræðum virðist liggja nokkuð ljóst fyrir að mjög örð- ugt ætlar að reynast að koma á laggimar nýrri stjóm sem hefur næg- an styrk en þó umfram allt styrk landsmanna til að takast á við þau málefni sem brenna hvað heitast á þjóðarbúinu. Héðan í frá mun fólk ekki líta mjög til Alþýðubandalagsins um þátttöku i ríkisstjórn og Kvennalisti mun varla teljast nógu málefnalegur til að takast á við stærstu vandamálin. Alþýðuflokkurinn á við forystu- vandamál að etja að því leyti að formaður flokksins t.d. er svo andsnú- inn samvinnu við Framsóknarflokk að varla rætist lú' þeim samskipta- vanda í bráð. Einkum þar sem samskiptavandinn virðist líka vera gagnkvæmur milli þessara tveggja flokka. Xú sem stendur er hér ríkisstjóm þótt til bráðabirgða sé. Og er það sú stjórn sem hvað mesta lýðhylli hafði ef marka má skoðanakannanir sem gerðar voru á meðan hún sat sem kjör- in stjórn. Flestir virðast einnig vera þeirrar skoðunar að Steingrímur Hermanns- son sé sá aðili sem hvað mesta lýðhylli hafði ef marka má skoðanakannanir sem gerðar vom meðan hún sat sem kjörin stjóm. Flestir virðast einnig vera þeirrar „Flestir virðast vera þeirrar skoðunar að Steingrímur Hermannsson sé sá aðili sem hvað best geti valdið emb- ætti forsætisráðherra af þeim flokks- foringjum sem til er að dreifa nú.“ skoðunar að Steingrímur Hermanns- son sé sá aðili sem hvað best geti valdið embætti forsætisráðherra af þeim flokksforíngjum sem til er að dreifa nú. En hængurinn er sá að þessi stjóm sem nú situr hefur ekki meirihluta nema fá til liðs við sig stuðningsmann eða menn á þingi og sem er ekki ætíð treystandi á. Og úr því að almenningur hafði traust á þessari ríkisstjóm og einnig forsætisráðherra og myndi sennilega ekkert frekar vilja en hann stýrði þeirri næstu þá er eftirleikurinn auð- veldur. Hann er sá að Framsóknar- flokkurinn standi að myndun næstu stjómar - eða eigum við að segja áframhald á núverandi stjóm Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisfiokks með fúllum liðsstyrk og þar á ég við að Albert Guðmundsson komi inn á ný til liðs við sinn gamla flokk. Borgaraflokkurinn er nú einu sinni samnefoari fyrir Albert Guðmundsson og með endurkomu hans í Sjálfstæðis- flokkinn væri ekkert því til fyrirstöðu að mynda nýja ríkisstjórn undir for- sæti Steingríms Hermannssonar á ný. Hvað sem líður undangengnum deil- um og írafári er þetta lausn að skapi meirihluta kjósenda og þannig fengist sterk stjóm sem gæti starfað óhindrað allt næsta kjörtímabil. Öll önnur samsetning næstu ríkis stjómar er varhugaverð og verður ekki langlíf, kosningar í bráð er ekki það sem fólk óskar eftir, eða hvað? Allt vitlaust: Stórkost- leg sýning Berglind Hannesdóttir hringdi: Ég var mjög-ánægð með sýninguna Allt vitlaust á laugardagskvöldið í Broadway.1! Þetta er virkilega vönduð sýning í atya staði, hressir skemmti- kraftar er nvergi gáfu eftir. Maður er njssa hvað það hefúr verið hljótt um þessa sýningu þvi hún á mikið lof skilið. Þetta var í einu orði sagt stórkostleg sýning er flestir ef ekki allir áhorfend- ur virtust hafa mjög gaman af. „Allt vitlaust er virkilega vönduð sýning í alla staði, hressir skemmtikraftar er hvergi gáfu eftir.“ Óætur matur á Hótel Örk skapi. Það er búið að vera svo fallegt veður, það mætti kannski vera örlít- ið hlýrra. Pétur Haraldsson kaupmaður: Já eflaust er maður það. Svona á veðrið að vera. Guðlaug Aðalsteinsdóttir, 2942-3607, hringdi: Við fórum 12 manns á Hótel Örk í mat og einróma álit okkar var vondur matur og litlir matarskammtar. Ég var svo óánægð með matinn að ég teldi hann ekki hundum bjóðandi. Og aðra eins matarskammta hef ég aldrei séð, allt sem var borið fram var skorið við nögl, maður hefði þurft að borða áður heima hjá sér til þess að verða saddur eftir máltíðina. Nógu mikið þurfti maður að borga fyrir þetta óæti, hvorki meira né minna en 1370 kr. á mann. Ég sé mig tilneydda til að segja frá þessu því ég hef aldrei á ævinni bragðað annað eins. Varið ykkur á sölumönnunum „Eg vil vara við sölumönnum sem ganga í hús og selja slökkvitæki og sjúkra- kassa. Þessir aðilar selja vörurnar miklu dýrari en nákvæmlega sama vara kostar úr búð.“ Húsmóðir hringdi: Ég vil vara við sölumönnum sem ganga í hús og selja slökkvitæki og sjúkrakassa. Að því er ég best veit eru þetta sömu mennimir og voru stopp- aðir austur í sveitum í fyrrasumar vegna óeðlilegra söluhátta. Þessir aðilar selja vömrnar miklu dýrari en sömu vömr kosta úr búð. Ég var svo grandalaus að ég lét glepj- ast og keypti í sakleysi mínu slökkvi- tæki og sjúkrakassa á 5200 kr. Seinna rakst ég á nákvæmlega eins slökkvi- tæki í verslun einni á 1500 kr og stærsti sjúkrakassinn var á 2000 kr en hann var mun stærri en sá sem mér var seldur og einnig innihélt hann lyf sem ekki voru í mínum. Ég vil því vara fólk við, það er betra að vera á varðbergi þegar um þessa gæja er að ræða sem koma vel fyrir og telja manni trú um að maður sé að gera voða góð kaup. Ég lét blekkj- ast, látið það ekki henda ykkur líka. Fullnægingar- námskeið fyrir karimenn! Lesandi hringdi: í tilefni af Dagfara þar sem verið er að gera grín að fúllnægingar- náraskeiðinu langar mig að leggja orð í belg. Núna virðist ekki gert annað en að ræða um þetta nám- skeið og þá alltaf S gríni því fólk er of feimið og bælt og getur ekki viðurkennt fyrir sér að það er mjög algengt að fólk eigi við þennan vanda að glíma og þá sérstaklega konur. Mér finnst svona fullnægingar- námskeið skref í rétta átt en tel þó vera miklu meiri þörf fyrir slík námskeið fyrir karlmennina af því að karlmaðurinn þarf að læra á konuna. Ég veit um fjöldann allan af konum sem ekki hafa fengið fullnægingu með sínum mönnum en þær hafa einfaldlega ekki þorað að segja manninum sínum frá því vegna þess að þeim þykir vænt um þá og vilja ekki særa þá. Því vona ég að karlmönnum verði boðið upp á svona fúllnæg- ingamámskeið líka, staðreyndin er sú að þeir hafa meiri þörf fyrir það-________________________ Leigubflahallæri E. J. hringdi Mér hefur alltaf verið fyrirmun- að að skilja starfshætti leigubíl- stjóra hérlendis. Um helgar er eins og allir leigubílstjórar í Reykjavík forðist skemmtistaði unga fólksins. Það er helst að fá bíl ef maður fer í Ártún eða á svipaða staði! Það hlýtur að vera eitthvað sem hægt er að gera í þessum málum. Þetta er kannski sök sér á sumrin þegar gott er veður, en á vetuma kemst maður iðulega heim við ill- an leik, kalinn og kvalinn. Ég held að leigubílstjórar verði að reyna að láta það sama yfir alla ganga. Við unga fólkið þurfum jú líka að komast heim. Hreinsið götumar íbúi i Seljahverfi hringdi: Það er orðið tímabærtfyrir borg- aryfirvöld að fara hreinsa götumar hér í Breiðholtinu og þá sérstak- lega þar sem ég bý, í Seljahverfmu. Það er svo mikil synd að þurfa að vera í rykinu og drallunni og það líka í svona indælu veðri. Svona, borgarstarfemenn, brettið nú upp ermamar og takið til við að smúla götumar, ekki veitir af. Ánægjuleg ferð Hannes Tómasson hringdi: Við í Félagi eldri borgara fórum um daginn í ferðalag saman alla leið vestur á Snæfellsnes. Það var margt í leið okkar sem þakka ber og vil ég koma því á framfæri á lesendasíðunni. Fyrst stoppuðum við í Borgar- nesi og fengum þar alveg ljómandi mat. í Ólafsvík fengum við indælar og alúðlegar móttökur hjá kvenfé- laginu á staðnum, þar voru ýmsar gimilegar kræsingar é boðstólum. í lokin vildi ég þakka hótelinu í Stykkishólmi fyrir alveg sérlega góða þjónustu sem allir kunnu að meta. Á tali hjá borgarfógeta Guðný Einarsdóttir hringdi: Ég er orðin dauðleið á að hringja á skrifetofu borgarfógeta í Reykja- vík. Það er alveg sama á hvaða tíma maður hringir, það er alltaf á tali. Ég eyði heilu klukkutímun- um í að reyna ná þangað niður eftir en alltaf er sama sagan, á tali. Svo loksins þegar maður nær línu er klukkan orðin þrjú og þá er búið að loka þannig að það virðist vera Hfsins ómögulegt að ná sam- bandi þangað. Því legg ég til að Hnum verði íjölgað hjá borgarfógeta svo að hægt verði að ná sambandi þang- að. .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.