Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Síða 33
FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987.
DV
Sviðsljós
Það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að vera toppfígúra. Hérna er járnfrúin, Margrét Thatcher, við störf
kröfuhörðu Ijósmyndara. Álagið var of mikið á bakið.
Kosningabaráttan er á fullu í Bretlandi núna og Magga foröast það eins
og heitan eldinn að láta mynda sig með simpansa. En pandabjörn gengur
alveg.
Núllnúllsjö og mafían
Sean Connery mætti á Loews Astor Plaza með eiginkonuna, Michelin,
þegar frumsýningin á nýjustu mynd hans - The Untouchables - fór fram á
þriðjudaginn. í filmunni leikur Connery þann sterka irska Malone sem kenn-
ir leiðtoga leynilöggunnar hvernig berjast skal við bandíttinn Al Capone.
Mafían fær sumsé til tevatnsins vegna aðgerða fyrrum núllnúllsjökappans.
Símamynd Reuter
Jámfrúin
beygir sig
Mikið annríki er hjá breska forsætisráðherranum um þessar mundir enda
kosningabaráttan í algleymingi. Að ýmsu þarf að hyggja í framkomumálum
á opinberum vettvangi og ekki æskilegt að festast á filmu nema yfirborðið
henti ímyndinni. Það er alveg tabú fyrir Möggu að myndast til að mynda
með simpansa en pandabjörn sleppur í gegnurn nálaraugað. Múrskeið hefði
átt að hanga inni líka en það er verra ef bakið á görnlu konunni fer að gefa
sig. Þrautirnar taka þó enda því kosningarnar verða vfirstaðnar eftir nokkra
daga. Þá tekur við daglegt brauð og fjölmiðlar leggja aðalþungann á önnur
mál. Símamynd Reuter
Glaöur Elton
Rokkarinn og fótboltaliðseigandinn Elton John hampar glaður sigurlaunun-
um í Peking. Klúbburinn hans - Watford - sigraði í kínversku Great Wall
Cup keppninni á þriðjudaginn. Hann er ljóslega kominn á fætur aftur eftir
síðustu krisu - skilnað. evðniótta og önnur safarík hneykslismál á síðasta
misseri. Símamvnd Reuter
Ólyginn
sagði...
er orðinn hundleiður á því að sitja
á óþaegilegum pinnastólum þegar
hann mætir á mikilvægari staði.
Hann hefur því ráðið til sin tvo
unga herramenn sem eiga að sjá
um að hans einkahægindi sé alltaf
innan seilingar. Apparatið hefur
svo innbyggðan rafmagnsnudd-
ara sem sér um að halda Beatty
bæði vakandi og í heilsusamlegri
stellingu fundinn á enda. Þessi
þriggja manna hersing með hæg- f
indastólinn I eftirdragi þykir svo
ekkert skrýtnari en margt annað
sem gerist í henni Hollí.
Linda Evans
hefur heilmikinn frítíma því að hún
þarf engri fjölskyldu að sinna eftir
að skyldustörfum í stúdíóinu er
lokið. Þann tíma hefur bomban
notað til skrifta og eru nú komnar
frá henni bækur um bæði fegurð
og hreyfingu. Þarna skal þó bætt
um betur og er nú doðrantur á
leiðinni sem fjallar um matargerð
og flest sem því er tengt - eins
og hvernig hægt er að vera hinn
fullkomni gestgjafi. Þessi siðasta
er talin verða ekki síðri sölubók
en þær tvær fyrri.
Marilyn Monroe
fær engan frið fyrir eftirlifendum
sem hvorki geta né vilja gleyma
hinni dáðu Ijósku. Um hæfileika
hennar efast enginn lengur og
alls kyns smáhlutir, sem minna á
bomþuna í lifanda lífi, seljast eins
og heitar lummur. Það nýjasta eru
spekúleringar miklar um útlit
stjörnunnar ef hún væri á lífi enn-
þá og alls kyns teiknisjení hafa
spreytt sig á verkefninu. Fæstir
hafa þó háar hugmyndir um Mari-
lyn þegar dæmið er sett upp á
þennan máta - eins og meðfylgj-
andi myndarkorn ber glögglega
með sér.